Þriðjudagur, 31. janúar 2012
Bankastarfsmenn læra seint.
Nú er bankaráð Landsbankans að fara á taugum vegna þess að bankastjórinn kvartar sáran yfir laununum sínum og honum finnst þau of lág.
Bankaráðið óttast það mjög að bankastjórinn segi upp störfum, en þarf að óttast það?
Ef bankastjórinn er svona óhress með sín kjör, þá er best að hann hætti störfum og hleypi þá öðrum að sem er tilbúinn til þess að þiggja milljón á mánuði.
Margir einstaklingar af báðum með góða menntun á sviði viðskipta og fjármálafræða eru atvinnulausir um þessar mundir, þannig að öruggt er að margir myndu sækja um starfið. Fólk sem hefur verið atvinnulaust, jafnvel mánuðum saman lítur á það sem happadrættisvinning að fá milljón á mánuði, þannig að búast má við að sá einstaklingur sem tæki við að núverandi bankastjóra mæti ferskur og hress til starfa.
En bankastarfsmenn eru enn fastir í sama hugsunarhættinum og ríkti fyrir hrun.
Þeir álitu það, að bankastjórar gætu vart sinnt sínum störfum, nema að þeir fengju tugi milljóna í laun á mánuði. En komið hefur í ljós að þeir gátu ekki sinnt sínum störfum, þrátt fyrir góð laun.
Vafalaust þolir útbólginn efnahagsreikningur bankans það vel, að borga bankastjóra margar milljónir á mánuði, það er eflaust ekki há upphæð fyrir banka að borga.
En slík ákvörðun myndi auka reiðina í samfélaginu og er hún þó næg fyrir.
Stjórnvöld og ríkisstofnanir verða að læra að lesa þjóðina rétt.
Fólk þolir ekki lengur að horfa upp á ofurlaun í bankakerfinu, á sama tíma og því blæðir vegna hrunsins.
Einnig hefur það sannast með óyggjandi hætti, að ofurlaun laða ekki að sér hæfari stjórnendur, það vita allir sem horfa á raunveruleikann eins og hann er.
Gaman væri að sjá hversu margir hæfir stjórnendur munu sækja um, ef bankastjórinn hættir vegna launanna. Öruggt er að það kemur úrval af hæfu og vel menntuðu fólki sem sækist eftir starfinu, það getur enginn sagt að milljón á mánuði séu lág laun.
Athugasemdir
Ég var að lesa bók sem kom út árið 2009 sem heitir Managing eftir Henry Mintzberg.
Þar segir hann að ef fyrirtæki stendur og fellur með einum manni, þá sé fyrirtækið á rangri leið. Fyrirtæki samanstendur af fjölmörgum einstaklingum og það á að byggja á þeim öllum.
Ef bankastjórn telur að fyrirtækið geti ekki verið starfrækt án þessa eina einstaklings, þá er bankastjórnin ráðalaus og líklega starfi sínu vaxin. Þó þeir hafi líklega einhverja hæfileika á öðrum sviðum en þessu.
Svona eins og áhöfn á skipi. Það þurfa allir að treysta á hvorn annan.
Strandið á Ítalíu sýnir að skiptstjóri er ekki ómissandi á sökkvandi skipi. Ef ég má leyfa mér að koma með þessa viðlíkingu.
Stefán 31.1.2012 kl. 14:13
Þakka þér fyrir góða og upplýsandi athugasemd Stefán.
Það er enginn ómissandi og þeir sem telja sig vera það, lenda oftast of snemma með fólki sömu gerðar, á stað þar sem fólk hefur engin samskipti hvert við annað. Kirkjugarðarnir eru víst fullir af ómissandi fólki er mér sagt og ég efast ekki um það.
Það lýsir líka miklum dómgreindarskorti hjá bankastjóranum að láta hafa svona eftir sér. Vitanlega er hægt að skilja það, að hann sé óhress með að hafa ekki sömu laun og aðrir bankastjórar, en þá á hann að hætta hægt og hljótt, ekki gera sjálfan sig að fífli á þennan hátt.
Jón Ríkharðsson, 31.1.2012 kl. 14:33
Sammála þér það er ekki endilega besta fólkið sem þarf hærri laun, heldur gráðuga fólkið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2012 kl. 17:57
Það er rétt Ásthildur mín, ég væri mjög sáttur ef ég fengi milljón hvern einasta mánuð ársins, það væri meira en nóg fyrir mig og þó er ég ekkert sérstaklega sparsamur að eðlisfari.
Jón Ríkharðsson, 31.1.2012 kl. 18:43
Jamm segi sama og ég veit að ég er að mörgu leiti ágætisstjórnandi hef verið það síðan 1978. Og kann ágætlega til verka með að stjórna fólki og þekki inn á hvernig best er að fá það mesta út úr hverjum og einum og halda fólkinu mínu ánægðu. Þó mig vanti háskólagráðurnar, hef að því leiti bara skóla lífsins ásamt slatta af heilbrigðri skynsemi og kærleika til að unna hverjum einstaklingi að sína sitt besta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2012 kl. 18:55
Heil og sæl; Jón / Stefán, og Ásthildur Cesil !
Það mætti að ósekju; skera niður Banka báknið, um cirka 90%, gott fólk.
Ennþá er látið; í þessu volaða - og raunar, vonlausa samfélagi, eins og landsmenn séu 3 Milljónir; eða jafnvel 30 Milljónir manna / í stað þess, að vera innan við 300 Þúsundir, að rauntölu.
Því jú; opinberi aðilar, falsa íbúaskráningu landsins - eins og allt annað.
Með beztu kveðjum; sem jafnan - og fyrri /
Óskar Helgi Helgason 31.1.2012 kl. 20:03
opinberir aðilar; átti að standa þar. Afsakið; Andskotans fljótfærnina.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason 31.1.2012 kl. 20:04
Þessir menn eru svo greinilega úr öllum takti við samfélagið það er alveg augljóst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2012 kl. 20:55
Þótt ég hafi ekki ennþá hitt þig augliti til auglitis Ásthildur mín, þá hef ég kynnst þér ágætlega í bloggheimum og ég efast ekki um að þú sért afbragsgóður stjórnandi og örugglega líður starfsfólkinu þínu vel í vinnunni.
Jón Ríkharðsson, 1.2.2012 kl. 01:15
Það er rétt Óskar minn Helgi, við höfum of stórt bankakerfi í þessu litla landi.
Kær kveðja frá SV miðum.
Jón Ríkharðsson, 1.2.2012 kl. 01:18
En bankastarfsmenn eru enn fastir í sama hugsunarhættinum og ríkti fyrir hrun.
Bankastarfsmenn ertu þá að tala um gjaldkera, þjónustufulltrúa,sendla og eða Banka Stjórnendur ?
Haraldur G Magnússon, 1.2.2012 kl. 10:36
Ég var að tala um stjórnendur Halldór, það ætti að vera augljóst því allir vita að gjaldkerar, þjónustufulltrúar og sendlar hafa ekkert um laun bankastjóra að segja.
Stjórnendur eru bankastarfsmenn eins og undirmennirnir.
Jón Ríkharðsson, 4.2.2012 kl. 00:48
Ég meinti Hraldur en ekki Halldór, biðst velvirðingar á klaufaskapnum.
Jón Ríkharðsson, 4.2.2012 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.