Föstudagur, 22. júní 2012
Færsla fyrir DoctorE.
Maður sem kallar sig DoctorE er í hópi minna tryggustu lesenda og ég hef hálfgerðan móral yfir að hafa ekki sinnt honum ansi lengi. Það er búið að vera í mörgu að snúast hjá mér sl. vikur þannig að ég hef haft lítinn tíma til að blogga.
Ég gæti trúað því að DoctorE sé frekar einmanna sál sem finnur sinn tilgang í að rakka niður Guðsorðið og Sjálfstæðisflokkinn.
Að sjálfsögðu vil ég að öllum líði vel, þannig að ég ákvað að skrifa eina færslu fyrir piltinn, sem hann getur svo rakkað niður að vild, já maður á að vera góður við alla:
Drottinn Guð, skapari himins og jarðar skapaði manninn í sinni mynd, sjálfstæðan og frjálsan mann.
Hér á Íslandi fetuðu góðir menn í fótspor Guðs og stofnuðu Sjálfstæðisflokkinn, flokk frelsis og mannúðar.
Sjálfstæðismenn vita það, að Guð er fullkominn og fyrst að hann boðar frelsi, þá gera þeir það að sjálfsögðu líka.
Athugasemdir
Já Guddi skapaði fyrsta sjálfstæðisflokkinnn. Þeir sem kjósa ekki sjálfstæðisflokkinn hans.. verða pyntaðir að eilífu; Þeir sem kjósa flokkinn geta sukkað og sóað alveg hægri vinstri, fara svo með bænir og koma út algerlega saklausir.
Þannig að helsti vandi sjálfstæðisflokks liggur í hversu létt er að fá fyrigefningu fyrir glæpum og spillingu... þess vegna á ekki að setja korss við D
DoctorE 22.6.2012 kl. 13:02
Þetta er svona eins og að veiða fisk.
Bergur Ísleifsson 22.6.2012 kl. 13:22
Þú hlýtur að geta gert betur en þetta DoctorE, þú klúðraðir góðu tækifæri til að rakka mig, Sjálfstæðislfokkinn og Guð niður í svaðið.
Þetta er óttalega máttlaust hjá þér.
Jón Ríkharðsson, 22.6.2012 kl. 13:26
Allt þetta sem þú nefnir, rakkar sig sjálft niður, nema guð.. hann er ekki til, en galdrabókin segir okkur að þessi guð er klárlega í besta falli geðveikur vitleysingur a'la Dear Leader... . Maður myndu ætla að hver sá sem telur ruglukollinn úr biblíu vera guð, að sá hinn sami sé mesti guðlastarinn af þeim öllum
Annars er ég ekkert spes að fylgjast með blogginu þínu.. bara hending ef ég sé blogg frá þér og geri athugasemdir.
DoctorE 22.6.2012 kl. 13:31
Það má segja það Bergur, en hræddur er ég um að þorskurinn hafi meiri gáfur en sá sem að skreytir sig með doktorsnafnbót.
Ef þú ætlar t.a.m. að veiða þorsk á línu, þá verður að gæta þess að beitan sé góð og að öngullinn sjáist ekki. Ef þorskurinn skynjar öngulinn þá forðar hann sér, einnig fer hann ef beitan er ekki góð.
Í þessu tilfelli þá var beitan léleg, ég bullaði það fyrsta sem mér datt í hug og öngullin sást greinilega.
En Doktorinn lét veiða sig samt, þannig að það er betra fyrir suma þorska að halda sig á þurru landi, DoctorE væri ekki langlífur í sjónum, svo mikið er víst.
Jón Ríkharðsson, 22.6.2012 kl. 13:33
Vertu ekki með þessa þvælu drengur, þú lest hvern einasta staf sem ég skrifa en lætur eins og þeir sem þykjast aldrei horfa á ýmsar sápur, en þekkja samt söguþráðinn í smáatriðum.
Þú ert bara að reyna að fá mig til að vera ekki of montinn yfir allri athyglinni sem þú sýnir mér.
Jón Ríkharðsson, 22.6.2012 kl. 13:37
Sælir jafnan; Jón - og aðrir gestir, þínir !
Það er þakkarvert; að þú skulir veita DoctorE þá athygli, sem hann verðskuldar Jón minn, eftir það spott og spé, sem Hádegis móa menn sýndu honum, á sínum tíma, með brottkasti hans óverðskulduðu, héðan af Mbl. vefnum.
Fjarri því; að við DoctorE, séum alltaf sammála um hlutina, en mér finnst hann alveg verðskulda sitt pláss hér - eins og Bergur Ísleifsson, auk fjölda annarra; ykkur, að segja.
Svo finnst mér nú; sem þú mættir alveg sýna Eddu, Snorra frænda míns Sturlusonar meiri virðingu, með því að minna á Guða- og Gyðju safnið, í þeirri merku bók, Jón minn.
Veistu það Jón; að Zend- Avesta rit, Zaraþústru Spámanns í Persíu (Íran), svo og Veda bækur Hindúa, eiga raunar, mun meira erindi til Íslendinga, en verið hefir, um langan aldur, fornvinur góður.
Allt um það; ég vona, að þið DoctorE, haldi ykkar strikum, hér eftir - sem hingað til, Jón minn.
Hinar beztu kveðjur; sem oftar - úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason 22.6.2012 kl. 14:05
Einkennilegt að vera svona vantrúaður en samt svo gagntekinn af guðí, biblíu, trú og trúarbrögðum að ekki skuli mega nota þessi orð á neinu bloggi án þess að doktorinn sé mættur á svæðið að kópí/peista.
Bergur Ísleifsson 22.6.2012 kl. 14:12
... já og kveðja til þín, Óskar ... ég er enn í Kína og ekkert á leiðinni aftur á klakann nema ef ég neyðist til þess. Bið að heilsa Simma og Herði, og auðvitað Ed ef þú sérð hann.
Bergur Ísleifsson 22.6.2012 kl. 14:16
Heill og sæll fornvinur kær.
Ég er haldinn þeim annmörkum að vera maður af holdo og blóði, þannig að ég kemst ekki yfir allt.
Ég kýs þess vegna að vekja athygli á Guði og Sjálfstæðisflokknum, svo þar sem við erum báðir markaðssinnar og viðurkennum kosti verkaskiptingarinnar þá færi vel á því að þú upplýstir fólk um það sem þú nefndir og ég sé um hitt.
Kveðja til þín,
Jón Ríkharðsson, 22.6.2012 kl. 14:24
Bergur minn, doktorinn er sannarlega ekki vantrúaður, þótt hann viðurkenni ekk tilvist Guðs, en þá er hann trúðari en flestir Guðsmenn.
Hann trúir því staðfastlega og efast aldrei um að Guð sé ekki til, hann er mjög trúrækinn maður.
Jón Ríkharðsson, 22.6.2012 kl. 14:25
Vissirðu það Jón að það svívirðilegasta sem hægt er að segja um og við vantrúaða er að segja þá trúaða? Þetta sagði mér einn sá vantrúaðasti hér á blogginu, hann sagði mér berum orðum að ég gæti ekki sagt neitt svívirðilegra um hann en það. Mér hafði víst orðið það á og aldrei verið fyrirgefið það síðan.
Nei, ég er bara að segja þér þetta því kannski vissirðu þetta ekki og af því ég veit að þú vilt öllum vel þá ættirðu kannski að hafa þetta í huga áður en þú kallar doktorinn trúaðann. Þú verður að bæta van fyrir framan.
Bergur Ísleifsson 22.6.2012 kl. 14:49
Það er rétt hjá þér Bergur minn, sannarleg vill ég öllum vil og doktornum að sjálfsögðu líka.
Þess vegna þarf að tukta strákinn til og brýna hann til átaka. Hann er svo óttalega máttlaus í sínum athugasemdum, sennilega vegna þess að enginn hefur veit honum almennileg andsvör. Þá heldur hann að hann sé svo beittur og jafnvel fer að trúa því, að hann hreyfi við fólki.
Ég býð eftir að sjá eitthvað krassandi frá honum, þessi leiðindavæll er orðinn þreytandi, sama tuggann slag í slag.
Jón Ríkharðsson, 22.6.2012 kl. 15:36
Jón, ég veit ekki hvenær þú kynntisti doktornum fyrst, en hann er búinn að segja nákvæmlega það sama í þeim hundruðum athugasemda sem ég hef lesið eftir hann síðan ég sá þá fyrstu fyrir um fjórum árum minnir mig. Og þá skipti engu um hvað er annars rætt í viðkomandi pistli, doktorinn virðist einfaldlega sjá eldrautt þegar orð eins og, trú, trúarbrögð, Jesús, Guð, Biblía og kristni koma fyrir í textanum og byrjar þá að kópí/peista á fullu, nánast alltaf sama textanum þótt orðaskipan geti breyst.
Þannig að ég held að það sé borin von, Jón, að hann komi á óvart með eitthvað nýtt.
En það er auðvitað fallegt af bloggurum eins og þér að leyfa honum samt að blása þótt hann hafi ekkert að segja. Ef það er eitthvað sem hann þolir ver en þessi orð sem ég minntist á hér að framan þá er það þegar einhver bloggarinn hefur gefist upp á síbyljunni í honum og málefnafátæktinni og einfaldlega notað rétt sinn til að loka á frekari "athugasemdir" frá honum til að fá frið fyrir síbyljunni. Það finnst honum vera ritskoðun. Vei þeim sem beitir henni.
Bergur Ísleifsson 22.6.2012 kl. 17:03
Doktor E svarar skilmerkilega í pistli no 1.
Þar segir hann allt saman í stuttu máli,það þarf ekki mörg orð ,snilld hjá honum.
Jón,það er fyndið hvað þú skaust þig í ,,fótin,,með þessum pistli.
Númi 22.6.2012 kl. 22:06
Ekki blanda saman Sjálfstæðisflokknum og trúvilluskoðunum frá Miðausturlöndum. Ég hef verið flokksbundinn sjálfstæðismaður í áratugi og mun og get ekki sett samjafnara á milli stjórnamálaflokksins og þessara trúarbragða þarna að sunnan. Þetta eru trúarbrögð sem eiga rætur sínar til upphafsmanns þeirra, Abraham sem heyrði raddir. Í dag eru til lyf við svona skynvillum og röddum í höfði fóks en fyrir þúsundum ára var oft haldið að sumt fólk með geðsjúkdóma væri í tegslum við guðdóm eða haldið illum anda. Rögnin hins vegar, í hér áðurnefndri miðausturlenskri galdrabók og þá sérstaklega í eldri hluta hennar, líkjast óneitanlega stjórnarháttum Assyrískra guðakonunga, þ.e.a.s. blóðug grimmd og ófyrirleitin harka.
Að öðru, eitthvað er DoktorE andlaus núna, kannski er fáyrði og einfaldleiki upphafsorða þessarar umræðu orsök andleysisins. En við vonum enn að þessi annars velkunni "hrópandi" fynni fljótt neistann og hnyttni hans skreyti hér síðuna.
Jóhannes 22.6.2012 kl. 22:59
Fyndið að þú skulir minnast á sápuóperur í þessi samhengi, Jón.
Mörg blogg eru einmitt eins og sápuóperur, í þeim skilningi að maður þarf yfirleitt bara að horfa á einn þátt á 20-30 þátta fresti (ef svo mikið einu sinni) til að hafa söguþráðinn á hreinu. Enda breytist hann seint.
En það er nú gott að þú ert svo sannfærður um eigið ágæti, að þú teljir DoctorE hanga á hverju orði hjá þér. Er þetta kannski það fyrsta og síðasta sem þú hugsar um við skrif bloggfærslu? "Hvað ætli doctorinn segi við þessu?" og flissar svo eins og skólastelpa?
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.6.2012 kl. 12:49
Það trúa allir einhverju, meira að segja þeir sem sverja sig til trúleysis. Enda varð trú til löngu á undan öllum trúarbrögðum og er þesskonar trú en við líði hjá mörgum dýrategundum.
Svo nefndir trúleysingjar eru gjarnan meiri trúmenn en þeir sem ekki afneita trú sinni. Líklega eru til trúleysingjar sem trúa bara á einn guð, en þó trúa þeir flestir á marga guði. Þeir eru oft miklir hamfara trúmenn en eiga það til að vera verulega illa fyrir séðir, samanber þessi norðmaður sem nú er fyrir rétti hjá hinum trúuðu frændum okkar Norðmönnum. Öfugt við hann virðist þessi Doktor E. Vera tiltölulega fyrir séður og notar mikið fjölföldun orða annarra og er því líklegt að hann búi við orðafátækt eða vitstíflu.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.6.2012 kl. 23:03
Númi minn, það er gott að mér tókst að gleðja þig.
Jón Ríkharðsson, 24.6.2012 kl. 17:38
Jóhannes, ef þú lest pistilinn og athugasemdirnar, þá muntu komast að því, að þetta var sett fram í gríni, svona að mestu leiti.
Jón Ríkharðsson, 24.6.2012 kl. 17:39
Ekkert ég ég sérstaklega sannfærður um ágæti mitt Ingibjörg, en það er rétt, ég skrifa oftast um sama efnið.
Nei, ég hugsa um flest annað en DoctorE, þegar ég er að skrifa pistlanna, satt að segja hugsa ég ekkert um hann, nema þegar hann minir á sig með reglulegu millibili.
Jón Ríkharðsson, 24.6.2012 kl. 17:42
Sammála þér Hrólfur.
Jón Ríkharðsson, 24.6.2012 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.