Hættum þesari æskudýrkun.

Stöðugt er verið að kalla eftir ungu fólki til stjórnmálastarfa og látið að því liggja, að það sé nauðsynlegt að fá nýjar og ferskar hugmyndir.

Ekki skal lítið gert úr ungu fólki almennt, ungt fólk getur státað af meiri visku en margir sem þó hafa lifað lengur.

En hinsvegar eru meiri möguleikar á að einstaklingur sem kominn er á miðjan aldur og fast að elliárum, hafi öðlast dýrmæta reynslu sem nýtist vel á þingi.

Þeir sem upplifað hafa margt og jafnvel gert mörg mistök ná oftast dýrmætri visku og þroska sem þeir geta miðlað öðrum og miðað við heimskuna og grunnhyggnina sem grasserar á hinu háa alþingi, þá veitir ekki af þroskuðu fólki til að dýpka umræðuna og róa hana niður.

Sighvatur Björgvinsson var í Silfri Egils um daginn. Hann þótt ekki bjartasta peran á þingi, en greinilegt er að hann hefur þroskast ansi mikið með árunum.

Aldrei hefur meðlimur Samfylkingarinnar talað af eins mikilli visku og Sighvatur gerði í þættinum.

Gott væri fyrir þann ágæta flokk að sækjast eftir Sighvati til forystustarfa, því hann hefur margt fram að færa, vegna þess að hann hefur leifað lengi og upplifað margt.

Ef við viljum auka vegsemd alþingis, þá þurfum við þroskaða stjórnmálamenn þangað inn. Vitanlega er nauðsynlegt að hafa ungt fólk með, til þess að læra af þeim sem eldri eru.

Unga fólkið með fersku hugmyndirnar og eldra fólkið með reynsluna getur rætt saman um leiðir. Við þurfum fjölbreytilega flóru á þing, til þess að skapa umræðu og eðlilega pólitíska gerjun.

En sú árátta að setja fólk á stall fyrir það eitt að hafa lifað stutt er fáránlegt. Gleymum því ekki að fólk sem nýlaga hafði lokið háskólaprófi og skammt var síðan að það þroskaðist yfir unglingsárin, fékk gríðarleg laun samfara mikilli ábyrgð í bönkunum fyrir hrun.

 Að mati Niall Fergusson, sem er sagnfræðingur er rannsakað hefur fjármálakerfið mjög vel, bent á það, að of mikið var af ungu fólki í fjármálageiranum, en því skorti þá reynslu sem þurfti til að sjá að það koma kreppur í kjölfar mikillar þenslu.

Hvetjum eldra fólk til að gefa kost á sér til stjórnmálastarfa og nýtum okkur þeirra reynslu.

Þroskinn kemur með því að lifa lengi og reyna margt og þroskinn er það sem helst vantar á alþingi íslendinga í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sú árátta að gamalt fólk fái sjálfkrafa virðingu.. er líka fáránlegt.
Það er ekki víst að menn þroskist með aldri; Frekar að elliglöp taki yfir... mikið af stjórnendum fortíðar, sem vildu stríð og yfirgang.. voru að mestu "Þroskaðir" gamlingjar með reynslu

Auðvitað á gamalt fólk að fá að vera í friði, fá að slappa af.. Það er mannvonska að láta td Jóhönnu.. vera að vinna, háöldruð mar.. Árni Jonsen.. er hann þroskaður eða þroskaheftur?

Og það mikilvægasta af öllu... ekki vera flokksfífl.

DoctorE 20.2.2012 kl. 15:45

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

DoctorE, eins og ég hef áður bent á, þá er það skynsamlegt hjá þér að koma ekki fram undir fullu nafni miðað við þessar athugasemdir hjá þér.

Ef ég hefði þörf fyrir að skrifa eins og fábjáni, þá myndi ég heldur ekki gera það undir fullu nafni.

Það kann vel að vera að þú sért ágætlega gefinn, en þú ert sannarlega ekki að flíka því.

Þú hefur greinilega ekki skilið það sem ég var að skrifa um og ég veit ekki hvort það þýði að gera það, en ég tek sénsinn.

Í pistlinum stendur að ungt fólk geti státað af meiri visku en þeir sem eldri eru.

Það þýðir að sjálfsögðu, að aldrei er hægt að fullyrða að sjálfgefið sé að eldra fólk sé í öllum tilfellum þroskaðra eða betur gefið en þeir sem yngri eru.

Hvergi nefni ég það, að gamalt fólk eigi sjálfkrafa að fá virðingu, ég nefni reyndar ekki að það eigi ekki sjálfkrafa rétt á virðingu, en ég geri svona frekar ráð fyrir að þeir sem lesi bloggin mín geti skilið hvað um er rætt, án þess að það sé stafað ofan í það.

Og það er sem betur fer raunin, það læðist inn einn og einn álfur eins og þú, sem skrifa eins og fábjánar og kynna sér ekkert  það sem eru að gagnrýna.

Nú ef það er sáluhjálp fyrir þig að skrifa eins og fábjáni á síðuna mína, þá skaltu endilega nota þér það, en þú skilur það vonandi, að ég nenni ekki að svara svona bulli, nema að ég sé í þannig skapi, en það gerist sjaldnar í seini tíð minn kæri DoctorE.

Og ef ég er fífl í þínum augum og þú gáfaður, þá ætla ég að vona að þér finnist ég aldrei vera gáfaður.

Jón Ríkharðsson, 20.2.2012 kl. 16:14

3 identicon

Fín grein hjá þér.

Já, ég var hissa á því hvað Sighvatur var fínn í Silfri Egils.

Efri stig þinga sumra landa eru kallaðar "öldungadeildir". Bretar eru með "House of Lords".

Það eru ýmsir "öldungar" sem ég vil ekki sjá aftur, en það er óþarfi að afskrifa þekkingu vegna aldurs.

Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari og formaður þýskra jafnaðarmanna, er 94 ára og er enn að koma með gullkorn sem vert er að hlusta á. Synd að hann er aðeins of gamall til þess að verða formaður hjá okkur aftur:)

Stefán 20.2.2012 kl. 16:43

4 identicon

Vertu ekki svona æstur Jón. Ég sagði ekki að þú værir með þessa áráttu, það er aftur á móti algengt að menn telji virðingu fylgja aldri, sjálfvirkt.
Taktu líka eftir því að aldrei kallaði ég þig ónefnum.. eins og þú mig; Samkvæmt því ættir þu að blogga undir alias; Svona til að vera sannur þinni sannfæringu :)

DoctorE 20.2.2012 kl. 17:48

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Stefán.

Helmut Scmith þóti mjög góður, eftir því sem ég hef lesið og heyrt þó ég þekki lítið til stjórnmála í Þýskalandi. En ég ber alltaf virðingu fyrir þjóðverjum og mér líkar vel þeirra dugnaður og einurð.

Churchill var í pólitík þar til hann lést ef ég man rétt, hann var nítíu og eins eða tveggja þegar hann dó í janúar árið 1965, ég man ekki hvort hann var fæddur 1873 eða 4.

Er það ekki rétt munað hjá mér að hann var viðloðandi þingið til dauðadags?

Sighvatur var nefnilega mjög góður, ég get lítið sett út á hægri kratanna, því mér finnst þeir tala af mikilli skynsemi. Þeir eru ekki alveg eins hægri sinnaðir og ég, en samt liði mér ágætlega undir þeirri stefnu, svona þér að segja.

Jón Ríkharðsson, 20.2.2012 kl. 17:58

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Óttaleg viðkvæmni er þetta DoctorE, ég kallaði þig engum ónefnum.

Ég sagði að þú skrifaði athugasemdirnar eins og fábjáni og ég stend fyllilega við það og er samkvæmur minni dýpstu sannfæringu að því leiti.

Ef þú ert að tala um það, að ég kallaði ykkur álfa, þá er það ekki ment sem ónefni, heldur finst mér það ágætlega við hæfi þegar menn skrifa eins og fábjánar.

Ég hef þá misskilið athugasemdina hjá þér og biðst afsökunar á því, það kemur fyrir mig að misskilja fólk stundum og ég held að það gerist hjá öllum annað slagið.

Það sem mér finnst hinsvegar fábjánalegt hjá þér er þessi árátta þín að reyna að breyta mínum skoðunum varðandi pólitík og trúmál, kannski er þetta kækur hjá þér án meiningar, ég setti líka ákveðinn fyrirvara við þessa fullyriðingu mína, enda veit ég ekkert um þitt gáfnafar.

Aldrei dettur mér í hug að skammast út í fólk vegna stjórnmála eða trúarskoðana né heldur að segja því trekk í trekk að þau skuli vakna upp, það gerist aldrei.

Ég reyni ekki að gera þig trúaðan né heldur að sjálfstæðismanni vegna þes að það er ekki hægt og það eiga allir rétt á sínum skoðunum.

Ég átti mjög vinsamlegar samræður við meðlimi Vantrúar á þessari síðu fyrir áramót, þeir voru málefnalegir og ágætt að rökræða við þá. Það var ákveðin dýpt í þeirra málflutningi þótt ég sé á öndverðum meiði við þá í trúmálunm.

Mér finnst semsagt fábjánalegt og tilgangslaust að vera stöðugt að hamra á einhverju sem maður hefur sagt margoft áður, ég hef oft lesið þessi komment hjá þér og veit þínar skoðanir á Sjálfstæðisflokknum og trúmálum og það kemur aldrei neitt nýtt fram hjá þér í þeim efnum.

Ég er pollrólegur og fjarri því að vera æstur þótt ég setji mínar skoðanir fram, kannski með grófari hætti en viðkvæmar sálir höndla.

Þú gætir hugsanlega sært einhvern með því að gera lítið úr trúarskoðunum viðkomandi, ekki mig, en margir eru ansi viðkvæmir fyrir svona orðfæri eins og þú notar.

Jón Ríkharðsson, 20.2.2012 kl. 18:13

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón. Það hefur verið byggt upp menntakerfi í þessu landi, sem byggir á sér-fræði. þau sérfræði aðskilja kynslóðirnar, eins og rollur í réttum, og þykir alveg sjálfsagt víða í Vestræna heiminum. Þetta er mesta vanþroskamerki íslensku þjóðarinnar, sem ég hef séð frá fræðsluyfirvöldum í gegnum síðustu áratugina.

Þessi afleita flokkun á fólki, eftir aldri, menntun, stétt og hæfileikum, er mesta mein Íslands í dag. Ég hef oft spurt mig og aðra að því, hverjir semji vinnureglur og námsbækur fræðsluyfirvalda? Ég hef ekki ennþá fengið svar við þeirri spurningu minni.

Ég ber virðingu fyrir öllum þjóðfélagshópum, og þeirra sérstöku og góðu eiginleikum hvers um sig.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.2.2012 kl. 01:50

8 identicon

Jón segir
"Aldrei dettur mér í hug að skammast út í fólk vegna stjórnmála eða trúarskoðana"

Ég bendi svo aftur á svar númer 2 og 6 frá Jóni hinum heilaga sem aldrei gerir nokkuð slæmt

Þetta er hlægilega hallærislegt Jón, skýringin komin með sjálfsæðisflokkinn.. flokkurinn sem rústaði íslandi, flokkuri ofurspillingar, flokkurinn sem þú styður.. Nice

DoctorE 21.2.2012 kl. 08:39

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt Anna mín Sigríður, það heftir skynsemina að mínu mati að flokka fólk.

Nú virka ég eflaust þversagnakenndur vegna þess að það má lesa það út úr pistlinum að ég sé að mæla með því að flokka fólk, með því að segja að það eigi að leita eftir eldra fólki.

Það sem ég á við með því er, að of margir hafa verið fastir í þeirri hugsun að best sé að fá ungt fólk.

Ef við erum að skoða aldurin, þá eru meiri líkur, oftast, á því að fólk sem lifað hefur lengi og uplifað margt hafi þann þroska og þá visku sem þarf til, en það er ekki endilega sjálfgefið. Mér finst einfaldlega vanta eldra fólk, líka til að auka breiddina, því kynslóðirnar geta lært hver af annarri.

Jón Ríkharðsson, 21.2.2012 kl. 09:26

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

DoctorE, þú hefur annðhvort ekki lesið athugasemdirnar hjá mér almenilega eða þá ekki skilið þær.

Í aths. nr. 6. kemur fram að ég hafi átt vinsamlegar samræður við Vantrúarmenn, þeir voru málefnalegir og rökstuddu sitt mál með alvöru rökum.

Raunar var ég ekki sammála því öllu, en það var vit í því sem þeir komu með.

Ég skammast sem sagt aldrei út í fólk vegna trúar eða stjórnmálaskoðanna, það er nauðsynlegt að fólk hafi ólíkar skoðanir og það er mjög gott fyrir umræðuna. Það væri slæmt ef mín skoðun væri ríkjandi, eða einhver önnur skoðun. Þá væru allir sammála og það myndi leiða af sér stöðnun.

Svo ég reyni að útskýra það betur, þá er það framsetning og staglið hjá þér sem mér finnst fábjánalegt.

Þú kemur stöðugt með þínar skoðanir og ert að reyna að segja me´r að hætta að hafa mínar, mig minnir að þú hafir einhverntímann sagt "wake up" eða eitthvað í þá áttina.

Það gerist aldrei, að þér takist að koma mér á þína skoðun, þannig að mér finnst fábjánalegt hjá þér að reyna það.

Það eru semsagt ekki skoðanir þínar sem ég er að tala um, heldur þessi árátta að vilja láta aðra taka þær upp, það er fábjánalegt að mínu viti, það er ekki hægt að breyta skoðunum fólks sem hefur sterka sannfæringu.

Nú vona ég að mér hafi tekist að útskýra mitt mál minn kæri doktor, ef ekki þá nær það ekki lengra.

Þá verður þú bara að hafa þessar skoðanir áfram, að ég sé ekki sjálfum mér samkvæmur osfrv., mér er raunar alveg sama um það á meðan það er til nóg af fólki sem skilur hvað ég meina. Það er víst ekki hægt að útskýra mál sitt fyrir öllum.

Jón Ríkharðsson, 21.2.2012 kl. 09:37

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Svona til gamans DoktorE, ekki að ég búist við að það skili einhverju, en þá langar mig til að koma með athugasemd sem þú sjálfur skrifaðir við síðustu færslu hjá mér, en hún er lýsandi dæmi fyrir það sem ég kalla fábjánahátt, en vera kann að einhverjum þyki hún gáfuleg, þetta er allt spurning um smekk, ég nenni ekki að birta hana alla, heldur tek úr henni atriði sem rökstyðja það sem ég á við;

"En þu´ert að plögga Sjálfstæðisflokk...HALLÓ; Hversu mikill sauður er hægt að vera?"

Í síðustu setningunni gefur þú í skyn að ég sé sauður, ég kallaði þig álf í aths. nr 2. Þú ert greinilega óttalega viðkvæmur fyrir því sem sagt er við þig, þótt þú hafir ekkert sérstaklega varfærið orðalag sjálfur. Ekki kvartaði ég yfir því að þú kallaðir mig sauð, enda hreyfir það ekki við mér, þú mátt kalla mig hvað sem þú vilt.

Svo ef ég kem með meira úr þessari athugasemd, þá segir þú; "þú hlýtur að sjá þetta maður"...

Nú hefur þú lesið nokkra pistla eftir mig og ættir að fara nærri um það, ef þú skilur hvaða skoðanir ég stend fyrir, að það er fábjánalegt að setja svona fram, vitanlega breytir þú ekki minni skoðun með svona upphrópunum, "Dude, wake up", þetta er enn vitlausara, mér finnast svona enskuslettur svo hallærislegar.

Nú er það þannig, hafir þú ekki áttað þig á því, að talsverður hópur á íslandi styður Sjálfstæðisflokkin og þrátt fyrir mikla elju og óvanalega bjartsýni þá breytir þú því ekki.

Einnig er talsverður hópur hér á landi sem hatast út í Sjálfstæðisflokkinn, mér kemur ekki til hugar að breyta því, vegna þess að það er gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og veitir honum aðhald.

Enn og aftur, það er nauðsynlegt að margra skoðanir séu virkar í umræðunni, það þroskar hana.

En hallærislegar upphrópanir, það finnst mér fábjánaháttur og ekkert annað, ekkert að því að halda á lofti kommúnisma, algeru trúleysi osfrv., það er í góðu lagi. Mér finnst betra ef menn geta flutt sínar skoðanir án þess að reyna eins og rjúpan við staurinn að breyta skoðunum hjá öðrum.

Get it dude????

Jón Ríkharðsson, 21.2.2012 kl. 10:01

12 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Mikið til í þessu hjá þér Jón .... ég átti stutt samtal við "eldri" markaðsmann fyrir ekki svo löngu .. sá benti mér á að margt ungt menntafólk sem verið hefði langtímum saman við nám erlendis kæmi til baka með allt annan bakgrunn en þeir margir sem "eldir" eru .. td flest þeirra ekki unnið til sjávar né sveita en væru fær á því sviði sem þau hafa lært en vantar mikið til "umburðarlindi" gagnvart samfélaginu ... horfa einbeitt á excel skjalið með gróða einan sem markmið ... peningalegan gróða ! Það eru til nokkrir þjóðkunnir íslendingar td Hannes nokkur sem við mörg berum ekki mikla "virðingu" fyrir nema þá kanski þau sem svipað gróðara-uppeldi hafa fengið  ....  mér er í huga að margt af okkar unga fólki sé kanski ekki "sannir" íslendingar .. eins og við kanski þekkjum þá og teljum þeir eigi að vera ?

Jón Snæbjörnsson, 21.2.2012 kl. 10:23

13 identicon

Jón, ég lærði og er að læra erlendis. Þess á milli starfaði ég erlendis og svo síðar á Íslandi.

Ég einmitt tel að það er betra að mennta sig erlendis. Sérstaklega að læra þau gildi sem eru erlendis.

Þó svo að ég er með bindi þegar ég skrifa þetta, þá vann ég á sjó og hef unnið frá því að ég var patti.

Ég tók ekki þátt í vitleysunni sem átti sér stað hér á Íslandi. Einmitt vegna þess að þau gildi sem ég sá og lærði erlendis og voru í mótsögn við þau gildi sem eru á Íslandi.

Þau gildi sem eru á Íslandi, sem ég er ekki að gera lítið úr, eru til komin vegna þess að við erum nýrík þjóð. Nýríkar þjóðir hafa önnur gildi en þjóðir sem ekki eru nýríkar.

Ég er ekki að gera mikið úr mér og lítið úr öðrum Íslendingum. Þannig á þessi athugasemd ekki að skiljast.

Stefán 21.2.2012 kl. 10:33

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nafni minn Snæbjörnsson og Stefán, það er heilmikið til í því sem þið segið

Það er rétt sem þú bendir á nafni, mikilvægt er fyrir fólk sem vill gegna ábyrgðarstöðum á ísland að þekkja vel kosti og galla íslensku þjóðarinnar, þ.e.a.s. skilja vel okkar menningu, þau gildi sem við stöndum fyrir. Það er góður grunnur því við höfum margt gott að byggja á.

Svo er það rétt sem þú segir Stefán, það er nauðsynlegt að skoða önnur lönd og mjög gott að mennta sig erlendis, þá öðlast menn víðsýni og talsverðan þroska.

Þeir sem hófu frelsisbaráttu íslendinga, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson tileinkuðu sér frelsisstefnuna sem myndaðist í heiminum á þeim tíma, Frönsku byltinguna osfrv., þeir leituðust við að boða íslendingum það sem þeir höfðu lært.

Fjölnismenn urðu fyrir hörðum árásum embættismannastéttarinnar, þeir vildu meina að ómögulegt væri að fjölga fólki á Íslandi og sjávarútvegur myndi orsaka drykkjuskap og ólifnað.

Embættis og valdastétt þess tíma taldi að lega og stærð landsins byði eingöngu upp á ríkjandi ástand, landbúnað og hokur sem tíðkaðist þá.

Við eigum stöðugt að læra af öllum þjóðum heimsins til að bæta okkar samfélag og styrkja íslenska menningu til þess að hún vaxi og dafni.

Jón Ríkharðsson, 21.2.2012 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband