Já, þjóðin á að njóta arðsins.

Ef útgerðarmenn eru látnir greiða háar upphæðir í ríkissjóð fyrir að fá að veiða, þá er það slæmt fyrir þjóðina alla og það lækkar tekjur sjómanna.

Þeim sem þekkja ekki til sjómennsku finnst í lagi að lækka tekjur sjómanna, því þær eru nokkuð góðar um þessar mundir. En sjómenn hafa aldrei þekkt föst laun, það hafa þingmenn og ráðherrar þó gert.

Enginn veit hve lengi sjómenn hafa góð laun, meðan hið svokallaða góðæri var í landinu, þá var vonlaust að manna fiskiskip því launin voru svo lág. 

En burtséð frá launum sjómanna, þá er það vitanlega mjög slæmt ef ríkissjóður á að fara að fá miklar tekjur, ríkissjóður á að hafa eins lítið fé og mögulegt er, til þess að halda geta staðið við skyldur sínar.

Nú þegar ætla stjórnarliðar að setja tugi miljarða af væntanlegum tekjum sem koma inn frá útgerðinni, í snarvitlaus gæluverkefni sem kallast atvinnusköpun í boði hins opinbera, en við höfum slæma reynslu af því.

Hinn almenni launamaður hefur aldrei fengið að njóta þess, þótt ríkissjóður bólgni út. Forstjórar ríkisstofnanna fara þá að þrýsta á stjórnmálamenn að hækka framlög til sinna stofnanna því þær séu svo fjársveltar, ekki er ólíklegt að stjórnarliðar launi velgjörðarmönnum sínum hina ýmsu greiða með góðum embættum sem verða búin til og þjóðinni talin trú um, að þetta sé alveg svakalega nauðsynlegt út af ýmsum ástæðum.

Ef það er eitthvað sem við eigum að berjast á móti, þá eru það hækkuð gjöld eða skattar til hins opinbera, hverju nafni sem þeir nefnast.

Heilbrigt fólk á að vinna fyrir sér, ríkið á að sjá um þá sem geta það ekki af eigin rammleik og uppfylla lágmarksskyldur gagnvart borgurunum.

Nú þegar höfum við of dýra stjórnsýslu og það þarf að skera hana niður hið fyrsta.

En að ríkið taki meira til sín, frá hvaða hópi sem er, það kemur ekki hinum almenna launamanni til góða, heldur þeim sem velviljaðir eru stjórnaliðum, þeir eru fáir en fá þó ríkulega greitt fyrir vinsemdina um leið og ríkiskassinn fær fleiri krónur í sinn hlut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sjómen eru ekkert of haldnir af sínum launum. Laun þeirra geta einfaldlega aldrei orðið f há, svo einfalt er það.

Það hefur heldur enginn beðið stjórnvöld að standa í atvinnurekstri eða fjármagna slíkt. Eina sem beðið er um er að þau hætti að þvælast fyrir þeim sem slíkt vilja stunda. Þannig og einungis þannig er hægt að vinna sig út úr kreppunni.

Varðandi þær framkvæmdir sem lofað er í vegabótum og á að fjármagna með ofurskatti á eina atvinnugrein í landinu, þá er þegar innheimt nægt fé af þeim sem aka um vegi og götur landsins til þeirra verka. Það þarf einfaldlega að hætta að nota þá fjármuni í annað en þeir eru ætlaðir til. Þá væri hægt að hefja gangnagerð af fullum krafti og auðvitað byrja á Norðfjarðagöngum.

Ef þessi skattlagning sjávarútveginn verður að veruleika, er ljóst að fleiri munu missa vinnuna í þeim geira en nemur fjölgun annarstaðar. Það er einnig ljóst að þá er verið að veikja atvinnugrein sem skaffar okkur gjaldeyri og efla þær greinar sem sóa honum. Hvaða heilvita maður gerir slíkt?!

Gunnar Heiðarsson, 3.6.2012 kl. 08:40

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála því sem þú segir Gunnar, ég er ágætlega settur peningalega vegna þess að ég stend ekkert í neinni eyðslu. En ég er langt frá því að vera ríkur og ég þekki engan sjómann sem er ríkur af peningum.

Menn geta haft góðar tekjur tímabundið, svo koma brælur, gengið hækkar og verð lækkar á mörkuðum, þannig að þetta jafnast út og með sanngirni má segja, að launin okkar séu allajafna næg til að lifa nokkuð áhyggjulausu lífi en ekki meira en það.

Þú kemur með góðan punkt varðandi vegamálin, ég þarf að leita í gömlum bloggum hjá mér, ég benti á það fyrir nokkru síðan, að ríkisstjórnin væri að taka fé úr vegasjóðum til að setja í ríkishítina.

Þessi snarvitlausa skattheimta gerir það að verkum að laun sjomanna lækka, afkoma útgerðarinnar versnar og ríkið lendir í vandræðum á endanum.

Það má heldur ekki gleyma því, að í góðærinu var mjög slæmt ástand hjá útgerðunum og skipstjórar voru að fara yfirum á taugum vegna þess að þeir gátu ekki fundið almennilega sjómenn. Það veit enginn hversu lengi hagnaðurinn helst í útgerðinni, vonandi sem lengst, en það er ekkert sjálfgefið í þeim efnum.

Jón Ríkharðsson, 3.6.2012 kl. 12:07

3 identicon

það sem er hagfræðilega heimskulegast við þessa gjaldtöku er að með þessu eru stórar fjárhæðir teknar frá útgeðinni á endastöð í hagkerfinu þ.e. ríkssjóð í stað þess að láta þá rótera um hagkerfið og skapa hagvöxt þegar peningar skipta um hendur. það læðist að manni sá grunur að hugmyndafræðingarnir að baki þessu tilheyri kaffihúsa elítunni á 101 sem aldrei hafa unnið ærlegt handtak um ævina og vill helst bara geta haft það fyrir stafni að sitja við kaffisötrið og láta hið opinbera sjá fyrir sér. margt af þessu liði heldur að verðmætin verði til á skrifstöfunum.

Kristján B Kristinsson 3.6.2012 kl. 20:13

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er rétt hjá þér Kristán peningar eru betur komnir hjá einkaaðilum en hjá ríkinu.

Ef að útgerðin eða önnur grein hagnast mjög mikið, þá fara menn að fjárfesta og skapa atvinnu, samkeppnin eykst um vinnuaflið og laun hækka.

Það er mjög jákvætt fyrir samfélagið allt, að fyrirtæki hagnist sem mest, en það hafa vinstri menn aldrei skilið. Þú orðar þetta mjög vel, með endastöðina, því það er vitanlega rétt að hver einasta króna sem við vinnum okkur inn þvælist um allt hagkerfið, að mestu leiti. Kríonan sem endar hjá ríkinu fer í gæluverkefni stjórnvalda.

Jón Ríkharðsson, 4.6.2012 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband