Miðvikudagur, 11. apríl 2012
Hvað er jákvætt við Jóhönnu og Steingrím?
Mikið hefur verið ritað og rætt um Jóhönnu og Steingrím á mjög neikvæðum nótum og það er ekki til fyrirmyndar.
Allir eiga að njóta sannmælis og það sama á við um þau, það hafa allir einhverja kosti.
Ef við skoðum Jóhönnu til dæmis, þá hún hefur eitt það, sem marga stjórnmálamenn skortir, en það er að horfa til framtíðar og festast ekki í baksýnisspeglinum.
Hún horfði til framtíðar strax í upphafi kjörtímabilsins og lofaði þúsundum starfa árið eftir. Það gekk reyndar ekki upp, en þá horfði hún ekkert í baksýnisspegilinn, heldur beint fram á veginn og lofaði sama fjölda starfa og bætti slatta við. Ekki gekk það nú eftir, en gæðakonan með rétlætiskenndina óvanalega sterku lét ekki teyma sig inn í fortíðarhyggju. Með sinn alþekkta sannfæringarkraft að leiðarljósi bætti hún um betur og lofaði þúsundum starfa í viðbót við hin og auknum hagvexti í kaupbæti.
Svo er það Steingrímur, hann er mikill málafylgjumaður og fylgir sínum prinsippum mjög fast eftir.
Hann var mikið á móti veru AGS hér á landi og það var hans bjargfasta sannfæring, sem enginn gat fengið hann ofan af. Svo fékk hann sannfæringu fyrir því, að AGS ætti að vera hér á landi um hríð, þá var það svo einlæg sannfæring hjá honum, að enginn mannlegur máttur gat haggað því og svei mér þá, ætli himnafeðgarnir hefðu ekki átt í vandræðum með það líka.
Icesave vildi hann alls ekki borga og stóð mjög fast á því. Taldi hinn mjög svo stefnufasti dugnaðarforkur það lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina og sig að komast til valda til að koma í veg fyrir að þjóðin yrði skuldbundin til að greiða fyrir skuldir einkafyrirtækja, það var hann bjargfasta sannfæring um tíma.
Svo fékk hann nýja sannfæringu fyrir Icesave, nú átti þjóðin að borga skuldina að fullu og var sú sannfæring ekki minna bjargföst en hin fyrri.
Það að horfa til framtíðar og standa fast á prinsippum eru dýrmætir eðliskostir og það er óumdeilt, að þau Steingrímur og Jóhanna hafa þessa góðu kosti í ríkum mæli.
Segið þið svo að það sé ekki hægt að tala vel um pólitíska andstæðinga.
Athugasemdir
Þú er nú meiri brandarakarlinn hehehe
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 16:11
Ja, þú segir nokkuð Ásthildur mín.
Þetta er nú allt rétt varðandi þau, en gallinn við Jóhönnu og Steingrím er sá, að þau staldra aldrei við og hugsa.
Það er ekki nóg að vera fæddur með góða eðliskosti, það þarf líka að nýta þá rétt.
Fyrir fjöldamörgum árum sagði við mig gömul og Guðhrædd kona;"það sem þú ert, það er gjöf frá Gði til þín, það sem úr þér verður er gjöf frá þér til Guðs".
Þau sýna skapara sínum ekki mikla gjafmildi, enda held ég að þau trúi ekki að hann sé til. Ætli þau haldi ekki að þau hafi dottið af himnum ofan? Steingrímur neitar að hætta, hann heldur aðhann sé að gera svo góða hluti,Hrannar er örugglega búin að telja Jóhönnu líka trú um að hún sé ómissandi.
Jón Ríkharðsson, 11.4.2012 kl. 16:25
Jón það hefði verið skemmtilegara að hafa þetta öfugmælavísur,en okkur er ekki gefið það,en að krifa öfugumæli það getum við einnig og það vel,en flott hjá þér að reyna að finna það góða,frekar en það slæma!!!!///Kveðja
Haraldur Haraldsson, 11.4.2012 kl. 17:41
Já þessi gamla kona vissi hvað hún söng Jón. Haraldur minn það hefur alltaf verið talið að oflof sé háð. Og það á svo sannarlega við hérna. Takk fyrir báðir tveir þið hafið bjargað deginum fyrir mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 18:38
Já Halli minn, við viljum frekar vera jákvæðir en neikvæðir, það er einkenni sannra sjálfstæðismanna.
Jón Ríkharðsson, 11.4.2012 kl. 18:55
Hvað er þetta elsku Ásthildur mín, núna er nýliðin helsta hátíð kristinna manna og þá er vissra að reyna að bæta fyrir gamlar syndir og reyna að rísa upp sem nýr og betri maður.
Páll postuli sagði að lastmælendur væru ekki í náðinni efra, þannig að ég er að reyna að sýna smá lit.
Ég var andvaka dögum saman við að reyna að finna eitthvað jákvætt við þau, en það tókst þó að lokum.
Jón Ríkharðsson, 11.4.2012 kl. 18:58
Hahahaha... Já Jón minn, vonandi hefurðu kastað skjóðunni góðu inn fyrir gullna hliðið með þessari góð færslu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 19:29
Já, það kemur í ljós Ásthildur mín.
Jón Ríkharðsson, 11.4.2012 kl. 20:10
það góða við Jóhönnu og Steingrím að þau verða ekki á þingi eftir næstu kosningar...
Vilhjálmur Stefánsson, 11.4.2012 kl. 20:13
Já, þá verða þau líka mjög góð og gera ekkert af sér framar.
Þetta eru bara kjánar sem aldrei hefðu átt að komast til valda, meirihluti þjóðarinnar tapaði skynseminni og kaus þessa stjórn yfir sig.
Það er ekkert við Jóhönu og Steingrím að sakast, þau eru bara eins og þau hafa alltaf verið, velviljaðir kjánar og slíkt fólk hentar afar illa í milivæg ábyrgðarstörf á borð við ráðherraembætti.
Jón Ríkharðsson, 11.4.2012 kl. 20:20
Jóhanna er kannski velviljaður kjáni, en það á ekki við um Steingrím „með sorg í hjarta“ Sigfússon og innræti hans. Gamall bóndi í Þingeyjarsýslu hafði SJS í vinnu þegar hann unglingur. Hann segir: „Hann braut gírkassann í vörubílnum mínum, en það var ekki málið. Málið var, að hann laug til um atvikið. Síðan hef ég aldrei haft minnsta álit á þeim manni eða tekið mark á honum“. Snemma beygist krókurinn, en Steingrímur má eiga það að hann lýgur á einstaklega sannfærandi hátt.
Vilhjálmur Eyþórsson, 11.4.2012 kl. 20:47
Svæsnasta lygin er að hann þykist vera á móti ESB og inngöngu þar inn. Það er ekkert annað en fals, gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 21:32
Þetta kann að vera rétt varðandi Steingrím Vilhjálmur minn, en mér hefur aldrei fundist hann sannfærandi.
Annars hef ég satt að segja ekki það mikla þekkingu á sálafræði að ég geti skilið vinstri menn, en ég er að mörgu leiti sammála þinni kenningu, um genagallann. Ætli hún sé ekki rétt eftir allt.
Jón Ríkharðsson, 11.4.2012 kl. 23:28
Rétt Ásthildur, hann er andskoti falskur.
Jón Ríkharðsson, 11.4.2012 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.