Fimmtudagur, 21. júní 2012
Hvernig skilgreinir ráðherrann réttlætið?
Guðbjartur Hannesson virðist álíta það óréttlátt að einhverjir nái að eignast mjög mikið af peningum, jöfn tekjuskipting virðist vera lykillinn að réttlætinu að mati ráðherrans.
Það er ekki mjög flókið að verða ofsalega ríkur, en það kostar mikla vinnu.
Fólk þarf að vera tilbúið til þess, að hugsa stöðugt um leiðir til að græða sem mest, þræla baki brotnu, spara og safna peningum. Eftir þónokkurn tíma, sem einkennist að blóði svita og tárum, ættu flestir að vera orðnir ansi vel stæðir ef þeir nenna að leggja þetta á sig.
Jafnaðarmenn gleyma því gjarnan, að fólk er mjög misjafnt að flestu leiti. Sumir finna fróun í því að eiga mikið af peningum og það er mjög gott fyrir samfélagið allt. Síkir einstaklingar skapa atvinnu og önnur verðmæti.
Frelsið er okkur mikilvægt, hver og einn á að hafa möguleika til að lifa eins og honum hentar best.
Ríkisvaldið á ekki að ákveða hvort hversu ríkir borgararnir eiga að vera, þeir eiga að ákveða það sjálfir.
Þótt ég sé frjálshyggjumaður, þá þykir mér það ákaflega andlaust líf, að vera stöðugt að spekúlera í peningum. Ég eyði þeim oftast jafnóðum og nýt lífsins í botn. Aldrei myndi ég nenna að eyða æfinni í að verða moldríkur, ég er auðugur af börnum, fjölskyldu og vinum.
Og sökum þess að ég er mjög sáttur við mitt líf, þótt ég teljist seint í hópi auðmanna, þá truflar það mig ekki hið minnsta þótt hópur fólks á Íslandi vissi ekki aura sinna tal. Það má hver sem er transportera í einkaþotum og þyrlum, eiga glæsibifreiðar osfrv, ef fólk vinnur fyrir þesu öllu með heiðarlegum hætti.
Illgirni og öfund er mikil meinsemd í okkar samfélagi. Vitanlega ber að fagna því, þegar fólk nær sínum markmiðum og þá er sama hvort þau ganga út á barneignir, árangur í íþróttum eða gífurlegt ríkidæmi.
Stjórnmálamönnum varðar ekkert um, hvort fólk verður hamingjusamt af peningum eða ekki.
Hamingjan fylgir ekki tekjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jamm, ég hef allavega ekki áhuga á að láta peningana mína í hendur á stjórnmálamanna til endurúthlutunar! Þeir hafa sýnt að þeir eru ekki þess trausts verðir (og ég er ekki bara að benda á stjórnmálamenn á Íslandi).
Björn 21.6.2012 kl. 16:57
Ég er sammála Jóni Ríkharðssyni - Mér sérkennilegt orðalag hjá Guðbjarti að ,,ákveðnir aðilar eða lítill hópur sem geti tekið til sín mikið af verðmætum.” Orðalagið gefur til kynna að þeir eru að taka eitthvað sem þeir hafa ekki unnið fyrir og hljómar nánast eins og þjófnaður. Það sem virðist rugla hann í ríminu er að það er auðvelt fyrir ríkið að taka til sín verðmæti, sem aðrir hafa unnið fyrir. Ríkið reynir að torvelda að einstaklingar og fyrirtæki græði og skapi verðmæti og ef það mistekst hjá ríkinu, þá refsar það þá af hugsjónarástæðum. Ég skil vel að ríkið hefur þurft meira fé eftir efnahagsrhrunið til þess að sinna grunnskyldum sínum, en að eyða 1,3 milljarð í að reyna að búa til nýja stjórnarskrá er bruðl á fé. Það virðist felast í þessari jafnaðarhugsjón vinstri manna að allir eiga að hafa það jafnskítt og nauðsynlegt að taka hvatann til þess að skapa verðmæti og afla tekna vegna þess að ríkið hirðir slíkt af hugsjónarástæðum.
Kristján H. Kristjánsson, 21.6.2012 kl. 17:30
Það er rétt sem þú bendir á Björn, þess vegna vill ég að stjórnmálamenn hafi úr sem minnstu að moða og að þjóðin hafi tækifæri til að njóta þeirra peninga sem hún vinnur sér inn, að stærstum hluta.
Jón Ríkharðsson, 21.6.2012 kl. 18:48
Sammála hverju orði hjá þér Kristján, þeir sem eiga mikið af peningum hafa oftast unnið fyrir hverri einustu krónu og óhætt er að seja að ríkið, amk. ekki þessi ríkisstjórn gerir fólki það ekki auðvelt að græða.
Sem verkamaður alla tíð, til sjós og lands, þá hef ég notið þess ríkulega þegar fyrirtæki hafa grætt á tá og fingri. Þá eykst atvinnan og auðveldara verður að semja um góð laun.
Jón Ríkharðsson, 21.6.2012 kl. 18:50
Vinstra fólk virðist halda það að ef einhver á pening þá hlýtur hann að hafa stolið þeim.Þá er vinstri mönnum fyrirmunað að skilja það að til þess að fólk í landinu geti haft það gott verða fyrirtækin fyrst að hafa það gott.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 21.6.2012 kl. 22:56
Já Marteinn, vinstri menn eru afskaplega laustengdir við jarðlífið.
Jón Ríkharðsson, 21.6.2012 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.