Fýlupúkar nýtast illa í pólitík.

Óhætt er að fullyrða að Samfylkingin er ekki mjög heppin með leiðtoga.

Formaðurinn tekur geðillskuköst með reglulegu millibili og varaformaðurinn fer í fýlu út í útgerðarmenn í Reykjavík.

Fýla er ákveðin tjáningarmáti sem börn notast við, þegar þau lýsa yfir óánægju.

Oftast rjátlast fýlan af með auknum þroska, en sumir varðveita barnið í sér með neikvæðum formerkjum.

Varaformaður Samfylkingarinnar lýsir yfir vanhæfi sínu með því að fara í fýlu og neita að þyggja boð Útgerðarmannafélags Reykjavíkur um að ræða málin. 

Væri einhver manndómur í varaformanninum, þá myndi hann vitaskuld mæta á fundinn, sem formaður borgarráðs og hlusta á sjónarmið útgerðarmanna. Reykjavík er ansi stór útgerðarbær, en það fer sennilega framhjá borgarstjórn Reykjavíkur, þau eru meira upptekin af öðrum málum en þeim sem snúa að hagsmunum Reykvíkinga.

Þegar ágreiningur er til staðar, þá hvílir sú skylda á stjórnmálamönnum að leitast við að leysa hann. Það er best gert með því að mæta á boðaða fundi, segja sínar skoðanir, takast jafnvel á við fundarmenn og sannir leiðtogar vita hvert þeir ætla að stefna og ná oftast að snúa fundum sér í hag. En hvorki formaður né varaformaður SF kemst nálægt því, að vera grunuð um vott af örlitlum leiðtogahæfileikum.

Það er kannski rangt að segja að fýlupúkar nýtist illa í pólitík, þeir nýtast alls ekki eins og dæmin sanna varðandi varaformann Samfylkingarinnar og formann borgarráðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband