Föstudagur, 13. janúar 2012
Eru stjórnmálamenn góðar fyrirmyndir?
Sumir virðast, af einhverjum ástæðum, vera á þeirri skoðun að stjórnmálamenn eigi að vera til fyrirmyndar fyrir alþýðu þessa lands, en það eru kröfur sem afskaplega fáir af núverandi stjórnmálamönnum geta staðið undir.
En hverjir eru góðar fyrirmyndir?
Góðar fyrirmyndir er hægt að finna víða og eina slíka fann ég í sjónvarpsþætti sem fjallaði um lífið í Afríku, sá þáttur var sýndur á RÚV fyrir nokkrum árum.
Það var tekið viðtal við ungan mann sem átti konu og eitthvað af börnum. Hann var ansi brosmildur og ánægður með lífið, þótt hann væri fátækur mjög og ætti erfitt með að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hann hafði tínt til slatta af múrsteinum í nokkur ár og var byrjaður að byggja hús fyrir sig og sína fjölskyldu. Með sama áframhaldi bjóst hann við að klára húsið á tíu árum.
En hann var mjög glaður og bjartsýnn, sagði stoltur frá því að hann skuldaði engum neitt og þegar húsið væri tilbúið þá ætti hann það sjálfur og hefði byggt það frá grunni.
Hann kvartaði ekkert, kvaðst vera ansi hraustur og hann náði að fá mat fyrir fjölskylduna með því að gera hin ýmsu viðvik fyrir hina og þessa, en fasta vinnu hafði hann ekki.
Þessi ágæti maður er ein af mörgum hetjum sem heimurinn státar af, en fjölmiðlar skeyta ekkert um. Hann var stoltur af börnunum sínum og ákveðinn í að þau fengju að mennta sig, en hann hafði sjálfur enga menntun hlotið.
Nú höfum við stjórnmálaforingja hér á Íslandi sem gera lítið annað en að kveinka sér yfir erfiðri vinnu.
Borgarstjórinn afsakar mistök borgarstjórnar með því að benda á óhóflegt vinnuálag og leiðtogar þjóðarinnar, Jóhanna og Steingrímur segja frá því annað slagið, hversu ægilega erfið vinna þetta sé hjá þeim.
Svo er til fátækur maður í Afríku, sem veit ekki hvort hann getur fengið vinnu næsta dag og brauðfætt fjölskyldu sína, hann kvartar ekki heldur horfir hann fram á veginn með bjartsýni, kjark og von að leiðarljósi.
Það væri stjórnmálamönnum þessa lands mjög hollt, að taka þennan fátæka Afríkubúa sér til fyrirmyndar.
Athugasemdir
Góð færsla hjá þér Jón og alveg raunsönn. Það er einmitt hugarástandið sem gildir, vera sáttur við sjálfan sig og gera það besta úr stöðunni á hverju sem veltur. Veldur hver á heldur, segir gamalt máltæki, ætli það sé ekki alveg hárrétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2012 kl. 13:03
Flott grein hjá þér Jón. Þegar við tölum um að stjórnmálafólk eigi að vera til fyrirmyndar þá finnst mér að sá stjórnmálamaður sem setur hagsmuni lands og þjóðar en ekki sérhagsmuni tiltekinna hópa í forgang. Því miður held ég að það séu fáir fyrirmyndar stjórnmálamenn á Íslandi.
Kristján B Kristinsson 13.1.2012 kl. 13:21
Sæll Jón; / Ásthildur Cesil - sem og aðrir gestir, hér; á þinni síðu !
Þú hefðir alveg; getað sparað þér þessa grein, Jón minn.
Virtu fyrir þér; ''fyrirmyndirnar'' , í : Sovétríkjunum 1917 - 1991 / Bandaríkjun um; sérstaklega, frá 2001 / Kambódíu 1975 - 1979 - þarf ég nokkuð, að halda áfram ?
Jú; að ógleymdu Íslandi, frá 1944.
Samt; eru ýmis lánleysis og kjána kóð, hérlend, sem tigna viðurstyggilega Drullusokkana íslenzku - sem dæmi má nefna : Þorstein Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson, sem LUGU upp í opið geð landsmanna; Haustið 1988, að svokölluð Bifreiðagjöld (misminni mig ekki ártalið - fremur en 1989), þá nýsett, skildu einungis vara, í 1 ti 1 1/2 ár, hið mesta.
Þetta ARÐRÁN; ÞJÓFNAÐUR réttara sagt; stendur ENN, Jón Ríkharðsson !
Reyndu ekki; hafir þú vit og þor og kjark til, að bera á borð, einhverjar Helvítis lofgjörðir, viðbjóðslegum stjórnmála ÓFRESKJUM íslenzkum á borð, fornvinur góður.
Þú ert skarpari en svo; Jón minn.
Það er óprenthæft víst; það,, sem ég vildi næst sagt hafa, um valda stéttar hyski, 4ra flokka ömurleikans !!!
Með beztu kveðjum; öngvu að síður /
Óskar Helgi Helgason 13.1.2012 kl. 13:26
Sammála þér Ásthildur, "veldur hver á heldur", það er laukrétt.
Jón Ríkharðsson, 13.1.2012 kl. 14:27
Það er rétt sem þú segir Kristján, en margir kjósendur vilja einmitt stjórnmálamenn sem hugsa um sérhagsmuni í stað þess að hugsa um heildarhagsmuni.
Gallinn við allt of marga hér á landi er sá, að þeir hugsa um sína eigin hagsmuni og huga lítt að heildinni.
Jón Ríkharðsson, 13.1.2012 kl. 14:31
Eru nú viss um að þú hafir lesið pistilin frá upphafi til enda Óskar minn?
Égt var nú einmitt að benda á þá skoðun mína, að stjórnmálamenn væru alls ekki góðar fyrirmyndir.
Okkur vantar nefnilega góða stjórnmálamenn en þeir finnast víst ekki í kippum, sennilega vegna þess að þjóðin er ekki þroskaðri en svo.
Ég er eins og þú, afskaplega hrifinn af gul/græna vírnum og hann segir mér, að í þessum heimi er fátt sem er alslæmt og algott, nema etv. kommúnisminn eins og hann var iðkaður í Sovétríkjunum sálugu, sú stefna er vitaskuld alvond að mínu mati.
Með bestu kveðjum sem ávallt.
Jón Ríkharðsson, 13.1.2012 kl. 14:37
Þú segir nokkuð... jú, afríkugaurinn er skárri. En hafandi hugsað málið, hefur mér sýnst Hells Angels vera betri fyrirmyndir en Íslenskir stjórnmálamenn - eða öll elítan, ef út í það er farið.
Þetta eru lygarar, hysknir menn allt og svikulir.
En samt kýs fólk þá alltaf aftur og aftur... Hvað getur maður sagt?
Ásgrímur Hartmannsson, 13.1.2012 kl. 17:50
Þar sem að mér er mjög illa við ofbeldi Ásgrímur, þá líkar mér ólíkt betur við stjórnmálamennina heldur en meðlimi Hells Angels.
Stjórnmálamenn aulast til að beita fólk andlegu ofbeldi, án þess endilega að vilja það á meðan Hells Angels mennirnir beita fólk mevitað allskyns óþverraskap og ofbeldi.
En það verður víst hver að hafa sin smekk á þessum málum eins og öðrum.
Jón Ríkharðsson, 13.1.2012 kl. 18:38
Það eina sem stjórnmálamenn þurfa að hafa í huga er hverjir það eru sem greiða launin þeirra. Ef þeir hlusta ekki á kjósendur þá eru þeir að gefa skít í vinnuveitendur sína. Það eina sem ég veit er að í einkageiranum eru slíkir starfsmenn reknir. Ef stjórnmálamenn hlusta ekki á skattgreiðendur eru þeir að hundsa vinnuveitendur sína.
kallpungur, 13.1.2012 kl. 19:11
Fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn, hvort sem er til sveita eða á landsvísu hafa flestir verið lánlausir í starfi, m.a. vegna bresta sem heita m.a. spilling, leti, skotur á áræði, of mikið áræði, ósannsögli o.fl.o.fl. sem lengi mætti upp telja, og síðast en ekki síst, óvirðing fyrir kjósendum.
Manni finnst eins og frambjóðendur séu alltaf á höttunum eftir kjósendum fyrir kosningar, en það gleymist um leið og þeir ná kjöri. Þá halda þeir að þeir séu þarna aðeins fyrir sjálfa sig og sinn framgang og gleyma algerlega þeim sem kusu þá. En það sem þetta fólk ætti að hafa efst á vinnulistanum er samning siðareglna, sem farið yrði eftir af öllum stjórnmálamönnum, úr öllum flokkum. Síðan yrði að setja ströng viðurlög við að fara ekki eftir þeim.
Það er óþolandi hvernig er valtað yfir okkur, lofað og lofað, svikið og svikið.
Bergljót Gunnarsdóttir, 14.1.2012 kl. 01:58
Íslendingar sem hætta ekki að kvarta yfir verðurfari á Íslandi ættu líka að líta til hans í stað þess að gráta til yfirvalda
Tryggvi 14.1.2012 kl. 06:19
Ég held að hluti skýringarinnar sé þetta undarlega samband á milli stjórnmálamanna og kjósenda Bergljót mín, stjórnmálamenn eru bara venjulegt fólk, kannski því miður því flestir óska þess að þeir séu yfir okkur hafnir.
Framleiðslan okkar hefur sjaldan eða jafnvel aldrei staðið undir allri þessari opinberu eyðslu, þess vegna er alltaf verið að taka lán, prenta peninga osfrv., það veldur verðbólgu, þannig að við erum föst í vítahring.
Það var farið ansi bratt í að koma á fót fyrirmyndarvelferðarkerfi hér á landi, svo jukust kröfurnar, báknið þandist út, stjórnmálamenn urðu veruleikafirrtir og fóru að huga að sporslum hver fyrir annan osfrv. Þetta er ekki í réttu samhengi, en að mínu mati stóri hluti af okkar stóra vandamáli.
Það vantar stjórnmálamenn sem fylgja sinni sannfæringu og eru óhræddir við kjósendur, það heita leiðtogar.
Því miður eru þeir af mjög skornum skammti og þeir leita oftast ekki á hinn pólitíska vettvang því miður.
Jón Ríkharðsson, 14.1.2012 kl. 14:27
Veistu það Tryggvi, ég er innilega sammála þér.
Ég get ekki fundið fyrir almennilegri reiði, því við erum svo vel sett hér á Íslandi.
Það er helst svona pirringur hjá mér út í vinstri stefnuna, því mér þykir hún afskaplega andlaus, leiðinleg og vitlaus. Þess vegna finn ég stundum hvöt hjá mér til að skrifa og létta á ergelsinu, þá líður mér betur eftir á.
Mágkona mín er frá Afríku og henni þykir ægilega fyndið hvað íslendingar eru miklir vælukjóar.
Jón Ríkharðsson, 14.1.2012 kl. 14:30
Ég held sveí mér þá að aðstaða afríkumannsins sé einmitt sú sem við stefnum í hraðbyri, með þessa stjórn við völd. Annað er ekki sjáanlegt því miður!!!!!!!!!!!!! Jón minn.
Eyjólfur G Svavarsson, 14.1.2012 kl. 14:59
Nei Eyjólfur minn, við verðum aldrei á sama stað og Afríka þótt þessi ríkisstjórn sé afskaplega slök.
Það eru allavega mjög litlar líkur á því, eiginlega engar.
Jón Ríkharðsson, 14.1.2012 kl. 15:05
Komið þið sæl; að nýju !
Jón síðuhafi (margfaldar þakkir; fyrir símaspjallið, gærdegis) !
Jú; Eyjólfur G, hefir talsvert, til síns máls.
Nema; ég vil bæta því við, Jón minn - að Íslendingar eru komnir; langt niður fyrir það KJALLARAGÓLF, siðferðilega, sem þorri Afríkumanna, eru þó staddir á, enn um stundir.
Nýjasta tilbrigðið þar; er Hvítþvottur Róberts nokkurrs Spanó, aðkeyptur af,.... jú, hverjum öðrum en ''Sjálfstæðismönnunum'' knáu, sem fengu Róbert til, að koma Geir H. Haarde og Baldri Guðlaugssyni, undan réttvísinni.
Þó svo; fjöldi annarra - meðlima hinna 4ra flokka, eigi að sitja sama bekk, og þeir Geir og Baldur, að sjálfsögðu.
Sá; er nú verkurinn, Jón minn - og verum fólk, til þess að viðurkenna það, ágæti drengur.
Með; ekki síðri kveðjum - en öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason 14.1.2012 kl. 15:43
Óskar minn Helgi, þetta er vafasamur samanburður hjá þér að bera saman Geir H. Haarde og Baldur Guðlaugsson.
Hafir þú fylgst með máli Geirs, þá veistu að hann er ákærður á vafasömum grunni, því engin fordæmi eru til staðar. Engu ríki hefur dottið svona vitleysa í hug.
Hvað átti Geir að gera?
Á árunum fyrir hrun voru allir á sveif eð bönkunum, fræðimenn og almenningur. Ef Geir hefði reynt að þvinga þá til að minnka sig, þá gat það verið á gráu svæði vegna þess að þeir voru einkafyrirtæki. Taka ber fram að enginn sá hrunið fyrir, danski hagfræðingurinn sagði í Frjálsri verslun fyrir skömmu, að hann hafi ekki séð fyrir bankahrun heldur harða lendingu og mikla lækkun hlutabréfa.
Það er ekki hægt að benda á ákveðna sekt hjá Geir, en í ljósi síðari tíma staðreynda þá hefði margt mátt gera betur, en það er auðvelt að vera vitur eftir á.
Baldur fékk á sig ákæru sem reyst var á lagalegum grunni, það eru meiri líkur en minni á hans sekt en sýknu.
Svo ertu að bera saman Ísland og Afríku, en ég get komið með eitt dæmi um meiri spillingu í Afríku en við þekkjum á Íslandi og vafalaust gæti ég fengið fleiri dæmi frá mágkonu minni sem er þar fædd og uppalin.
Þegar hún ákvað að giftast bróður mínum, þá þurfti staðfestingu frá Afríku þess efnis að hún væri ekki gift öðrum.
Faðir hennar sem er búsettur þar ytra fór í málið fyrir hana. Embættismaður í Afríku heimtaði 50.000 krónur fyrir viðvikið og bróðir minn sendi féð til Afríku. Svo breytti embættismaðurinn ákvörðun sinn og heimtaði 100.000. krónur fyrir skjalið, því hann hafði haft spurnir af miklu peningaflæði á Íslandi.
Samskipti almennings við almenning eru á þessum nótum og fólki þar ytra þykir það partur af prógramminu, þótt þau séu ekki glöð með það. Þekkir þú einhver svona dæmi frá Íslandi?
Eins og ég gat um hér fyrir ofan, þá líður mágkonu minni ákaflega vel á Íslandi, henni þykir vænt um að hafa feg-ngið að kynnast meira frelsi og minni afskiptasemi stjórnvalda heldur en að hún ólst upp við.
Ekki er hægt að þræta fyrir það, að spilling þekkist hér á landi, en það er ekki hægtt að bera Ísland saman við Afríku, enda eru það afskaplega ólíkar þjóðir. Spilling hefur aldrei þótt mikil á íslandi í alþjóðlegum samanburði, það eru óvéfengjanlegar staðreyndir Óskar minn.
Með góðri kveðju sem jafnan.
Jón Ríkharðsson, 14.1.2012 kl. 17:53
Afsakaðu fljótfærnina Óskar minn, ég átti að sjálfsögðu við samskipti almennings við embættismenn en ekki almennings við almenning.
Jón Ríkharðsson, 14.1.2012 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.