Ég er að íhuga framboð til alþingis.

Fyrir skömmu tilkynnti ég þá ákvörðun mína, að gefa kost á mér til þingstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er nauðsynlegt að undirbúa sig vel, þess vegna nota ég þessar leiðir, skrifa um það á þessari síðu og á Pressunni.

Ég hef ekki hugsað mér að ílengjast lengi á þingi, hljóti ég brautargengi. Mér finnst engin ástæða fyrir mig og þjóðina, að sitja lengur en tvö kjörtímabil að hámarki.

Ástæðurnar fyrir því eru margar, en aðal ástæðan er sú, að ég hef mikla þörf fyrir að efla tengslin við eiginkonuna mína og börnin mín. Eftir tvö kjörtímabil verða börnin mín væntanlega búin að redda mér barnabörnum til að dekra við og gefa þeim það, sem ég gat ekki gefið foreldrum þeirra. Fyrir mörgum árum lagði ég grunn að því, að geta hætt að vinna sextugur. Eftir tvö kjörtímbilverða örfá ár í þann áfanga og mun ég þá væntanlega leita ásjár hjá vinum mínum í skipstjórastétt og fá að taka túr og túr, þar til að ég næ sextugasta aldursárinu.

Þingmennskan er erfitt starf og hún krefst þess, að maður fórni öllu einkalífi og sé í raun giftur starfinu. Ég mundi aldrei vilja sitja á þingi, nema að hafa skýr markmið og geta látið mikið að mér kveða. Þingmenn verða að vera í reglulegu sambandi við kjósendur, það er eflaust oftast gaman, en verður samt lýjandi til lengdar, að vera ofsetinn um of.

Ég mun kappkosta að skrifa greinar og blogga til að segja frá mínum störfum, eins mun ég leita til margra varðandi ráðleggingar.

Einn maður hefur aldrei svör við öllu, þess vegna er mikilvægt að hafa hóp í kring um sig, með fjölbreytta þekingu og reynslu af hinum ýmsu málum.

Kjósendur eiga að veita stjórnmálamönum aðhald. Þótt menn telji sig vera á réttri leið, þá er auðvelt að tapa sér í hraðanum sem einkennir stjórnmálin.

Það er mjög auðvelt að misstíga sig á hinu flughála svelli stjórnmálanna, en eitt loforð ætla ég sannarlega að gefa og það mun ég standa við.

Ég mun aldrei sitja á þingi í andstöðu við þjóðina, ég er of stoltur til þess.

Ef ég bregst þeim væntingum sem kjósendur gera til mín, þá verðskulda ég ekki þeira umboð.

Það er mitt að halda góðu sambandi við kjósendur, ég verð að bera ábyrgð á mínum málflutningi og það er í mínum höndum hvort ég viðheld traustinu eða ekki.

Það er ekkert nýtt hjá mér að koma eð marga pistla eftir mislöng frí frá bloggheimum, lesendur mínir þekkja það.

Ég mun semsagt skrifa fleiri pistla á næstunni og leitast við að útskýra mínar áherslur enn frekar og viðra mínar skoðanir á því, hvaða kröfur ég geri til stjórnmálamanna og þá til mín, ef ég kemst í þann hóp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband