Miðvikudagur, 23. maí 2012
Svona eru ærlegir stjórnmálamenn.
Jón Gnarr verður seint í hópi farsælustu stjórnmálamanna þjóðarinnar, en hann er óneitanlega ærlegur maður sem stendur við það sem hann segir.
Hann lofaði því að svíkja loforð og einnig sagði hann hreint út, að hann væri að leita sér að þægilegri innivinnu og góðum launum.
Hann sveik loforðin um frítt sund fyrir alla og ókeypis afnot af handklæðum, einnig bólar ekkert á ísbirninum í húsdýragarðinn. Hinn mikli og eldheiti hugsjónamaður hefur ekki svikið sínar hugsjónir, heldur er hann ennþá á fullu að vinna í að láta þær verða að veruleika.
Hann hefur fjölgað í stjórnsýslu borgarinnar til að létta sér störfin, einnig hefur hann barist fyrir því, að fá annan borgarstjóra, því eins og hann benti á í sinni kosingabaráttu, þá er honum ekkert sérstaklega vel við að vinna of mikið.
Þetta er stjórnmálamaður sem bregst ekki sínum kjósendum.
Engin hagræðing af breytingunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.