Er landinu stjórnað af sérvisku?

Vinstri menn flestir eru afar laustengdir við jarðlífið að flestu leiti. Það þarf ekki endilega að vera slæmt, ef að fólk þekkir sín takmörk.

Margir eru sveimhugar og sérvitringar að upplagi, en flestir gera þeir sér grein fyrir því, þannig að sérviskan verður til skemmtunar en ekki skaða fyrir þjóðina.

Vinstri stefnan er ekkert annað en sérviska, en í hugum vinstri manna er hún stjórnviska, þeir gera lítinn mun á draumi og veruleika.

Og af þeim sökum trúa þeir því staðfastlega að þeim sé treystandi fyrir landsstjórninni og raunar að engum sé betur treystandi en þeim. Draumóramaðurinn og lífskúnstnerinn Steingrímur J. Sigfússon gengur um með þá grillu í höfðinu, að allt fari á öfugan enda ef hann heldur ekki um valdataumanna. Hann treystir sjálfum sér svo vel, að hann vill helst hafa öll ráðuneyti landsins á sinni könnu.

En sökum þreytu og mikils vinnuálags ákvað hann að dreifa byrðunum örlítið á milli sín og útvalinna samstarfsmanna.

Steingrímur er þekktur fyrir að halda fast í prinsippin, þann tíma sem hann hefur þau áður en hann skiptir þeim út fyrir ný. AGS fékk að njóta einlægs samstarfsvilja frá hans hendi, svo mikil var auðsvepni hans að forkólfar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins höfðu vart kynnst öðru eins ljúfmenni.

Sennilega hefur það verið þess vegna, sem starfsmaður sjóðsins vék að honum og sagði að það væri munur ef allir væru eins og hann. Kannski hefur maðurinn séð þreytumerki á Steingrími og langað til að peppa hann upp, þannig að hann sagði að gott hefði verið að hafa hann í Grikklandi.

Steingrímur er jú afskaplega svag fyrir hrósi, en honum er sjaldan hrósað af löndum sínum af eðlilegum ástæðum. Prinsippmaðurinn vaski tók skjall útlendsingsins svo bókstaflega, að hann trúði því að verið væri að óska eftir aðkomu sinni að málefnum Grikklands.

Steingrímur og Jóhanna berjast gegn því að fyrirtæki geti vaxið og blómstrað, það er vitanlega ekkert annað en sérviska. Það er sérviska að trúa því að það sé slæmt ef fólk nái að auðgast, vitanlega er það mjög gott.

Myndi einhver kjósa yfir sig stefnu, sem gengi út á að banna fólki að hefja störf á mánudegi, bannaði svörtum köttum að hlaupa í veg fyrir fólk og ætlaðist til þess að enginn hellti niður salti eða bryti spegla?

Að sjálfsögðu ekki, en hvers vegna kýs fólk þá vinstri stefnuna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sammála að mörgu leyti...........sé samt ekki alveg hvað þú ert að fara???

sir Humpfree 22.6.2012 kl. 02:27

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sir Humfree, ég skal með ánægju reyna útskýra það.

Í stuttu máli, þá er ég að segja það, að vinstri stefnan dugar ekki og hefur aldrei dugað til að stjórna Íslandi. Við þurfum að gæta þess að kjósa ekki aftur vinstri menn til valda.

Svo er pistillinn bara útrás fyrir skáldið sem býr í mér, ég hef stundum gaman af að lofa öllu að flæða, sem leitar á hugann.

Ég sit hérna einn við tölvuna, allir sofnaðir og það er komin nótt. Þá fer hugurinn að reika og mér datt í hug að skrifa það niður og birta á þessari síðu. Áður en ég byrjaði að blogga og skrifa greinar, þá skrifaði ég heilu sögurnar á nóttunni, maður snýr sólahringnum við á sjónum og er á öfugu róli við fjölskylduna þegar í land er komið.

Já Humfree minn, þetta virkar kannski svolítið samhengislaust hjá mér, en það liggur engu að síður mikil meining í þessum pistli.

Jón Ríkharðsson, 22.6.2012 kl. 02:40

3 identicon

Það er kanski mikið til í þessu hjá þér, EN hrunið hefur kent manni að goðsögnin um að kapítalistarnir væru mennirnir til að stjórna landinu var bara innihaldslaus míta.  Gleymdu því ekki að það var undir "styrkri" stjórn Sjálfstæðisflokksins til margra ára sem landið fór lóðbeint á hausinn. Þegar hulunni var svift af,  reyndust íslensku kapítalistarnir vera ýmist, aumir pilsfaldakapítalistar á spena ríkis og almannasjóða eða ótýndir þjófar og svikahrappar. Það má þó hugsanlega undanskilja einstök fyrirtæki sem virðast hafa verið í alvöru og eru enn.  

Bjarni Gunnlaugur 22.6.2012 kl. 09:05

4 identicon

Bjarni Gunnlaugur, þú misskilur þetta með pilsfaldakapítalisman hrapallega. Auðvitað hlaupa menn til ríkisins og heimta að ríkið borgi - reynslan er nefnilega sú að ríkið borgar alltaf.

Sósíalisminn í stjórnvöldum og almenningi er einmitt vandamálið, ef þú getur tekið sénsa runnið á rassgatið vitandi að þegar það gerist þá kemur ríkið hlaupandi og býðst til að borga brúsann þá er engin ástæða fyrir þig að spá í hvað þú ert að gera, þú ert alltaf með sósíalísku ríkistrygginguna. Galdurinn til að nálgast hana er bara að verða nóg andskoti stór - almenningur og stjórnmálamenn eru nefnilega alltaf nógu vitlausir til að "bjarga störfum".


Kapítalisminn fylgir í grunninn sama lögmáli og þróunin, þeir hæfustu lifa af og komast á toppinn, sá hæfasti í norrænu blönduðu hagkerfi er sá sem kann að mjólka einkageirann þegar hann gefur og svo að skipta yfir í ríkisspenann þegar hann byrjar að gefa.

Gulli 22.6.2012 kl. 09:23

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Innihaldslaus míta segir þú Bjarni, en það er einfaldlega rangt. Sagan hefur staðfest það með óyggjandi hætti að engir hafa stjórnað Íslandi betur en sjálfstæðismenn.

Hinsvegar má segja að þeir hafi gert mistök, bæði með hækkun ríkisútgjalda langt umfram eðlileg mörk einnig voru þeir of ákafir við að hrósa bankamönunum á árunum fyrir hrun. Það voru stór mistök hjá Geir og Ingibjörgu að þvælast til útlanda og dásama stöðu bankanna.

Landið fór aldrei lóðbeint á hausinn, eins og þú segir og fátt bendir til að það gerist. Það var m.a. vegna þess að sjálfstæðismenn greiddu niður skuldir ríkissjóðs á sama tíma og vinstri men vildu auka ríkisútgjöldin heima fyrir. Einnig má benda á að ákvörðun fyrri ríkisstjórnar, varðandi það að láta bankanna falla, hún er alfarið á ábyrgð sjálfstæðismanna og flestir eru sammála um að það hafi verið rétt aðgerð, sem hún var.

Það er engin goðsögn til um Sjálfstæðisflokkinn, flestir eru sammála um að það er flokkur með mjög góða stefnu, þá einu sem hefur virkað á Íslandi til þessa dags, en þeir sem þekkja eitthvað inn á mannlegt eðli vita að við gerum öll mistök, sjálfstæðismenn líka að sjálfsögðu því þeir eru jú bara mannlegir.

Hrunið var alþjóðlegt og það gat enginn íslenskur stjórnmálamaður komið í veg fyrir það, þess vegna var Geir sýknaður. Það er ágætt, til að átta sig á aðstæðunum fyrir hrun, í heiminum öllum, að byrja á bls. 58 í fyrsta bindi rannsóknarskýrslunnar. Þar er sagt frá aðstæðum sem sköpuðust í útlöndum og þær ollu að lokum hruninu.

Jón Ríkharðsson, 22.6.2012 kl. 10:16

6 identicon

Er Steingrímur J ekki að fara að ráðum Jóns Ríkharðs.. þú veist, vinna eins og brjálaður maður svo hann verði skrilljóneri.
Vonandi nærðu að kjósa eitthvað annað en sjálfstæðisflokk... á lífsleiðinni. Það væri merki um þroska

DoctorE 22.6.2012 kl. 10:34

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú ert gleggri en ég mig óraði fyrir DoctorE, það fer ekkert framhjá þínum haukfráu augum.

Ég nefndi hvorki Sjálfstæðisflokkinn né Guð í pislinum og undraðist þess vegna athugasemd þína, en þú ert ekki vanur að mæta nema fjallað sé um Sjálfstæðisflokkinn eða Guð, ég tala nú ekki um ef báðir eru nefndir.

En þú hefur tekið eftir því að ég nefndi Sjálfstæðisflokkinn í einni athugasemd og þess vegna mættir þú til að þjóna íhaldssemi minni, hafðu þökk fyrir það.

Ég yrði afskaplega dapur ef þú létir þig vanta þegar ég nefni þetta tvennt, sem að ofan greinir. Einu sinni klikkaðir þú og einn lesandi tók eftir því, eflaust hefur þú verið með einhverja flensu. Ég er að spekúlera í að skrifa færslu á næstunni, þar sem ég hrósa Sjálfstæðisflokknum, hún birtist í dag eða næstu daga, þú fylgist bara með.

Jón Ríkharðsson, 22.6.2012 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband