Þriðjudagur, 29. maí 2012
Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar?
Jóhanna Sigurðardóttir ritaði grein í Fréttablaðið þann 19. maí síðastliðinn.
Fátt kemur á óvart í greininni, hún er í svipuðum stíl og annað sem hún skrifar, en eitt vekur þó athygli.
Hún hrósar Guðmundi Steingrímssyni fyrir eyðslusemina og titlar hann sem þingmann Bjartrar framtíðar.
Varla getur Björt framtíð átt þingmann áður en flokkurinn setur upp framboðslista og fer í gegn um kosningar.
Óhætt er að segja með sanni, að forsætisráðherra þjóðarinnar hafi yfirgripsmikla og mjög víðtæka vanþekkingu á flestu sem að hennar starfi snýr.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Bloggvinir
- adalbjornleifsson
- arncarol
- aslaugfridriks
- asthildurcesil
- baldher
- berg65
- beggo3
- bjarnihardar
- dullur
- westurfari
- baenamaer
- binnib
- carlgranz
- jari
- einargisla
- hjolagarpur
- ellamagg
- eeelle
- emilkr
- blaskjar
- ea
- vidhorf
- trukona
- elnino
- gp
- muggi69
- alit
- zeriaph
- gunnargunn
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- hallarut
- doralara
- halldorjonsson
- hannesgi
- harhar33
- heimssyn
- aglow
- helgatho
- hhraundal
- ghordur
- hordurhalldorsson
- chung
- ieinarsson
- jenni-1001
- naflaskodun
- johanneliasson
- huxa
- angel77
- islandsfengur
- jonmagnusson
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- jorunnfrimannsdottir
- kallpungur
- ksh
- kolbrunerin
- kiddikef
- kristinndagur
- kij
- kristinn-karl
- krist
- kristjan9
- vonin
- lifsrettur
- altice
- ludvikjuliusson
- mfo
- mofi
- morgunbladid
- sumri
- olijoe
- olafurjonsson
- t24
- omarbjarki
- svarthamar
- skari
- pallvil
- predikarinn
- ragnarbjarkarson
- ragnargeir
- ragnargests
- ragnhildurkolka
- rosaadalsteinsdottir
- samstada-thjodar
- fullveldi
- sjos
- shhalldor
- sjonsson
- sigurdurkari
- sisi
- siggith
- sigvardur
- snorribetel
- stefanjul
- lehamzdr
- kleppari
- theodor
- theodorn
- tibsen
- vert
- valdimarjohannesson
- villagunn
- vey
- vinstrivaktin
- thjodarheidur
- icekeiko
- konnadisa
- doddidoddi
- nautabaninn
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eftir því sem ég veit best, þá er "Björt Framtíð" ekki með NEINN ÞINGMANN þetta kjörtímabilið. Eftir að Guðmundur Steingrímsson sagði sig úr Framsóknarflokknum (og þar áður LANDRÁÐAFYLKINGUNNI, sem ber vitni um áreiðanleika hans), þá hefur hann titlað sig sem "óháðan" þingmann en auðvitað vita allir að hann er ekkert annað en STJÓRNARÞINGMAÐUR eins og þingmenn Hreyfingarinnar...................
Jóhann Elíasson, 29.5.2012 kl. 16:23
Svo sagðist hann ekki vera óháður þegar "frú hæstvirtur" forseti titlaði hann sem óháðann!!
Mikið verður nú gott þegar eftir næstu kosningar,þá verður hann ekki,og margir fl...
:)
Halldór Jóhannsson, 29.5.2012 kl. 22:21
Óttast að Alþingi fyllist af svona skrípum,ekkert almennilegt fólk gefi kost á sér til þingstarfa.
Ragnar Gunnlaugsson, 30.5.2012 kl. 02:21
Raks óvart inn Jón og því miður finnst mér ekki mikið fara fyrir andagiftinni ef þetta er stóra málið. Ég er næsta viss um að bæði Guðmundur og besti (björt framtíð) eru komin til að vera. Af hverju Jón? Af því að flokkar eins og þinn flokkur eru handónýtir og fólkíð á sem betur fer eftir að forðast þessi fals framboð ykkar.
Það væri björt framtíð í sjálfstæðisflokknum ef menn eins og þú hefðuð bein í nefinu og réðust gegn valdaklýkunni í flokknum og segðuð sannleikann. En þú ert barna maður í góðu plássi og óþarfi að riska því fyrir þjóðina.
Ólafur Örn Jónsson, 30.5.2012 kl. 06:39
Rétt Jóhann, hann situr ekki fyrir neinn ákvðinn flokk á þingi.
Jón Ríkharðsson, 30.5.2012 kl. 13:50
Já Halldór, hann hefur undarlega sýn á þessi mál hann Guðmundur.
Jón Ríkharðsson, 30.5.2012 kl. 13:53
Flestum ber saman um Ragnar, að alþingi hafi sjaldan eða aldrei verið eins illa mannað og um þessar mundir.
Enda eru ekki margir sem nenna að standa með sinni sannfæringu og vera svo kallaðir lygarar og sakaðir um að ganga erinda einhverra. Umræðan er á svo miklum viligötum.
Jón Ríkharðsson, 30.5.2012 kl. 13:55
Mér er nokk sama hvað þér þykir um mína andagift Óli minn, þú hefur stundum ansi sérstæðar skoðanir á mér sem eru ekki í takt við raunveruleikann.
Þeir sem að þú kallar valdaklíkuna í flokknum eru umdeildir, en ekki alslæmir. Mér persónulega líkar ágætlega við þetta fólk, en það er ekki fullkomið.
Ég hef margoft gert grein fyrir mínum skoðunum um kvótann og þarf ekki að óttast neitt í þeim efnum. Eins og sakir standa þá finnst mér glapræði að afnema hann, það er mín sanfæring.
Svo veit ég líka að ég þekki ekki hinn endanlega sannleika, það getur vel verið að mín sannfæring sé röng og þjóðinni vegni betur ef kvótinn verði afnuminn hið sanrasta. Ég hef hinsvegar ekki sannfæringu fyrir því og mun þess vegna ekki samþykkja það.
Svo varðandi Guðmund Steingrímsson, mér mislíka þessar tillögur hjá honum, að setja tugi milljarða í áhættu í stað þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Ég er ekki hrifinn af hans pólitík.
Þvættingurinn sem þú kemur með í restina kemur til vegna þess að þú þekkir mig ósköp lítið.
Fyrir mörgum árum hætti ég í góðu plássi því mér líkaði ekki stefna útgerðarinnar og það setti mig næstum því á hausinn, fjárhagslega séð. Ég mundi aldrei geta talað gegn minni sannfæringu.
Ef þú heldur að ég sé málpípa einhvers annars en minna skoðana, þá ertu á mjög miklum villigötum.
Hvað heldur þú að ég hagnist á því að vera að skrifa þessa pistla og þurfa að þola ósannindi varðandi mína persónu frá þér og öðrum?
Eins og þú nefnir þá er ég í góð plássi með góðar tekjur, get tekið mér ágæt frí á milli og mig skortir ekki neitt. Varla trúir þú því að forstjóri HB Granda hafi vaknað einn morguninn og ákveðið að háseti á Ásbirni RE gæti verið ágæt málpípa fyrir útgerðarmenn? Háseti sem aldrei hefur tjáð sig á opinberum vettvangi, fyrr en honum blöskrað helvítis öfgarnir og lygaþvættingurinn sem eyðileggur vitræna umræðu og því miður, kom vanhæfustu ríkisstjórn lýðveldisins til valda.
Þú mátt líka vita það, að mér finnst ekkert gaman af þessu þrasi, en ég ætla að þrjóskast við í nokkur ár í viðbót og sjá svo til.
Það er reyndar fáránlegt að lesa hvað menn halda um mig, en það lýsir þá þeim sem ljúga betur en mér sjáfum.
Jón Ríkharðsson, 30.5.2012 kl. 14:11
Þakka þér gott svar Jón. Ég veit að þú rærð hjá góðu fólki og er ég þá að tala um þá sem eiga þessa flottu útgerð. Þú átt sannarlega meira erindi á þing en margir af þeim sem þar sitja í dag. Gangi þér vel.
olafur jonsson 30.5.2012 kl. 15:31
Þakka þér góðar óskir Óli minn, mér finnst ólíkt betra að róa hjá stabílli útgerð eins og HB Granda heldur en mörgum öðrum sem ég hef verið hjá.
Ég hef lent í öllum fjandanum í þessum efnum, verið hlunnfarinn, þurft að taka þátt í kvótakaupum osfrv., þess vegna finnst mér best að vera hjá stærri útgerðum.
Jón Ríkharðsson, 30.5.2012 kl. 17:26
Sæll og blessaður
Ólafur hefur margt til síns máls. Sjálfgræðgisflokkurinn þarf að hreinsa til og henda út fólki sem var á kafi í spillingunni. Hvernig með síðustu atkvæðagreiðslu og Þorgerði Katrínu um þjóðaratkvæðagreislu vegna ESB? Ömurlegt.
Flokkurinn þarf að moka út flórinn svo þið öðlist trúverðugleika. Það er bara þannig hvort sem þér líkar betur eða ver minn kæri. Please ekki láta heilaþvo þig.
Kjósendur í Reykjavík kusu Besta flokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þau treystu ekki Sjálfgræðgisflokknum og Sandfylkingunni. Þetta má ekki koma fyrir í næstu Alþingiskosningum að fólk kjósi eitthvað sem er svo drasl eins og kom í ljós með Besta - Versta flokkurinn vegna þess að þið voruð búin að taka þátt í að dansa í kringum Gullkálfinn og dýrka Mammon. Fólk var búið að fá nóg af óheiðarleika. Ef ekkert breytist þá ætla ég að skila aftur auðu eins og síðast.
Svo líkar mér ekki orðin ansi og öllum fjandanum og hananú!
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2012 kl. 00:38
Sæl elsku Rósa mín.
Það hefur engum tekist að heilaþvo mig og það mun engum takast. Það þekkir mig sennilega enginn betur en móðir mín og hún segir að minn stærsti galli sé þrjóskan, frá barnsaldri hefur engum tekist að breyta mínum skoðunum, en ég hef með árunum lært að hlusta á fólk.
Hreinsa út segir þú, eflaust friðar það mjög marga um stund og eflir eflaust ímynd flokksins, en hvað um framtíðina?
Ég þekki alla þessa umræðu mjög vel, varðandi Þorgerði, Guðlaug Þór og fleiri. Þorgerður er gift manni sem tók þátt í vitleysunni í bönkunum og Guðlaugur þáði mjög háa styrki.
Á sínum tíma var ekkert annð fyrir eiginmann Þorgerðar að gera, en að taka þátt í því sem allir gerðu, þekkingin var önnur þá. Guðlaugur Þór þáði háa styrki, það var vegna þess að hans stuðningsmenn náðu háum fjárhæðum í hans prófkjörssjóð, allir voru að reyna hið sama en það gekk ekki eins vel hjá öllu,.
Ef einhver kemur með sannfærandi rök fyrir því, að Guðlaugur Þór og fleiri, séu vanhæf í sínum störfum, sinna þeim illa, þá á að skipta þeim út, en ég þoli ekki þessa vitlausu umræðu eins og hún er. Enginn er að etja út á störf Guðlaugs, þvert á móti þá þykir hann standa sig vel, Þorgerður Katrín var ein af vonarstjörnum flokksins á sínum tíma, þo´tti mjög hæf sem þingmaður og varaformaður flokksins. Enginn hefur bent á hennar vanhæfni í starfi.
Besti flokkurinn og núverandi ríkisstjórn hlutu þessi atkvæði, vegna þess að of margir hugsa meira um umbúðir en innihald. Ef við höldum áfram á þessari braut, þá er alltaf mjög auðvelt að koma höggi á stjórnmálamenn, of stór hluti þjóðarinnar er veikur fyrir samsæriskenningum Rósa mín.
Varðandi blótsyrðin, þá viðurkenni ég að þau eru ekki til fyrirmyndar, en þau eru svo stór hluti af mínum karakter að ég efast um að me´r takist að hreins þau alveg út, en þeim hefur fækkað mikið.
Gústi Guðsmaður ætti að vera ölllu kristnu fólki fyrirmynd. Hann gaf alltaf megnið af öllu sem hann vann sér inn og hugsaði meira um aðra en sig sjálfan, hann vissi að Guð sæi um sig.
Sá maður blótaði mikið, þú getur lesið viðtal við hann í bók eftir Árna Johnsen, þar kemur þetta fram, mig minnnir að hún heiti "Fleiri kvistir" eða "Kynlegir kvistir", hann gaf út tvær bækur og viðtalið við Gústa er í annarri.
Jón Ríkharðsson, 1.6.2012 kl. 12:29
Steingrímur situr á þingi fyrir umbjóðendur sína rétt eins og allir þingmenn gera og er skylt að gera. Það er hvergi í stjórnarskrá gefinn kostur á því að gefa umbjóðendum sínum fingurinn eftir að kosningu er náð. En mörg eru dæmin um að alþingismenn svíki sína umbjóðendur.
Alltof mörg.
Árni Gunnarsson, 1.6.2012 kl. 13:40
En nú ætlaði ég auðvitað að segja Guðmundur.
En oft ratast kjöftugum.............!
Árni Gunnarsson, 1.6.2012 kl. 13:41
Ósammála.is :-)
Árni - Steingrímur framdi kosningasvik. Hann var kosinn á þeim forsendum að hann vildi ekki ganga í ESB. Jóhanna sagði líka að það yrði ekki sótt um aðildarviðræður. Á sama tíma undurbjuggu þau umsókn.
Það þarf að hreinsa til. Óheiðarlegt fólk á ekki að vera á Alþingi eða í Ríkisstjórn Íslands.
Moka flórinn, moka flórinn og svo snúa sér allir í hring.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2012 kl. 13:56
og Guðmundur Steingrímsson er flokkshoppari og ekkert á hann að treysta.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2012 kl. 16:04
Rósa. Menn eru skyldugir til að vera það sem þú kallar flokkshoppara ef nokkur mannræna er í þeim og ef þeir meina það sem þeir segja. En þó því aðeins að sá flokkur sem lokkaði þá til fylgis hafi sveigt svo frá stefnu sinni að um svik sé að ræða.
Enginn alþingismaður má gera sig að svikara til þess að sleppa við að verða kallaður flokkshoppari.
Árni Gunnarsson, 1.6.2012 kl. 16:14
Vonandi Árni minn er enginn alþingismaður svikari? en mér finnst þetta mjög spés þegar fólk skiptir um flokka eins og sokka og þetta á alveg eins um marga sem ég þekki sem eru að skipta um kirkjur (ekki sóknir vegna flutnings) og vinkona mín kallaði þetta fólk kirkjuhoppara og þaðan kom þetta með flokkshoppari :-)
Í sambandi við Guðmund þá var hann fyrst í Sandfylkingunni að mér minnir, svo í Framsóknarflokknum, fannst hann aldrei sannfærandi í seinni flokknum. Vona að ég sé með rétta röð og ruglið sem hann er að brugga núna, ekki sannfærandi og hann er einn af þeim sem heldur þessari ríkisstjórn á floti ásamt Sif, Hreyfingunni og fleirum. S.s. Sandfylkingarmaður í hjarta sínu :-)
Búðu nú til góða vísu fyrir mig um flokka og sokka og flokkshoppara og kirkjuhoppara :-)
Smá til Jóns vinar míns Ríkharðssonar. Þú skrifar hér fyrir ofan: "en ég þoli ekki þessa vitlausu umræðu eins og hún er." Þorgerður og eiginmaður hennar eru gift og þau hljóta að bera saman ábyrgð. Kúlulánsdrottningin tók þátt í þessu með eiginmanni. Þau fengu afskrifaðar skuldirnar sínar en þau eiga alveg eins og annað fólk að borga skuldirnar sínar. Bankarnir hefðu getað sent peningana til hungraða barna í Grikklandi. Varla ferð þú út í banka og tekur svona stórt lán án vitundar konunnar þinnar.
En með að þú þolir ekki þessa vitlausu umræðu eins og hún er, það getur haft áhrif á næstu kosningar, ef þið viljið ekki hlusta á þjóðina sem vill breytingar. Gætuð hlotið betri kosningu ef þið hlustið á þjóðina. Think about it.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.6.2012 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.