Eru eftirlitsstofnanir óþarfa bákn?

Fyrirsögnin felur í sér áleitna spurningu en ekki endilega fullyrðingu.

En í ljósi þess, að upp hefur komist að iðnaðarsalt hefur sloppið famhjá eftirlitsstofnunum og eins eru PIP brjóstapúðarnir  dæmi sem styðja þá skoðun, að eftirlitsstofnanir séu ekki að standa undir okkar væntingum.

Þetta eru atriði sem stjórnmálamenn ættu að skoða vandlega og láta rannsaka hvort fleiri atriði hefðu sloppið í gegn um kerfið. 

Lítil þjðo eins og Ísland á ekki að leyfa sér að halda úti stofnunum, nema að þær séu lífsnauðsynlegar fyrir land og þjóð.

Það er kominn tími til að hætta öllu óþarfa bruðli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Strax á að segja upp forstjóra Matvælastofnunar og einnig ættu forstjórar Ölgerðar Egils & Skjeljungs að taka pokann sinn, sömulieðis forstjóru umhverfisstofnunar. Að iðnaðarsalt hafi verið leyft í matvæli í heil 13 ár er skandall og verður að refsa þeims sem ábyrgina bera, einnig að óleyfilega efnið sem var í áburði til bænda og Landgræðslunar og getur valdið krabbameini er ótrulegt.

Sé ekki annað en við inngöngu í ESB muni allt svona eftirlit fara undir mun strangara eftirlit okkur almenningi til góða,

 en svona gengur þetta ekki lengur það hljóta allir að sjá.

Skarfurinn, 14.1.2012 kl. 20:19

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Skarfur, þú segir nokkuð. En ég efast um að ESB sé nokkuð skárra, PIP púðarnir voru vottaðir af eftirlitsstofnun ESB.

Embættismenn allra þjóða eru eins, afskaplega gloppóttir en telja sig mjög mikilvæga.

Jón Ríkharðsson, 14.1.2012 kl. 20:29

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Góðan daginn Jón. Já maður er undrandi á gáleisi eftirlitsstofnana, það hlítur að að vera einkver meinbugur á starfháttum þeyrra. Þetta er það alvarlegt mál að segja verður upp æðstu mönnum eftirlitsins, og koma á meiri aga. Maður spyr sig. Hvernig er þetta þjóðfélag eiginlega orðið, er það gegnum sýrt af hroka og spillingu, það virðist vera sama hvert litið er, það er allstaðar eitthvað að. Þetta þarf að laga, ekki seinna en strax. Maður lítur með skelfingu til framtíðar þessa lands, hér er fók fótum troðið og enginn ber ábyrgð á neinu. Er nema von að fólk flýi land, hér er ekki eftir neinu að slæjast með þessu áframhaldi. Eitt af Nýustu hneykslunum er að Besti Sam, í Borginni, ættlaði að láta Öryrkja og þroskaheft fólk niðurgreiða matinn ofan í sig og hver voru rök Borgarstjóra? Jú þeir vildu borga meyra.!! Trúir þú!!!!#!   Ef ESB fær að ráða Skarfur, verður Makríllinn búinn að éta Skarfinn áður en langt um lýður!!

Eyjólfur G Svavarsson, 15.1.2012 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband