Hvers vegna eigum við ekki að ganga í ESB?

ESB umræðan hér á landi er eins og umræður yfirleitt, yfirborðskennd og þraskennd.

Andstæðar fylkingar leita logandi ljósi að kostum og göllum við sambandið og reyna að finna veika punkta í málflutningi hvers annars.

Enginn veit hver framtíð Evrópusambandsins verður, hún er ekki björt um þessar mundir en vel getur verið að í náinni framtíð nái Brusselmenn að gera sambandið að efnahagslegu stórveldi og mögulega mun þá velsæld ríkja í öllum aðildarríkjum þess og Evran kannski sterkasti gjaldmiðill veraldar.

Ef að bjartsýnustu spár rætast og við göngum í ESB, þá þurfum við ekki að hafa afkomutengdar áhyggjur. Þá búum njótum við þess að búa við lágt matarverð, stöðugan gjaldmiðil og séð verður til þess að enginn þurfi að líða skort og sennilegt er að næg atvinna verði á Íslandi.

Er þá ekki best að vona það besta og ganga bara í ESB þegjandi og hljóðalaust?

Svar mitt er afdráttarlaust neitandi, við eigum að ríghalda í sjálfstæðið og nýta þá möguleika sem landið hefur upp á að bjóða. 

Fjárhagslegt öryggi er mikilvægt og peningar eru nauðsynlegur grunnur fyrir öll samfélög heimsins. En peningar eru ekki allt.

Maðurinn þarf áskoranir til að þroskast og dafna, á Íslandi er enginn skortur á áskorunum og við eigum að fagna því. Það sem er vel gert hjá Evrópusambandinu, við getum tileinkað okkur það og sleppt því sem hentar okkur ekki.

Basl og erfiðleikar gera ekkert annað en að efla okkur og þroska. Íslenska þjóðin á að taka höndum saman og nýta allar auðlindir með hagkvæmum hætti, við eigum að bjóða upp á hagstætt rekstrarumhverfi fyrirtækja með lágum sköttum og pólitískum stöðugleika.

Við eigum ekki að óttast verkefnin, heldur að takast á við þau og hafa að lokum sigur.

Sjálfstðisbaráttan er fyrir löngu hafin og henni er ekki lokið. 

Sjálfstæðið er raunverulega okkar dýrmætasti auður, við eigum aldrei að fórna því fyrir þægilegt líf innan vébanda ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Jón minn; æfinlega !

Þversagnir þínar; sem mótsagnir, væru hlægilegar, ef ekki lægi í augum uppi, sökum alvarleika mála, með hvaða hætti ESB ásælninni, jókst hér ásmegin, forðum.

Minntu aðra skrifara á; - sem lesendur, og þig sjálfan, hvernig ráðabrugg Davíðs Oddssonar, og valhoppara hans þá, Jóns Baldvins Hannibalssonar, fór fram, árin 1991 - 1995, Jón minn.

Þessir; jah, veit ekki fyrir víst, hvaða orð ætti yfir að hafa - og er þó orðaforði minn ærinn, lögðu dregilinn á stéttina, fyrir gömlu nýlenduveldin Evrópsku, hér á landi, Jón Ragnar.

Og; eftirleikinn, þekkjum við öll.

Reyndar; mætti rifja upp, vinnubrögð Bjarna Benediktssonar (eldra), og Gylfa Þ. Gíslasonar, þegar þeir skriðu fyrir Evrópuþjóðunum, til þess að koma landi okkar í EFTA ósómann, á 7. áratug, síðustu aldar, einnig.

Það er sama; hvar borið er niður Jón minn, íslenzkir stjórnmála afglapar, hafa verið okkur til stórtjóns eins, um mjög langt skeið - og því; er komið, sem komið er, fyrir landi og fólki og fénaði, öllum.

Með kveðjum; úr Árnesþingi - þrátt fyrir harðvítuga hugmyndafræðilega viðspyrnu mína - sem oftar /

Óskar Helgi Helgason 21.6.2012 kl. 15:50

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll fornvinur kær.

Ekki sé ég ástæðu til andsvara við þig, ég þekki þínar skoðanir og þú mínar. Mér leiðst sama staglið, þú breytir ekki mínum og ég ekki þínum.

En hafðu kæra þökk fyrir innlitið og láttu mig vita af næstu kaupstaðarferð hjá þér. Ef ég verð í landi, þá gætum við átt ánægjulegt spjall um annað en stjórnmál.

Kær kveðja úr Grafarvogi.

Jón Ríkharðsson, 21.6.2012 kl. 16:17

3 identicon

Heill á ný; Jón minn !

O; jú, auðvitað, hefi ég hreyft við þér, með minni málafylgju, fyrr í dag.

En; það breytir öngvu, um okkar vináttu, mannkostamönnum, sem þér myndi ég aldrei, snúa bakinu í, fornvinur góður.

Vita skaltu; að ég mun reyna að finna stund, til þess að heimsækja þig - á næstu mánuðum; og við getum þó alla vega, rætt utanríkismálin, auk fjölda annarra, af nægu að taka þar, Jón minn.

Með beztu kveðjum; sem oftar - og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 21.6.2012 kl. 18:55

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill á ný Óskar minn.

Nei, þér tekst ekki að hreyfa við mér með þessu, ég veit þínar skoðanir á flestum málum og ekkert kemur á óvart í þeim efnum.

Hlakka til að hitta þig,

kærar kveðjur til þín og þinna

Jón Ríkharðsson, 21.6.2012 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband