Tilraunastöðin Ísland.

Síðan vinstri stjórni tók við, þá höfum við búið við afar kynlega hagstjórn og lítil ástæða til að telja upp rök fyrir þeirri fullyrðingu. Þeir sem eru ekki sannfærðir um það, þeim er afskaplega illa við staðreyndir.

En nú eru boðaðar breytingar með nýjum fjármálaráðherra, næst kemur kynjuð hagstjórn. Of snemmt er að fullyrða um, hvort hún reynist kynleg, það mun tíminn leiða í ljós.

Eftir hrun þá hrópuðu margir eftir einhverju nýju og nú er svo komið,  að Ísland er orðin tilraunastöð fyrir hugmyndir sem hafa ekki virkað til þessa.

Íslendingar hafa prufað að hafa forsætisráðherra sem er andvígur málamiðlunum, hefur enga þekkingu á efnahagsmálum og getur varla tjáð sig skammlaust á enskri tungu.

Svo fékk höfuðborg landsins borgarstjóra sem viðurkennir fúslega að geta ekki haldið einbeitningu lengur en örfáar mínútur í senn og hann var kosinn út á það, að hann hefði eki hundsvit á pólitík og vissi ekkert um neitt varðandi stjórnsýslu borgarinnar sem hann bauð sig fram til að stjórna. Einnig lofaði hann heitt og innilega að svíkja allt sem hann lofaði.

Svo á að gera eina tilraun í viðbót, en ekki er vitað hvort hún virkar eður ei.

Gaman er að fylgjast með hvernig kynjaða hagstjórnin kemur til með að virka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki vissi ég hvort ég ætti að fara að hlæja eða gráta þegar nýji "Fjármálaráðherrann" fór að tala um KYNJAÐA HAGSTJÓRN. Það er ekki öll vitleysan eins..

Jóhann Elíasson, 2.1.2012 kl. 20:24

2 identicon

Sælir; Jón - Jóhann Stýrimaður, sem aðrir gestir, á Jóns síðu !

Oddný G. Harðardóttir; úr Garði suður, kemur mér mjög kynlega fyrir sjónir, að minnsta kosti.

Ekki hefi ég rekist á skörungsskap hennar enn; í þágu Reyknesinga og Sunnlend inga piltar, og á vart von á, úr þessu.

Fremur; litlaus persóna, að minni hyggju - og FLOKKS trygg mjög, eins og þú þekkir nú bezt sjálfur, úr þínum ranni, fornvinur minn Jón.

Get ekki að því gjört; ég verð bara að vera jafn hreinskilinn, við þig, sem aðra, Jón minn.

Veit; að þú erfir það ekkert, svo sem.

Með Áramótakveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason 2.1.2012 kl. 21:05

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég fór nú bara að hlægja Jóhann minn, gat ekkert annað.

Jón Ríkharðsson, 3.1.2012 kl. 00:22

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei Óskar minn, ég erfi ekkert við menn þótt þeir séu hreinskilnir og ég áskil mér vissulega þann rétt að vera ósammála, því ég er hreinskilinn líka.

Hafandi lesið ýmsar spillingarásakanir á hendur sjálfstæðismönnum, marga áratugi aftur í tímann án þess að hinir flokkarnir, sem mjög þó taka þátt í að saka flokkinn minn um spillingu, geri nokkuð í að sanna þessar fullyrðingar, þá á ég bágt með að taka mark á því öllu saman.

Aldrei hef ég neitað því að kjörnir fulltrúar flokksins hafi tekið þátt í því að hygla sínu fólki, jafnvel óeðlilega mikið. En það er gamalt vandamál á Íslandi og ekki bundið við flokka.

Svo þegar kemur lýðræðissinnaður flokkur eins og Hreyfingin sem vill ekki virða vilja þjóðarinnar og ganga til kosninga, þá sé ég að margir eru að kasta úr glerhúsi.

Vandinn er sá Óskar minn, að mannkynið er óttalega meingallað og það hefur reynst flestum erfitt að umgangast völd svo vel sé.

Í ljósi þess fæst ég ekki til að viðurkenna að sjálfstæðismenn séu verri en aðrir, kosturinn við þá er sá að þeir fylgja góðri stefnu og það gerir þá skárri en hina.

Ég get ekki farið að hlaupa eftir kjaftasögum Óskar minn. Ég hef í tví eða þrígang hvatt menn til að kæra Sjálfstæðisflokkinn ef þeir telja sig hafa vissu fyrir glæpamennsku þar. Ég skrifa sem sagt tvö eða þrjú blogg á þeim nótum og lét þess getið að það kæmi ekkert við mig þótt þeir yrðu sekir fundnir, ég er mjög fylgjandi því að allir svari til saka ef þeir eru sekir um eitthvað misjafnt og skiptir þá engu máli hvort þeir tengjast mér eða ekki.

En það sem okkur sennilega greinir á Óskar minn er, að ég er ansi harður á meginreglu réttarríkisins,að enginn sé sekur uns sekt sé sönnuð. Kjaftasögur og áleitnar grunsemdir geta aldrei og mega aldrei sakfella neinn.

Þegar Sjálfstæðisflokknum óx fiskur um hrygg þá byrjuðu vinstri menn á svona kjaftasögum. Það var farið að rakka niður Kveldúlf til að koma Ólafi Thors á kné, en hann var maður til að svara fyrir sig.

Það er einföld framkvæmd Óskar minn að kæra stjórnmálamenn ef sterkur grunur er uppi um alvarlega misbeitingu valds. Þá ber að leita til ríkislögreglustjóra og leggja fram kæru, svo verður hún tekin til greina.

Svo þyrfti þá að þrýsta á núverandi ríkisstjórn, en fáir hata Sjálfstæðisflokkinn meira en þau, að taka frumvarpið um rannsókn á einkavæðingu bankanna upp úr skúffunni og setja hana í gang.

Það er eins og enginn vilji sanna neitt, bara vera með kjaftasögur, bæði á alþingi og í bloggheimum, það líkar mér mjög illa.

Ef lögin eru ekki nógu fullkominn til að rannsaka spillingu, þá þarf að bæta þar úr. Hægt er að horfa til ýmissa ríkja þar að lútandi, en það er aldrei gert þegar vinstri menn komast til valda og Hreyfingin hefur ekkert frumvarp lagt fram heldur til að bæta þessar reglur.

Vilja menn kannski frekar kjaftasögur en staðreyndir?

Jón Ríkharðsson, 3.1.2012 kl. 00:48

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki gleyma utanríkisráðherra sem hefur ekki hundsvit á fjármálum, en ætlar samt að vera leiðtogi í kæru ESA á hendur íslendingum.  Hve langt er hægt að ganga í vitleysurnni og fávitahættinum?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2012 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband