Laugardagur, 19. maí 2012
Eru þau að komast í kosningagírinn?
Sú undarlega hugmynd stjórnarliða að setja stórfé í atvinnuskapandi verkefni er ekki réttlætanleg á þeim tímum, sem ríkja í íslensku efnahagslífi um þessar mundir.
Fyrirhugað er að taka ca. 4. ma. af því sem kemur vegna hækkunar auðlindargjalds, svo á að taka söluhagnaðinn sem hugsanlega kemur ef og þegar ríkið hefur sölu á sínum hlutum í bönkunum.
Þau vilja efla grænt hagkerfi og deila upphæðinni á milli flestra sveitarfélaga á landinu, einnig er hugað að fleiri atvinnuskapandi verkefnum.
Það að hætta miklu fé, í áhættusaman rekstur, sem óvíst er að skili hagnaði er vitaskuld glapræði og sérstaklega á tímum, þar sem ríkissjóður er stórskuldugur og mikil óvissa ríkir vegna dóma varðandi hin ólögmætu gengislán.
Ef stjórnaliðar hefðu lágmarks þekkingu á efnahagsmálum, þá myndi þeim ekki detta til hugar að fara út í svona vitleysu.
Vitaskuld á að geyma peninga til að mæta kostnaði sem fellur á ríkið vegna dóma um gengislánin, einnig væri stórsniðugt að nýta einhvern hluta til að greiða niður skuldir.
Atvinnulífið á að fá tækifæri til að vaxa, það gerir ríkisstjórnin best með því að þvælast ekki fyrir stóriðjuframkvæmdum og gæta þes að pína ekki sjávarútvegsfyrirtæki í drep.
Ekki er langt síðan að stjórnarliðar sögðu, að ríkið ætti ekki að skapa störf, en hvað hefur breyst hjá þeim?
Ætli ástæðan geti verið sú, að það fer að styttast í kosningar og þau kunna ekkert annað en að lofa því að eyða peningum til að gleðja kjósendur?
Illa gengur þeim að sannfæra þjóðina um getu sína til að stjórna og einnig trúa mjög fáir á þeirra stefnu, þannig að óábyrg eyðslupólitík er hugsanlega þeirra eina von.
Vonandi hafa kjósendur fengið nóg af eyðsluseggjum í valdastólum og óska þá eftir þeim, sem vilja spara, skera niður og hagsræða, auk þess að skapa jarðveg, án fjárútláta, handa fyrirtækjum til að vaxa og dafna.
Athugasemdir
Það var einmitt það sama sem datt í huga mér þegar þessi áform voru kynnt. Ég gat bar ekki séð nokkra einustu "glóru" í þessu hjá þeim. Er þetta ekki bara byrjun á "kosningafjárlögunum sem Seðlabankinn hefur verið að vara við????????????
Jóhann Elíasson, 19.5.2012 kl. 07:17
Maður veltir því fyrir sér hvort ekki verði að setja lög gegn því að sitjandi ríkistjórnir nýti sér prókúruna til að kaupa sér fylgi fyrir kosningar. Þetta er veruleg brotalöm á lýðræðislegri skipan. Á meðan svona er þá stöndum við varla undir nafni sem lýðræðisþjóð. Þess er ekki að vænta að flokkar séu áfjáðir í að hafa frumkvæði um slíkar reglur, en það væri þá reynandi fyrir einhver félagasamtök að bera slíkt undir dómskerfið. Það er eina leiðin til að stoppa þessa nauðgun á lýðræðinu.
Að sama skapi ætti að skikka flokka til að standa við loforð og forsendur fyrir kjöri sínu á hverjum tíma og hreinlega banna málamiðlumn í stjórnarmyndun sem eyðir megin stefnumálium flokksins eins og t.d. var raunin með VG nú. Ef stefnur flokka skarast ekki þá eiga þeir ekki að geta myndað stjórn vegna þess að sú málamiðlun sem úr því verður er ekki það sem gaf kjörfylgið. Einnig mætti setja lög sem skikka stjórnir til að bera stórmál er varða þjóðarhag og öryggi undir þjóðaratkvæði. Þ.e. ef slík mál hafa ekki verið til umræðu í kosningum og koma upp síðar. Sama á að gilda um stórfenglegar lántökur og framkvæmdir sem ekki voru fyrirséðar á kjördegi. Eitthvað svipað kerfi er í Swiss og reynist vel. Það væri t.d. ágætt líka að það verði borið undir okkur hvort við styddum eða tækjum óbeint þátt í stríðsrekstri og árásum á aðrar þjóðir ef slíkt kemur upp á kjörtímabilinu. Á meðan slíkir hlutir eru ekki á hreinu og aðhald sýnt af hendi kjósenda þá er lýðræðið hér aðeins skopmynd af sjálfu sér.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2012 kl. 09:51
Ef stjórnmálaflokkar geta ekki staðið við loforðð og fyrirheit sem gefin eru, þá skal sjálfhætt og boðað til kosninga. Þetta myndi neyða menn til að sýna meiri ábyrgð og raunsæi í kosningabaráttu. Seta þeirra í stjórn ylti á því. Þetta væri svona default vantraust sem mundi vega um fjórðung atkvæða á þingi ef það brysti. Það er þá möguleiki á að hnekkja þessu ef stjórn og stjórnarandstaða væri samstíga um nauðsyn þess að bregða út af gefinni stefnu. T.d. ef lofað er skattalækkunum og síðar hnígi rök að því að það þurfi raunar að hækka skatta. Stefnuskrár yrðu að vera miklu ítarlegri og rökstuðningur kyrfilegur. Þetta er nauðsynlegt í ljósi þess að nákvæmlega ekkert traust ríkir til stjónmálastéttarinnar. Þessir ágallar sem ég bendi á eru grundvöllurinn fyrir þessu vantrausti. Menn hafa blygðunarlaust misnotað sér þessa glufu og gert lýðræðishugsjónina að skotspóni með því. Lýðræðið þarf sínar umferðarreglur, það er alveg ljóst.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2012 kl. 10:05
Jú Jóhann, ég gæti trúað að þetta sé byrjun á kosningafjárlögum ríkisstjórnarinnar.
Ég ætla að vona að allavega meirihluti kjósenda sé kominn með leið á svona pólitík.
Jón Ríkharðsson, 19.5.2012 kl. 11:28
Veistu nafni, ég er sko aldeilis hjartanlega sammála þér.
Það sem þú segir eru einmitt atriði sem ég hef bent á og vitanlega gleðst ég þegar ég sé, að fleiri eru á þessari skoðun.
Beint lýðræði er nauðsynlegt til að veita stjórnmálamönnum aðhald og það kallar á virkara samtal milli þings og þjóðar. Mér skilst að í Sviss sé það þannig, að ef þjóðin er ósátt með frumvarp þingsins, þá er krafist þjóðaratkvæðis.
Áður en kemur til þess, þá tilnefna borgararnir sína fulltrúa til að setjast á rökstóla með þinginu og finna málamiðlun. Oftast tekst að miðla málum, þannig að sátt kemst á en ef það tekst ekki þá fer málið fyrir þjóðaratkvæði. Stjórnmálamenn þurfa þá að vanda sig mikið betur og hætta að koma með hin og þessi gæluverkefni sem þjóna ekki heildarhagsmunum þjóðarinnar.
Einnig er ég sammála þessu með loforðin. Stjórnmálamenn eiga ekki að komast upp með það, að lofa öllu fögru í kosningum, svíkja allt og tala um forsendubrest. Stjórnmálamenn eiga að vita hverju er hægt að lofa og hverju ekki, þeir eiga að þekkja forsendur og sjá aðeins fram í tímann, annars eru þeir til lítils gagns.
Það er ábyrgðarleuat að lofa kjósendum eyðslu, það þykir ekki stórmannlegt að bjóða vinum sínum út að borða á rándýran veitingastað og réta þeim svo reikninginn. Stjórnmálamenn eiga að selja stefnur sínar og ímynd, tala varlega um hvað hægt er að gera í framtíðinni því við vitum að margt getur breyst eins og hendi sé veifað,ýmislegt óvænt getur komið upp og það eiga reyndir stjórnmálamenn að vita manna best.
Jón Ríkharðsson, 19.5.2012 kl. 11:42
Þetta lyktar af kosningahrolli og engu öðru. Hefur Steingrímur ekki hamrað endalaust á því að ekki séu til neinir peningar? Svo allt í einu búmmssara daisy fullt af money. Og hver trúir Degi þegar hann segir að þetta hafi verið í undirbúningi í þrjú ár
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2012 kl. 12:24
Já, vandinn er hinsvegar sá að það eru einmitt þeir sem um ræðir sem setja reglurnar og ekki nokkur von um að þeir geri það þótt lýðræðisskaðinn sé augljós. Þeir vilja halda áfram að haga sér eins og naut í flagi og á meðan mun ríkja hér reiði, vantraust og óeining. Þetta hefur ekki síst skaða sálarlíf þjóðarinnar og sambúð okkar hvert við annað. Kannski er það versti skaðinn. Eina leiðin er að mynd óháðan hóp sem hefur þessar úrbætur að markmiði, sem annað hvort getur gert það í gegnum dómstóla eða í gegnum þingið. Það er svosem ekki nýtt að lög séu samin utan þings, þótt í flestum tilvikum séu þau lög hönnuð fyrir þrönga hagsmunahópa og auðróna. Tædæ þau lög sem samin eru í koníaksklúbbi verslunarráðs til að fá tilslakanir á reglum þeim til handa og skattaívilnanir. Það er svo annað mál hvernig tekið verður á þannig spillingu.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2012 kl. 13:08
Það trúir þeim enginn Ásthildur mín, nema sá sem er staurblindur af pólitískum flokksgleaugum.
Jón Ríkharðsson, 19.5.2012 kl. 14:17
Þessar hugleiðingar þínar nafni hefðu verið skynsamlegri á þjóðfundinum heldur en yfirborðslegar tillögur um réttlæti og heiðarleika.
Vonandi móðga ég engan, hugurinn var góður á þjóðfundinum, en allir vilja réttlæti og aukinn heiðarleika, hinir spilltu líka.
Spurningin er alltaf, hvernig skilgreinum við þessi hugtök og hvernig viljum við sjá þau í framkvæmd.
Mér sýnist þú hafa ágætis tillögur varðandi það.
Jón Ríkharðsson, 19.5.2012 kl. 14:19
Ríkisstjórnin er í sjálfseiðingarham, hverjum dettur í hug að trúa þessari endemisþvælu, sem hún spúir yfir landsmenn þessa dagana. Það veit guð að hún er búin að ljúga svo miklu í landsmenn að það tekur enginn mark á henni lengur. Best væri að hafa kosningar strax!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 19.5.2012 kl. 16:32
Já Eyjólfur minn, það trúa henni nokkrir en þeim fer óðum fækkandi.
Jón Ríkharðsson, 19.5.2012 kl. 17:05
Heill og sæll Jón; æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !
Afsakaðu; Jón minn, en lítið varð úthald mitt, á áhorfi Hrafnaþingsins, ykkar Ingva Hrafns, verandi með Andskotans spraðurbassann Vilhjálm Egilsson, innanborðs.
Þoli einfaldlega; manninn ekki, með nokkru móti.
En; þið ''Sjálfstæðismenn'', getið víst trútt um talað, um kosninga gíra, þeirra skrifla, sem nú fara með völdin hér, illu heilli.
Vert að minna þig á; Jón síðuhafi og fornvinur - að ekki heldur, mættuð þið komast til valda á ný, ásamt Sigmundi Davíð, og hans slekti - að ekki sé nú talað um Hreyfingar forsmánina .
Ekki; tæki þá betra við, upphafs flokkarnir, að EYÐILEGGINGU samfélagsins, þar á ferð, sem kunnugt er - utan Hreyfingarinnar, vitaskuld.
III. valkost; Gírolíu- og Glussa lyktandi fólks, að stjórnartaumunum, þökk fyrir - ekki vellyktandi ilmvatnalið, en gjörspillt kraðak þinna félaga - og annarra ámóta, Jón minn !
Með kveðjum góðum; öngvu að síður, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason 19.5.2012 kl. 20:26
Sæll fornvinur kær, óskar Helgi.
Mjög undrast ég elju þína að nenna að horfa á ÍNN, þar sem sjálfstæðismenn helst birtast á skjánum.
Aldrei kæmi mér til hugar að opna stöð þar sem vinstri menn væru nær einráðir og þeirra skoðanir settar fram.
Ég hef engu við það að bæta sem þú nefnir, ég þekki þínar skoðanir á Sjálfstæðisflokknum og hvernig stjórnskipan þú vilt helst sjá hér á landi.
Ég býst við að þú hafir þessar skoðanir svo lengi sem þú lifir, mér leiðist að þræta um sömu hlutina, sérstaklega leiðist mér að þræta við góða vini, þannig að ég kommentera ekkert frekar á þínar skoðanir.
Jón Ríkharðsson, 19.5.2012 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.