Föstudagur, 27. janúar 2012
Nú er það orðinn glæpur að flaka sér lúðu í soðið.
Það fer að verða afskaplega snúið mál að teljast löghlýðinn borgari í þessu landi og erfiðara verður það, því lengur sem hin tæra vinstri stjórn situr.´
Ég er afskaplega hrifinn af góðum mat, kannski einum of, og ekki er verra ef maturinn á uppruna sinn í sjónum. Sjávarréttir eru bragðgóðir, hollir og fara vel í maga ásamt því að gleðja sálina og ekki er vanþörf á því á meðan þessi ríkisstjórn ergir fólk stöðugt með gagnslausum reglugerðum.
Ég hef gott aðgengi að fiski og það kemur sér mjög vel. Lúða þykir mér sérstakt hnossgæti og í þau fáu skipti sem við fáum lúðu í trollið hef ég freistast til að flaka eina og eina, það er mikil samkeppni um lúðurnar sem fást, því ég er ekki einn um það, að þykja lúða prýðismatur.
En ef ég ætla að næla mér í lúðu til að snæða þegar ég kem í land, þá er ég orðinn glæpamaður og á yfir höfði mér stórar sektir. Í lögunum koma fram nokkrar upphæðir, 400.000., 4.000.000. og 8.000.000., ekki er miðað við magn heldur þann glæp að sækja sér lúðu í soðið.
Þessar fáu lúður sem við fáum sleppa ekki lifandi frá okkur, þótt þær geti spriklað svolítið í móttökunni. Það hlýtur að vera erfitt fyrir fisk að vera í kremju í pokanum, svo er lúðuræfillinn dreginn upp ca. 100 m. og sturtað niður í móttökuna. Ef hún kemst lifandi í hafið þá er ólíklegt að hún lifi lengi eftir það sem á undan er gengið.
Sannarlega þarf að vanda þessi lög betur, því togarar eru ekki á lúðuveiðum, það villist ein og ein í trollið og það er enginn skaði af því, þótt við borðum þessi fáu kvikindi sem koma um borð.
Athugasemdir
Þetta er bara sama sagan og um þorskinn, ýsuna og alla hina fiskana, það er bannað að veiða þá, bannað koma með þá að landi og bannað að sleppa þeim, þetta er svo arfavitlaust sem mest getur verið. Hér þarf virkilega að taka á málum og hætta þessari vitleysu í eitt skipti fyrir öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2012 kl. 18:05
Já Ásthildur mín, það þarf að stokka fiskveiðimálin upp og skoða frá grunni.
Það þarf að gera það á yfirvegaðan hátt og skoða allar hliðar vandlega.
Jón Ríkharðsson, 27.1.2012 kl. 18:36
Já minn ágæti, það þarf svo sannarlega, og ekki láta L.Í.Ú hafa það óheftan aðgang því þeir vilja auðvitað EIGA auðlindina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2012 kl. 19:06
Það er rétt, LÍÚ menn hafa tilhneigingu til að vera frekar heimaríkir. En það á ekki endilega að berjast á móti þeim, heldur að finna leið til sátta sem flestir geta sætt sig við.
Útgerðarmenn eru mismunandi eins og gengur, þess vegna er hæpið að vera í stríði við þá eða einhverja aðra hópa. Það tekur lengri tíma að finna leið til sátta, en til langs tíma litið þá er það farsælla að mínu mati.
Jón Ríkharðsson, 28.1.2012 kl. 06:14
Sátta? stórútgerðarmenn vilja ekki leita sátta, þeir vilja hafa kvótan og ráðstafa honum að eigin vali, drottna yfir kvótanum og leiga hann út til annara á okurverði Jón. Þetta er ein megin ástæðan fyrir því að mig hryllir við ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda. Það verður sennilega fyrsta verkið að gefa þeim endanlega kvótann. Því miður er þetta svo. Þetta er reyndar mitt persónulega mat.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 12:28
Nú liggur fyrir að smíða í öll togskip sykkti, sem á að forða lúðum frá að lenda í lestinni. Enginn fyrir vari var gefin, allir skyldu verða glæpamenn ef sykkti til að forða lúðum frá lenda í lesstinni væri ekki um borð.
En lúða sem dregin er upp í trolli og hent fyrir borð verður væntanlega ekki langlíf og þar með bara lúðum til gagns.
Þess vegna held ég að mun vænlegra til árangurs til að vernda lúður væri að setja reglugerð um sykkti sem varnaði lúðum að lenda á alþyngi, því að lúða má vel nota við skurðgröft ef þeim er stjórnað.
Hrólfur Þ Hraundal, 28.1.2012 kl. 14:13
Já og á þessum tímum þegar sagt er að lúðustofnin sé í hættu og banna veiðar, var Samherji að kaupa lúðueldi, sennilega eina slíkt hér á landi og ætlar að breyta því í laxeldisstöð. Hér er enginn samræming á neinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 14:18
Sú var tíðin að sjómenn töluðu um "flakandi lúðu." Þetta er gömul málnotkun og ég hef staðið í þeirri trú að þetta segi eitthvað um stærðina og þá fremur að um stóra lúðu sé að ræða.
Ég játa mig svo fákunnandi að mér færi fengur í að einhver upplýsti hvað við er átt með þessu.
Árni Gunnarsson, 28.1.2012 kl. 14:56
Ég er sammála síðuhaldara um að þessi hrokafullu samskipti við Hafró og LÍÚ eru fremur til trafala en að i þeim felist lausn.
Vandinn er mestur að minni hyggju í tengslum við úthlutun aflamarks.
Það væri stórt skref í átt til lausnar að efna til opins fundar eða opinna funda þar sem tekist yrði á um það með rökum hvort ekki mætti auka aflamark í ýmsum stofnum án áhættu. Þetta er mál sem varðar mikla hagsmuni og því verður ekki andmælt með rökum að Hafró hafi staðið undir þeim væntingum um styrkingu fiskistofna sem lagt var upp með.
Margir reynsluboltar í röðum skipstjóra hafa lagt til verulega aukningu auk þess sem fiskifræðingum ber ekki saman um leiðir. Síðan má ekki gleyma reynslu Færeyinga af okkar kerfi sem þeir hentu eftir tvö ár. Þá má benda á reynsluna á Barentshafinu sem ég nefni ævinlega er ég tek til máls um stjórnun fiskveiða.
Árni Gunnarsson, 28.1.2012 kl. 15:09
Jón, ég held að LÍÚ-menn, félagar þínir í Sjálfstæðisflokknum, eigi miklu meiri sök á því að við megum ekki veiða okkur í soðið, heldur en hægri stjórn Steingríms og Jóhönnu, sem kallar sig þó ranglega vinstri stjórn.
Theódór Norðkvist, 28.1.2012 kl. 15:20
Teddi ætli lúðuverðið hafi verið of lágt? Ef ekki hefur neitt breyst eiga L.Í. Ú. þrjá aðila af fimm í Hafró.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 15:49
Það virðist vera sama hvaða flokkur er við völd Ásthildur mín, engum hefur til þessa tekist að skapa sátt um fiskveiðimálin og allra síst þeiri ríkisstjórn sem nú situr.
Það er líka mjög erfitt verkefni, því þeir sem hafa sterkar skoðanir á þessum málum eru ansi fastir á þeim og það er slæmt, þessi umræða er meira á tilfinngalegum nótum en vitrænum, að mínu mati.
Jón Ríkharðsson, 28.1.2012 kl. 17:38
Þakka þér fyrir góða og málefnalega athugasemd Árni, ég er sammála því að það þarf að fá alvöru umræður og hlusta eftir sjónarmiðum flestra, það er slæmt að Hafró skuli ekki hafa viljað ræða við Jón Kristjánsson, en hann hefur margt gott fram að færa og ég hef alltaf haft mikið álit á honum.
Svo er það spurningin þín varðandi flakandi lúðuna, mig minnti að það væri þokkalega stór lúða, en til að vera viss þá skrapp ég upp í brú og spurði skipstjórann, svona til að vera viss.
Samkvæmt gömlu máli, þá var talað um sjö flokka af lúðu.
Minnsta lúðan var kölluð lok, svo kom lóa, þá smálúða, stofnlúða, flakandi lúða, stór lúða og alfiskiflyðra.
Þannig að flakandi lúða hefur sennilega verið ca. 40-50 kg og ætli nafnið sé ekki tilkomið vegna þess að flökin af henni væru mátulega vel stór að mati forfeðra okkar.
Jón Ríkharðsson, 28.1.2012 kl. 17:50
Getur verið Jón minn, en ég bý á litlum stað og þekki ágætlega til. Vann meðal annars á kosningaskrifstofu hjá Frjálslyndaflokknum í nokkur ár, þar kom fólk sem beinlínis spurði okkur hvort það væri löglegt að hóta starfsfólkinu af ef það kysi ekki rétt færi kvótinn burt úr bæjarfélaginu og allir misstu vinnuna. Þetta er ekki spurning um spillingu heldur hgver mikla spillingu. En aðrir flokkar eru svo sem ekkert betri að þessu leyti. Halldór Ásgrímsson hyglaði nú aldeilis sínu kjördæmi og eigin ættarveldi á sínum tíma, mér skilst að Steingrímur J. eða hans fjölskylda sé í útgerð, þannig að þræðirnir liggja víða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 17:52
Hrólfur, þessi hugmynd með sigtið er snargalin, þegar við erum að sturta fiski í móttökuna, þá er hætt við að fiskurinn merjist á ristinni, það er ekkert vit í þessu og þeir sem koma með svona hugmynd þekkja ekkert til vinnu um borð í togara.
Sennilega er þetta rétt hjá þér, við ættum að koma í veg fyrir að lúðar settust á alþingi, en þetta með skurðgröftin, ég er ekki viss. Það þarf heilmikla lagni og útsjónarsemi til að vinna á skurðgröfu og fólk sem stendur sig svona illa í sínu starfi, ég veit ekki hvort það gæti grafið skurði skammlaust, en það kann að vera rangt hjá mér.
Jón Ríkharðsson, 28.1.2012 kl. 18:09
Theódór, við meigum veiða okkur í soðið með handfærarúllu handvirkri, ég man ekki til þess að það hafi verið numið úr gildi.
Það eru allir flokkar á þingi sem hafa komið að kvótakerfinu og enginn hefur gert neitt af viti til að skapa sátt um það.
En ef þér líður betur með að trúa því að allt sé Sjálfstæðisflokknum að kenna, þá ætla ég ekki að gera athugasemd við það, öllum er frjáls að hafa sínar skoðanir í friði.
Jón Ríkharðsson, 28.1.2012 kl. 18:14
Hótanir eru alltaf siðlausar Ásthildur og svona hótanir eiga ekki að líðast.
Hver og einn á að fá að kjósa samkvæmt eigin samvisku og enginn á að líða fyrir sínar stjórnmálaskoðanir.
Jón Ríkharðsson, 28.1.2012 kl. 18:16
Það á bara að senda þessa þingmenn heim, ef þeir hafa engan skilning lengur á þjóð sinni. Þeir eru greinilega í einhverjum fílabeinsturni þessir veruleikafirrtu landleysingar sem setja svona reglur og margt annað jafnvel enn verra en þetta. Mesta veruleikafirringin er þó í Jóhönnu sem heldur að hún sé alltaf að skapa störf !!! En kannski horfir hún bara á alla stjórnarráðsdindlana sem hún hefur ráðið beint úr félagatali Samfylkingar og "Vinstri" grænna.
Jón Valur Jensson, 28.1.2012 kl. 18:31
Án auglýsingar auðvitað.
Jón Valur Jensson, 28.1.2012 kl. 18:32
Eins og Jóhann Hauksson!
Jón Valur Jensson, 28.1.2012 kl. 18:35
Já í Grikklandi ætlar Merkel að krefjast þess að 150 þúsund opinberum starfsmönnum verði sagt upp í sparnaðarskyni, hversu margir opinberir starfsmenn yrðu það hér? Og auðvitað yrði að segja upp þeim sem stytst hafa unnið og það eru pólitískt ráðna fólkið hennar Jóhönnu.
Jón ég er sammála þér, þetta er bara erfitt við að eiga, því hver vill vitna og missa vinnuna?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 18:36
Ég sá einhvers staðar, að Jóhann væri "vinstri" grænn.
(Nú eru flestir alvöru-vinstri menn stjórnarandstæðingar.)
Jón Valur Jensson, 28.1.2012 kl. 18:38
Þakka þér þínar góðu athugasemdir nafni, það er engu við þær að bæta.
Jón Ríkharðsson, 28.1.2012 kl. 19:33
Þetta eru alltaf leiðindamál Ásthildur mín og sannarlega erfitt við þau að eiga.
Þótt mér finnist það ósanngjarnt og siðlaust, að refsa fólki fyrir pólitískar skoðanir, þá held ég að það sé erfitt að gera eitthvað í því.
Þegar um er að ræða einkafyrirtæki þá er erfitt að banna eigendum þess að reka fólk sem þeim mislíkar við.
Jón Ríkharðsson, 28.1.2012 kl. 19:36
Jón minn, ég kenni alls ekki Sjálfstæðisflokknum um allt, en það má kenna honum eða mannskap honum tengdur um mjög margt. Hinsvegar virðist hrun Íslands að engu leyti honum að kenna að áliti flestra sjálfstæðismanna og öllum öðrum en Flokknum, sem var við stjórn óslitið í 18 ár.
Samkvæmt málflutningi margra Sjálfstæðismanna eru vandamál landsins einna helst þeim að kenna sem eru í rústabjörguninni eftir þá sjálfa.
Ímyndið ykkur ef björgunarsveitarmennirnir sem komu að fólki sem var fast á Hellisheiðinni í síðustu viku og í hættu að verða úti, hefðu sætt aðkasti og þeim kennt um óveðrið og að allir bílarnir væru fastir. Ég held að okkur flestum hefði þótt það frekar einkennilegt.
Theódór Norðkvist, 28.1.2012 kl. 19:41
Hverju er Samfó að bjarga, Theódór?
Eða "vinstri" græn?
Eru þau ekki aðallega að bjarga sjálfum sér (eigin stólum) og útrásarvíkingum?
Jón Valur Jensson, 28.1.2012 kl. 19:54
Já Jón það er hrikalega erfitt að gera neitt í því, og núna er þetta grímulaust hjá Jóhönnu, hún hefnir sín á þeim sem ekki ganga í takt við hana og kann ekki að skammast sín, þar skilur að.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 22:00
Sammála þér, Ásthildur. :)
Jón Valur Jensson, 28.1.2012 kl. 23:46
Jamm séra Jón þannig standa máli bara. Var að hlusta á viðtalið við þig sem þú linkar á ágætis viðtal.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 23:51
"Það vorum við sem brugðumst en ekki stefnan", Theódór, þetta er haft eftir m.a. Guðlaugi Þór, Þorgerði Katrínu og fleirum. Það vita það allir að sjálfstæðismenn hefðu getað gert margt betur og það neitar enginn sjálfstæðismaður því að flokkurinn beri ábyrgð.
Menn eru hinsvegar ekki sammála um hvers eðlis ábyrgðin er, það voru margir þættir sem orsökuðu hrunið og út í hött að hengja það á einn flokk.
Ef þú ert að líkja núverandi ríkisstjórn við björgunarsveit, þá myndi ég ekki vilja láta þannig sveit bjarga mér úr háska. Þá er ríkisstjórnin lík björgunarsveit sem drepur óviljandi þá sem hún á að bjarga og eyðileggur alla bíla.
Það þýðir hinvegar ekki að festast í fortíðinni, við komumst ekkert áfram með því móti. Svo að lokum má geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið einn við völd, klíkuskap er hægt að hengja á alla flokka og þrír flokkar bera ábyrgð á því sem gerðist. Sjálfstæðisflokkurinn hafði aldrei viðskiptaráðuneytið, Björgvin G. Sigurðsson skrifaði lofgreinar um fjármálamennina og komið hefur fram að hann veitti ekki nógu mikið fjármagn til FME osfrv.
Mér finnst fáránlegt að kenna sjálfstæðismönnum um allt, sérstaklega í ljósi þess að Samfylkingin, sem þú kallar björgunarsveit, var á fullu í að daðra við útrásarvíkinga fyrir hrun.
Jón Ríkharðsson, 29.1.2012 kl. 04:17
Svo má ekki gleyma því Theódór, að árið 2007, á landsfundi VG þá vildi Steingrímur eyða stórfé í að koma með fría skóla, leikskóla, fríar skólamáltíðar ókeypis tannlækningar osfrv. Ef vinstri flokkarnir hefðu komist til valda árið 2007, þá hefði sennilega öllu verið eytt í þessa hluti og lítið verið eftir af peningum í ríkissjóði, en góð staða ríkissjóðs þegar hrunið varð gerði það mildara en það hefði getað orðið.
Ég byrjaði að kynna mér pólitík af einhverju viti eftir hrun og ég get sagt það með sanni, að því betur sem ég kynnist vinstri flokkunum, því vænna þykir mér um Sjálfstæðisflokkinn minn og svei mér þá, ef ég er ekki farinn að elska hann næstum því.
Hann ber höfuð og herðar yfir aðra flokka hér á landi, þótt hann sé ansi mistækur eins og flestir flokkar í hinum vestræna heimi. Það hrundi nefnilega ansi víða, þannig að stjórnmálamenn í öðrum löndum voru líka að klúðra. Þetta var sjúkt umhverfi og heimskan allsráðandi og þegar heimskan er allsráðandi þá eru fáir sem finna heilbrigða skynsemi.
Jón Ríkharðsson, 29.1.2012 kl. 04:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.