Fyrir hvað stendur Hreyfingin?

Erfitt er að átta sig á stefnu Hreyfingarinnar, stundum virðist hinn skemmtilegi karakter Spaugstofunnar Ragnar Reykás birtast ljóslifandi í þessum sérstæða flokki.

Í stefnuskránni segir að þau vilji gjarna að þjóðin fái að kjósa um öll mál, en það er óskaplega göfug hugmyndafræði.

En svo þegar þjóðarviljinn henta þeim ekki, þá vilja þau gjarna fá að ráða.

Þjóðin sýndi lítinn áhuga á kosningum til Stjórnlagaþings og raunar er allt það mál á vafasömum forsendum.

En Hreyfingin telur afskaplega mikilvægt að þjóðin fái nýja stjórnarskrá sem samin er af fólki sem lítt kann til verka. Þess vegna m.a. vilja þau ekki fara í kosningar, það var sjónarmið Birgittu og hin virðast vera á sama máli.

Hreyfingin taldi mjög mikilvægt að stjórnin segði af sér á tímabili og þau lýstu yfir megnri óánægju með hennar störf.

Svo mildast þau í þessari skoðun sinni og nú eru þau tilbúin til að styðja stjórnina ef ríkisstjórnin er tilbúin til að taka undir sjónarmið Hreyfingarinnar.

En hvað segir þjóðarviljinn um það, að stjórnin sitji áfram og hver er stuðningurinn við Hreyfinguna?

Mikill meirihluti þjóðarinnar treystir hvorki ríkisstjórninni né Hreyfingunni, þannig að virðing við þjóðarviljann víkur til hliðar þegar það hentar Hreyfingunni.

Svo kemur þingmaður Hreyfingarinnar í Kryddsíldina og þá sjá landsmenn Ragnar Reykás ljóslifandi, þótt það viðurkennist fúslega að Margrét Tryggvadóttir er bráðhugguleg kona og ekki lík Ragnari útlitslega séð, en það er innræðtið sem mestu máli skiptir.

Fyrst byrjar hún á að skjóta mjög föstum skotum á Sjálfstæðisflokkin, eiginlega jafnföstum og ósvífnustu stjórnmálamenn jafnan gera, þegar þeim langar að ráðast á andstæðinga sína og þeir hafa engin rök

Svo seinna í sama þætti þá hneykslast hún mjög á orðræðunni í stjórnmálum og hvetur fólk til að hætta öllum persónuárásum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef alltaf verið frekar jákvæð um Hreyfinguna.  En ég hef skipt um skoðun.  Er búin að sjá í gegnum þetta.  Þau eru nefnilega ekkert skárri en hinir, það sýna þau með þessum stuðningi við stjórnina á ögurstundu.  Allt þetta blaður um að vera vinir og bla bla.  Nei ég afskrifa hana hér með, þykir það raunar leitt vegna Birgittu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 12:44

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég hafði aldrei neina trú á búsáhaldabyltingunni og þaðan af síður á Borgarahreyfingunni sem síðar klofnaði.

Stjórnmálamenn þurfa að hafa leiðtogahæfileika, því miður er ekki mikið um slíka hæfileika í íslenskri pólitík. 

Á erfiðum tímum þurfa þau sem gefa kost á sér til stjórnmálastarfa að geta talað kjark í þjóðina og þau þurfa að geta hafið sig upp yfir dægurþras og deilur.

Hreyfingarliðið er ósköp velviljað fólk, þeim langar til að breyta en þau eru á kolvitlausri leið.

Þeirra málflutningur er nákvæmlega sá sami og tíðkast hjá reiðu fólki á götunni, þau skammast út í ríkjandi vald, þótt margt megi betur fara á þingi og hjá stjórnmálamönnum yfirleitt, þá er það ekki rót vandans.

Rót vandans er græðgi og sérhygli heimsins, en það virðist enginn stjórnmálamaður hafa komið auga á það.

Þingið þarf að ræða við þjóðina, viðurkenna eigin veikleika og sýna vilja til að sigrast á veikleikunum og leggja rætkt við styrklekana.

Oft eru góðir leiðtogar kallaðir landsfeður, það er mikið til í því.

Sjálfur þekki ég föðurhlutverkið ágætlega, ég á fimm börn.

Ég hef alltaf rætt við þau af hreinskilni, ég er skapríkur mjög (það væri ekki mikið af vestfirskum genum í mér ef svo væri ekki) og ég get verið ansi fljótur upp og handskammast á röngum forsendum.

Ef ég sé að ég er ósanngjarn, þá bið ég börnin mín auðmjúklega afsökunar og þau fyrirgefa föður sínum mistökin.

Svo er ég vitanlega beðinn afsökunar þegar við á. Það er enginn fullkominn, en sumir hafa meiri þroska en aðrir og þeir eiga að vera í fararbroddi, okkur vantar stjórnmálamenn með meiri þroska en gengur og gerist, en þeir fást víst ekki og þeir hafa ekki margir komið fram.

Börnin mín hafa ýmsa hæfileika sem mig skortir, að mörgu leiti eru þau greindari en ég. Oft hef ég sagt þeim það en jafnframt getið þes að ég hafi eitt fram yfir þau sem gerir mig að fyrirmynd.

Það er þroskinn. Ég hef gert svo mikið af vitleysum um dagana og þekki svo vel afleiðingar af þeim, það hefur þroskað mig mikið, einnig hef ég víst lifað talsvert lengur.

Sennilega er það sé ekki þroskinn sem mestu máli skiptir ætli fólk sér að vera fyrirmynd og verða sannfærandi landsfeður.

Jón Ríkharðsson, 1.1.2012 kl. 13:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fjölskyldulíf eins og það á að vera Jón minn byggt á trausti og kærleika.  Og ekki er verra að hafa vestfirskt blóð í æðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 13:39

4 Smámynd: Sólbjörg

Gott þú sérð Hreyfinguna í réttu ljósi Ásthildur. Birgitta er glæsileg í flottu hlutverki baráttugyðunnar, ræður hennar helgisveipaðar svo um hana slær ljóma - en það er líka allt.

Sólbjörg, 1.1.2012 kl. 18:45

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sólbjörg mín ég hlusta á fólk en tek samt meira mark á gjörðum en orðum, og ef orðum fylgja ekki gjörðir þá fer lítið fyrir trúverðugleika.  Á tímum sem þessum ber okkur að hlusta vel og fjarlægja illgresið frá blómunum.  Það getur verið sársaukafullt en nauðsynlegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband