Mánudagur, 5. mars 2012
"Hey, það varð hruuun!!"
"Hey, það varð hruun!!", þetta er eina röksemdin sem fæst frá sumum, þegar rætt er um þessa fáránlegu ákæru á hendur Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde olli ekki hruninu, það var enginn íslendingur sem gerði það einn og sér, en við tókum flest þátt í heimskunni sem ríkti í heiminum fyrir hrun.
Ástæðan fyrir hruninu er mjög einföld.
Það hafði safnast upp gífurlegur sparnaður víða í heiminum og þetta mikla fjármagn leitaði ávöxunar. Það er ástæðan fyrir ölum peningunum sem flæddu um heiminn.
Ennfremur ríkti of mikið traust á mörkuðum, enginn stór banki hafði fallið mjög lengi og flestir fræðimenn voru á þeirri skoðun, að alvarleg fjármálakreppa væri nær ómöguleg. Menn töldu að mikill lærdómur hafi verið dreginn af stóru kreppunni sem hófst á Wall street árið 1929.
Íslensku bankarnir nutu góðs af lánshæfismati ríkisins og hið góða lánshæfismat kom vitanlega til vegna þess að vel hafði tekist til í ríkisrekstrinum, fjármálaráðherra greiddi niður skuldir og ríkissjóður nánast skuldlaus.
Það hefði vinstri stjórn aldrei gert, en nóg um það.
Einkavæðing bankanna olli hruninu segja sumir sem skilja ekki orsakir þess.
Það féllu allir bankar á Íslandi og flestir sparisjóðir, einungis tveir ríkisbankar voru einkavæddir, þannig að þessi röksemd heldur ekki vatni.
En er Sjálfstæðisflokkurinn alveg saklaus?
Nei aldeilis ekki, en sjálfstæðismenn brutu engin lög, heldur gerðu þeir sömu mistök og gerð hafa verið allan lýðveldistímann, eyddu alltof miklum fjármunum í vitleysu.
Einig voru það mistök hjá Ingibjörgu og Geir að þvælast út um allan heim til að lýsa yfir styrk íslensku bankanna, stjórnmálamenn eiga aldrei að gera slíkt.
En á örlagastundu gerði Geir H. Haarde og hans ríkisstjórn það eina rétta, létu bankanna falla og spöruðu ríkissjóði þúsundir milljarða.
Segja má að það hafi verið gerð ákveðin mistök, þegar innistæður voru tryggðar að fullu, en það er ómögulegt að gera allt rétt í svona aðstæðum.
Þannig að svarið við fullyrðingunni "Hey, það varð hruun!!" er einfalt.
Við vitum það öll. En ef við viljum endurreisn, þá verðum við að hugsa til framtíðar, eyða reiðinni og vinna okkur upp með jákvæðni oh bjartsýni að leiðarljósi.
Sá sem að heldur að pólitísk réttarhöld og reiði séu réttu leiðirnar út úr kreppunni er á kolrangri braut.
Athugasemdir
Heill og sæll Jón; æfinlega !
Og; fíflið, Geir H. Haarde, þykist hafa þrýst á banka skrattana, að fara gætilega, í málum sínum - inn á við, sem útá við. Eða; svo segir hann, fyrir Landsdómi.
Hvers lags fáráðlinga; bindur þú trúss þitt við, Jón minn - sem þessu flokks skrímsli áhrærir - og SUSararnir, vilja beita sér, fyrir lögleiðingu eiturefna, til þess að flýta pínu og dauða ungs fólks, sem þeim óþverra ánetjast ?
Þarftu ekki; að fara að hugsa þinn gang, fornvinur góður - og velja þér öllu geðfelldari félagsskap, Jón minn ?
Með beztu kveðjum; sem áður - og fyrri, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason 5.3.2012 kl. 12:27
Heil og sæll fornvinur góður.
Þú hefur komið þínum skoðunum á framfæri og er það vel.
Með bestu kveðjum úr Grafarvogi, sem og ætíð.
Jón Ríkharðsson, 5.3.2012 kl. 12:32
Sæll á ný; Jón minn !
Fór; sem mig grunaði. Þú verður að játa á þig rökþrot Jón minn - og dragðu það ekki.
Þú getur ekki; á nokkurn handa máta, varið tilveru þessa óhræsis flokks, sem á sér einna helzta hliðstæðu, í hinum ógeðfellda Kommúnistaflokki Sovétríkjanna forðum - og er þá talsvert langt, til jafnað.
Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri, að sjálfsögðu /
Óskar Helgi Helgason 5.3.2012 kl. 12:39
Sæll aftur Óskar minn.
Rökþrota verð ég aldrei í bloggheimum, því ég hugsa áður en ég skrifa.
Hinsvegar eru rökræður við þig um Sjálfstæðisflokkinn tilgangslausar, þú hefur þínar skoðanir á þessum málum og ég breyti þeim aldrei.
Ekki veit ég hvað Geir átti við, en hinsvegar getur þú ef þú nennir leitað eftir ræðu Davíðs Oddssonar sem hann flutti arið 2003 eða 2004 á ársfundi Seðlabankans eða Viðskiptaráðs.
Þá varaði hann bankanna við þessari útlánagleði allri saman en ég veit ekki með Geir.
Röksemdirnar varðandi lögleiðingu vímuefna eru ekki þær, að flíta fyrir dauða og pínu unga fólksins, heldur að stemma stigum við ofurhagnaði og uppgangi undirheimanna, því þeir græða jú á tá og fingri.
Í Portúgal voru reglurnar rýmdar og þar telst ekki ólöglegt að hafa vímuefni undir höndum, þar í landi dró úr vímuefnaneyslu, þú getur lesið um það á Vísi.is.
Það er sama hvað ég segi og hvaða rök ég kem með, hvort sem þau eru tilkomin úr bókum skrifuðum af vinstri mönnum eða sjálfstæðismönnum, þú ert búinn að ákveða að Sjálfstæðisflokkurinn sé óalandi og óferjandi og það er þinn sjálsagði réttur.
Ég nenni ekki tilgangslausum hártogunum og þvargi Óskar minn, þess vegna rökræði ég þessi mál ekki við þig ótilneyddur.
Þér er fullkomlega frjálst að halda þinni skoðun á lofti, ekki ætla ég að breyta henni enda vil ég ekki breyta nokkrum manni.
Ég vil hafa fjölbreytni í skoðunum, það er nauðsynlegt til að lýðræðið virki og gerðu það nú fyrir mig fornvinur kær, ekki biðja mig aftur eða egna mig út í svona þvarg.
Með bestu kveðjum úr Grafarvogi.
Jón Ríkharðsson, 5.3.2012 kl. 14:12
Sælir hér Jón Ríkharðsson og að sjálfsögðu Óskar Helgi líka.
Mig langar til að benda Óskari á að þar kom að við erum á öndverðum meiði, viðurkenni þó að ég er ekki sjálfstæðismaður. Það er nú svo að mér þykir þetta mál vera farsi einn af pólitískum toga, uppbruggaður af heift útí sjálfstæðisflokkinn. Það gleymdist að ef drag átti einhverja fyrir dóm svo sanngyrni væri gætt, þurfti tvo í viðbót. Ef það næst ekki að senda samspyllingarliðið með fyrir landsdóm þá er hann að mínum dómi farsi.
Það að senda aðeins einn aðila fyrir dóm þjónar engum tilgangi nema pólitískri heift gagnvart sjálfstæðisflokki. Ingibjörg Sólrún ætti að vera þarna við hlið Geirs, eins fyrverandi fjármálaráðherra, en svo er ekki og af þeim sökum sé ég ekki tilefni til dómsmáls enda vantar hina tvo sakborningana.
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 5.3.2012 kl. 19:22
Sæll Ólafur Björn.
Þetta mál snýst ekki um pólitískar skoðanir heldur réttlæti.
Ég vil ekki senda samfylkingarfólk heldur fyrir Landsdóm, því engin lög voru brotin.
Matskenndar ásakanir geta aldrei talist grundvöllur fyrir málssókn.
Hrunið varð ekki af völdum stjórnmálaflokka, það var heimskan sem tröllreið heiminum sem orsakaði það.
Stjórmálamenn gátu ekkert gert, við þurfum alltaf að skoða staðreyndir hvers tíma fyrir sig og árin fyrir hrun einkenndust af of miklu trausti á mörkuðum.
Ef ríkisstjórn Geirs hefði viljað minnka bankanna, þá hefði allt orðið vitlaust, fjölmiðlar og almenningur voru á bandi bankanna eins og þú manst.
Ef tilraun hefði verið gerð, af stjórnvöldum til að takmarka möguleika bankanna til vaxtar, þá hefði það verið túlkað sem hatur á Jóni Ásgeiri, Sigurði Einarssyni osfrv.
Við getum hinsvegar lært margt af hruninu ef við sleppum reiðinni.
Aðal lexían er sú, að græðgin er ekki bara slæm, heldur stórhættuleg, einnig er óskynsamlegt að eyða meiru en aflað er.
Jón Ríkharðsson, 5.3.2012 kl. 19:49
Einmitt Jón: "Matskenndar ásakanir geta aldrei talist grundvöllur fyrir málssókn." Og saksóknari getur aldrei fundið manninn sekan nema benda á hvað hefði verið hægt að gera í stöðunni. Sem er ekki hægt. Þessvegna er búið að vera morgunljóst allan tímann að þarna ræður pólitísk heift ríkjum - ekkert annað.
En svona í framhjáhlaupi verð ég að geta þess það að Óskar Helga Helgason(sem birtist oft hér eins og víða annarsstaðar með sína feitletrun og skrautmælgi) skauta ég alltaf yfir. Kannski missir maður af einhverri speki - kannski ekki.
Sigrún Guðmundsdóttir 5.3.2012 kl. 20:20
Það er ljóst að Óskar Helgi er trú maður mikill. Öfgatrúar taka ekki rökum sem ganga á trú þeirra.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.3.2012 kl. 20:21
Þakka þér fyrir Sigrún.
Það er rétt hjá þér, pólitísk heift ræður för í þessu tilfelli, því miður.
Ef við viljum ná að þroskast sem þjóð, þá er fyrsta skilyrðið að losna við reiðina því hún veldur alltaf heimsku, þ.e.a.s. temprar heilbrigða rökhugsun.
Reiðin getur virkað ágætlega sem vörn og þá verður maður að kunna að stjórna henni mjög vel.
En hún er stórhættulegur stjórnandi og það er mjög slæmt að hafa flokka við völd sem eru stofnaðir vegna reiði og þeir stjórnast af reiði.
Jón Ríkharðsson, 5.3.2012 kl. 20:26
Óskar Helgi er góður maður og sjálfum sér samkvæmur.
Hann er fjandanum þrjóskari, en hann skaðar engan þótt hann haldi sínum skoðunum á lofti.
Mér finnst ágætt að það séu fjölbreyttar skoðanir í gangi, það litar lífið og svo vitnað sé í Milton heitinn Friedman, en hann sagði "ólíkar skoðanir bæta heiminn", ég er sammála því.
Jón Ríkharðsson, 5.3.2012 kl. 20:32
Sælir; á ný !
Kaldi (Ólafur Björn) !
Ekki; ber gæfan okkur ætíð, til samþykkis nokkurs, og verður svo að vera, um hríð.
Um margt, erum við; samstíga þó, ágæti drengur.
Hrólfur vélfræðingur !
Gæfa ykkar, sem lengra búið úti á landi, er óhvikul. Okkar; sem nær búum Reykjavíkur soranum, brenndi ógæfan, mun meir.
Því; getur þú alveg, sparað þér ályktanir þínar, um meinta öfgatrú, mína.
Ég telst í rauninni; vera kraftaverki næst, að vera ekki dauður - sem kannski bezt væri, eftir þau ósköp, sem ég upplifði, Haustið 2008, og síðar.
Þannig að; skoða þú betur, kringumstæður allar - hjá þér, verandi í kyrrð, hinnar ágætu Eyrarsveitar, þar vestra - en hjá mér; verandi í nálægð Svartholsins, hér á Suðvestur- horninu, ágæti drengur.
Þér fyrirgefast þar með; alrangar ályktanir þínar, mér til handa, Hrólfur minn.
Læt mér; í léttu rúmi liggja, ályktanir Sigrúnar Guðmundsdóttur. Megi henni vel farnast, í hennar gerilsneyddu - sem fullkomnu veröld, svo sem.
Og; að endingu, þakka þér fyrir símhringinguna miðdegis, Jón síðuhafi.
Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri, öngvu, að síður /
Óskar Helgi Helgason 5.3.2012 kl. 20:37
Sæll vinur minn.
Langt síðan ég hef heimsótt þig á bloggið. Góð grein hjá þér.
Persónulega finnst mér pólitísk lykt og hatur í þessu máli. Fann fyrir miklu hatri frá VG fulltrúanum en nú man ég ekki hvað hann heitir. Af hverju voru ekki fleiri dregnir fyrir Landsdóm?
Nú vona ég að við getum farið að snúa við blaðinu og byrja uppá nýtt en það virðist vera erfitt því alltaf erum við að frétta af sora og spillingu sem viðgekkst á þessum viltu árum þegar allir voru að dansa í kringum Gullkálfinn.
Við kristin þjóð eigum að tilbiðja Jesú en ekki Mammon.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2012 kl. 00:10
Sæl elsku Rósa mín, ég var satt að segja farin að sakna þín.
Það er rétt hjá þér, við eigum að tilbiðja Jesú en ekki Mammon.
Við eigum að efla kærleikann og reka burtu hatrið.
Jón Ríkharðsson, 11.3.2012 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.