Fimmtudagur, 15. mars 2012
Pása frá moggablogginu.
Fyrir nokkru ákvað ég að taka mér hvíld frá moggablogginu og hún mun vara um óákveðinn tíma, sennilega þangað til að ég verð í skapi til að þvarga við vitleysinga.
Ég hef undarlega kímnigáfu og get stundum haft gaman af að þræta við þessa apaketti sem hafa óseðjandi tjáningarþörf, en segja þó aldrei neitt.
Á þessum stutta tíma sem ég hef bloggað hef ég kynnst greindu og athyglisverðu fólki í bloggheimum, það gefur mér mjög mikið og ég er þakklátur fyrir það.
Á síðasta landsfundi sagði ungur maður vestan af fjörðum mér frá því, að faðir sinn fyrir vestan læsi hvern einasta pistil sem ég skrifaði og mér þykir mjög vænt um það, vestfirðingar eru alltaf í miklum metum hjá mér, dugnaðarfólk sem býr yfir miklu andlegu atgervi og ekki er það líkamlega síðra.
Ekki er ég samt hættur að skrifa, tjáningarþörfin er orðin afskaplega mikil og gott ef að ekki er farið að votta fyrir athyglisþörf að einhverju leiti.
Lesendur mínir geta smellt á Pressuna, en ég skrifa pistla þar um þessar mundir.
Ég nenni ekki að lesa þessar vitlausu athugasemdir sem koma í hvert sinn er ég nefni Sjálfstæðisflokkinn eða Guð á nafn. Ekki myndi ég kvarta ef þetta væri málefnaleg gagnrýni eða mér væri bent á rangfærslur í pistlunum, alltaf getur maður lært af öðrum og mesta vinsemd sem hægt er að sýna nokkrum manni er að benda honum á mistökin sem hann gerir.
Ég ætla að vona að einhver sé tilbúinn til að þvarga við þessa einstaklinga, á meðan ég er í hvíld, og leyfa þeim að tjá sig. Það er þó betra að þeir skeyti skapi sínu á einhverjum bloggurum, heldur en ef þeir fara að ráðast á einhvern nákominn, sparka í eiginkonuna eða hundinn.
Sem betur fer er ekki athugasemdakerfi á Pressunni, en það er vísað í netfang fyrir neðan myndina af mér og endilega sendið mér póst ef þið viljið spjalla.
Þvargararnir geta sent mér líka ef þeir eru í þörf, en ég eyði þeim póstum án þes að lesa þá, ég þekki flest nöfnin.
Athugasemdir
Það er erfitt að róa á móti straumnum, sérstaklega ef straumurinn er affall frá skolpræsum kverúlanta, lýðskrumara og þrasgjarnra vitleysinga. það er annars miður að í flestum tilvikum er ekki hægt að fá vitræn komment sem fallin eru til skoðanaskipta á þessum síðum. Þykir mér miður að þú ert að láta hrekja þig frá blogginu, hér á mbl.is, af þessum rugludöllum. Skemmtu þér vel við pistlagerð á pressunni.
kallpungur, 16.3.2012 kl. 02:34
Það hefur enginn hrakið mig frá blogginu Steini minn.
Stundum fær maður leið á sama bullinu og þá er ágætt að taka pásu.
Mér þykir hálft í hvoru gaman af þessum apaköttum, en þeir eru þreytandi til lengdar.
Um leið og ég sakna þvargsins, þá byrja ég aftur að blogga á fullu ferskari sem aldrei fyrr og þá mun ég sennilega lýsa yfir enn meiri aðdáun á Sjálfstæðisflokknum og Guði.
Jón Ríkharðsson, 16.3.2012 kl. 08:47
Ég mun sárt sakna þín blessaður minn!!!,en les auðvitað það sem þu skrifar á Presssuna og gangi þérc allt i hagin félagi,við eigum svo margt sameiginlegt Jón Rikarsðsson,bið að heilsa Pabba og mömmu þinni/Þu kemur aftur hingað við verum að svara þessum kommum!!!!/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 16.3.2012 kl. 10:30
Sæll Jón Ríkharðsson,
ég vil nota tækifærið og þakka þér fyrir marga góða pistla.
Það koma auðvitað þau moment í lífinu að maður þarf að taka sér hvíld og fylla á tankinn, eins og sagt er. Auka lífskraftinn til áframhalds.
Vertu bara ekki allt of lengi í þessari sjálfskipuðu útlegð.
Mér finnst við eiga svo margt sameiginlegt og það er gott að eiga sér sálufélaga!
Sigurdur Herlufsen 16.3.2012 kl. 11:22
Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð Halli minn, jú við eigum sko margt sameiginlegt.
Báðir erum við ómenntaðir alþýðumenn sem höfum þurft að vinna fyrir okkur alla tíð og við erum eldheitir sjálfstæðismenn. Þetta tvennt vegur ansi þungt í karakternum.
Það þýðir lítið að svara alvöru kommum, þeir þurfa að fá útrás fyrir reiðina og kannski er betra að þeir fái útrás á síðunni minni, heldur en að þeir fari að beita ofbeldi.
Ég skila kveðju til foreldra minna, já og pabbi bað kærlega að heilsa þér, gleymdi að skila því.
Jón Ríkharðsson, 16.3.2012 kl. 12:00
Sæll Sigurður minn Herlufsen og þakka þér sömuleiðis.
Þínir pistlar eru skrifaðir af mikilli visku og djúphygli, það finnst mér alltaf heillandi.
Við erum og verðum sálufélagar Sigurður minn, hvort sem ég skrifa á þessa bloggsíðu eða ekki.
Þú veist það sem fáir vita, að tjáning og tengsl sálufélaga er til staðar, jafnvel þótt engin orð séu sögð.
Hin djúpa viska segir okkur það, að margt er handan þess sem við skynjum og bænir til Guðs tengja þá sem biðja. Við sem hugsum á þessum nótum erum tengd um alla eilífð, þú skilur hvað ég meina Sigurður min.
Jón Ríkharðsson, 16.3.2012 kl. 12:09
Ég mun sakna þinna aldeilis ágætu pistla, en skil þig vel. Sjálfur hef ég ekki nennt að óhreinka mig á bloggskrifum síðan í nóvember. Heimskan er sterkasta aflið í heiminum og ég er raunar farinn að hallast að því að öll vinstri mennska sé ekki annað en enn ein birtingamynd heimskunnar. Ekkert dugar í baráttunni við heimskuna, eins og vinstri mennskuna. Hún er ólæknandi. Ekki er hægt að segja heimskingjanum eða vinstri manninum til, til þess er hann of heimskur og misskilur því allt og rangtúlkar. Engar pillur duga, og engar sprautur heldur.
Vilhjálmur Eyþórsson, 16.3.2012 kl. 19:25
Hægri menn eins og þú Jón Ríkharðsson og t.d. þessi Vilhjálmur Eyþórsson eru alveg gjörsneiddir allri kímni.
Fyrirlitning ykkar á þeim sem þið kallið "vinstri" menn er mér óskiljanleg. Það er hreinlega eitthvað mannlegt sem vantar í ykkur. Kommentið hjá Vilhjálmi Eyþórssyni hér að ofan minnir mig á það hvernig Nazistar hugsuðu. Það fer hrollur um mig að lesa svona skrif.
Sigmundur Bjarni 16.3.2012 kl. 20:18
Athugasemd Sigmundar staðfestir enn það sem ég sagði. Þegar þeir hafa ekkert af viti fram að færa byrja þeir að líkja andstæðingum við Hitler og nasista. Þeir öðlaðst þannig frið í sálinni. Ekkert dugar á þetta fólk. Alls ekki neitt.
Vilhjálmur Eyþórsson, 16.3.2012 kl. 20:26
Þakka þér fyrir Vilhjálmur minn, mér þykir vænt um að þú skulkir lesa pistlana mína og vera þokkalega sáttur við þá.
Ég hef lesið ansi margt eftir þig, bæði í Þjóðmálum og á blogginu og verið mjög ánægður með það.
Ég hugsa að pásan fari að styttast. ég sé að það er kominn einn skemmtilegur fyrir neðan þig sem þarf á þvargi að halda og ég ætla að leika aðeins við hann.
Jón Ríkharðsson, 16.3.2012 kl. 23:49
Jæja Sigmundur minn, þú ert ansi brattur og yfirlýsingaglaður þykir mér.
Kímnigáfu hafa flestir menn, ef ekki allir en hún er mismunandi. Mér þykir ýmislegt vera fyndið og ég get hlegið mér til yndisauka og það nægir mér.
Þú virðist vera einn af mörgum besservisum sem hafa gaman af að þvæla á síðunni minni og eflaust hefur þú ekki lesið mikið af pistlum eftir mig.
Hvergi nokkursstaðar hefur komið fram neitt sem bendir til þess að ég fyrirlíti vinstri menn, þvert á móti hef ég margoft sagt að mér þyki vænt um þá eins og flest fólk, ja næstum því allt fólk svei mér þá.
Það eina sem ég hef bent á er sú staðreynd að vinstri stefnan er vonlaus í landsstjórnini á Íslandi, engin vinstri stjórn hefur náð tökum á að stjórna svo vel sé.
Ég vil alls ekki vinstri menn í ríkisstjórn, en að ég fyrirlíti þá, það er af og frá.
Faðir minn er mjög til vinstri, hann er nálægt því að vera kommi, hatast út í Sjálfstæðisflokkinn og honum finnst sá flokkur vera rót alls ills.
En hann hefur alltaf reynst mér vel og verið mér óskaplega góður alla tíð. Lífið snýst um margt fleira en pólitík, ég á marga vini og ættingja sem eru vinstri sinnaðir. Ég hef gaman af bókmenntum og listum, og þar eru vinstri menn oft á heimavelli, það er gaman að ræða við þá um slíka hluti og mjög gefandi. En í pólitík eru þeir úti á þekju.
Ég get sagt það við þig eins og marga aðra besservisa, eflaust er það tilgangslaust, en ég reyni samt, að það er ágætt að kynna sér málin áður en maður myndar sér skoðun á þeim og fer að koma með fullyrðingar á prenti.
En ef þú vilt, þá skaltu endilega halda áfram að bulla og það er ekkert verra að bulla á minni síðu en hjá öðrum, ég hef þó meiri húmor fyrir bulli en margir aðrir.
Það er ekki húmorsleysi um að kenna að ég tók mér pásu, en maður getur orðið þreyttur á sama gríninu til lengdar.
Jón Ríkharðsson, 17.3.2012 kl. 00:01
Ég opna vef Pressunnar frekar sjaldan, mér finnst hann ekki vandaður og vel heldur ýmislegt annað, a m k þegar takmarkaður tími er til lestrar.
En ég vil þakka þér fyrir þín góðu skrif Jón.
Ég hef oft litið við á síðunni þinni undanfarin ár og notið lestursins.
Reyndar brá mér í brún að sjá þig taka stöðu við að verja Jón Baldvin á dögunum þar sem hann hefur sem eiginmaður og fjölskyldufaðir, og sem embættismaður þjóðarinnar í virðingarstöðu, brotið á sakleysi ungrar stúlku úr nánustu fjölskyldu eiginkonu sinnar.
Þar fannst mér skyndilega sem þin skynsamlegu skrif væru fokin út í veður og vind og allt annar maður væri sestur við skifin í þinn stað.
Barn að aldri var stúlkan í sárum vegna móðurmissis þegar samskipti hans við hana á þessum nótum hefjast og þessu hélt hann áfram um margra ára skeið. Tilgangurinn var blind eigingirni. Að dekra hans eigin hugaróra á kostnað tilfinninga og sakleysis stúlkubarnsins.
Við sem erum foreldrar getum ekki varið svona menn. Vel gefinn er hann karlinn og margs góðs hefur hann fengið að njóta af samfélginu. Ríkuleg eftirlaun hefur hann í dag frá skattgreiðendum bæði sem fyrrverandi sendiherra og fyrrverandi ráðherra. Hann mætti sýna hógværð og þakklæti.
Gangi þér vel á nýjum ritvelli Jón og hverju því sem þú tekur fyrir.
Marta B Helgadóttir, 17.3.2012 kl. 12:27
Heill og sæll æfinlega; Jón - líka sem og, aðrir gestir, þínir !
Vel er; Jón minn. Þá fækkar um einn, að minnsta kosti, sem ENN nennir, að bera út ''fagnaðarerindi Sjálfstæðisflokks'' hrúgaldsins, kæri fornvinur.
En; á móti kemur, að mig tekur að hlakka til næstu samverustundar okkar, yfir vænum Kaffisopa, Jón minn, hér austan fjalls - veit ekki; hvenær ég muni finna stund, til þess að taka hús, á ykkur ágætu hjónum, þó svo ég voni, að geti orðið, með Vorkomunni, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason 17.3.2012 kl. 14:41
Þakka þér fyrir Marta, það er ekki eins og ég sé alveg horfinn, ég var nú bara að tilkynna pásu.
Mér þótti leiðinlegt hvernig pistillinn um bréfin hans Jóns Baldvins fór í fólk og að vissu leiti get ég játað skynsemisbrest að hafa skrifað hann.
Bréfaskriftir Jóns Baldvins til unglingsstúlku eru vitaskuld óverjandi með öllu, ég get aldrei skilið kynferðislegar hugsanir fullorðinna manna til ungra stúlkna eða kvenna. Sjálfum finnst mér konur undir fertugu varla vera kynverur, en þær eru engu að síður fallegar alveg eins og börn af báðum kynjum eru falleg. En ég sé ekkert kynferðislegt við ungdóminn, þú skilur væntanlega hvað ég meina.
Mér fannst þessi umræða um stund, vera birtingarmynd dómhörkunar sem viðgengst í samfélaginu, þetta eru viðkvæm mál og erfitt að tjá sig um þau. Þess vegna er oftast betra að láta það í friði, ég skrifaði pistilinn klaufalega og get eiginlega ekki snúið mig út úr því, hann var mistök og ég sýndi ákveðinn skynsemisbrest.
Það er aldrei hægt að réttlæta svona samskipti við unglingsstúlku og menn í stöðu Jóns Baldvins eiga að gæta sín betur en aðrir, það eru gerðar meiri kröfur á þá.
Jón Ríkharðsson, 17.3.2012 kl. 18:20
Þú hefur annaðhvort ekki lesið pistilinn allan eða misskilið eitthvað fornvinur kær.
Það fækkar ekki um einn af þeim sem hafa gaman af að bera út fagnaðarerindið um Sjálfstæðisflokkinn, sem er sá flokkur er hefur gert hvað mest fyrir íslensku þjóðina. Ég tók mér pásu, en hættur er ég ekki langt í frá.
Þótt ég verði þreyttur á bulli og ómálefnalegum athugasemdum um skeið, þá kemur þesi skrítni húmor minn alltaf upp aftur, ég hef oftast gaman af bullinu.
Einnig finnst mér athyglisvert og stórmerkilegt að þú og fleiri skuluð nenna að svara pistlum sem þið álítið algert bull.
Aldrei nenni ég að svara eða gera athugasemdir við blogg sem mér finnast vitlaus, það þýðir heldur ekki neitt.
Ég verð jafn sannfærður sjálfstæðismaður þrátt fyrir öll þín andmæli við minni ágætu stjórnmálaskoðun, þannig að athugasemdirnar þína gera lítið í að breyta mínum skoðunum.
En þú ert ævinlega velkominn í kaffispjall í Grafarvogssókn fornvinur kær, þú hringir bara til að athuga hvort ég sé í landi.
Með bestu kveðjum sem jafnan úr Grafarvogssókn/
Jón Ríkharðsson, 17.3.2012 kl. 18:27
Jón Ríkharðsson.
Þú setur þig á háan hest. Þykist vera svo góður og alvitur og lætur komma fíflin heyra það.
Skoðum nokkur gullkorn frá þér
Gullkorn nr. 1
"Það þýðir lítið að svara alvöru kommum, þeir þurfa að fá útrás fyrir reiðina og kannski er betra að þeir fái útrás á síðunni minni, heldur en að þeir fari að beita ofbeldi."
Af hverju heldur þú að kommarnir fari að beita ofbeldi ef þeir fái ekki útrás fyrir reiðina á síðunni þinni !? Ert þú vanur að beita ofbeldi ef þú færð ekki útrás ? Hvers konar málflutningur er þetta eiginleg Jón Ríkharðsson ?
Gullkorn nr. 2
"Ég ætla að vona að einhver sé tilbúinn til að þvarga við þessa einstaklinga, á meðan ég er í hvíld, og leyfa þeim að tjá sig. Það er þó betra að þeir skeyti skapi sínu á einhverjum bloggurum, heldur en ef þeir fara að ráðast á einhvern nákominn, sparka í eiginkonuna eða hundinn."
Hér kemur þú aftur með ofbeldi. Heldur þú virkilega að fólk almennt ráðist á einhvern nákomin, sparki í eiginkonuna eða hundinn bara svona af því að fólk er pirrað út í Sjálfstæðisflokkinn ? Ef þú átt eiginkonu og hund vona ég að þú sért ekki að sparka mikið í þau. Ég óttast að svo gæti verið ef þú tekur þér hvíld frá blogginu og færð ekki lengur útrás.
Gullkorn nr. 3
"Það eina sem ég hef bent á er sú staðreynd að vinstri stefnan er vonlaus í landsstjórnini á Íslandi, engin vinstri stjórn hefur náð tökum á að stjórna svo vel sé."
Þér finnst sem sagt sú efnahagsstjórn betri sem setti Ísland á hausinn ? Sjálfstæðisflokkurinn afrekaði það með sinni stefnu og með sinni spillingu. Og það finnst þér góð efnahagsstjórn. Ég veit að það þýðir ekkert að benda þér á þetta, þú kallar mig bara þvargara. Ég ætla í staðinn að leyfa mér að kalla þig og þína líka "Vantara". Það vantar svo marga kafla í ykkur.
Gullkorn nr. 4
"Ég nenni ekki að lesa þessar vitlausu athugasemdir sem koma í hvert sinn er ég nefni Sjálfstæðisflokkinn eða Guð á nafn. Ekki myndi ég kvarta ef þetta væri málefnaleg gagnrýni eða mér væri bent á rangfærslur í pistlunum, alltaf getur maður lært af öðrum og mesta vinsemd sem hægt er að sýna nokkrum manni er að benda honum á mistökin sem hann gerir."
Ég vissi ekki að Guð og Sjálfstæðisflokkurinn væru svona nánir. Ef Guð er með ykkur, hver er þá á móti ykkur ? Þú þykist vera málefnalegur en ef þú skoðar þessi 4 gullkorn þín aftur, heldur þú þá að þú getir enn sagt að þú sért málefnalegur ?
Sigmundur Bjarni 18.3.2012 kl. 09:56
Sigmundur, þú segir að ég setji mig á háan hest.
Ekki er ég sammála því, en það plan sem þeir sem ég er að tala um er afskaplega lágreyst svo ekki sé nú meira sagt.
Ég hef státa ekki af mikilli þekkingu, enda er ég ómenntaður sjómaður og ég hef aldrei þóst vera neitt annað. Hinsvegar hef ég alltaf verið áhugasamur um staðreyndir og fróðleiksfús.
Til þess að átta mig á pólitíkinni hef ég lesið bækur úr öllum áttum, skrifaðar af vinstri mönnum og hægri mönnum um íslenska pólitík. Öllum ber þeim saman um yfirburði Sjálfstæðisflokksins. Ef þú getur bent mér á einhverjar heimildir sem staðfesta getu vinstri flokkanna til að stjórna landinu, þá tek ég það vissulega til greina.
Þú segir að efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins hafi sett Ísland á hausinn.
Ísland fór aldrei á hausinn og Ísland hefur ekki ennþá farið á hausinn, sú fullyrðings stenst ekki hjá þér.
Hinsvegar fór Ísland á hliðina, við lentum í miklum efnahagserfiðleikum, en var það Sjálfstæðisflokknum einum að kenna?
Sjálfstæðismenn juku ríksútgjöld og ofþöndu ríkisáknið, það er alveg rétt. Einnig voru það fáránleg mistök hjá Geir H. Haarde að þvælast út í heim til að auglýsa ágæti bankanna, það hafði í framhaldinu eikvæð áhrif á okkar ímynd og gerði okkur að fíflum á erlendum vevttvangi.
En var stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins klúður frá upphafi?
Nei, hann stóð fyrir mörgum aðgerðum sem miðuðu að endurbótum á efnahagslífinu, seldu ríkisfyrirtæki, borguðu niður skuldir ríkissjóðs osfrv.
Í áramótablaði Economics áramótin 1998-99 er skrifuð grein um íslenskt efnahagslíf og það er mikil lofgrein. Ég hvet þig til að kynna þér það, betra er að lesa og kynna sér málin sjálfur heldur en að vera mataður af öðrum.
Stöðugleiki í íslensku efnahagslífi og framfarir hafa verið mestar þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka gert stór og afdrifarík mistök.
Það eina sem ég hef haldið fram er að Sjálfstæðisflokkurinn stendur öðrum flokkur framar að öllu leiti, en að hann sé fullkomin, það er af og frá.
Þetta með konuna og hundinn er kaldhæðni og ber að taka sem slíka. Það bendir til þess að þú hafir ekki haft rétt fyrir þér þegar þú sagðir mig ekki hafa neina kímnigáfu. Þér finnst húmorinn minn kannski vitlaus, en ég er sátur við hann og það er mér nóg.
Ef þú eða einhver annar ert tilbúinn til að ræða pólitík á vitrænum nótum með tilvísun í gildar heimildir, þá er það ánægjulegt og gefandi.
En málflutningur eins og hjá þeim sem ég kalla þvargara, hann gengur út á þvaður og órökstuddar dylgjaur. Það er ekki hægt að svara þessháttar málflutningi með vitrænum hætti, það er allavega ofar minni getu.
Ég get verið málefnalegur ef men koma með vitrænar athugasemdir, en ég nenni ekki að standa í því þegar menn bulla, ég hef nú líka gaman af bulli og fíflagangi svona annað slagið.
Jón Ríkharðsson, 18.3.2012 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.