Er meiri lýðræðisást hjá Hreyfingunni en í öðrum flokkum?

Birgitta Jónsdóttir sagði í atkvæðagreiðslu varðandi tillögu þá um vantraust sem sjálfstæðismenn báru fram; "Því legg ég til og mæli með, að hæstvirtur forsætisráðherra og hæstvirtur fjármálaráðherra segi af sér. Ég mæli ekki með að þingrof verði samþykkt því það er einfaldlega sett til höfuðs stjórnarskrárbreytingum og almennum lýðræðisumbótum sem og umbótum í kvótakerfinu".

Hún og Margrét Trygvadóttir vildi ekki kosningar vegna þess að þær óttuðust að næsta ríkisstjórn væri ekki fylgjandi þeim málum sem Hreyfingin leggur hvað mesta áherslu á.

Sjálfur hef ég oft rætt um beint lýðræði, ég er fylgjandi því að þjóðin hafi möguleika á að taka völdin af þinginu og heimta þjóðaratkvæðagreiðslur ef þingið kemur með mál sem þóknast henni ekki. Það verður til þess að þingmenn þurfa að vanda sig betur og ræða opinskátt við þjóðina, sannfæra hana um ágæti hinna ýmsu mála. 

Margir eru mér ekki sammála um þetta og einn þingmaður, sem vissi áhuga minn á framboði, spurði mig að því, hvað ég segði ef mál, sem ég vildi koma í gegn og hefði trú á, yrði sett í þjóðaratkvæði og fellt.

Þessum vini mínum hefur dottið í hug að þetta væri ágæt leið til að fá mig til að hverfa frá þessari hugmynd, en það virka engin sálfræðitrikk á mig. 

Ég sagði honum einfaldlega að með því að vilja beint lýðræði, þá þyrfti að ganga alla leið og ef þjóðin hafnar því sem ég set fram, þótt ég sé á annarri skoðun, þá að sjálfsögðu virði ég vilja þjóðarinnar.

Beint lýðræði getur líka orðið til þess að rangar ákvarðanir verði teknar af þjóðinni, þær hafa líka verið teknar af þinginu og þjóðin staðið það af sér með sóma.

Hreyfingin vill koma stjórnarskrárbreytingum á framfæri og sínum stefnumálum, en hvað segir þjóðin?

Þjóðin virðist ekki treysta Hreyfingunni miðað við skoðanakannanir og fáir leggja málsstað hennar lið í umræðunni.

Þjóðin veit alveg hvað hún vill, það sást í Icesave, þá urðu heitar umræður, þjóðin stóð saman og fékk sínum vilja framgengt.

En stjórnarskrármálið og kvótamálin er ekkert sérstaklega heit í umræðunni. Það eru fáir sem halda þessum málum á lofti, flestir vilja leggja áherslu á önnur mál.

Þjóðin vill að hjól efnahagslífsins fari að snúast, það vilja allir meiri vinnu og meiri sátt. Þessi mál sem Hreyfingin berst fyrir auka ekki atvinu og skapa ekki sátt, því þau eru bæði mjög umdeild.

Ef að Hreyfingin vill virða vilja þjóðarinnar, þá á hún vitaskuld að berjast með henni fyrir því, að hún fái að kjósa sem fyrst og ef að þjóðin vill stefnumál Hreyfingarinnar og hefur trú á henni, þá vitaskuld kýs hún samkvæmt því.

Stjórnmálamenn halda oft að það þurfi að hafa vit fyrir þjóðinni, Hreyfingin virðist halda það líka.

En það þarf enga stjórnmálamenn til að hafa vit fyrir þjóðinni, heldur þarf stjórnmálamenn sem hvetja og þvælast ekki fyrir dugandi fólki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein og ég er hjartanlega samála því sem þarna stendur.

Sigurður Haraldsson 22.5.2012 kl. 21:50

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér Sigurður.

Jón Ríkharðsson, 22.5.2012 kl. 22:06

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góður Jón.

Það er eins og stjórnmálamenn eigi svolítið erfitt með að skilja sitt hlutverk, að þeir eru í vinnu hjá og fyrir þjóðina, ekki öfugt.

Gunnar Heiðarsson, 23.5.2012 kl. 10:53

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt Gunnar, þeir þykjast alltaf vita betur.

Jón Ríkharðsson, 23.5.2012 kl. 11:11

5 identicon

Á, var það svo að Hreyfingin vill ekki fella stjórnina?

Er feluleikurinn í fullum gangi?

Halló Birgitta!!! taktu sönsum. Við fáum ekkert nema harðræði frá þessarri stjórn. Komið henni frá.

Jóhanna 23.5.2012 kl. 11:37

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég geri ráð fyrir að Hreyfingin sé eins og allir flokkar Jóhanna, vilji beita öllum ráðum til að koma sínum áherslumálum til framkvæmda.

Þau eru eins og aðrir stjórnmálamenn, sannfærð um að þau viti betur en þjóðin og treysta því að einn góðan veðurdag muni fólk vakan upp og segja að þetta hafi þá verið allt saman satt og rétt hjá Hreyfingunni.

Þau gleyma því að lamenningur í þessu landi veit nákvæmlega hvað er þeim fyrir bestu og stjórnmálamenn vita sjaldan betur en þjóðin sjálf, þo´tt þeim gangi illa að skilja það.

Jón Ríkharðsson, 23.5.2012 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband