Friðurinn er vanmetin auðlind.

Við erum mjög heppin á Íslandi að hafa búið við friðsæld ansi lengi. Reyndar er fámennur hópur óróaseggja sem telja öskur og læti breyta einhverju til góðs, en sem betur fer er meirihluti þjóðarinnar það skynsamur, að við höldum friðinn.

En það þýðir ekki að allir séu sammála, slíkt er óhugsandi í mannlegum samfélögum.

Siðsamt fólk notast við hóflegt orðfæri og ræðir málin af yfirvegun. Það þarf ekki að grípa til gífuryrða til að koma sinni skoðun á framfæri.

Vonandi verður Búsáhaldabyltingin sú síðasta sem ég þarf að horfa upp á og óskandi er að fólk hætti að mæta á Austurvöll til að öskra.

Mótmæli LÍÚ voru til fyrirmyndar, fólk kom sínum skoðunum á framfæri, boðið var upp á góða tónlist og allt fór friðsamlega fram.


mbl.is Ísland er friðsælasta landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við skulum  skýra "búsáhaldabyltinguna" réttu nafni HÚN VAR EKKERT ANNAÐ EN BÚSÁHALDAVALDARÁN en að öðru leiti er ég alveg sammála þessari grein.............

Jóhann Elíasson, 12.6.2012 kl. 14:28

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég hef líka ákveðnar grunsemdir varðandi búsáhaldabyltinguna Jóhann, en þar sem mig skortir sannanir þá fer ég ekkert nánar út í það.

En ég get þó sagt að mér finnst þín skýring ekki fráleit.

Jón Ríkharðsson, 12.6.2012 kl. 15:25

3 Smámynd: Birgir Kristbjörn Hauksson

Jón jafn skynsamur maður og þú ættir að sjá hvílík lausn það yrði ef sjávarútvegsmál almennt yrði vísað í stórann þjóðfund. Þar yrði hoggið á þennan eitraða Gídeons hnút í eitt skipti fyrir öll. Ekki satt.

Birgir Kristbjörn Hauksson, 12.6.2012 kl. 22:45

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt Biggi minn, það þarf að ræða sjávarútvegsmálin mjög vel og vandlega, á yfirvegaðan hátt.

Ég efast um að einn fundur myndi nægja, fiskveiðimálin hafa verið á rifirildisstiginu of lengi, enda mikið tilfinningamál hjá mörgum.

Jón Ríkharðsson, 13.6.2012 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband