Miðvikudagur, 11. apríl 2012
Hvernig gerum við upp hrunið?
Margir fárast yfir því, að enginn hafi beðist afsökunar á neinu varðandi hrunið og þess vegna sé ekki hægt að framkvæma almennilegt uppgjör. Svo segja þeir hinir sömu oft, að stjórnmálamenn séu í afneitun, bankamenn líka eða að þetta sé alltsaman siðspillt lið.
Erfitt er að fá botn í það, hvort ofangreindar fullyrðingar standist. Fólk hefur æði misjafna sýn á hlutina, það sem einum finnst glæpur þykir öðrum vera hið besta mál.
Þes vegna hafa þjóðir komið sér upp löggjöf sem sker úr um, hvað sé glæpur og hvað ekki. Það geta aldrei allir verið sammála túlun laganna, enda eru þau ekki fullkomin, en þau eru það besta sem fundið hefur verið upp, til þess að ákvarða sekt eða sýknu.
Ef við viljum raunverulega gera upp hrunið, þá þarf að skoða hvað við getum lært af því. Svo treystum við sómsstólum til að ákvarða hverjir eru glæpamenn.
Græðgin tröllreið heiminum á árunum fyrir hrun. Við þurfum að gæta okkar á henni, sýna skynsemi í fjárfestingum og ekki reisa okkur hurðarás um öxl.
Stjórnmálamenn verða að gæta sín á að mynda ekki of sterk tengsl við hagsmunahópa, heldur að reyna að þjóna heildinni, þeir þurfa að setja skýrar og einfaldar reglur varðandi fjármálastarfsemi. Setja þarf lög þess efnis, að bankar finni leiðir til að tryggja innistæður, ríkið á ekki að vera neina ábyrgð varðandi þær.
Stjónmálamenn eiga ekki að koma nálægt framkvæmdum á einkavæðingu ríkisfyrirtækja, best er að fá óháða aðila til þess, helst erlend fyrirtæki til að koma í veg fyrir tortryggni.
Þjóðin öll þarf að rækta sinn garð, tóna niður umræðuna og leitast við að skapa sátt.
Uppgjörið við hrunið tekst ekki, þótt allir þingmenn sem sátu á alþingi fyrir hrun yrðu settir í fangelsi, ekki heldur þótt allir stjórnendur hinna föllnu banka fengju að dúsa í steininum með stjórnmálamönnunum.
Það eina sem gerist í refsiglöðu umhverfi er, að fleirum verður refsað en ekkert breytist.
Athugasemdir
Heill og sæll Jón; æfinlega !
Hvaða ''við''; eiga að gera upp hrunið, Jón minn ?
Bandítta samfélag; á 5. Heims stigi (lengst; undir kjallaragólfinu), gerir ekki - eitt né neitt upp, Sæfari góður.
Gæti orðið; með liðsstyrk útlends fólks, frá fjarlægum löndum, kannski.
Nauðhyggja; sem sjálfumgleði og mont gerendanna, staðfestir það, enda ganga þeir ALLIR lausir enn, tæpum 4 árum, eftir atburðina.
En; persónulega, væri ég alveg tilleiðanlegur, fengjust nokkrir röskir menn til, að ganga frá þessu liði, ef við fengjum, t.d. : Hríðskotabyssur - sprengjuvörpur, auk annarra þarfra áhalda, Jón minn.
Að því loknu; mætti halda hátíð í bæ - að viðstöddu fjölmenni, og fjölda góðra gesta, eins og það er orðað, í ýmsum fréttatilkynningum, af öðrum tilefnum, Jón minn.
Með beztu kveðjum; sem ávallt /
Óskar Helgi Helgason 11.4.2012 kl. 15:25
Góð grein að venju Jón.
Vandamálið er að gildismat okkar er nokkuð svart/hvítt, við erum mjög flót að mynda okkur skoðun um sekt eða sýknu.
Vissulega litast dómharka okkar af eðli viðkomandi glæps, t.d höfum við litla þolimæði gagnvart kynferðisbrotum gegn börnum, það er eflaust samnefnari okkar allra hve lítinn þröskuld við höfum gagnvart þeim glæpum.
Fjármálaglæpir eru venjulega neðar í goggunarröðinni, og það réttilega.
En... þegar fjármálaglæpir fárra einstaklinga hreinsa upp sparnað/eignir okkar launamanna á skömmum tíma ásamt því að eyðileggja mannorð okkar, þá fara fjármálaglæpir mun ofar í sorastigann.
Ég hef persónulega tapað miklu fé, steig ég þó varlega til jarðar fjármálalega séð.
Ég var í námi erlendis þegar brotsjórinn gekk yfir landið okkar og lifði einungis á sparifé sem ég hafði önglað saman á 15 ára sjómennsku.
Þetta sparifé missti allt virði sitt við gengisfallið 2008.
Ég er kominn á sjóinn aftur vegna þess að ég fæ 3.sinnum hærri laun sem frystitogarasjómaður en sem verkfræðingur.
Ég persónulega vill krossfesta allt þetta lið... þá á ég við ráðherra og peningaelítuna sem riðu um héröð frá 2003 til 2008.
Reyndar vil ég bæta við þeim er tóku við stjórntaumunum 2009 til dagsins í dag, þeir eru spilltir inn að kjarna, en það má aldrei gleyma hlut xD manna í þessari eignarupptöku og mannorðsmissi er við Íslendingar höfum orðið fyrir.
Ég hef ítrekað orðið var við mannorðsmissi Íslendinga við dvöl mína hér í Danmörku.
Ef minnst er/var á Ísland þá kemur/kom ítrekað upp orð eins og óreiðumenn og fábjánar.
Þetta særði mig mikið í fyrstu en seinna meir fór ég að svara að sjómannasið og hætti hæðnin fljótlega upp úr því.
Í það minnsta við mig en börnin mín hafa liðið fyrir þetta og það er ólíðandi !
Djöfullinn eigi allt þetta helv.. landáðahyski er gamblaði með framtíð okkar, ég mun aldrei fyrirgefa þeim !!!
runar 11.4.2012 kl. 15:58
Heill og sæll Óskar minn Helgi.
Ekki höfum við alveg sömu sýnina á þetta mál, en það gerir ekkert til.
Frekar vildi ég lifa í þessu ástandi sem nú ríkir, heldur en að blóðugar byltingar verði framdar hér á landi.
Þetta snýst kannski um smekk Óskar minn, en ég bókstaflega þoli alls ekki, hvorki byltingar né stríð. Frekar vildi ég, af tvennu illu, búa við Jóhönnu og Steingrím mörg kjörtímabil enn, heldur en að það brjótist út stríð, því þegar stríðsaldan skellur á, þá er ekki svo létt að snúa við.
Þá er ísland ekki lengur friðsælt land, ætli ég myndi þá ekki flytja til Noregs eða Færeyja fornvinur kær, því ekki vil ég búa í landi þar sem óeirðir eru tíðar, alls ekki.
Mðe bestu kveðjum sem ávallt úr Grafarvogssókn.
Jón Ríkharðsson, 11.4.2012 kl. 16:07
Þakka þér fyrir Rúnar minn, ég get skilið þína reiði þótt ég deili henni kannski ekki með þér. Enda finnst mér reiðin afskaplega hvmleið og ég neinni ekki að burðast með hana.
Ég var þá í svipuðum geira og þú á uppgangstímanum, ég fór í land árið 1998, þá var uppgangur í byggingageiranum og ég fór að starfa í byggingageiranum.
Svo varð allt vitlaust að gera, ég stofnaði eigin rekstur árið 2003 og græddi á tá og fingri. Ég fór ekki mjög illa með peninga fyrir sjáfan mig , en ég trúði á bankanna og setti nokkrar milljónir í þá, keypti lóð og tapaði svo öllu. Það endaði með því að ég þurfti sjálfur að greiða 3.5 miljónir til að gera upp fyrirækið því ég var í persónulegum ábyrgðum, það voru ýmsar tilraunir gerðar til að verða ríkur, en þær mistókust allar.
Ég las rannsóknarskýrsluna og þar kemur þetta allt fram í fyrsta bindinu. Það var of mikið af ódýru lánsfé sem streymdi um heiminn auk ofurtrausts á mörkuðum sem leiddi til þess, að fólk tapaði glórunni. Svo komu áttúrulega þessar fjármálaafleiður, undirmálslánin osfrv.
Bankamennirnir töpuðu sér, stjórnmálamennirnir og ég sjálfur tapaði mér líka.
Við þurfum að sækja þá til saka sem brutu lög og dæma þá á viðeigandi hátt, láta dómstóla um verkið.
Svo er ég bara á sjónum, þar sem ég hef verið mestalla tíð og er sáttur á meðan ég er við þokkalega heilsu og hið sama gildir um mína nánustu.
Peningar koma og fara, í framtíðinni mun ég gæta mín betur og ekki vera svona ákafur í áhættusækninni. Þetta var dýrmæt lexía fyrir mig sem ég mun læra af.
Jón Ríkharðsson, 11.4.2012 kl. 16:19
Vel ígrundað og ærlegt svar hjá þér Jón.
Reiði mín hefur þó minnkað til muna eftir að ég byrjaði á sjónum, þá fóru fjárhagsáhyggjurnar og það eitt að losna við þær er þyngdar sinnar virði í gulli.
Ég á kannski best heima á sjónum, í það minnsta er það eina starfið sem ég er góður í, enn sem komið er.
Maður fer kannski á skrifstofu þegar líkaminn gefur sig en það eru vonandi góð 20 ár í það :)
Bestu kveðjur vinur..
runar 11.4.2012 kl. 16:35
Þakka þér hlý orð í minn garð Rúnar minn.
Það er eiginlega bara einn maður sem ég er hálfsvekktur út í, en ég er að reyna að hætta því, það er ég sjálfur.
Þú manst hvernig þetta var á árunum 2004-2007, 8, ótakmörkuð vinna í byggingageiranum og hægt að fá ótrúlega há verð. Allir í örvæntingu við að finna iðnaðarmenn, maður var á kafi í vinnu og kaupið var uppi í hæstu hæðum.
Þó ég segi sjálfur frá, þá hef ég alltaf verið tilbúinn til að vinna mikið og ég vann öll kvöld og allar helgar, tók mér sjaldan frí því ég á svo erfitt með að segja nei.
Ef ég bara hefði álpast til að leggja fyrir hluta af því sem ég vann mér inn, á öruggan bankareikning, þá ætti ég einhverja tugi milljóna á bók í dag.
En ég tók rangar ákvarðanir og þarf að lifa með því, svo geri ég ekki sömu mistökin aftur, þannig að ég verð þá reynslunni ríkari eftir öll þessi ósköp.
En þessi tími hefði getað orðið þjóðinni til mikillar gæfu, allir gátu fengið vinnu og tækifærin voru til staðar. Þjóðin gleymdi þessum góðu sannindum ,að leggja fyrir til mögru áranna, því fór sem fór.
Hugsaðu þér ef ríkið hefði ákveðið að sleppa aukningu ríkisútgjalda á góðæristímanum og lagt fyrir, þá væri staðan önnur í dag.
Ef bara bankamennirnir hefðu hagað sér eins og bavíanar, þá værum við ekki í svona slæmum málum, þótt hrun þeirra hefði komið að einhverju leiti niður á þjóðinni.
En það er gott að vera á sjónum, þar er ég sammála þér. Það er hvergi betri og skemmtilegri mórall heldur en úti á sjó, það er allavega mín reynsla. Peningaáhyggjur eru alveg djöfullegar, ég þekki þær mjög vel. Þegar maður er staurblankur og skuldugur upp yfir haus, þá sér maður hvað peningar skipta miklu máli og þá er oft ansi stutt í vonleysi og reiði.
Jón Ríkharðsson, 11.4.2012 kl. 17:06
Sælir; á ný !
Jón !
O; það ætti nú ekki, að útheimta óeirðir, til langs tíma, yrðu 6 - 7000 óþurftar ræksni afgreidd á þann máta, sem þau verðskulda; Helvízk þrælbeinin.
Sömu kveðjur - sem seinustu, vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason 11.4.2012 kl. 17:54
Hárrétt hjá þér Jón.
Þinn lærdómur af kreppunni er einmitt minn lærdómur, ég stíg ekki tvisvar í sömu gildruna.
Minn lærdómur af kreppunni fer vissulega niður til barna minna því mitt heimili er mjög pólitískt og umræður um fjármál eiga sér stað á hverjum degi.
Vonandi málar maður skrattann þó ekki það mikið á vegginn að börn mín leggja ekki út í skuldbindingar, sama hver kjörin eru, því skuldbindingar eru oft forveri eigna og þ.a.l frelsis.
Ég hefði persónulega viljað læra þetta fyrr, en hvað um það...:)
runar 11.4.2012 kl. 19:00
Sæll á ný fornvinur kær.
Mér er alveg sama hversu langvinnar óeirðir verða, mér er jafn illa við þær fyrir það.
Með sömu kveðjum og hinum fyrri.
Jón Ríkharðsson, 11.4.2012 kl. 23:31
Ég er sammála þér Rúnar, það má aldrei fara út í öfga.
Fjárfestingar eru nauðsynlegar og viss áhættusækni líka. En það er nauðsynlegt að hafa borð fyrir báru.
Gamall byggingameistari sem ég vann fyrir um tíma, hann var komin yfir sjötugt og hafði verið í þessu harki í fimmtíu ár, gaf mér gott heilræði sem ég hefði átt að fara eftir.
Hann sagði mér að nauðsynlegt væri að taka áhættu í þessum bransa, en maður þyrfti að passa sig á, að tapa aldrei meiru en maður hefði efni á, þ.e.a.s. ef maður gerði ráð fyrir að tapa kannski milljón, þá ætti maður að eiga milljón til að mæta tapinu.
Jón Ríkharðsson, 11.4.2012 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.