Fimmtudagur, 16. febrúar 2012
Ríkisstjórn hálfsannleiks, svika og lyga.
Færa má gild rök fyrir því, að sú ríkisstjórn sem nú situr, er fyrst og fremst ríkisstjórn hálfsanleiks, svika og lyga.
Aðrar ríkisstjórnir eru vissulega ekki saklausar af því, en þetta er sú fyrsta sem einkennist fyrst og fremst á hálfsannleik, svikum og lygi.
Í upphafi, þá ákvað ríkisstjórnin að fá til liðs við sig ráðherra sem ekki voru stjórnmálamenn, þeim þótti það afskaplega faglegt og gott.
Margir þeir, sem ekki hafa reynslu af vinstri stjórnum trúðu því að góður ásetningur lægi þar að baki.
En þetta var vitanlega eitt af þessum alþekktu sálfræðitrikkum vinstri manna, láta allt líta vel út á yfirborðinu.
Svo þegar fólk var farið að trúa þessum góða ásetningi, þá var fagráðherrunum skipt út og pólitíkusar teknir inn í staðinn.
Þessi ríkisstjórn reyndi af öllum mætti að þvinga þjóðina til að koma til móts við óbilgjarnar kröfur Hollendinga og Breta. Hún valdi þá alverstu samningamenn sem hægt var að finna og hefurnú verið skrifuð bók sem staðfestiróvenjumikla vanhæfni og heimsku þeira sem fóru með samningsumboðið fyrir hönd hinnar tæru vinstri stjórnar.
Steingrímur J. Sigfússon laug að formanni Framsóknarflokksins, þegar sá síðarnefndi spurði um framgang Icesave-samninganna. Slíkt hefðu fjölmiðlar aldrei liðið forystumanni Sjálfstæðisflokksins, enda á engum að líðast ráðherra svona óheiðarleg vinnubrögð.
Hugsanlega er það aumingjagæska fréttamanna sem ræður för, því þjóðarleiðtogar vorir væla eins og stungnir grísir ef þeir eru spurðir gagnrýnna spurninga.
Það átti að endurbæta stjórnsýsluna og setja ný lög um Stjórnarráð íslands.
Forsætisráðherran barðist af alefli fyrir því, að auka sín völd, en sem betur fer tókst það ekki.
Ríkisstjórnin talar um góðan árangur í efnahagsmálum, það má deila um hvort það sé hálfsannleikur eða lygi, en árangurinn er vægast sagt hörmulegur.
Vinstri flokkarnir hafa aldrei verið hrifnir af því að skera niður í opinberum rekstri, en vinstri menn eru þekktir fyrir að gera ýmislegt ef lánsfé er í boði.
Hægt er að horfa tæp sextíu ár aftur í tímann, en vinstri stjórnin sem þá sat vildi herinn burt.
Svo buðu Bandaríkjamenn þeim lán á góðum kjörum og þá leyfði sú ríkisstjórn hernum að vera áfram, þótt það væru svik við kjósendur þess tíma.
Vinstri menn eru alltaf samir við sig, Steingrímur vildi ekki AGS, en hann gat ekki fengið lán án aðkomu sjóðsins, þannig að hann gerðist auðsveipur þræll AGS og það er ástæðan fyrir öllum þessum niðurskurði, ótti við að fá ekki lán en ekki ábyrg efnahagsstjórn.
Vinstri flokkarnir fengu leiðbeiningar frá AGS varðandi niðurskurð og ýmsar aðgerðir. Þau skáru niður, það er ekki hægt að neita því. En AGS hótaði ekki að stöðva lánveitingar ef þau opnuðu ekki möguleika á stóriðju, en sjóðurinn mælti eindregið með því að stóriðjuframkvæmdir hæfust sem fyrst.
Enda eru þær til góðs fyrir efnahagslífið, þótt fleira þurfi vissulega að koma til.
Aþjóða gjaldeyrissjóðurinn kann öll trikkin til þess að láta pappíra líta nógu vel út, fyrir matsfyrirtækin. Þess vegna skánaði lánshæfismatið og margt leit ágætlega út í skýrslum, en það er ekki ríkisstjórninni að þakka þótt hún þakki sér það í tíma og ótíma.
Jóhanna er orði þreytt á Viðskiptaráði, því meðlimir þess taka ekkert mark á henni lengur.
Henni þykir betra að fólk trúi því sem hún segir, jafnvel þótt það sé lygi.
Frægt er þegar hún laug um fjölda brottfluttra frá landinu, en hún var fljótt leiðrétt afsamherjum sínum jafnt sem pólitískum andstæðingum.
Ekki er hægt að fullyrða um, að ráðemnn ljúgi meðvitað. En þegar vangetan er algjör og raunveruleikinn sár, þá hættir fólki til að grípa til lyginnar, því hún hljómar betur oft á tíðum, heldur en sannleikurinn.
En það er eins og að pissa í skóinn sinn, hlandið verður ískalt eftir örskamma stund.
Athugasemdir
Rosalegur tvískinnungur og hræsni í gangi; Vissulega er þetta hörmuleg ríkisstjórn, algerlega ömurlega ömurleg; En þú ert að plögga sjálfstæðisflokk... HALLÓ; Hversu mikill sauður er hægt að vera. Íslensk stjórnmál eru eins og box af súkkulaði.. málið er bara að það er ekkert súkkulaði, bara skítur og crap.
Þú hlýtur að sjá þetta maður.. Ef sjálfstæðisflokkur/4flokkur væru fótboltalið, þú ert að tala um að það er ekki til nein deild fyrir svona léleg lið, ekki til heiðarlegur leikur hjá liðsmönnum.. þeir myndu ræna áhorfendur og alles..
Dúd wake up
DoctorE 17.2.2012 kl. 07:58
Daginn doksi, þú ert ansi naskur á smáatriðin.
Ég nefndi aðeins Sjálfstæðisflokkinn á nafn, en var þó ekki að fjalla um hann.
En innsæið bregst þér ekki, ef það er minnst á Sjálfstæðisflokkinn eða Guð, þá ertu mættur með þinn boðskap.
Jón Ríkharðsson, 17.2.2012 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.