Föstudagur, 24. febrúar 2012
Bréfin hans Jóns Baldvins.
Jón Baldvin hefur lengi verið afar umdeildur maður. Mér þótti hann mistækur stjórnmálamaður alla tíð og aldrei hafði ég neitt álit á honum. Reyndar er hægt að fallast á, að Jón er ákaflega vel gefinn, en hann hefur ýmsa bresti sem hefta allar hans góðu gáfur.
Nú smjattar þjóðin á bréfum sem hann sendi systurdóttur eiginkonu sinnar, vegna þess að sumir þroskast afskaplega seint.
Jón Baldvin hefur fyrir löngu tekið út sína refsingu, þessi bréf eru á allra vitorði, innan fjölskyldu hans og slíkt er aldrei gaman fyrir neinn. Vissulega átti hann skilið að fá skammir fyrir athæfið, hann gerði stór mistök og það er grafalvarlegt mál að rita unglingsstúlku bréf sem innihalda kynlífslýsingar, ef bréfritari tilheyrir kynslóðinni á undan telpunni.
En dómsstóll götunnar er samur við sig. Ef miðað er við "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn", þá vill dómsstóll götunnar helst fá tíu tennur fyrir eina tönn og tíu augu, svona varlega áætlað.
Það á ekki bara að refsa honum með illu umtali inan fjölskyldunnar, heldur eiga saklaus börn hans og barnabörn að horfa upp á það, að öll þjóðin viti um þennan aulahátt Jóns Baldvins. Þannig að það á að refsa fjölskyldu hans líka. Slíkt þekkist reynda í vanþróuðum réttarríkjum, en vonandi minnkar vægi dómsstóls götunnar því ekki væri gott að lifa hér á landi ef hann fengi að ráða.
Umfjölun Nýs lífs og fleiri fjölmiðla er til skammar, það á enginn skilið svona harða refsingu.
Athugasemdir
Gott að lesa þetta Jón.
Ég hélt að ég væri nánast einn um að fordæma þessa subbulegu aftöku í fjölmiðlunum.
hilmar jónsson, 24.2.2012 kl. 13:59
Það er holt fyrir alla menn, konur og karla, að hafa það hugfast að allt sem við gerum hefur afleiðingar. Hvort sem við gerum rétt og/eða látum gott af okkur leiða, þá hefur það afleiðingar, það hefur góðar afleiðingar fyrir viðkomandi, maka hans, börn og aðra afkomendur. Gerum við rangt þá hefur það líka afleiðingar, það hefur slæmar afleiðingar, ekki bara fyrir þann sem gerir rengt, heldur hans nánustu, maka, börn og aðra afkomendur. Þannig er það nú bara.
En allir eiga uppreisn æru. Jesús kom til að frelsa okkur frá öllum okkar misgjörðum, ef við iðrumst þeirra, játum syndir okkar og snúum okkur til frelsarans. Þegar við gerum það þá hefur það góðar afleiðingar inn í okkar eigið líf, líf ástvina okkar, maka, barna og annarra afkomenda okkar.
Jón Baldvin hefur þann sama rétt og allir aðrir að koma með sín mistök/syndir til Drottins og fá fyrirgefningu. Umrædd stúlka hefði líka gott af því að koma með þessi mál til Drottins og veita Jóni Baldvini fyrirgefningu, fyrirgefningu af heilu hjarta, annars er viðbúið að hún lendi í því að verða bitur kona, Guð forði því.
Tómas Ibsen Halldórsson, 24.2.2012 kl. 14:01
Góð færsla Jón, og réttsýn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2012 kl. 14:03
Ekki hafði ég hugmynd um að Jón Baldvinn ætti til svona perraskap fyrr en þessar fréttir komu til. Jón Baldvin er opinber persóna sem hefur talið sig þess umkominn að tala fyrir siðbót í þjóðfélaginu en er þá svona tvöfaldur í roðinu. Dómgreindarbresturinn algjör gagnvart barni í andlegum sárum eftir móðurmissi og svo unglinsstúlku. Ég hef raunar aldrei haft neina trú á pólitíkusnum Jóni Baldvin og ekki bætir þetta úr. Fremur að það skýri ýmislegt varðandi dómgreind mannsins. Svo er auðvitað sá vinkill á þessu hvernig réttur smælingjans var fyrir borð borinn með lagatækniþrasi, útúrsnúningum og yfirhilmingu. Nákvæmlega því sem er allt að drepa í þessu þjóðfélagi.Þetta átti semsagt fullt erindi í fjölmiðla.
Bjarni Gunnlaugur 24.2.2012 kl. 16:00
Jón, ég varð fyrir vonbrigðum með þennan pistil þinn. Og reyndar athugasemdirnar lika, nema Bjarna Gunnlaugs. Hann skilur málið.
Þið hinir gleymið stúlkunni, sem á í erfiðleikum, ekki síst innan fjölskyldu sinnar:
Sem virðist klofin en standa fremur með gerandanum en henni sjálfri.
Sem á ekki lengur móður sem verndara innan fjölskyldunnar.
Sem kærði á sínum tíma en fékk höfnun frá saksóknara.
Sem hefur lýst því yfir að því sé hennar eina úrræði að leita til fjölmiðils.
Sem er heldur ekki neinn sorpmiðill, heldur sómakært tímarit.
Það er líklega táknrænt að undirrituð:
Sem er eina konan sem tjáir sig hér; blási á rökin ykkar hvað varðar iðrun og afsakanir - og kallið fyrirbærið "heimilisböl".
Kolbrún Hilmars, 24.2.2012 kl. 18:07
"Skortur á dómgreind"? (að verða við beiðni unglingsstúlku um að eiga við hana (klámfengin?) bréfaskipti??). Gæti hennt hvern sem er, sér í lagi seint um kvöld, aleinn sendiherrahöllinni með hálftóma Wiskýflösku á skrifborðinu!
"Fjölskylduböl"? Fjölskylda þessa fyrrverandi embættismanns þjóðarinnar virðist blessunarlega fús til styðja hann í gegnum þykkt og þunnt í viðtölum sínum við okkar ágætu fréttamiðla. Jafnvel þó eiginkonan segist hafa fundið til afbrýðissemi í garð systurdóttur sinnar við lestur þessara einkabréfaskrifta eiginmannsins.
"Subbuleg aftaka í fjölmiðlum"? Eiginlega hallast ég að skoðun Bjarna (ath. 4) um að þau okkar sem sækjast eftir opinberum frama sem byggir á atkvæðum almennings verði að sætta sig við að kastljósi sé beint að þeirra persónulegu hegðun rétt eins og við hin, innan þeirra marka sem lög setja. Kannski ætti þetta sér í lagi að eiga við um þá sem skipa æðstu stöður landsins. Hvað umfjöllum fjölmiðlanna hefur verið "subbuleg"um þetta subbulega mál læt ég liggja milli hluta.
Við kipptumst öll á loft upp þegar við fengum að greiða atkvæði um Icesave samningana og sum okkar hugsa gott til þjóðaratkvæðagreiðslu um EU inngöngusamningana en afstöðufreslsi okkar virðist takmarkað þegar "höfðingjar" eiga hlut að máli. Kannski er það arfleifð frá landnámstíð þegar höfðingjarnir sömdu sín á milli en vinnuhjú og þrælar héldu kjafti.
Agla 24.2.2012 kl. 18:37
Sendi fyrsta bréfið þegar hún var 10 ára. Dómgreindarbrestur?. Hringja engar bjöllur??
itg 24.2.2012 kl. 19:27
Tek undir það sem Kolbrún bendir á. En það er meira hér á seyði. Heldur einhver að hann hafi sent barninu svona bréf ef hann hefur ekki áður verið að eiga meira við hana? Bréfin bera það með sér að hann hefur verið að misnota barnið til lengri tíma. Eitt enn: Hroki mannsins, sem heldur í skjóli valdsins að hann geti komist upp með hvað sem er (og komst raunar upp með það í mörg ár). Það er engum blöðum um það að fletta að Jón Baldvin er það sem við köllum „pervert“, eða einfaldlega „perri“. Hvað annað? Stundum er reynt að bera þetta saman við kvennafar Clintons, Berlusconis eða Strauss- Kahns, en það er ekki rétt. Þessir menn eru það sem einu sinni var kallað „graðnaglar“. Þeir mundu aldrei senda klámbréf í skólann til barns. Það er einfaldlega ekki þeirra stíll. Það þýðir ekkert að reyna að bera blak af Jónta sendi- perra í Washington. Ég vorkenni honum ekki, heldur vesalings stúlkunni. Sumt gerir maður bara ekki.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.2.2012 kl. 19:52
Það er erfitt að horfa fram hjá því hversu einkennileg og örvæntingarfull stemming ríkir meðal þjóðarinnar þessa dagana, og kannski ekki að furða.
Illa hefur verið farið með okkur af þeim pólitísku öflum sem mesta ábyrgð bera á hruninu og ekki síður þeim siðleysingjum sem Sjálfstæðisflokkurinn oppnaði allar gáttir fyrir á sínum tíma.
Því miður er ein birtingarmynd þessarar döpru stemmingar, rætni sem virðist helst eiga rætur sínar í illgjörnu slúðri og níði.
Vilhjálmur Eyþórsson hér að ofan er dæmi um þessi ömurlegheit.
hilmar jónsson, 24.2.2012 kl. 20:21
Það er dálítið gaman að vinstri menn, hinir heilögu vandlætarar sem yfirleitt ná ekki upp í nef sér ef eitthvað svona ber á góma skipa sér nú í vörn fyrir pervertinn í staðinn fyrir að standa með stúlkubarninu. Það er eitt af mörgu, sem sýnir innræti þeirra. Það er talandi dæmi að sjálfur Þráinn Bertelsson hefur brugðist ókvæða við og styður sendi- perrann af alefli.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.2.2012 kl. 20:28
Það er enginn að verja neitt Vilhjálmur.
Hins vegar sýnist mér þú vera slefberi af því tagi sem tilbúinn er að ganga skrefinu lengra en málið gefur tilefni til.
Hvað býr að baki ? Illgirni, heimska ? Kannski allur pakkinn......
hilmar jónsson, 24.2.2012 kl. 20:40
Hilmar. Farðu nú varlega. Biskupsfordæmið ber að varast.
Þetta er ekki illa meint ráðlegging af minni hálfu.
Kolbrún Hilmars, 24.2.2012 kl. 20:51
„En málið gefur tilefni til!?“ Hver hefur þú verið, Hilmar minn sæll? Lítið tíu ára stúlkubarn fær viðbjóðsleg klámfengin bréf frá 45 árum eldri manni allt til hún verður 14 ára. Manni, sem er hluti Valdsins. Manni, sem getur leyft sér hvað sem er. Og þegar barnið reynir að leita réttar síns fær hún menn eins og Himlar yfir sig sem styðja illvirkjann og segja að málið „gefi ekki tilefni til“ neins. Allt þetta mál er slík viðurstyggð, að orð fá því varla lýst.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.2.2012 kl. 20:53
Vilhjálmur, hvað vartsu að gefa í skyn # 8 ?
"Heldur einhver að hann hafi sent barninu svona bréf ef hann hefur ekki áður verið að eiga meira við hana?"
Ég er ekki að verja Jón og ég er ekki að gera lítið úr bréfaskrifunum. En það sem þú setur hér fram er hreinræktaður slefberaháttur, svo ekki sé lengra seilst.
Kobrún, ekki illa meint..En ég skil ekki hvað þú ert að fara.
hilmar jónsson, 24.2.2012 kl. 21:35
Vilhjálmur, sorinn býr í hausnum á þér frekar en í þessu máli.
Þú segir:
Það hefur hvergi komið fram að neitt umfram umræddar "erótískar" bréfasendingar hafi átt sér stað milli Jóns og stúlkunnar. Ekki einu sinni að hennar sögn. Samt gefur þú þér það. Hvað segir það um þig?
Fara varlega segir Kolbrún, já hvernig væri að fara varlega í þessu máli og spara yfirlýsingar um sekt?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2012 kl. 21:45
Það er ekki nokkur allra minnsti vafi á því að hann hefur verið að misnota barnið. Hvað annað? Ég sé að þú ert vinstri maður, þannig að ekki þarf að búast við miklu skynsamlegu viti, en þetta er svo augljóst jafnvel þú ættir að skilja. Heldur þú virkilega að hann mundi skrifa ókynþroska barni bréf af þessu tagi ef hann hefur ekki verið að fikta við hana? Come on! Annars vil ég taka fram að mér finnst ofstækið sem gætir víða í svona málum heldur ógeðfellt og margir eru dæmdir af almenningi og jafnvel dómstólum fyrir afar hæpar sakir. Þetta mál liggur hins vegar alveg ljóst fyrir og er alveg einstkalega ljótt. Bréfin eru þarna. Hann neitar að sjálfsögðu misnotkuninni, en þar stendur orð gegn orði og því verður erfitt að dæma. Málið er einn viðbjóður.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.2.2012 kl. 21:49
Finnst þér það eðlileg refsing "... tekið út sína refsingu, þessi bréf eru á allra vitorði"? Miðað við það ætti bara að leggja dómskerfið niður. Mér finnst ýmislegt benda til þess að Jón Baldvin hafi beitt völdum og áhrifum sínum innan dómskerfisins til að fá málið fellt niður.
Björn 24.2.2012 kl. 21:52
Strákar mínir, það er eitthvað meira sem býr að baki, svo sem eins og næturheimsóknir. Lesið þið ekki sorpblaðið "Fréttablaðið"?
Ég sjálf myndi ekki tjá mig á nokkurn hátt um þetta mál opinberlega, og geri það aðeins til þess að vara ykkur við. Nú er mál að linni!
Kolbrún Hilmars, 24.2.2012 kl. 22:05
Hjartanlega sammála athugasemd Bjarna Gunnlaugs, eins og talað út úr mínum munni.
Það er Jón Baldvin sem er ábyrgur gagnvart sínum barnabörnum Jón og öðrum fjölskyldumeðlimum.
Ef hann vildi ekki eiga það á hættu að "yfir þau gengi" eitthvað fár í þessum dúr, þá átti hann einfaldlega að hegða sér á lífsleiðinni eins og ábyrgum fjölskyldufaðir sæmir en það gerði hann sannarlega ekki.
Ég tek auk þess undir með Kolbrúnu og Vilhjálmi. Það skiptir verulegu máli að Jón Baldvin er ekki "almenningur", hann er opinber persóna. Og hefur sjálfur kosið þann starfa. Því fylgir ábyrgð sem nær alla leið til einkalífsins. Á þessum árum sem um ræðir var hann "mikils metinn" einstaklingur sem sendiherra fyrir land sitt og þjóð. Hann var hluti valdsins eins og sagt var hér að framan og fyrrverandi ráðherra að auki.
Auk þess var hann og er fullorðinn maður úr nánustu fjölskyldu stúlkunnar.
Hann vissi vel að hann var að misbjóða stúlkunni. Þess vegna sendi hann eitt af sínum subbulegu bréfum til hennar í GRUNNSKÓLANN! en ekki heim til hennar.
Hann var bara nógu óforskammaður til að ganga eins langt og hann komst greinilega. Það var ekki fyrr en hún var hjá gestafjölskyldu í skóla í Venesúela sem hún þorði að sýna fullorðnu fólki bréfið frá manninum. Og hún var miður sín.
- Mér finst líka skipta máli að hún var sannarlega búin að reyna að fara réttu leiðina með þetta, lagalegu leiðina, að kæra o s frv.
Það skilaði henni engu.
Hver getur láð ungri konunni þó hún sækist eftir uppreisn æru.
G.G. 24.2.2012 kl. 22:08
Mér finnst hedur lítið gefats fyrir "hetjuna" Jón Baldvin að væla opinberlega til að gera sig að fórnarlambi í augum almenings. Hann er búinn að skemma fyrir þessari stúlku sakleysið og ævina til þessa allt frá því hún var í sárum sem móðurlaust barn.
Ég held að þau ykkar sem eruð foreldrar ættuð að setja ykkur um stund í spor foreldris hennar.
Hvað fyndist ykkur ef slíkt mál kæmi á daginn og ykkar eigið barn hefði átt í hlut?
Ég held að þá færi ekki ýkja mikið fyrir samúð ykkar í garð gamla perrans.
G.G. 24.2.2012 kl. 22:29
Menn hafa alltaf slegist hér á skerinu. Gefið á kjaftinn, menn jafnvel rotaðir. En þegar einn lá flatur var leiknum lokið, honum kannski haldið niðri, en ekki meira. Nú tíðkast að sparka í liggjandi menn, ekki síst í höfuðið. Þetta kemur vel í ljós í vesælum ummælum manna eins og þessum Vilhjálmi Eyþórs°.
Haukur Kristinsson 24.2.2012 kl. 22:34
Eins og ég sagði hér að ofan. Innræti vinstri manna kemur einkar vel í ljós í stuðningi þeirra við pervertinn. Hugsið frekar um litlu stúlkuna móðurlausu sem lenti í klónum á honum.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.2.2012 kl. 22:41
Ég er sammála G.G og Birni Og þú Hilmar þín skrif sýna þitt iinræti
jfridrik kárason 24.2.2012 kl. 22:47
Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa færslu þína Jón Ríkharðsson.
Hingað til hef ég notið þess að lesa pistlana þína og fundist þeir furðu réttsýnir í þessu ástandi sem við búum við þessa dagana.
Tek heilshugar undir orð Kolbrúnar, Bjarna Gunnlaugs, Björns og G.G.
Sigrún Guðmundsdóttir 24.2.2012 kl. 22:48
Segir allt um þann korkhaus sem þetta skrifar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2012 kl. 22:48
Hilmar.
Þú ert ...... að verja þennan mann. En ég bjóst aldrei við betra af þér. Vonandi er þetta ekki dæmi um að þú sért ekki tilbúinn að verja fórnarlambið af því þú sjálfur hafir eitthvað að fela. Það er víst oft þannig. Ógeð!
Dagga 24.2.2012 kl. 23:19
Dagga, leitaðu þér aðstoðar. Þú þarft sannarlega á henni að halda, trúðu mér.
hilmar jónsson, 24.2.2012 kl. 23:25
Get ekki orða bundist. Er sammála þér Jón, svo og Hilmari og Axel Jóhanni í stórum dráttum. En hvað þetta kemur því við á hvaða væng stjórnmálanna fólk er gengur mér illa að sjá. Það er sorglegt að sjá soralegan hugsunarhátt fólk birtast í sambandi við svona umræðu. Menn verða jafnvel miklu sóðalegri í hugsun og tjáningu en þeir sem þeir áfellast.
Bergljót Gunnarsdóttir, 25.2.2012 kl. 00:17
Ég þakka ykkur öllum fyrir athugasemdirnar, þar sem ég er úti á sjó þá hef ég takmarkaðan tíma til að svara.
Það eina sem kom fram varðandi þetta mál, allavega það sem ég sá á Pressunni var að Jón Baldvin hafi ritað stúlkunni kynlífslýsingar, en ekki áreitt hana beint kynferðislega.
Vissulega er það óafsakanlegt að rita svona bréf til unglingsstúlku.
Mér finnst hinsvegar að umræðan eigi að snúast um málefni en ekki persónur.
Jón Baldvin er ákaflega mistækur að mínu mati og aldrei hef ég haft neitt álit á honum. Maðurinn er greinilega veikur andlega og það kvensemi hans hefur verið kunn ansi lengi.
Ég hugsa hinsvegar um afkomendur hans, það er aldrei gott fyrir sjálfsmynd barna að eiga forföður sem hefur svona orð á sér.
Kæmi í ljós að hann væri hættulegur á þessu sviði og væri sannarlega að áreita unglinsstúlkur þá horfði málið öðruvísi við, en það hefur ekki komið fram.
Ég er talsmaður hófstilltrar umræðu því hún skilar betri árangri.
Jón Baldvin er ofmetinn sem stjórnmálamaður eins og Jóhanna var, en ég fæ ekki skilið að þessi umræða skili nokkru til að bæta samfélagið. Samúð mín er vissulega hjá stúlkunni, en ég býst við að fjölskylda hennar sýni henni stuðning, það kom fram að einhverjir í það minnsta hefðu fordæmt Jón Baldvin og ég efast um að nokkur verji hann, það hefur heldur ekki komið fram.
Jón Ríkharðsson, 25.2.2012 kl. 00:30
Eru menn tilbúnir til að verja perraskap ef viðkomandi er sömu megin í pólitíkinni? Eru menn tilbúnir til að ganga harðar fram í fordæmingu gagnvart pólitískum andstæðingi ef hann misstígur sig í lífinu heldur en gegn pólitískum samherja (svo má heimfæra þetta upp á mál tengd kirkjunni o.fl.). Virkilega?
Guðmundur St Ragnarsson, 25.2.2012 kl. 00:36
Mér gengur hins vegar mjög vel að sjá vængi stjórnmálanna í þessu máli. Fólkið, sem hæst hrópar um hvers kyns „misnotkun“ og stendur fremst hvarvetna í „baráttunni“ ætti að öðru jöfnu að hrópa hæst núna. Menn geta ímyndað sér hróp þessa liðs, ef í hlut ætti einhver úr Sjálfstæðisflokknum. Þá væri ekki talað um „mannlegan harmleik“ pervertsins. Hinn raunverulegi mannlegi harmleikur snýr að stúlkunni, ekki sendi- perranum í Washinton. Ég veit raunar beint innan úr utanríkisþjónustunni að Bandaríkjamenn kröfðust þess að hann yrði sendur heim vegna framferðis síns þar vestra, sem raunar er nánast einsdæmi. Davíð neitaði þó.
Vilhjálmur Eyþórsson, 25.2.2012 kl. 00:36
Guðmundur St ofl. Eruð þið treglæs ? Hvar og hver er hér að verja athæfið ?
hilmar jónsson, 25.2.2012 kl. 00:48
Og hvaða endemis samhengislausa vinstri hægri rugl er þetta í þér Vilhjálmur ?
Ekki að þér hafi ekki gengið bærilega að koma andlegri kröm þinni vel til skila í kommenum þínum hér ofar, en eftir því sem neðar dregur hefurðu fullkomnlega náð að ramma hana inn til frambúðar...Til hamingju með það.
hilmar jónsson, 25.2.2012 kl. 01:00
Set hér inn svar sem ég setti inn á Málefnunum.com:
Ég ætlaði ekki að tjá mig um þetta mál. Mér hefur alltaf líkað vel við Jón Baldvin og sérstaklega Bryndísi, en það er eitthvað í þessari fjölskyldu sem er, hvað á maður að segja ættarböl, náfrændi Jóns var ökukennari í Reykjavík þegar upp komst að hann var að "fikta" við lærin á kven-nemendum sínum og missti þannig réttindin. Annar náfrændi var eftir því sem dóttir hans tjáði mér að vísu undir glasi hafði gert sér dátt við börnin sín. Stundum þegir maður allt of mikið þegar maður heyrir svona, ég veit ekki af hverju. Það er eitthvað í okkur sem gerir það að verkum að við lokum augunum, eða sýnum blinda augað.
Það er ef til vill nákvæmlega þess vegna sem þetta þrífst svona vel, af því að jón og gunna eins og ég í þessu tilviki segjum ekki frá, af því sem við vitum. Svo er það líka að innan um þetta allt er yndælis fólk sem maður elskar og þykir vænt um og við myndum aldrei vilja særa með því að opinbera það sem manni hefur verið sagt.
Þetta er á allan hátt sárt og ég er viss um að bæði Jón Baldvin og sérstaklega Bryndís hafa þurft að taka á honum stóra sínum út af þessu máli. En ég verð að segja að þegar þessi unga kona reyndi að taka á málinu á sínum tíma, og það var fellt niður, þá hefði verið betra að taka á því faglega strax, ekki láta það niður falla út af fáránlegum afsökunum um að þau væru ekki staðsett á Íslandi, bæði isl. ríkisborgarar. Hvaða rugl er það?
Ef þetta mál hefði fengið þann farveg nákvæmlega þá, hefði þetta ekki komið upp núna og valdið sársauka fjölda fólks í fjölskyldunni. Segir manni bara að svona mál eiga ekki að vera sett til hliðar, því þau koma alltaf upp aftur, ef þau eru ekki leyst þar og þá, þá bara liggja þau í sálinni á viðkomandi og poppa svo upp þegar síst skyldi.
Ég er ekki femninsit hvað þá öfgafeminsiti, en að skrifa þetta á slíkt er arfaslakt. Hér er um að ræða áreitni sem einstaklingur hefur þurft að takast á við og orðið undir sem unglingur, og það situr í sálinni, uns þroskinn er orðin það mikill að viðkomandi ákveður að svona eigi þetta ekki að enda, gerir eitthvað í sínum málum. Það þarf ekki mikið til að svona sé erfitt, ég man eftir vinnufélaga sem þurfti einlæglega að koma allof nálægt mér, hels strjúkast upp við brjóstin á mér. Þetta gat ekki talist kynferðislegt áreiti, en rosalega þreytandi og ég reyndi að forðast manninn eins og ég mögulega gat, en reyndi samt að vera kurteis þegar ég ef til vill hefði átt að gefa honum einn á kjamman. Sennilega erum við dömur einum of kurteisar þegar svona kemur upp. Í stað þess að grípa í punginn á þeim, eða gefa þeim á kjaftinn, reynum við að forðast nálgun. Allt út af einhverri andsk.... kurteisi. Segi og skrifa.
Ég held að það þurfi mikin kjark til að segja frá svona, sérstaklega
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2012 kl. 02:46
Ég segi líkt og Bjarni Gunnlausson að mér datt ekki í hug að Jón Baldvin gæti átt til að verða svona ruglaður eins og bréf hans gefa til kynna. En þetta styður það álit mitt á manninum til mjög langs tíma að hann var óhæfur til allra verka fyrir Íslenska þjóð, vegna drambs og hroka. Gáfur eru ekki það að telja sig yfir alla og allt hafin.
Á þeim tíma þegar hann var sendiherra í Bandaríkjunum og eftir það, þá lagði hann sig fram um að reina að sanna að hann væri mun gáfaðri en Bandaríkja menn og það flaut með frá þessum hroka gikk að þeir væru raunar vitleysingar. Umburðarlyndi Bandaríkja manna gagnvart okkur er mikið þar sem af mörgum klaufaskap er að taka og er skemmst að minnast framkomu Orðunefndar og Forsetans gagnvart henni Carol sem var hér sendiherra Bandaríkjamanna við góðan orð stýr og en veit ég ekki til að á því axar skafti hafi verið beðist afsökunar.
Tek að öðru leiti undir orð Kolbrúnar Hilmarsdóttur. Nenni ekki að lesa þennan Hilmar á lestar spori glötunnarinnar.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2012 kl. 12:53
Fullkomnlega eðlilegt að fólk ræði þetta og þetta verði stórfrétt; Að auki virðist sem einhverjir toppar hafi samið um að málið væri falið; Þetta verður að rannsaka ofan í kjölinn.
Og þið sem eruð að skammast vegna þessa máls; Öll sökin liggur hjá Jóni sjálfum.. og svo þeim sem hugsanlega tóku þátt í að kæfa málið.. og þeir sem skammast vegna umræðu og frétta af þessu öllu saman.
Það er ekki auga fyrir auga, bara það að sannleikurinn nái fram að ganga;
Ég meina, sumir hér hljóma svipað og þeir sem voru að verja biskupsperrann hér forðum
DoctorE 25.2.2012 kl. 17:02
Hann kemur aldrei aftur í íslenska pólitík. Hvorki sem kommenter né annað. Það er þó gott.
Alín 26.2.2012 kl. 08:00
Nei ég er bara þokkalega læs Hilmar. Ég les meira svart á hvítu þig allt að því klökkan skrifa um rætni, slúður og níð, illgirni og heimsku; subbulega aftöku í fjölmiðlum. Pistilinn er um Jón, unga stúlku og þessi blessuðu bréf en engu að síður tekst þér að troða þínum pólitískum hugðarefnum inn í leiðinni, siðleysingja og sjálfstæðisflokkinn - í umræðu um Jón Baldvin og bréfin. Það er ekkert nema hræsni af þinni hálfu. Ég hef ekki séð þig jafn hjartahlýjan í garð annarra sem lent hafa í "aftöku" fjölmiðla, þ.e.a.s. ef þeir tilheyra hægri vængnum, nú eða Karl Sigurbjörnsson, biskup. Það eru víðar harmleikurinn hérlendis af völdum fjölmiðla en í kringum Jón Baldvin og fjölskyldu hans (sem á alla mína samúð en einnig þessu stúlka og hennar aðstandendur). Ég tek fram að mér finnst jafn mikil hræsni af pólitískum andstæðingum JBH að velta sér upp úr málinu.
Guðmundur St Ragnarsson, 26.2.2012 kl. 15:39
Ef marka má orð JBH í DV í dag var þetta nú bara allt saman bévaðri nýfrjálshyggjunni að kenna, líkt og flestar aðrar hörmungar ;)
Þorsteinn Siglaugsson, 27.2.2012 kl. 11:17
Mér fnnst hann taka réttsýnan vinkil á þessa umræðu, (einn af ungum ritstjórum á DV):
http://www.dv.is/leidari/2012/2/24/opinberun-jons-baldvins/
G.G. 28.2.2012 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.