Þriðjudagur, 10. janúar 2012
Ríkir stöðnun í andlegum þroska?
Ef litið er til stórkostlegra framfara á sviðum vísinda og tækni, þá er það undarlegt hvað mannkyninu hefur miðað hægt í andlegum þroska.
Heimildarmyndin um Jón Ísleifsson fyrrum prest í Árneshreppi er ágætt dæmi um afskaplega slakan andlegan þroska hjá sveitungum hans og ýmsum embættismönnum. Því miður eru sjónvarpsskilyrðin frekar slæm úti á sjó, útsendingin dettur út þegar skipið siglir í vissa átt, þannig að ég náði ekki allri myndinni.
En það kom berlega í ljós að nafni minn er mörgum góðum gáfum gæddur. Hann hefur ágætan skilning á Guðsorðinu og slíkt ætti að vera hverjum presti til sóma. Ekki kom fram að hann hafi sinnt sóknarbörnum sínum illa, hann virtist hafa messuhald samkvæmt hefbundnum siðum osfrv.
En hann er eitthvað lasinn á sálinni og fyrir það var honum refsað.
Sökum þess, að hann var veikur andlega, að einhverju leiti, þá var umgengni hans slæm og hann hugsaði ekki nógu vel um skepnurnar, en var þó eitthvað að taka á því og tilbúinn til að hlusta með opnum huga á ábendingar dýralæknisins.
Og vegna þess að veikindi hans voru andlegs eðlis, þá fékk hann enga hjálp heldur aðeins skammir.
Ef hann hefði verið með slæma bakveiki eða aðra líkamlega krankleika, þá þætti það í lagi og eflaust hefðu sveitungar hans reddað tiltektinni fyrir hann og séð um skepnurnar.
Vitanlega hefði allt orðið vitlaust ef líkamlega sjúkur prestur hefði verið rekinn fyrir hirðuleysi af jörðinni, en af því að hann var andlega veikur, þá vildi enginn hjálpa honum. Dýralæknirinn virtist sá eini sem sýndi honum skilning.
Hvenær lærir fólk það að sjókdómar geta bæði lagst á líkama og sál og þeir sem eru andlega veikir, þurfa jafnvel meiri andlegan stuðning en þeir sem eru veikir á líkama sínum?
Athugasemdir
Það hlaut að vera að maðurinn væri veikur andlega.. .þannig er það oftar en ekki hjá mönnum sem telja sig vera með og skilja eitthvað meint guðsorð.... .það er vitlausara en að segjast trúa á Batman
DoctorE 10.1.2012 kl. 11:26
þetta var merkileg mynd, ég tel þó að vinnuveitendur Jóns prests hefðu þurft að senda hann mun fyrr í veikindafrí og tryggja honum viðeigandi læknismeðferð. Preststarfið er mjög mikilvægt fyrir samfélagið og hvað sem öðru líður að þá voru þarna um 40 manns í sókninni sem þurfa að geta leitað til prestsins með ýmis mál, prestar sinna oft hjónaráðgjöf, búa börn fyrir fermingarfræðslu og til þeirra er mjög mikið leitað núna í efnahagsþrengingunum, og þarafleiðandi þarf að gæta þess að preststarfið skipi alltaf mjög hæfur maður í góðu andlegu jafnvægi, presturinn á að þjónusta sóknina en ekki sóknin að þjónusta prestinn.
Guðrún Sæmundsdóttir, 10.1.2012 kl. 11:45
Blessaður DoctorE, þú sýnir einstaka elju og fylgist vel með öllum umræðum þar sem presta og Guð ber á góma.
Þú ert brennandi í andanum og duglegur að breiða út þinn boðskap, þú átt hrós skilið fyrir það frá þínum skoðanasystkinum, þau ættu að reisa af þér styttu.
Jón Ríkharðsson, 10.1.2012 kl. 12:16
Þakka þér fyrir Guðrún mín og gleðilegt nýtt ár.
Þetta eru oft ansi flókin mál, stundum geta einstaklingar gefið mikið af sér þótt þeir eigi við vandamál að stríða, stundum eru þeir skilningsríkari en gengur og gerist.
Þótt hann hafi verið framtakslaus og eitthvað veill andlega, þá var ég ekki var við gagnrýni á hans preststörf.
Jón Ríkharðsson, 10.1.2012 kl. 12:20
Það er ekki neinn 2000 eftir að þú ferð í grafreitinn.. það tekur ekkert við; Þetta er Dauða-Nígeríusvindl.
Allir sem trúa þessu rugli eru illa upplýstir formenn
Dýralæknir er ágætur fyrir menn, menn eru líka dýr... í senn, heimskasta og gáfaðasta dýrið...
DoctorE 10.1.2012 kl. 13:01
Heill og sæll Jón æfinlega; sem og aðrir góðir gestir, þínir !
''Hann hefur ágætan skilning á Guðsorðinu og slíkt ætti hverjum presti til sóma.'' skrifar þú hér að ofan; meðal annarrs, Jón minn.
Ber þetta ekki vott; um einskonar sjálfsbirgingsskap, síðuhafi góður ?
Skildi þig betur; ef nafni þinn Ísleifsson, sem er vafalaust hinn bezti maður, annað var ekki að sjá í myndinni, alla vega, kynni fyrir sér í : Eddu Snorra frænda míns Sturlusonar - Gilgamesh kviðunum - Veda bókum Hindúa og Zend- Avestu, riti þeirra Zaraþústra, til dæmis, auk Biflíunnar.
Þú; sem allt of margir samlanda okkar; lætur, eins og Lútherska þvaðrið, sé upphaf og endir alls, Jón minn Ríkharðsson.
Ber þetta ekki vott; um einskonar Kýrauga sýn, eða þá kotungshátt nokkurn, Jón minn ?
Tími kominn til; að viðurkenna óravíddir Guða og Gyðju, sem og Anda veraldar, fornvinur góður.
Bið ykkur að endingu; að hætta, að tala niður til fornvinar míns; DoctorsE, á þann máta, sem ykkur hættir svo oft til, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason 10.1.2012 kl. 14:34
''að vera til sóma''; átti að standa þar. Afsakið; fljótfærni nokkra, af minni 1/2.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason 10.1.2012 kl. 14:35
Gleðilegt ár Jón og takk fyrir þín bloggskrif í gegnum tíðina.
Óskar, mannstu eftir vitringunum þremur frá austurlöndum sem komu og vottuðu Jesú lotningu sína og virðingu? Þar voru á ferð æðstu menn austrænna trúarbragða, sem þekktu og vissu að hinn sanni konungur og lausnari mannkyns, Jesús leysir frá allri karmaskuld og öðrum kvöðum andlega heimsins, og gerir þar með að öllu óþarft að leita til gyðju og goða.
Guðrún Sæmundsdóttir, 10.1.2012 kl. 16:13
Komið þið sæl; að nýju !
Guðrún !
Jú; jú, ég man eftir frásögunni, af SÉRVITRINGUNUM þrem, sannarlega.
En; líkt og hjá Jóni síðuhafa, gætir nokkurrs hroka og stærilætis, í viðhorfum þínum, gagnvart öðrum menningarheimum, í skrifi þínu, fornvinkona góð.
Eins; og Vestræn gerfi- Kristni, sé einhver ALLSHERJAR STÓRI SANNLEIKUR, í ykkar huga, Guðrún mín.
Vildi svo; minna ykkur á, stórmerkar trúarkenningar Indíána - eins og Azteka (mannfórnir; að vísu) - Inka og Maya, sunnar, í okkar Heimsálfu, gott fólk.
Og munum; Guðrún mín. Guðir og Gyðjur; sem Andar ýmsir, eiga að vera sjálfsagðir valkostir fólks, sem nennir yfirleitt, að leggja höfuð sín í bleyti, um raunverulega tilveru þeirra - eða ekki; yfirhöfuð.
Ekki; einhver einstök klisja - sem ég; þú eða Jón síðuhafi teljum, HINA EINU SÖNNU, kæra vinkona.
Með; ekki síðri kveðju, en þeirri fyrri /
Óskar Helgi Helgason 10.1.2012 kl. 16:38
Óskar minn Helgi, snýst vitræn umræða ekki um að virða skoðanir fólks og vera ekki með sleggjudóma?
Í sumum málum greinir okkur á, en ég efast um að þú tækir því þegjandi ef ég kæmi á síðuna þína og segði þér hvernig þú ættir að svara þeim sem kæmu þangað í heimsókn. Ég hlít að hafa málfrelsi á síðunni minni sem og annarsstaðar, þannig að mér finnst þú ganga ansi langt varðandi DoctorE. Greinilega er honum ekki misboðið fyrst hann kemur alltaf aftur með athugasemdir.
Við höfum rætt hin ýmsu trúarbrögð og margt sé ég gott í Hindúisma og Búddisma, en mér finnst ekkert komast í hálfkvist við kristinn boðskap.
Þú hefur ákveðnar skoðanir varðandi nauðsyn byltinga og vilt koma á fót byltingaráði. Ég get séð ákveðna kosti við það, eins og ég hef rætt við þig oft, en ég mundi aldrei vilja sjá það hér á landi, því mér er meinilla við byltingar og læti.
Ekki saka ég þig um þröngsýni þar, þú hefur einfaldelga þínar skoðanir.
Því miður finnst mér þú, kæri vinur, vera með ansi mikla sleggjudóma í minn garð í þessum athugasemdum.
Það hefur hingað til ekki þótt bera merki um sjálfsbirgingskap að hafa sjálfstæðar skoðanir og halda þeim á lofti, ef svo væri þá ættum við sjálfsbirgingskapinn sameiginlegan.
Að lokum bið ég þig að virða mínar skoðanir eins og ég virði þínar fornvinur góður, þú hlýtur að hafa séð það í mörgum bloggfærslum hjá mér, að ég treysti mér aldrei til að fullyrða hvað er rétt eða rangt í trúmálum, enda er þau of huglæg til þess. Ég get eingöngu túlkað mínar skoðanir byggðar á mínum tilfinningum, nákvæmlega eins og þú.
Með góðum kveðjum frá SV miðum,
Jón R.
Jón Ríkharðsson, 10.1.2012 kl. 17:34
Komið þið sæl; enn !
Jón síðuhafi !
En; er ykkur Guðrúnu þá ekki sæmst, að viðurkenna þá meinbaugi ykkar - að ALLT íslenzkt, auk ýmissa Vestrænna viðhorfa, sé svo miklu betra, en plagast, víða um önnur lönd ?
Kristindómur (gerfi- = Vestrænn); að þá hinn ekta, og fölskvalausi (Austrænn), er ekki hægt að alhæfa um, að sé, hin eina og sanna kenning.
Þú veist betur en svo; Jón minn.
Þið Guðrún; sýnist mér vera einfaldlega, allt of þröngsýn, til annarra hluta ver aldarinnar; þér, að segja, Jón minn.
En; eruð líka, hið vænsta mannkostafólk, að öðru leyti.
DoctorE; mun ætíð í uppáhaldi verða hjá mér, ekki sízt fyrir sneiðar, sem hann sendir dusilmennum íslenzkra stjórnmála; ALLRA flokka, þegar hann hefir tök á.
Fyrir það eitt; mun ég honum jafnan þakklátur verða, um ókomin ár, Jón minn.
Með; ekki síðri kveðjum - en þeim -öðrum, og fyrri /
Óskar Helgi Helgason 10.1.2012 kl. 17:53
Óskar, ég hef kynnt mér öll trúarbrögð mannkyns og tekið þátt í þeim mörgum, byggt á þeirri reynslu get ég fullkomlega staðið við þá skoðun mína að Jesús sé hinn eini lausnari. Það er ekki þröngsýni að vera sannfærður eftir að hafa skoðað allan annan átrúnað og þá er öll nýaldartrú, dulspeki sem og trúleysi meðtalin. Það er upplýst skoðun sem er ekkert tengd þröngsýni.
" Ég hef mjög einfaldan smekk, ég vel aðeins það besta!"
Guðrún Sæmundsdóttir, 10.1.2012 kl. 18:08
Komið þið sæl; sem fyrr !
Guðrún !
Einhvern veginn; sé ég ekki fyrir mér, að ég kynnist hinum sanna lausnara, í þessu jarðlífi Guðrún mín - bíð; með allar yfirlýsingar þar um, unz ég verð dauður.
Mun þá; reyna að koma skilaboðum til ykkar Jóns vinar okkar, verði fjarskipti að handan, sæmilega viðunandi, fornvinkona kær.
Með; sízt lakari kveðjum - en öðrum fyrri, gott fólk /
Óskar Helgi Helgason 10.1.2012 kl. 19:31
Það er nú einmitt svo frábært að fyrir tilbeiðslu til Jesú Krists, öðlast tilbiðjandinn Heilagan anda sem gefur þetta yndislega samfélag við Jesú akkúrat núna :) enginn þarf að bíða dauðans til að eignast samfélag við Guð.
Guðrún Sæmundsdóttir, 10.1.2012 kl. 19:48
Sæl verið þið; enn á ný !
Guðrún mín !
Ekki; ekki reyna, að setja þig, í mín spor, fornvinkona kær.
Sennilega; munu þeir : Heilagi andi - Guð og Jesú ekki liðsinna mér úr þessu, (í jarðlífinu, á ég við), þar sem þeir forfeður mínir; Kveldúlfur úr Hrafnistu, og Valgarður hinn Grái, að Hofi á Rangárvöllum, Heiðnir menn báðir,spila stórt hlutverk, enn um stund, í mínu hugskoti, sýnist mér.
Með fullri virðingu; fyrir Heilögu þrenningunni, að sjálfsögðu.
Öngvir; hvorki Guðir - Gyðjur né Andar, hafa verið mér neitt sérlega hjálpleg, fram til þessa (og er ég þó; kominn á 54. ár), í daglega lífinu - og reikna ég ekkert með því, úr þessu, Guðrún mín.
O; læt mér alveg, í léttu rúmi liggja, svo sem.
En endilega; haltu þig við þrenninguna - og þið Jón bæði, helzt.
Ekki; mun ég reyna, að spilla þeim hugrenningum ykkar, fornvinir góðir.
Held mig sjálfur; við jarðtenginuna (gul/græni vírinn, munið þið), meðan ég tóri.
Ekki síðri kveðjur; - þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason 10.1.2012 kl. 20:11
Ekki veit ég þinn skilning á hugtakinu "þröngsýni" fornvinur góður en eins og þú notar það í þessari umræðu, þá eru þeir þröngsýnir sem hafa ákveðnar skoðanir á málunum og sé það svo, þá er ég eflaust þröngsýnn miðað við þá skilgreiningu.
En miðað við almenna skilgreiningu, þá er ég frekar víðsýnn held ég, án þess að það skipti máli. ég er býsna sáttur við mig eins og ég er, ég hef víst ekki að neinu örðu að hverfa og þarf að vera ég sjálfur út þetta jarðlíf.
Þú talar um sneiðarnar hjá DoctorE. Eflaust er hann hinn vænsti drengur en beittur í málflutningi telst hann seint.
Það kæmi mér verulega á óvart ef honum tækist að breyta skoðunum einhvers eða særa, þetta eru sömu frasarnir, hann líkir Guði oft við Súperman eða Batman, maður veit oftast hvað kemur hjá honum og þetta er ekki mjög sterkt. En þú mátt gjarna hrósa honum, það er alltaf fallegt að hrósa fólki og gott ef einhver er þá ánægður með hans athugasemdir og telur þær virka. Hann er þá ekki einn í baráttunni sinni kallanginn.
En gul/græni vírinn er alltaf vel tengdur hjá mér Óskar minn, allvega er ég sáttur og mín nánasta fjölskylda og það er mér nóg.
Ég nenni ekki að vera að þóknast öllum, þá verður maður bara léleg eftirlíking af fjölda fólks og það hlýtur að vera örðugt hlutskipti.
En ég sendi góðar kveðjur austur fyrir fjall frá brælusvæðinu sv. af Reykjanesi.
Jón Ríkharðsson, 10.1.2012 kl. 20:26
DoctorE, ef þessi skilgreining hjá þér er rétt, þá vil ég mun frekar vera ila upplýstur fornmaður en vel upplýstur nútímamaður, smkv. þínum skilningi.
Mér þykja þínar skoðanir afskaplega andlausar og ég mundi aldrei nenna að burðast með svona lífsskoðun eins og þú hefur lífið á enda.
Þá vil ég frekar vera glaður með minn Guð og eyða ævinni þannig, deyja kannski og hverfa eins og þú segir, glaður með mína trú.
Nú og kannski, ef ég hef rétt fyrir mér, þá hittumst við hinummegin, en ég lofa því að velta þér ekkert upp úr þessum skoðunum þínum, sem þú væntanlega iðrast ef það er líf eftir dauðann.
Jón Ríkharðsson, 10.1.2012 kl. 20:31
Þakka þér líka fyrir Guðrún mín, ég var næstum búinn að gleyma þér.
Við verðum bara áfram sátt með okkar trú og á meðan hún veitir okkur gleði, þá er tilgangum náð.
Svo kemur sannleikurinn í ljós á efsta degi eins og við vitum.
Jón Ríkharðsson, 10.1.2012 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.