Laugardagur, 2. júní 2012
Hárrétt hjá Birni Val.
Björn Valur var lengi til sjós og hann þekkir það mjög vel, að á fiskiskipum er það illa séð að menn séu ekki saman að vinna við að skapa verðmæti.
Vinnulagið á alþingi myndi aldrei virka til sjós. Ríkisstjórnin heimtar ónauðsynlegar aðgerðir, nýja stjórnarskrá og breytingar á stjórnarráðinu, auk þess að eyðileggja útgerðina í landinu.
Ef að einhver væri uppvís að því, að vinna óþörf störf um borð í fiskiskipi og eyðileggja fiskinn, þá yrði viðkomandi öruglega rekinn hið snarasta.
Sjómaðurinn Björn Valur hefur sannarlega rétt fyrir sér, vinnulagið á alþingi í boði ríkisstjórnar Íslands þætti óboðlegt til sjós.
Hinsvegar efast ég um að skipstjóri eða útgerðarmaður myndi reka þann sem bendir á nauðsyn þess að gera að aflanum og koma honum í verð, yrði rekinn.
Stjórnarandstaðan hefur einmitt verið að benda á, að nauðsynlegt er að skapa jarðveg fyrir fjárfestingu og búa til aðstæður þar sem atvinnulífið getur blómstrað.
Örugglega myndi skynsamur útgerðarmaður vilja hafa áhöfn sem hugsaði fyrst og fremst um aflann og koma honum í verð heldur en áhöfn sem væri að huga að trollinu og dytta að skipinu, á meðan myndi fiskurinn rotna í mótttökunni.
Vinnulag sem ekki væri tekið gilt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.