Þjóðin þarf að efla sjálsftraustið.

Okkur vantar fátt annað en aukið sjálfstraust til að vinna okkur upp úr lægðinni. Það er reyndar erfiðara að finna sjálfstraustið þegar við búum við leiðtoga sem eru kjarklausir og þjást af minnimáttarkennd, en ekkert er ómögulegt ef viljinn er fyrir hendi.

Við höfum sýnt það og sannað að okkur er fátt ómögulegt.

Vitanlega hefði verið notalegt að vera í skjóli Dana og leyfa þeim að stjórna. Danmörk er ágætis ríki og þeir voru löngu hættir að kúga okkur þegar lýðveldið var stofnað. Ekki var einhugur um það, að slíta sambandinu við Dani, en sem betur fer áttum við eldhuga sem blésu okkur bjartsýni í brjóst og fengu þjóðina í lið með sér, það gerðist kraftaverk við stofnun lýðveldisins.

Ekki var hægt að segja að efnahagurinn hafi verið öflugur á fyrstu áratugum liðinnar aldar, fiskveiðar hafa alltaf verið veikur grunnur auk þess höfðum við ekki margar aldir til að byggja okkur upp eins og nágrannaþjóðirnar.

Stríðsgróðinn var drjúgur en hann einn og sér hafði lítið að segja, þegar hafin var uppbygging á því góða þjófélagskerfi sem við þekkjum í dag. Með stórkostlegri útsjónarsemi og bjartsýni tókst stjórnmálamönnum allra flokka að lyfta Grettistaki og koma okkur í flokk með fremstu þjóðum heims á flestum sviðum.

Mjög er í tísku að tala um íslenska stjórnmálamenn á neikvæðum nótum og telja þá verri en útlenda. Samt hefur þeim tekist að skapa og viðhalda góðu veferðarkerfi allar ghötur frá lýðveldisstofnun.

Það þurfti góða samningaleikni til að fá Marshallaðstoðina á sínum tíma, vitaskuld nýttu menn mikilvægi Íslands fyrir Bandaríkjamenn á þessum tíma. Af einskæru harðfylgi tókst okkur að öðlast gott lánstraust og öðlast virðingu heimsins.

Okkur efnahagsundirstöður eru mjög veikar, lengst af var fiskurinn ekki seldur á háu verði og aflabrestur hafði stundum sitt að segja. Samt hefur okkur tekist með þrjóskunni að komast af.

Það eru ekki bara stjórnmálamennirnir sem hafa skapað þetta góða samfélag, þjóðin er að sama skapi kröftug og dugmikil. Það var vitaskuld frábærum læknum að þakka, að ungbarnadauði er með því minnsta sem þekkist í heiminum, við eigum mikið af hæfileikafólki á öllum sviðum, á sumum sviðum eigum við fagfólk á heimsmælikvarða.

En það að státa af mikilli orku getur haft bæði jákvæðar og neikvæðar birtingarmyndir.

Þegar það koma leiðtogar sem tala allt niður og væla í fjölmiðlum, of stór hluti þjóðarinnar heldur að við getum ekki stjórnað okkur sjálf og sundrung ríkir, þá eigum við ekki mikla von.

En ef við eflum samkenndina og hvetjum hvert annað, verðum jákvæð og bjartsýn, þá nýtum við orkuna vel og getum hæglega komist í hóp fremstu þjóða veraldar. Þjóð sem af litlum efnum komst út úr torfkofum í nútíma hýbýli, fór af árabátum á tæknivædd fiskiskip, á tæpum mannsaldri, getur vitaskuld sigrast á þessari kreppu eins og hendi væri veifað.

Vilji er allt sem þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband