Kolröng tímasetning.

Vel er hægt að taka undir margt af því sem Lilja bendir á, þegar upp er staðið þá eru kjör þingmanna alls ekki góð, ef miðað er við vinnu og álag.

En að benda á léleg kjör þingmanna akkúrat núna, þegar traust á þingmönnum er í sögulegu lágmarki og miklar efasemdir uppi um getu þeirra yfirleitt til að leysa vandamál þjóðarinnar, það er afleit og kolröng tímasetning fyrir svona umræðu.

Vantrú þjóðarinnar á þingmönum sínum er þingmönnunum sjálfum að kenna.

Til þess að eiga skilið að fá kjarabætur, þá verða þingmenn að sjálfsögðu að sannfæra borgara þessa lands um að þeir hafi getu til að sinna sínu hlutverki og muna það sem Kristur sagði fyrir löngu síðan, að það uppsker hver eins og hann sáir.


mbl.is Ekki orðið vör við forréttindi þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt Jón, og það er svo satt að menn uppskera eins og þeir sá.  Það fólk sem nú situr alþingi er rúið trausti flestir allavega.  Það þarf því nýjar kosningar og nýtt fólk sem vonandi endurreisir virðingu þess vinnustaðar með betri og heiðarlegri vinnubrögðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 09:22

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það búa fleiri við bág kjör. einmitt þeyrra vegna. Honum svíður sem bíður! 

Eyjólfur G Svavarsson, 5.6.2012 kl. 11:21

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

í DK er "kontanthjælp" fyrir einstætt foreldri 13.784dkr (= ca 300.000islkr), svo eru atvinnuleysisbætur hærri, ef fólk á rétt á þeim.

Á íslandi er sveitafélagshjálp um fyrir einstætt foreldri frá 120.000-130.000islkr og atvinnuleysisbætur 170.000islkr, ef fólk á rétt á þeim.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.6.2012 kl. 12:13

4 identicon

Þetta þingmannalið á að vera á lægsta taxta sem til er... það sem meira er, þetta pakk á ekki heima í þessu starfi.. þeir eiga að moka slor og ekkert annað

DoctorE 5.6.2012 kl. 13:57

5 identicon

Ekki á góðum kjörum...???

Hvað með mánuð í jólafrí..??   Hvað með mánuð í páskafrí...???

Hvað með 2-3 mánuði í sumarfrí....??? Hvað með setulaun í nefndum..???

Hvað með dagpeninga með að skrá lögheymilli sitt úti á landi og búa svo í RVK..???

Hvað með fría áskrift að dagblöðum..??  Hvað með frían GSM síma..??

Hvað með frímerkja styrk uppá 50.000 á mánuði á þessari tölvuöld..????

Hvað með biðlaunafríðindi í allt að sex mánuði..???

Hvað með að vinna sér inn á 4 árum réttindi á lífeyri sem tekur verkamann 15ár..??

Hvað með ríkistryggðan lífeyri...???

Því  miður er það þannig hjá öllu þessu ríkisjötu fólki að það skiptir ekki máli hvar í flokki þau standa. Samtryggðin sér til þess að þegar loksins er komist á jötuna, þá það varið með því að reyna láta almenning halda að þetta sé nú svo sem ekkert sérstakt. Fríðinid og sérkjör fram fyrir aðra. Til háborinnar skammar fyrir að hanga á þingi og gera ekki neitt.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested 5.6.2012 kl. 16:29

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Svindl eða fúsk dugar ekki til að komast létt frá vinnu, því að það eru vinnu svik.  Verksvit er hinsvegar mun heppilegra, því það léttir störfin og skapar traust. 

Núverandi foringjar stjórnarflokkanna hafa ljóslega ekkert verksvit og vinna allt eins og skrattinn með öfugum klónum og þvælast svo hver fyrir öðrum þá þeir reyna að mata köttinn hennar HótHönnu sem étur fólk.   

Hrólfur Þ Hraundal, 5.6.2012 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband