Hvernig eiga stjórnmálamenn að tala?

Það er eðlilegt að maður, sem ætlar sér að starfa í pólitík velti fyrir sér, hvernig er best fyrir stjórnmálamenn að tala við þjóðina.

Því miður eru pólitíkusar flestir fastir í sama farinu, stöðugt að skammast út í andstæðinga sína og segja frá því hvað þeir hafi nú gert góða hluti fyrir land og þjóð.

Stjónmálamenn eru aðeins einn hlekkur í keðjunni og ekkert mikilvægari en aðrir.

Ef að hagvöxtur er mikill, atvinnustig hátt og almenn velsæld ríkir, þá er það fleirum en stjórnmálamönnunum að þakka.

Þeir sem sýna áræðni og dugnað með því að stofna fyrirtæki eiga sinn þátt, þeir sem að vinna í fyrirtækjunum eiga stóran heiður af velgengi þeirra.

Stjónmálamenn mættu gjarna hvetja þjóð sína til góðra verka og tala við hana á mannamáli. 

Stjónmálamenn geta ekki búið til gott samfélag án þes að fá þjóðina í lið með sér, þess vegna verða þeir að sannfæra þjóðina um þá stefnu sem þeir boða. Það er líka mjög gott þegar þingmenn og ráðherrar treysta fólki, eru ekki stöðugt að setja lög og búa til rándýrar eftirlitsstofnanir.

Miklu betra væri ef leiðtogar þjóðarinnar sýndu got fordæmi og væru þekktir af réttsýni og heiðarleika, þá geta þeir talað um mikilvægi þess að vera vinnusamur og sýna ábyrga og samfélagslega hugsun.

Það væri ánægjuleg tilbreyting að sjá þingmann eða ráðherra í viðtali nefna, að sá góði árangur sem náðst hafi sé fyrst og fremst þjóðinni að þakka, dugnaður hennar og vinnusemi hefur komið okkur á þann stað sem við erum á í dag.

Hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af skorti á hrósi, þótt hann myndi ekki segja eitt hrósyrði um sig eða sinn flokk, þjóðin myndi sannarlega hrósa þeim sem hrósaði henni og hefði áunnið sér traust með heiðarlegum málflutningi og góðum verkum.

Enda ætti hann það sannarlega skilið og ef þingið væri skipað mörgum svona einstaklingum, þá er ekki ólíklegt að kjósendur settu sig ekki upp á móti góðri launauppbót þingmönnum til handa, því verðugur er jú verkamaður launanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband