Eftirspurn eftir Steingrími.

Steingrímur J. Sigfússon sagði frá því í Silfri Egils, að einhver hefði hvíslað því að honum að gott væri að fá hann til að redda málum í Grikklandi.

Vafalaust hafa margir haft spurnir af því að hann sé með afbrigðum þægur og hlýðinn. Hann gerði allt það sem AGS bað hann um að gera og hlýddi öllum fyrirmælum Breta og Hollendinga þegar hann hafði forræði á Icesave.

En þótt Steingrímur geti verið auðveipur mjög og hlýðinn, þegar hann mætir hörku, þá er þó eitt sem hann gat ekki fellt sig við, varðandi fyrirmæli AGS, en þeir vildu jú að íslendingar hæfu stóriðjuframkvæmdir.

Það er þekkt meðal þeirra sem dáleiða fólk, að aldrei er hægt að láta neinn gera neitt sem stríðir gegn samviskunni og fátt er andstæðara Steingrími en það, að landar hans geti orðið óþarflega auðugir af fé.

Svo getur þetta líka hafa verið kurteisishjal hjá viðmælandanum, en Steingrímur trúir öllum sem hrósa honum, enda hefur honum ekki tekist að vaxa af eigin verkum.

Ef AGS eða önnur stofnun vill láta hann kenna Grikkjum og fleirum að hlýða, þá þarf að átta sig á því að Steingrímur getur verið mjög fljótur að skipta út sannfæringum.

Steingrímur væri vís með að berjast af öllu afli gegn ESB og AGS, ef hann fyndi réttu stemminguna í Grikklandi, sem örugglega er til staðar og hann hefur jú sannfæringar fyrir því líka ef vel er að gáð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband