Hvers vegna styð ég Sjálfstæðisflokkinn?

Þar sem að ég er breyskur maður sem lifi í breyskum heimi, þá veit það það fyrir víst, að ómögulegt er að finna fullkomna stjórnmálamenn. Þeir eru allir meingallaðir eins og ég.

Það vantar ekki grobbið í vinstri forystuliði vinstri flokkanna og stórar yfirlýsingar nýrra framboða, varðandi eigin heiðarleik og óhemju sterka réttlætiskennd.

Valdið er alltaf vandmeðfarið og afskaplega fáir eru þeir einstaklingar sem kunna að fara með það.

Segja má með sanni, að fátt fer meira í taugarnar á mér en fólk sem gefur sig út fyrir að vera heiðarlegra en gengur og gerist, en sem betur fer eru sjálfstæðismenn ekki stöðugt að hrósa sér af heiðarleika og sterkri réttlætiskennd.

Það er óvéfengjanlega staðreynd, að þegar eitthvað hefur þokast í rétta átt hjá okkur, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd, í tuttugu ár var Sjálfstæðisflokkurinn að mestu leiti í stjórnarandstöðu og þess tíma er helst minnst fyrir óðaverðbólgu, ósamkomulags ríkisstjórna og mjög slakra lífskjara hjá hinum vinnandi stéttum.

Verkföll og eilífar deilur á milli hópa einkenndu þennan tíma sem sjálfstæðismenn höfðu lítið um málin að segja.

Það sem að fólk telur vera sjálfsögð réttindi í dag, þau komu til þegar sjálfstæðismenn voru í stjórn. Hægt er að nefna fæðingarorlof, atvinnuleysibætur og velferðarkerfið í heild.

Svo voru höft á Íslandi sem vinstri flokkarnir komu á, þau voru mjög slæm og að sjálfsögðu þurfti sjálfstæðismenn til að afnema þau, hinir flokkarnir höfðu hvorki kjark né getu til þess.

En segja má með sanni, að sjálfstæðismenn voru á fullu, ásamt öðrum flokkum, í að styðja við ýmsa sérhagsmunahópa, það eru allir flokkar á Íslandi sekir um það. Einnig óhófleg ríkisútgjöld, slíkt má hengja á alla flokka sem hafa setið að völdum frá lýðveldisstofnun.

Þeir sem telja það, að vinstri flokkarnir einir og sér hafi gert eitthvað gagn, þeir mættu gjarna benda á heimildir máli sínu til stuðnings, því ómögulegt er að finna slíkar frásagnir í bókum sem skrifaðar hafa verið til þessa, hvort sem þær eru skrifaðar af hægri eða vinstri mönnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Jón; æfinlega !

Alveg; hefir þú vitsmuni til - sem getu, til að vinna á þínum breyskleikum, með því; fyrir það fyrsta, að segja þig frá þessum ólyfjanar- og pestar flokki, sem þú hefir hingað til aðhyllst, Jón minn.

Í framhaldinu; gæti þú sökkt þér, niður í fræði vísdóms mannanna, þeirra Lao-tse / Konfúsíusar; samlanda hans - að ógleymdum okkar mæta; Dr. Helga Pjeturss, viljir þú á annað borð, öðlast þá vizku, sem andagift, sem duga mætti þér, til þess að snúa, til fullnustu, baki nokkru, við þeirri varga hjörð, sem þú hefir í húmátt fylgt, til þessa.

Sem ég segi; Jón Sæfari. Þér eru allir vegir færir; að snúa af þínum núverandi villu brautum, og veit ég fyrir víst, að þú munir almennilega, við þig sjálfan, sáttur verða, að svo búnu, fornvinur góður.

Haf þú; mín ráð, Jón minn - þó þvermóðska þín sé í flestu, yfirsterkari, til þessa.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason 16.2.2012 kl. 13:33

2 identicon

Vonandi áttar þú þig á því að ástandið er eins og það er, einna helst vegna sjálfstæðisflokks; Og svo kemur þú og talar um að "Lesser/More evil is cool"
Úps, gleymdi að þú ert sjálfstæðismaður.. þeir hugsa jú ekki sjálfstætt, eru haldnir stokkhólmsheilkennum af ýmsum toga..

4flokkurinn sukkar, þó sukkar xD mest af öllum;

DoctorE 16.2.2012 kl. 13:38

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll óskar minn Helgi.

Þvermóðska er afskaplega lítil hjá mér eins og sjá má af síðustu færslu hjá mér, en þá sá ég að aðrir höfðu rétt fyrir sér og veittu mér hlutdeild í sinni dómgreind.

Þér tókst, ásamt öðrum að snúa mér til betri vegar og ég þakka fyrir það.

Þetta með Sjálfstæðisflokkinn, ansi er ég hræddur um að þvermóðskan sé eingöngu þín megin í því efni.

Ég hef margoft bent á, að Sjálfstæðisflokkurinn er langt frá því að vera fullkominn, ég sé nokkuð ljóst kosti hans og galla, eða réttara sagt, það sem mér finnast kostir og gallar. Enginn flokkur og ekkert framboð hefur komið fram sem býður betur en Sjálfstæðisflokurinn, fyrir mig. Þess vegna styð ég hann.

Þú hinsvegar kýst að horfa framhjá öllu því góða sem flokkurinn hefur gert og lítur eingöngu á neikvæðu hliðarnar og bætir við ef eitthvað er.

Þú hefur þá bjargföstu sannfæringu að ekkert sé gott við þennan flokk, ég sé eithvað gott við allt.

Vinstri flokkarnir mega þó eiga það, að þeir meina vel en stefnan er kolröng.

Mér finnst það afskaplega sérstæð afstaða að telja það þvermóðsku, að vilja ekki aðhyllast þínar skoðanir í einu og öllu.

En það ergir mig ekki neitt fornvinur kær, ég veit og þekki þína skoðun á þessu máli. 

Þvermóðska og sérviska þykir mér hinsvegar heillandi, sérvisku kannast ég vel við hjá mér, en þvermóðskan er að mestu leiti horfin, en ég hafði töluvert af henni fyrir allnokkru síðan.

Svo uppgötvaði ég það, að gul/græni vírinn okkar er gagnlegur mjög og hann opnar augu mín fyrir því, að fleiri litir eru til í litrófi manlífsins en þeir svöru og hvítu. 

Með góðum kveðjum úr Grafarvogi.

Jón R.

Jón Ríkharðsson, 16.2.2012 kl. 13:49

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Blessaður DoctorE, þú ert fjölhæfari en ég hélt, lætur líka sjá þig í pólitískum umræðum, en ég nefndi Guð ekki á nafn núna.

Þú ert semsagt einlægur baráttumaður gegn Sjálfstæðisflokknum og Guði.

Það er gott að hafa hugsjónir vinur og haltu áfram að vera brennandi í andanum, þú litar lífið fyrir okkur hin.

Jón Ríkharðsson, 16.2.2012 kl. 13:51

5 identicon

Sælir á ný; Jón - og DoctorE, vitaskuld - sem og aðrir, gestir !

Jón minn !

Það er ÓMÓTMÆLANLEGT; með öllu, að ''Sjálfstæðisflokkurinn'' íslenzki, er jafn ÓMENGUÐ GLÆPA HREYFING, og Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna var - svo og skálka klíka Rauðu Khmeranna, austur í Kambódíu, Jón minn.

Þannig að; þér er alveg óhætt, að taka mark, á mínum fyrri orðum - sem og, að ígrunda rækilega, þarfa áminningu, okkar stórvinar; DoctorsE, að sjálfsögðu.

Jón !

Hver var; og er munurinn, á Drullusokkunum : Davíð Oddssyni - Lenín og Pol Pot, ; hugmyndafræðilega, svo sem, ágæti drengur ?

Með; ekki síðri kveðjum - en hinum seinustu / 

Óskar Helgi Helgason 16.2.2012 kl. 14:00

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll á ný Óskar minn.

Svona fyrir siðasakir kem ég með mótrök í fyrsta svari til þín, en eftir það áttu sviðið fornvinur kær,.

Þetta er hressandi stíll hjá þér og kjarnyrt málfar.

Það yrði dapurlegt ef þú breyttir um skoðun í þessu efni, ég hef alltaf gaman af hraustlegum og kjarnytrum yfirlýsingum, hvort sem ég er sammála þeim eður ei.

Með jafnvel betri kveðjum en þeim seinustu og voru þær þó góðar mjög.

Jón Ríkharðsson, 16.2.2012 kl. 14:05

7 identicon

Sælir; enn !

Þakka þér fyrir það; Jón minn.

Gera má samt; ráð fyrir, að DoctorE, hlakki ekki síður, en mér, til svars þíns, við fyrirspurn minni, viðvíkjandi delana 3, sem ég nefndi hér, að ofan, Jón minn.

Sömu kveðjur - sem seinustu, að sjálfsögðu /

 

Óskar Helgi Helgason 16.2.2012 kl. 14:12

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Óskar minn, svarið er augljóst, en það er tilgangslaust að rökræða þessi mál við þig, þú hefur þína skoðun og það er vel.

Mér leiðast óþarfa þrætur, þið félagar þú og DoctorE eruð sannfærðir um ykkar skoðanir og égbreyti þeim aldrei.

En fyrir kurteisisakir þá get ég svarað þér.

Pol Pot og Lenin stunduðu báðir ofbeldi og morð, það gerði Davíð Oddsson aldrei.

Þótt sumum þyki Davíð ansi mikill glæpamaður, þá hefur aldrei sannast á hann og engar grunsemdir komið fram þess efnis að hann hafi staðið fyrir ofbeldisverkum, þá meina ég limlestingar á fólki og drápum á sínum samborgurum.

Hugmyndafræðilegur munur er vitanlega sá, að Davíð talaði fyrir frelsi einstaklingsins, en það gerðu þeir félagar aldrei. Þeirra hugmyndafræði gekk út á stjórnlyndi, en ekki hugmyndafræði Davíðs.

Sumir komast að þeirri niðurstöðu að Davíð hafi í reynd verið stjórnlyndur, en ekkert hefur sannað það með óyggjandi hætti, Davíð Oddsson er umdeildur maður og ég bnenni ekki stöðugt að vera að þræta um hann, þú fyrirgefur.

Jón Ríkharðsson, 16.2.2012 kl. 14:31

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Fyrirgefðu Óskar minn, ég gleymdi að geta þess í síðustu athugasemd, að ég sendi kærar kveðjur til .þín austur fyrir fjall.

Án þess að ég vilji hefta málfrelsi þitt, þá þætti mér vænt um að þú slepptir því að toga mig í einhverjar tilgangslausar þrætur sem engu skila.

Við erum ósammála í þessu máli, ég virði þína skoðun og mér finnst ekki til of mikils mælst að þú virðir mína líka.

Þú getur komið með hatursræður þínar varðandi Sjálfstæðisflokkinn og Davíð Oddsson, en ekki vera að skora á mig að svara einhverjum spurningum. Ég er tilbúinn til að rökstyðja hverja einustu setningu sem ég skrifa, en þrætur og hártoganir fara afskaplega mikið í taugarnar á mér.

Nú ef þér finnst Davíð Oddsson vera eins og Pol Pot og Lenin, þá verður það að túlkast þín skoðun, engar heimildir eru til staðar sem styðja þá kenningu þína, en í alvöru rökræðum þá þarf að styðjast við fleira en eigin skoðanir og tilfinningar.

Tilfinningar gilda aldrei jafnt og rök, þú þekkir það mætavel því ég veit að þú ert djúphygginn, víðlesin og fróður, en stundum ansi stífur á þeinni skoðun.

Með bestu kveðjum úr Grafarvogi,

Jón R.

Jón Ríkharðsson, 16.2.2012 kl. 14:41

10 identicon

Sælir; sem fyrr !

Jón !

Íslenzkt þjóðfélagsástand; vottfestir sjálft, þá huglægu glæpi, sem Davíð Oddsson hefir unnið, á samlöndum sínum - auk hjálparmanna, ýmissa.

Reyndu nú ekki; að breiða yfir það, á nokkurn handa máta, fornvinur góður.

Þér er engin minnkun að; að viðurkenna villu götur þínar, til þessa, Jón minn.

Þar með; má þér - sem öllum öðrum ljóst vera, að samlíking mín, á Davíð, við þá Lenín og Pol Pot, á sér fyllilega réttmæta innistæðu, að verðskulduðu.

Breytir öngvu; um mínar skoðanir - fremur en þínar, þar um, Jón minn.

Sættu þig; við það.

Ítreka enn; hugleiddu ábendingar mínar, viðvíkjandi þeim : Lao- tse / Konfúsíusi og Dr. Helga Pjeturss, Jón minn. 

Ekki lakari kveðjur - hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason 16.2.2012 kl. 16:21

11 identicon

....og; á meðan ég man. Velkominn; úr vel heppnuðu Skagafjarðar orlofi, Jón minn.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason 16.2.2012 kl. 16:32

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rökræður eru ekki til neins þar sem trúmál eru annarsvegar. 

Hrólfur Þ Hraundal, 16.2.2012 kl. 17:40

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alls ekki rétt hjá þér, Hrólfur minn; margir hafa vel getað rökrætt um trúmál, það gerðu skólaspekingar á miðöldum og fóru vel með það, af mikilli dýpt, og svo hefur heill herskari af góðum rihöfundum og kennurum gert að auki.

En Óskarstrú Helga Helgasonar á polpotsku og lenínsku Davíðs Oddssonar er vitaskuld alveg sér á báti og verður ekki lagfærð né upprætt með rökum, miklu frekar með hlátrasköllum.

Jón Valur Jensson, 17.2.2012 kl. 03:26

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er tilvalið að minna á þetta hér:

Málið í dag er að SKORA Á FORSETA ÍSLANDS AÐ GEFA ÁFRAM KOST Á SÉR í forsetakosningunum í sumar. Meira en hálf þjóðin (54% aðspurðra) styður framboð forsetans samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Smellið á tengilinn hér: ÁSKORUN TIL FORSETA ...), lesið áskorunina (tvær setningar), skráið þar þátttöku ykkar (nafn og kennitölu) og fáið svo stuðning ykkar staðfestan og um leið númer hvað þið verðið á áskorendalistanum!

Undirskriftir er ENN hægt að skrá á listann – það er Rúv-áróður* og blekking, að síðunni hafi verið lokað. Smellið bara og sjáið!

* Því miður er þetta svo; ég þekki málið mjög vel.

Jón Valur Jensson, 17.2.2012 kl. 03:28

15 identicon

Jón, trúmál verða ekki rökrædd, öll ætluð rök trúmanna eru á endanum ekkert nema eins og litlir krakkar að rífast um Harry Potter vs Superman; Batman vs Spiderman.. Guð vs Andrés önd

Látið ekki svona krakkar, við vitum að sjálfstæðisflokkur er ónýtur flokkur; Við vitum að íslandi er best borgið án hans, og án 4flokks.

DoctorE 17.2.2012 kl. 07:40

16 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Rétt Hrólfur, það er erfitt að rökræða trúmál og það rökræðir enginn við menn sem hafa höndlað sannleikann, að eigin mati.

Jón Ríkharðsson, 17.2.2012 kl. 09:10

17 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er mikið til í því sem þú segir nafni minn kær, en til þess að geta rökrætt þá þurfa menn að geta séð báðar hliðar og skilið aðrar skoðanir en sínar eigin.

Staðreyndin er sú, að rökræður manna sem hafa ólíkar skoðanir, en kunna að hlusta á önnur sjónarmið og taka tillti til þeirra, þannig rökræður færa okkur nær sannleikanum og þær þroska okkur.

En þegar fólk staglast á því sama, þá eru það ekki rökræður heldur stagl sem engu máli skiptir.

Jón Ríkharðsson, 17.2.2012 kl. 09:15

18 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Flottur doksi, þú bregst ekki þínum málsstað frekar en fyrri daginn.

Jón Ríkharðsson, 17.2.2012 kl. 09:16

19 identicon

Sæll félagi, gott og uppbyggjandi að lesa hér um hugrenninga þína, er þeim hjartanlega sammála. Aftur á móti er ekki jafn uppbyggilegt að lesa margar athugasemdirnar hér, það mætti halda að sumir séu með alvarlega vírusa í kvörninni af þeim sem gera hér athugasemdir. Öll Þessi rógsskrif um Sjálfstæðisflokkinn og Davíð Oddsson eru rödd niðurrifsaflana sem hafa þann tilgang einan að svala eigin vanlíðan. Ég er alvarlega hugsandi um hvort ég hafi gert rétt þegar ég hvatti þig til að loka ekki á arhugasemdir, núna þegar ég sé við hvað þú átt með ómálefnanlegri umræðu og hatursskrifum. Ég mun ekki svara neinu skítkasti hér á þinni síðu né órökstuddum fullyrðingum en hlakka til að eiga góðar og siðaðar umræður við þig, eins og ávalt, um landsins gagn og nauðsynjar

á öðrum vettvangi. Kveðjur á þig og þína kæri vinur.

Sveinn Úlfarsson 17.2.2012 kl. 10:35

20 identicon

Þú segir "Sjálfstæðisflokkurinn að mestu leiti í stjórnarandstöðu og þess tíma er helst minnst fyrir óðaverðbólgu, ósamkomulags ríkisstjórna og mjög slakra lífskjara hjá hinum vinnandi stéttum."

Þegar mesta óðaverðbólgan var þá voru sjálfstæðismenn enn við vaktina, ekki gleyma því, eina skipti sem seðlabanki hefur farið á hausinn í þróuðu í riki var á Íslandi og á meðan sjálfstæðisflokkurinn var við stjórn. Þú þarft ekki að kunna mikið í hagfræði til að vita að ríkisstjórnin og hagstjórn þeirra gerði nánast allt vitlaust í góðærinu sem einmitt orsakaði afhverju kreppan lenti svona illa á okkur.

Flestir hagfræðingar eru sammála um að þegar það er uppsveifla þá á ríkið að draga úr ríkisútgjöldum, en þá ákvað einmitt sjálfstæðiflokkurinn að ráðast í eina stærstu framkvæmd íslandsögunnar, kárahjnúkavirkjun. Þegar bankarnir voru að stækka, þá lækkuðu þeim bindisskyldu um helming sem gerði þeim kleift að stækka og auka umsvif sín enn meira. Lífskjör fólk minnkar ekki yfir eina nótt, það veist þú vel, því er dálitið ósanngjart að kenna núverandi ríkisstjórn um slakari lífskjör þegar ástæða þeirra megi rekja að mörgu leiti til stjórnartíðar sjálfstæðisflokksins.

Nú er ég ekki að reyna að segja að stjórnin í dag sé eitthvað betri, en ekki styðja flokk bara vegna þess að þú telur hann vera eitthvað skárri en hinn, þegar valið stendur milli kúks og skíts, þá velur maður hvorugt.

Tryggvi 17.2.2012 kl. 10:39

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nafni minn, það er vel hægt að rökræða trúmál, en þótt það geti verið "erfitt", rétt eins og að rökræða heimspeki, þá kemur það ekki í veg fyrir margar leiftrandi rökræður um þau mál – en við Íslendingar þekkjum afar takmarkað þá rökræðuhefð; Englendingar og Skotar o.fl. þjóðir í Evrópu og Ameríku eru henni mun kunnugri. Snöggsoðnar orðahnippingar á vefsíðum á þessu Moggasvæði og öðrum vefsvæðum komast vitaskuld ekki með tærnar þar sem fræðimenn hafa hælana í þessum efnum.

Rangt er hjá þér, að menn geti ekki rökrætt við "menn sem hafa höndlað sannleikann, að eigin mati." Þetta er alhæfing hjá þér og stenzt ekki, nema þú eigir beinlínis við gjörvallan sannleikann eða eitthvað í þá áttina. En það er ekki skilyrði rökræðna, að menn aðhyllist efahyggju og óvissutrú.

"... til þess að geta rökrætt þá þurfa menn að geta séð báðar hliðar og skilið aðrar skoðanir en sínar eigin," segirðu, og því er ég alveg sammála. :)

Jón Valur Jensson, 17.2.2012 kl. 11:11

22 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú ert þá væntanlega að vísa í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, en deila má um hvort sú ríkisstjórn hafi verið ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Sú ríkisstjórn gekk í berhögg við hugmyndir sjálfstæðismanna sem settar voru fram á þessum tíma, en þær kölluðust "leifursókn gegn verðbólgu" og kölluðu vinstri menn það "leiftursókn gegn lífskjörum".

Þær hugmyndir gengu út á lækkun ríkisútgjalda, minnkun á erlendum lántökum, lækkun skatta og eitt sem var mjög framsækið á þessum tíma, en það var kallað "takmörkun á sjálfvirkni ríkisútgjalda.

Verðbólgan var tilkomin að stórum hluta vegna þess að laun hækkuðu umfram framleiðslugetu fyrirtækja, verðlag hækkaði um leið og launin og það olli heilmiklum vandræðum.

Það er staðreynd, að þegar eithvað hefur verið gert vel, þá hefur það verið sjálfstæðismönnum að þakka.

Okkar góðu lífskjör hafa því miður verið fjármögnuð af of miklum hluta með lántökum og það vandamál er jafngamalt lýðveldinu.

Það er rétt og enginn hefur neitað því að of mikil aukning varð á ríkisútgjöldum, sjálfstæðismenn eru sekir um það.

Þetta með bindisskylduna, það var sjónarmið fólks á þessum ruglaða tíma, að bindisskylda hamlaði vexti bankanna og negan man ég eftir, sem vildi hamla vöxt bankanna. Samfylkingin vildi auka hann og setti í stjórnarsátmála, með samþykki sjálfstæðismanna, að bæta skuli skilyrði útrásar og banka til frekari vaxtar.

Seðlabankinn fór aldrei á hausinn, en hann gerði eins og aðrir seðlabankar á þessum tíma, minnkaði veðkröfur sínar og eftir á að hyggja voru það mikil mistök. En hafi hann farið í þrot, eins og sumir halda, þá væri staðan önnur en hún er í dag.

Það að vera í miklum vandræðum þýðir ekki sama og gjaldþrot.

Allir flokkar nema VG eru samsekir í bankavitleysunni, allt annað er sögufölsun og að kenna Sjálfstæðislfokknum einum um það er lygi.

Jón Ríkharðsson, 17.2.2012 kl. 11:43

23 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll minn kæri vinur Sveinn Egill.

Jú þú gerðir rétt í því að biðja mig um að taka við athugasemdum.

Oft koma menn með athugasemdir til að fá útrás fyrir reiði og biturð og það er betra að skammast í mér og verði þá þokkalega friðsamir heima hjá sér og sleppi því að sparka í eiginkonuna og hundinn.

Það gerir ekkert til þótt menn komi með hatursfull ummæli um Sjálfstæðisflokkinn og Davíð, það má líka alveg segja að ég sé spilltur, vitlaus, heilaþveginn osfrv., bara ef menn sleppa því að ögra mér með einhverjum spurningum sem ég þarf að svara og menn eru ekki að leita eftir svari frá mér heldur að reyna að láta mig líta illa út eða hanka mig á einhverju, ég get verið viðkvæmur fyrir því, svona stundum.

En þetta er fín sjálfsrækt fyrir mig og alveg ókeypis.

Á tímabili fóru sumar athugasemdir í taugarnar á mér, núna gera þær það ekki læengur, spurningar til að hanka mig fara örlítið í taugarnar á mér og þegar ég verð farinn að höndla þær, pollrólegur, þá hef ég náð enn meiri þroska.

Svo er þetta líka ókeypis sálfræðimeðferð að vissu leiti hjá mér, fólk fær útrás fyrir reiðina og líður svo vel með að ég skuli vera svona vitlaus og það svona gáfað, þá fara menn og gefa frúnni blóm og hundinum gott að éta.

Jú ég ætla að hafa athugasemdirnar áfram, þær hafa göfugu hlutverki að gegna Sveinn minn, skilaðu kærri kveðju til eiginkonunnar frá mér og þið eigið inni matarboð í Grafarvogi ef ég verð í landi næst þegar þið komið til landsins.

Jón Ríkharðsson, 17.2.2012 kl. 11:52

24 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú hefur kannsi misskilið mig nafni minn kær, en við erum alveg sammála.

Ég átti við þá sem að hlusta ekki á rök, það er ekki hægt að rökræða við þannig menn, maður hlustar bara á ræðurnar þeirra og veitir þeim útrás fyrir reiðina.

Jón Ríkharðsson, 17.2.2012 kl. 11:53

25 identicon

Sæll Jón; sem og aðrir gestir, þínir !

Jón Ríkharðsson !

Skenz; sem raup Jóns Vals Jenssonar - svo og Sveins Úlfarssonar, í minn garð, læt ég hjá líða, að reyna að svara, á nokkurn máta, frekar.

Nema; hvað ég vil benda á, að siðferðisstig þeirra, virðist vera á öðrum mælikvarða, en míns; sem annarra þeirra, sem upplifað höfum hryðjuverk Davíðs Oddssonar, og nóta hans - og fundið fyrir afleiðingum þeirra, persónulega, sem og á annan hátt.

Þeim Jóni Val - sem Sveini; er engin sæmd, að vörnum sínum, þeim skálk til handa, og megi þeir, skömm eina, af hafa.

Ég man enn; að minnsta kosti, Íslandssöguna 1991 - 2009/2012, Jón Ríkharðs son. Ekki hefi ég enn; fengið fullvissu fyrir, að mín skynfæri, væru svo frábrugðin annarra, til þess að ég gæti ekki dregið sjálfstæðar ályktanir, af öllu því, sem ég sé og heyri, í amstri hversdagslífsins, Jón Ríkharðsson.

Vonum; að þeir Jón Valur Jensson, svo og hugmyndafræðilegur lagsmaður hans, Sveinn þessi Úlfarsson, geti nú skemmt sér enn frekar, á minn kostnað, sem annarra þeirra, sem þrepunum stöndum neðar, í háðs glózu kunnáttunni. 

Með sömu kveðjum - sem fyrri, samt / 

Óskar Helgi Helgason 17.2.2012 kl. 13:08

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sá er viðkvæmur!

Jón Valur Jensson, 17.2.2012 kl. 13:32

27 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það sem er nú skemmtilegast við fjölbreytileika mannlífsins Óskar minn er einmitt þessi ólíka upplifun fólks af sömu aðstæðunum.

Á meðan ég og fleiri upplifum gott samfélag, þá upplifir þú og fleiri slæmt samfélag og gjörspillt.

Á heildina litið eru þín skynfæri ekki frábrugðin skynfærum annarra Óskar minn, það er ólík upplifun fólks á lífinu sjálfu og hver og einn býr við sinn eigin sannleika sem hann heldur á lofti.

Þú átt það til að vera ansi hvassyrtur fornvinur kær og þess vegna máttu ekki taka það nærri þér þótt einhver höggvi til þín í orðræðu hérna í bloggheimum.

Sjálfur leitast ég við að höggva sem minnst til fólks, enda virði ég allar skoðanir hvort sem ég er smmála þeim eða ekki.

Samt þarf ég oft að þola ýmsar ávirðingar frá gestum mínum á þesari síðu, en ég tek það ekki nærri mér stundum verð ég örlítið argur en ég læt það ekki ná tökum á mér.

Þú ert djúphyggin og greindur mjög, víðlesinn og fróður, því hef ég kynnst í okkar ánægjulegu samræðum augliti til auglitis og í mörgum gefandi símtölum.

En ég upplifi skoðanir þínar á Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum ansi öfgakenndar, alveg eins og þér finnst mín afstaða varðandi Sjálfstæðisflokkinn og Davíð vera heimskuleg og þvermóðskufull.

Stundum eru menn ekki sammála og það verður þá svo að vera.

Enda er hægt að segja eins og Halldór heitinn Laxness, stundum er maður varla sammála sjálfum sér, flestir lenda í andstöðu og rökræðum við sjálfa sig og ekkert óeðlilegt við það, við erum ennþá óttalega vanþróuð á vitsmunasviðinu og okkur miðar ansi hægt, því tilfinningar ráða meira en skynsemin.

Jón Ríkharðsson, 17.2.2012 kl. 13:47

28 identicon

Sælir; á ný !

Jón Ríkharðsson !

Um leið; og ég vil þakka þér, fyrir símtalið, um Miðmunda bil, í dag, vildi ég endilega, koma þeim skilaboðum til Jóns Vals Jenssonar, hins hugumstóra betur vitrings, að það var nú; síðast Útsvars þátturinn í Ríkissjónvarpinu, sem og ýmiss konar garf mitt, í vörubókhaldi mínu, fram eftir degi, sem seinkaði andsvörum mínum frekari, að nokkru.

JVJ; ýjar að meintri viðkvæmni minni, í orðræðunni, sem reyndar á sér ekki stað, þar sem ég talaði einungis um staðreyndir, sem Jóni Val, og öðrum kónum, af hans stigu, eiga ekki svo gott með, að viðurkenna - fyrir sjálfum sér, hvað þá; öðrum, svo sem.

Á móti; gæti ég sakað hann, um vankvæmni - ósamkvæmni, sem aðrar kvæmnur, en læt lokið minni tölu, þessarri hugvekju þinni hér, efra viðkomandi, Jón síðuhafi, um hríð, að minnsta kosti.

Með; ekkert lakari kveðjum - en öðrum, og fyrri / 

Óskar Helgi Helgason 17.2.2012 kl. 21:56

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vankvæmur telst ég að vinar sögn,

sem VAR, en er ekki lengur.

Svar mitt er einungis : þessi þögn

við því sem þú bullar, drengur!

Jón Valur Jensson, 18.2.2012 kl. 04:03

30 identicon

Jón Valur !

Endilega; haltu áfram að sproksetja alla þá, sem eru þér ekki sammála, um ALLT, trúarofstækismaður, góður.

Það fer með þér; ekki öðrum.

Sömu kveðjur samt - sem seinast, til Jóns Ríkharðssonar, og ykkar, hinna /

Óskar Helgi Helgason 19.2.2012 kl. 13:59

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér hrósið, Óskar Helgi ekkiofstækismaður!

Jón Valur Jensson, 20.2.2012 kl. 03:59

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

... samt síhrósandi ofstækisfyllsta trúarhatursmanninum á íslenzkum vefsíðum: gervidoktornum!

Jón Valur Jensson, 20.2.2012 kl. 04:01

33 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Jón Valur !

Þakka þér fyrir; kerskni þína, á hverju sem dynur. Ég var að hugleiða; á ferð minni niður í Gaulverjabæjarhreppi í dag, að ég skyldi, héðan af, spara mér öll stærri orð, í þinn garð, með tilliti til þeirra fölskvalausu - sem og óeigingjörnu afreka, sem þú hefir unnið til, í vörzlu fullveldis réttar Íslands, í bráð og lengd.

Og; án alls stærilætis, hvað þá sýndarmennsku, á nokkurn handa máta. Þess vegna vil ég unna þér sannmælis, og viðurkenna þína góðu eiginleika, burt séð frá óyfirstíganlegum hugmyndafræðilegum ágreinigi okkar, á öðrum sviðum.

Því; vil ég leitast við, að halda Kaldan frið við þig, héðan í frá - eftir því sem mér er unnt, að minnast hins jákvæða, í þínu fari, sem gnótt er af, sé nánar skoðað.

En; Jón minn - ekki, ekki hrekkja DoctorE, í mín eyru, komist þú hjá, nógu margir hafa hnýtt í þann dáða dreng, á ýmsum vefsíðum, til þessa - og sums staðar, hefir hann 1/2 partinn hrökklast, frá margs konar umræðu.

Með beztu kveðjum; til allra, að þessu sinni /  

Óskar Helgi Helgason 20.2.2012 kl. 20:54

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Dáðadreng!" Var hann kannski "sjómaður, dáðadrengur"?

Þá væri þó hægt að virða hann fyrir það.

Þakka þér annars góð orð í minn garð, en ég er bara smátt peð sem er bara að reyna eitthvað, því að ekki er hægt að steinhalda kjafti eins og hver önnur gunga.

En í guðfræði ertu alveg úti að aka, Óskar minn.

"Kaldan frið"–––ja, þú býður aldeilis kjörin!

Ciao.

Jón Valur Jensson, 21.2.2012 kl. 02:16

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

.

.

Í kristnifræðum er úti að aka,

auglýsir sína kunnáttu slaka

Óskar Helgi með úfinn makka,

æstur og reiður og lætur allt flakka.

.

Jón Valur Jensson, 21.2.2012 kl. 02:21

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ætli þetta endi með heilu Óskarskveri?

Jón Valur Jensson, 21.2.2012 kl. 02:23

37 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ef þetta með DoctorE er meint til mín Óskar minn Helgi, þá hrekki ég hann aldrei en ég svara honum með sama hætti og hann talar til mín.

Nú ef menn eru viðkvæmir fyrir því sem sagt er, þá ættu þeir að fara varlega í sterkar yfirlýsingar.

Ég sýni öllum alltaf fyllstu tillitssemi og kurteisi og hef alltaf gert.

Sumir reyndar koma þannig fram að það þarf aðeins að narta í þá.

Með bestu kveðjum fornvinur góður,

Jón R.

Jón Ríkharðsson, 22.2.2012 kl. 00:24

38 identicon

Sælir; á ný !

Jón Ríkharðsson & Jón Valur Jensson !

Nei; fjarri fer því, að ég ætti við ykkur, eina og sér, viðvíkjandi meinbægni ýmissa, gagnvart hinum EKTA (Já; Jón Valur - segi, og skrifa) DoctorE - heldur; og miklu fremur, í almennum skilningi.

Annarrs; er nú svo komið málum, að mér sýnist, sem Svana söngur Vestrænnar menningar, sé senn upp runninn, og er það kannski vel, sé litið til þess, hversu hátterni margra Vesturlanda, svipar orðið, til seinustu ára Vestur- Rómverska ríkisins, í sem víðfeðmasta skilningi, og hlaut þar að, að koma, piltar.

Austrið er; í mikilli sókn, á flestum sviðum - svo og Suðrið (Suður og Mið- Ameríka) eins; og þau hafa til unnið.

Sterkar yfirlýsingar - eða þá; viðkvæmni, eins eða fleirri, gildir þar litlu til um, Jón síðuhafi, sýnist mér.

Með; ekkert lakari kveðjum - en hinum síðustu / 

Óskar Helgi Helgason 22.2.2012 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband