Þriðjudagur, 28. febrúar 2012
"Sök bítur sekan".
Geir Jón Þórisson ræddi grunsemdir sínar varðandi þátttöku VG í búsáhaldabyltingunni.
Hann nefndi engin nöfn, en Álfheiður Ingadóttir og Steingrímur J. Sigfússon virðast taka þessi ummæli hans beint til sín.
Yfirgnæfandi líkur benda til þess að Álfheiður hafi átt hlut að máli og jafnvel hvatt til aðgerða sem þykja á afar gráu svæði.
Hún var við Lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hún aðstoðaði og hjúkraði mótmælendum. Það eitt og sér sannar ekki mikið, en það vakna áleitnar spurningar um ástæðu þess að eiginmaður hennar borgaði sekt fyrir einn úr hópi mótmælenda.
Á alþingi sagðist hún vera stolt af sinni þátttöku í mótmælunum því þau skiluðu tilætluðum árangri.
Snorri Magnússon formaður Landsambands lögreglumanna sagði í viðtali við Morgunblaðið þann 9. desember árið 2009, að Álfheiður hafi hunsað fyrirmæli lögreglunnar varðandi það, að þingmenn héldu sig frá gluggum þinghússins.
Í stað þess að hlýða fyrirmælum lögreglu sást til hennar, að sögn Snorra, standa við glugga alþingis, talandi í síma og hún sendi mótmælendum baráttukveðjur með krepptum hnefa.
Einnig muna flestir eftir myndum sem teknar voru af húsnæði VG á tíma búsáhaldabyltingarinnar, en þar var geymdur slatti af mótmælaspjöldum.
Geir Jón Þórisson hefur notið virðingar samborgara sinna um árabil. Ólíklegt er að hann fari með dylgjur.
Ef valið stendur á mili þess að trúa Álfheiði Ingadóttur og Geir jóni, þá er það ekki erfitt val.
Steingrímur J. Sigfússon hefur einnig stigið fram og neitað sinni þátttöku í látunum á Austurvelli.
Steingrímur hefur orðið uppvís að rangfærslum í sínum málflutningi, hann skrökvaði að Sigmundi Davíð þegar sá síðarnefndi spurði um framgang Icesave viðræðnanna osfrv.
Geir Jón hefur hinsvegar ekki orðið uppvís að óheilindum, heldur þykir hann einstakur heiðursmaður og vammlaus embættismaður til fjölda ára.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.