Miðvikudagur, 23. maí 2012
Hvað er það besta við Sjálfstæðisflokkinn?
Það sem mér finnst best við Sjálfstæðisflokkinn er, að hann var stofnaður með bjartsýni og trú að leiðarljósi og hann, einn flokka á Íslandi, hefur það í sinni stefnuskrá, að hafa hagsmuni allra stétta að leiðarljósi.
Hinir flokkarnir voru hinsvegar stofnaðir sem hagsmunabandalög einnar stéttar, verkalýðsstéttarinnar.
Mín skoðun fellur ekki að hefðbundinni stjórnmálafræði, en hún er að hagsmunabandalög eiga ekki að koma að stjórn landsins.
Stjórnmálamenn eiga að hefja sig upp yfir hagsmunabaráttu hinna ýmsu stétta og huga að heildarhag þjóðarinnar. Það er snúið verkefni, því erfitt er að framkvæma þetta í reynd, en alls ekki ómögulegt.
Hlutverk stjórnmálamanna á að vera að sjá til þess að borgararnir njóti verndar fyrir óvönduðum samborgurum sínum, sjá um að greiða fyrir lágmarksmenntun, heilbrigðisþjónustu, löggæslu og skaffa okkar minnstu bræðrum og systrum peninga sér til framfærslu.
Hagsmunabandalög atvinulífsins semja svo sín á milli um kaup og kjör, ríkið kemur þar hvergi að málum, en hinsvegar er nauðsynlegt að hægt sé að leita til stjórnvalda ef þörf er á að miðla málum og koma til móts við deilendur með hefðbundum lausnum, skattalækkunum osfrv.
Eflaust er þessi skoðun mín tilkomin vegna þess að við höfum mjög slæma reynslu af því að hleypa flokkum sem stofnaðir eru sem hagsmunasamtök að stjórn þjóðarinnar.
Sjálfstæðisflokurinn hefur virkað best af öllum flokkum, þrátt fyrir hliðarspor og mistök, sennilega vegna þess að stefnu sinnar vegna þá er hann ekki bundinn við neina ákveðna stétt.
Athugasemdir
Hafðu fyrirfram þökk fyrir þína athugasemd DoctorE, ég þekki þínar skoðanir á Sjálfstæðisflokknum, þær hafa oft komið fram.
Jón Ríkharðsson, 23.5.2012 kl. 18:45
Það besta við Sjálfstæðosflokkinn er að fólk er markvist að átta sig á því hvers lags grímulaus spillingarsamtök þar fara.
hilmar jónsson, 23.5.2012 kl. 19:08
Hilmar minn, ég var búinn að gleyma þér.
Ég get svarða þér með sama hætti og DoctorE, ég þekki þínar skoðanir varðandi Sjálfstæðisflokkinn, en þær eru ekki byggðar á neinu öðru en huglægu mati.
Væri hann spillingarsamtök eins og þú segir, þá væri það fyrir löngu komið í ljós og búið að dæma ansi marga fyrir mútur og aðra glæpi. Vinstri flokkarnir færu ekki með raunverulega spillingu innan Sjálfstæðisflokksins sem trúnaðarmál.
Hinsvegar munu þeir, sem nenna að lesa sér til um ríkisstjórnir lýðveldistímans og það sem þær hafa gert, fljótlega komast að því að í öllum framfararmálum hafa sjálfstæðismenn verið gerendur og engin ríkisstjórn getað gert neitt af viti án aðkomu Sjálfstæðisflokksins.
Það sem þú segir er byggt á afskaplega veikum grunni Hilmar minn, þú ert eiginlega of skynsamur, held ég, til að halda svona sleggjudómum á lofti.
Nú, ef þú hefur sannanir fyrir spillingu og glæpum hjá Sjálfstæðisflokknum, komdu þeim þá til vinstri flokkanna, þau hafa verið að leita mjög lengi að einhverju til að geta losnað við Sjálfstæðisflokkinn án árangurs. Þau sendu meira að segja Geir fyrir Landsdóm og ekki var árangurinn mikill þar, hann var dæmdur fyrir eitthvað sem allar ríkisstjórnir hafa gert og þessi ríkisstjórn líka, en hann var hvorki dæmdur fyrir glæpi né spillingu eins og sumir hafa kannski vonast eftir.
Jón Ríkharðsson, 23.5.2012 kl. 19:53
Sjálfstæðisflokkurinn var góður flokkur Jón Ragnar. En hann er það ekki lengur. Síðan að hann stóð fyrir eignaupptökunni í þjóðlendumálunum, hef ég ekki getað látið hann hafa mitt atkvæði. Sá málaflokkur heyrðu undir Geir Hilmar, sem keyrði þau áfram að fullkominni hörku og óbilgirni og munu verða honum og flokknum til ævarandi skammar. Og ekki hefur álitið aukist eftir þátt hans í hruninu og því hvernig hann hefur hagað sér upp á síðkastið. Skil eiginlega ekki að nokkur heilvita maður skuli styðja hann í dag.
Þórir Kjartansson, 23.5.2012 kl. 21:14
Hefur síðuhöfundur heyrt minnst á LÍÚ? Þarf að segja meira?
Sigurður I B Guðmundsson, 23.5.2012 kl. 21:16
Við skulum segja að hann sé umdeildur, en ekki alslæmur Þórir og það er flest hægt að bæta.
Það eru víst skiptar skoðanir á þessum málum.
Jón Ríkharðsson, 23.5.2012 kl. 21:56
Já Sigurður, ég hef heyrt minnst á LÍÚ, enda hef ég verið á sjó alla æfi, byrjaði fyrir þrjátíu og einu ári síðan.
LÍÚ og Sjálfstæðisflokkurinn segirðu, kvótakerfið kom á í tíð vinstri stjórnar og framsalið líka, þannig að miðað við þá skýringu hjá þér, virðist LÍÚ hafa alla flokka í vasanum, Þráinn Eggertsson hagfræðing líka sedm og ESB, sem hefur sagt kvótakerfið prýðisgott, ásamt mögum öðrum.
En það er umdeilt eins og mörg önnur mál, það er rétt og það þarf að ræða þau af yfirvegun.
Huglægt mat og sleggjudómar leiða aldrei að vitrænni niðurstöðu.
Jón Ríkharðsson, 23.5.2012 kl. 21:59
Þórir, mig langar til að bæta aðeins við svarið til þín. Þú segist ekki skilja hvers vegna fólk styður hann, en það eru þrátt fyrir allt ca. þrjátíu prósent.
Vitanlega þarf flokkurinn að höfða til fleiri, ræða við kjósendur sem eru hægri sinnaðir og reyna að komast að málamiðlunum. Enginn stór flokkur getur unnið þannig að allir flokksmenn verði sáttir, en með því að ræða málin og gera málamiðlanir, þá er hægt að skapa sátt hjá flestum.
En þú ert víst ekki einn um þetta, ég heyri í ansi mörgum sjálfstæðismönnum sem fella sig ekki við flokkinn eins og hann er, það er verkefni forystunnar að taka á því, vonandi fara þau að byrja að ræða við fólkið í landinu og hlusta á öll sjónarmið, þá meina ég það fólk sem er hægri sinnað. Ég tel það mikilvægt að SJálfstæðisflokkurinn verði sterkur á ný, en til þess þarf miklar og opinskáar umræður.
Jón Ríkharðsson, 23.5.2012 kl. 22:05
Tek undir þessi orð þín Jón Ríkarðsson það er málið að bæta sig geta allir ef viljin er fyrir hendi og það munum við gera ungir sem aldnir,og það mun sjást ekki spurning/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 23.5.2012 kl. 22:38
Það eru þarna ákveðnir aðilar sem ættu að draga sig í hlé innan flokksins, það verður að laga aðeins til svo að flokksmenn geti verið sáttir, og fleiri. Því að maður heyrir oft fólk segjast myndu kjósa flokkinn ef þessi og þessi væru ekki með, flestir flokksbundnir félagsmenn vita alveg hverjir það eru sem fólk vill losna við. Það þarf bara að vinda sér í verkið!! kv Bláskjár.
Eyjólfur G Svavarsson, 24.5.2012 kl. 00:10
PS. Þá verður Sjálfstæðisflokkurinn, vonandi orðinn mjög góður kostur. ( nema hvað!!!!) :))
Eyjólfur G Svavarsson, 24.5.2012 kl. 00:15
Eru verkir með þessu
Árni Karl Ellertsson, 24.5.2012 kl. 03:19
Þakka þér Halli minn.
Jón Ríkharðsson, 24.5.2012 kl. 03:21
Fólk notar væntanlega prófkjörin til þess að velja á lista Eyjólfur minn, þá kemur í ljós hverjir njóta trausts, svo er bara að halda áfram.
Jón Ríkharðsson, 24.5.2012 kl. 03:22
Ekki hef ég heyrt að verkir fylgi pólitískum skoðunum Árni, en þakka þér samt fyrir umhyggjuna.
Mér líður prýðilega og er verkjalaus eins og er, fæ stundum verki vegna vöðvabólgu en ég held að það sé ekkert viðkomandi mínum stjórnmálaskoðunum.
Jón Ríkharðsson, 24.5.2012 kl. 03:24
EF Sjálstæðisflokurinn á að standa undir nafni sem flokkur allra stétt þá verða frambjóðendur að endurspegla það ekki var neðstu sætin sem engar líkur eru áð gefi þingsæti.
Óðinn Þórisson, 24.5.2012 kl. 15:42
Sammála því Óðinn, þingflokkurinn þarf að hafa fulltrúa allra stétta eins og í gamla daga. Eins og þú manst þá voru bændur á þingi, Pétur Ottesen sat manna lengst og hann var bóndi eins og þú veist, sjómennirnir Pétur Sigruðsson og Guðmundur Hallvarðsson.
Þetta verður of einsleitt ef allir hafa svipaðan bakgrunn í þingliðinu. Við þurfum að ná til verkafólks, það er okkar höfuðmarkmið.
Jón Ríkharðsson, 24.5.2012 kl. 18:51
Þið eruð sannarlega flottir og sannfærandi fulltrúar " Sjálfstæðisflokksins " : Síðuhafi ,Óðinn og Haraldur Haraldsson.
hilmar jónsson, 24.5.2012 kl. 20:04
Ég held að verkafólkið hlaupi of hratt til að þið getið náð til þeirra.
Theódór Norðkvist, 24.5.2012 kl. 21:12
Ætli það fari ekki eftir smekk og skoðunum hvers og eins hversu sannfærandi við erum Hilmar.
Jón Ríkharðsson, 25.5.2012 kl. 07:06
Ég get endurnýtt svarið til Hilmars, þetta fer allt eftir skoðunum og smekk Theódór, en það eru margir sprettharðir í verkalýðsstétt og hlaup er fyrirtæksgóð hreyfing.
Þannig að ef við fáum fólk til að hlaupa, þá höfum við þó allavega gert eitthvað gott.
Jón Ríkharðsson, 25.5.2012 kl. 07:08
Gott svar, Jón minn.
Theódór Norðkvist, 25.5.2012 kl. 12:52
Hilmar, alltaf jafn spaugsamur
Ragnhildur Kolka, 25.5.2012 kl. 15:33
Rétt Ragnhildur mín, Hilmar er mikill grallari og hefur gaman af að hrekkja mig og æsa mig upp.
Ég er farinn að þekkja brellurnar hans, en svara honum oftast eins og ég telji hann vera að tala í alvöru, því maður verður jú að reyna að gleðja sem flesta.
Ef að Hilmari finnst að honum hafi tekist að æsa mig upp, þá verður hann svo glaður.
Jón Ríkharðsson, 26.5.2012 kl. 04:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.