Mánudagur, 2. janúar 2012
Við þurfum skýrar og einfaldar reglur.
Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson eru miklir áhugamenn um fágaða framkomu og fallegar veislur.
Fréttablaðið segir frá því að þeir félagar hafi athugað hvort þeir þyrftu vottað eldhús, ef þeir byðu fólki gegn gjaldi að njóta þess að borða góðan mat og læra góða siði.
Sú var raunin, þeir þurftu vottað eldhús, en auðvelt vara að fara í kring um lögin og kalla þetta námskeið. Þá gátu þeir eldað fyrir sína gesti og kennt þeim góða borðsiði um leið.
Metur löggjafinn það svo, að með því að skíra svona starfsemi námskeið, þá séu hverfandi líkur á matareitrun?
Ætli þetta sé ekki bara enn eitt dæmið um gallaða löggjöf, en seint mun löggjafinn átta sig á, að gölluð löggjöf veldur siðrofi, fólk venst því að fara framhjá lögum.
Vissulega er fáránlegt að það þurfi vottað eldhús til þess að geta eldað ofan í fólk gegn gjaldi. Ef stjórnvöld telja ástæðu til þess, þá verða þau að sýna fram á fjölda tilfella matareitrunar vegna matarboða í heimahúsum, en slíkt er vitanlega nær óþekkt.
Þetta eru lög sem eiga ekki rétt á sér, því þau halda ekki vatni.
Endurskoða þarf ansi margar reglur og henda þeim út sem er ekki að virka.
Einfaldar og skýrar reglur með raunhæf markmið auka virðingu fólks fyrir lögum. Lög og reglugerðir sem samin eru á vanhugsaðan hátt og gera lítið anað en að sýna fáránlegt stjórnlyndi, slíkt grefur undan virðingu löggjafans.
Fá en skýr lög með það markmið, að vernda fólk fyrir yfirgangi og glæpum, þau eru til góðs. En skógur allskyns óþarfa reglugerða dýpkar gjána milli þings og þjóðar.
Athugasemdir
Vel mælt!
Fleiri dæmi um gallaða löggjöf á Íslandi (í þeim skilningi, að fáir fara eftir þeim, og þeir sem fara eftir þeim líta ekki á brot annarra á þeim sem alvarlega glæpi):
Listinn er engan veginn tæmandi, en lýsandi fyrir það viðhorf sem yfirvöld eru að rækta hjá almenningi: Að sum lög eru betri en önnur, og að löghlýðni sé því spurning um aðstæður.
Geir Ágústsson, 2.1.2012 kl. 12:57
Þakka þér fyrir Geir.
Þetta er athyglisverð upptalning hjá þér og lýsandi dæmi um fáránlega gagnslaus forsjárhyggju.
Lög eiga ekki að stjórna því hvort fólk vill taka íslenskt neftóbak eða útlenskt, fólk á að hafa val.
Og þetta með heimabruggið, það á heldur ekki að vera ólöglegt. Ríkið á ekki að hafa einkaleyfi á því að framleiða áfengi.
Það er aldagamall misskilningur að halda því fram, að stjórnmálamenn viti betur en almenningur.
Flestir þeir sem veljast á þing eru ekkert betur gefnir en gengur og gerist, sumir þættu ekki bjartasta peran á ýmsum vinnustöðum landsins.
Með því að hafa skýr og einföld lög, þá er fólk fúsara að fara eftir þeim, það skapast meiri sátt og líkur eru á að heiðarleiki aukist í framhaldinu.
Jón Ríkharðsson, 2.1.2012 kl. 16:34
Tek undir þetta Jón Ríkharðsson. Því að lög sem hægt er að ganga framhjá mismuna fólki og ekki bara það, þau eyðileggja siðferðis og samfélags vitund fólks.
Í mörgum byggðarlögum á landsbyggðinni stendur tilkynning um 35 km hámarkshraða nokkru áður en að fyrstu húsum er komið og ferða langur rúllar á 70 og svo niður í 60 - 50 að bensín stöðinni og brynnir fararskjótanum og fær sér pulsu og kók. Síðan fer hann af stað út á þjóðveginn ( því vegurinn í gegnum þennan bæ er þjóðvegur, viðhaldið af ríkinu ) og fer útúr þessum fallega bæ á 90 – 100 km því það var ekki einu sinni hundur á þjóðveginum.
En vilji ferðalangur vera öruggur um að fá að vera í friði fyrir hraða sektum í svona bæ þar sem er tilkynt 35 km. Hámarkshraði, Þá nægir honum að fara niður í 50 km. Því að þar liggja hin raunverulegu mörk, en sektin miðast samt við 35 km þó að aldrei séu gerðar athuga semdir við hraða undir 50 km. 35 km ? tilhvers og handa hverjum ?
En hvernig skildi annars standa á því að stjórnvöld, ekki bara þau sem nú ráða heldu stjórnvöld allra tíma virðast ekki hafa áttað sig á því að Ísland er eyja, og við sem hér búum eigum nokkuð langt að sækja í allar áttir. Norðmaður sem þarf að panta hlut frá Svíþjóð eða Þyskalandi er ljóslega mun betur settur en við hér uppi. Flutningskostnaður er verulega minni frá þýskalandi til Noregs heldur en til Íslands, og hjá því verður aldrei komist.
En vegna þess að flutnings kostnaður er tollaður eins og varan sjálf hér á Íslandi, þá hagnast Íslenska ríkið mun meira en það Norska, við hafi Norðmenn sömu reglu.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.1.2012 kl. 18:13
Þakka þér fyrir athyglisvert innlegg Hrólfur.
Jón Ríkharðsson, 2.1.2012 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.