Er Landsdómsmálið réttlátt?

Í kjölfar efnahagshrunsins hafa margir bent á þá staðreynd, að við þurfum að efla réttlæti og heiðarleika í okkar samfélagi.

Heimurinn þarf sannarlega á meira réttlæti að halda og af heiðarleika eigum við aldrei nóg.

Landsdómsmálið er dæmi um mikið óréttlæti gagnvart einum manni og rökstuðningur þeirra sem vilja halda því áfram er út í hött.

Ein röksemdin er sú, að forsætisráðherra eigi að svara til saka fyrir aðgerðir eða aðgerðarleysi annarra ráðherra, því hann hai verið skipstjórinn á skútunni.

Það er merkilegt hvað margir hafa gaman af að koma með líkingar úr sjómannamáli, sérstaklega fólk sem hefur enga tenginu við sjómennsku og þekkir ekkert til hennar.

En ef við tölum um skipstjóraábyrgð, þá hefur hún verið milduð sem betur fer. 

Það féll dómur í einu máli sem varðaði brot á landhelgislögum, skip hafði fiskað fyrir innan landhelgislínu og stýrimaðurinn var á vakt, skipstjórinn sofandi þegar þetta var

Stýrimaðurinn var dæmdur og skipstjórinn talinn saklaus, sem hann sannarlega var.

Það getur aldrei einn einstaklingur borið fulla ábyrgð á verkum undirmanna sinna, það er ómanneskjulegt og óréttlátt að ætlast til þess.

Auk þess er Landsdómsmálið þess eðlis, að það er ómögulegt að benda á ákveðnar sakir í því máli og sá málflutningur sumra stjórnarliða þess efnis, að það sé ágætt að stefna mönnum fyrir dóm til að tékka á möguleikum á sekt eða sakleysi, það er undarlegt að fólk skuli ljá því eyra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Við erum nú margir ´"kjánarnir" þessir svokölluðu sjómenn nafni .. en þetta hér hjálpar kanski einhverjum að skilja aðeins lengra  ... 

Inherent vice ... If the characteristic or defect is not visible, and if the carrier or the insurer has not been warned of it, neither of them may be liable for any claim arising solely out of the inherent vice.

Jón Snæbjörnsson, 27.2.2012 kl. 11:47

2 identicon

Eru afleiðingar hrunsins réttlátar?

Best hefði verið að ákæra öll 4. Það að Samfylkingin hafi komist upp með að kæra ekki sitt fólk finnst mér fyrir neðan allar hellur.

Þau hefðu öll verið sýknuð, en með dómsmáli getum við séð hvernig stjórnvöld og bankarnir voru samofnir í aðdraganda hrunsins.

Það er mikilvægt að ekki sé hægt að segjast ekki hafa vitað hlutina. Það er einnig saknæmt að gera ekki neitt þegar menn eru við stjórn.

Er ekki hægt að ákæra skipstjóra fyrir að gera ekki neitt ef það kviknar í skipi eða það strandar?

Ég ætla ekki að nota einhver stór orð. Þau eru óþörf.

Mér finnst leiðinlegt að Geir sé einn á ákærubekknum og vorkenni honum svolítið þess vegna.

Samt finnst mér mikilvægt að láta málið fara sinn veg.

Ef hann verður sakfelldur getur þá ekki forsetinn náðað hann?

Stefán 27.2.2012 kl. 12:26

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir nafni minn Snæbjörnsson, en ætli við sjóararnir getum ekki sagt eins og Sókrates forðum, var það ekki í Delfí?

Hann sagðist vita óköp lítið, en vissi það þó; "en til eru menn sem telja sig vita mikið en vita þó ekki neitt".

Jón Ríkharðsson, 27.2.2012 kl. 13:08

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mér finnst nú ákæran og öll umræðan um hrunið óskaplega kjánaleg Stefán minn.

Það er að mínu mati enginn flokkur og enginn stjórnmálamaður ábyrgður fyrir því, orsökin er ágætlega útskýrð í fyrsta hluta rannsóknarskýrslunnar.

Eins og þú sjálfsagt veist, þá var ótæpilegt fjármagn í umferð og óeðlilega mikið traust á mörkuðum, menn töldu að stórt efnahagshrun væri ómögulegt.

Fjármagnið og óeðlilega traustið smitaðist til Íslands, en við getum lært af hruninu án þess að ákæra nokkurn mann, enda er mér afskaplega illa við refsingar almennt, nema að taka þurfi fólk úr umferð eða um meiriháttar brot sé að ræða.

Við eigum að sjálfsögðu að horfa til þessara fáránlegu tíma og læra þá mikilvægu lexíu, að það má aldrei treysta neinu í blindni og helst aldrei að eyða um efni fram.

Stundum er betra að bíða og sjá hvað verður, enginn vissi að hrunið myndi skella á af þessum krafti, en óhætt er að segja að stjórnvöld gerðu margt gott í kjölfar hrunsins, það þótti afrek að viðhalda greiðslumiðlun við útlönd, neyðarlöginosfrv.

Jón Ríkharðsson, 27.2.2012 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband