Hvernig fólk býr á Íslandi?

Íslendingar eru margir dökkir á hörund, þónokkrir eru gulir á lit og eiga ættir að rekja til Asíu.

Margir íslendingar starfa sem rafvirkjar, einnig starfa sumir við pípulagnir.

Margir íslendingar hafa gaman af að teikna og mála, einnig hafa margir gaman af að prjóna lopapeysur.

Þessi lýsing á íslendingum er í ætt við skrif margra í bloggheimum.

Það er ekki hægt að neita því að margir íslendingar eru dökkir á hörund og sumir eru gulir og ættaðir frá Asíu, en það er ekki tæmandi lýsing á íslensku þjóðinni og langt frá því að gefa rétta mynd af henni.

Einnig er það rétt að margir starfa við rafvirkjun og pípulagnir, þótt þeir séu ekki stór hópur miðað við heildarfjölda þjóðarinnar.

Umræðan í bloggheimum einkennist því miður af ýmsum fullyrðingum, sem eru ekki endilega ósannar en villandi fyrir vitræna umræðu.

Þá er ég búin að nöldra aðeins, án þess að hafa skilgreint markmið með því.

Enda þarf ekki að hafa skilgreind markmið til að geta bloggað, það er nóg að hafa þörf til a'ð nöldra og það er ágætt út af fyrir sig, en afskaplega döpur umræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband