Hvers vegna eiga hægri menn að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Við hægri menn eigum að standa saman, efla Sjálfstæðisflokkinn og byggja hann upp. Ef við ætlum að dreifa okkar atkvæðum á milli margra flokka, þá skerðum við möguleika okkar að koma hægri stefnunni til valda.

Í áranna ráð hefur myndast gjá milli þings og þjóðar, hún dýpkar stöðugt, en með sameiginlegu átaki tekst okkur að brúa gjána. Kjósendum hættir til að misskilja stjórnmálamenn og ætla þeim vafasaman tilgang, spunameistarar vinstri flokkanna vinna sitt starf af mikilli elju og þeir hafa góðan aðgang að fjölmiðlum.

"Að gera hina ríku ríkari og fátæku fátækari", leiftursókn gegn lífskjörum", þetta var áróður sem notaður hefur verið gegn Sjálfstæðisflokknum áratugum saman, en staðreyndin er sú, að þjóðinni gengur alltaf best þegar sjálfstæðismenn eru við völd.

Árið 1991 var staða þjóðarbúsins ekki góð, en sjálfstæðismönnum tókst að skapa sátt og hún skiptir mestu máli.

Árið 1995 varð ég atvinnulaus, í hálfan mánuð hringdi ég stöðugt og gekk á milli staða til að fá vinnu. Það virtist algerlega vonlaust á höfðuborgarsvæðinu, þá hringdi ég í fyrirtæki úti á landi og fór hringinn, endaði á því að komast á humarbát frá Þorlákshöfn.

Sjálfsæðismenn gátu ekki skapað atvinnu, enda er það ekki verkefni stjórnmálamanna, en hvað gerðu sjálfstæðismenn til að skapa traust og fullvissa þjóðina um eigið ágæti?

Í bók Illuga Jökulssonar sem fjallar um tuttugustu öldina á Íslandi segir að efnahagskreppa hafi ríkt á fyrsta kjörtímabili sjálfstæðismanna, frá því þeir tóku við völdum árið 1991. En Illugi segir m.a.; "Jafnvel meðal andstæðinga Sjálfstæðisflokksins hneigðust margir til að treysta Davíð til að kollkeyra ekki samfélagið".

Sagt er frá mikilli gremju meðal almennings í bók Illuga, á fyrsta kjörtímabili hinnar löngu valdasetu Sjálfstæðisflokksins, en jafnframt að; "þótt margir ættu erfitt og ríkisstjórnin væri iðulega gagnrýnd harkalega fyrir atvinnuleysi hafði meirihluti þjóðarinnar ekki áhuga á að hverfa aftur til fyrri tíma, þegar iðulega var brugðist við versnandi kjörum með innihaldslausum kauphækkunum sem gerðu ekki annað en hleypa af stað verðbólgu".

Á þessum tíma stóð til að hækka laun þingmanna og ráðherra, en Davíð Oddsson beitti sér fyrir því að launahækkunin yrði dregin til baka og til hvers?

Launahækkun til þingmanna og ráðherra hafði óveruleg áhrif á stöðu ríkissjóðs, heldur var það vitanlega til þes að skapa sátt.

Illugi nefnir einnig lækkun skatta á fyrirtæki, sem var til þess að bæta þeira hag og umleið veita launþegum möguleika á bættum kjörum.

Eins og að ofan greinir, þá hafa vinstri menn stöðugt verið að sverta ímynd Sjálfstæðisflokksins með ýmsum dylgjum, því þeir vita sem er, stefnan dugar ekki en valdafíknin er sterk í þeirra fari.

Ef skoðuð er saga lýðveldistímans, þá sést með óyggjandi hætti, að Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á Íslandi sem getur stjórnað.

Látum ekki blekkjast af fagurgala vinstri manna, við höfum mörg nýleg dæmi um vangetu þeirra.

Til þess að hægt sé að færa samfélagið til betri vegar, þarf að skapast sátt.

Sáttinn er svo farsæll vegur til framfara. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Jón minn; æfinlega !

Miðju- moðs flokkinn; ''Sjálfstæðisflokkinn''  - lesist, SJÁLFS GRÆÐGISFLOKKINN, geta Hægri menn ALDREI kosið, Jón minn.

Hægri menn; kjósa afnám þingræðis- og gæðinga væðingar jafnan, OG KJÓSA FREMUR, fámennisstjórnir sterkra manna, fornvinur góður.

Miðju- moðið; svo og vinstra ruslið, eru löngu orðin að haugamat - og bezt geymd, með öðru sorpi, Jón minn.

Með; hinum beztu kveðjum - sem oftar, í norðanverða Gullbringusýsluna - að austan /   

Óskar Helgi Helgason 26.6.2012 kl. 12:45

2 identicon

Landsfundur x-D samþykkti að vera á móti Icesave samningunum, en meirihluti þingflokksins samþykkti að greiða atkvæði með Icesave.

Landsfundur x-D samþykkti að afnema verðtrygginguna og leiðrétta höfuðstól verðtryggðra lána, en hvað gerir þingflokkurinn, hafnar að fara að samþykktum Landsfundar og ætlar að humma málið fram af sér.

Þarf nokkuð að segja meira, guðs sé lof að, Hægri Grænir virðast vera komnir til að vera til framtíðar.

Halldór Guðmundsson 26.6.2012 kl. 13:12

3 identicon

Sælir; á ný !

Halldór Guðmundsson !

Nákvæmlega; og, verandi með : Tryggva Þór Herbertsson - Sjóðs 9 Illuga - Ólöfu Nordal, og önnur áþekk innanborðs, að óbreyttu, lýsir verulegri fljótfærni - sem einkonar firringu, í huga fornvinar míns, hins mæta Jóns Ríkharðssonar.

Jón Ríkharðsson; er aftur á móti - gegnheill og fölskvalaus hugsjónamaður og góðmenni Halldór, og á öngva samleið, með þessu einkapots- og grægis packi, ágæti drengur.

Ekki síðri kveðjur; - þeim fyrri /  

Óskar Helgi Helgason 26.6.2012 kl. 13:24

4 identicon

Látum ritskoðarana; í Hægri - Grænum, alveg liggja á milli hluta, Halldór minn.

(sbr. síðu þeirra; hér á Mbl. vefnum).

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason 26.6.2012 kl. 13:25

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll Óskar minn, að venju kýs ég að svara ekki þínum athugasemdum efnislega, heldur kasta á þig kveðju fyrir vináttusakir.

Ég gæti alveg eins sanfært hvíta vegginn á bak við mig, um að verða svartur eins og að breyta þínum skoðnum, sama gildir vitaskuld um mig líka, þú getur ekkert gert til að breyta mínum.

Kveðja til þín, austur fyrir fjall.

Jón Ríkharðsson, 26.6.2012 kl. 13:43

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Halldór, ég var ósáttur við afstöðu forystunnar í Icesave, en þau gerðu góða málamiðlun með því að vísa því til þjóðarinnar, það er hinum almenna flokksmanni að þakka.

Svo varðandi verðtrygginguna og höfuðstól lána, þingliðið hefur dregið lappirnar í því, en það á eftir að koma í ljós hvað gerist þegar flokkurinn kemst til valda.

Ef flokksmenn koma með þrýsting og gefa ekkert eftir, þá er hægt að hafa áhrif á forystuna.

Raunar er það misskilningur að segja að kjörnir fulltrúar séu bundnir af landsfundarsamþykktum, þeir eru samkvæmt stjórnarskránni eingöngu bundnir eigin sannfæringu.

Ég hef ekkert nema gott um Hægri græna að segja, nema það er verst að þeir dreifa atkvæðum hægri manna og veikja okkar vígstöðu um leið.

Jón Ríkharðsson, 26.6.2012 kl. 13:48

7 identicon

Heilir og sælir; sem fyrr !

Jón minn !

Í öngvu; hugðist ég breyta þínum skoðunum - heldur; og aðeins til þess, að hugsa betur þinn gang, og í hvers lags Orma gryfju, þú sætir fastur, eins og ég benti Halldóri á; réttilega, hér að ofan.

Þessi sjálfumglaði lýður; sem fyrir þessu flokks ræksni fer, hefir ALDREI beðið okkur samlanda afsökunar, á þeim gjörningum, sem þau stóðu að, í upphafi 10. áratugar síðustu aldar - og síðan, með hjálp hinna 3ja rusl flokkanna, vitaskuld.

Slíkum; verður ALDREI, hægt að fyrirgefa, Jón minn.

Hinar sömu kveðjur - sem þær seinustu, að sjálfsögðu / 

Óskar Helgi Helgason 26.6.2012 kl. 13:53

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll Óskar minn, eftir stöðuga málafylgju þína á síðunni, þá ættir þú að vera fyrir löngu búinn að breyta mínum skoðunum, ef það væri hægt.

Sem betur fer höfum við ólíka sýn á hlutina, það sem einn upplifir ormagryfju, það getur öðrum fundist ágætis félagsskapur og báðir hafa jafnrétt eða jafnrangt fyrir sér.

Með ekki lakari kveðjum en hinum fyrri.

Jón Ríkharðsson, 26.6.2012 kl. 15:56

9 identicon

Sælir; á ný !

Jón minn !

Já; og það, þrátt fyrir nýkunngerð glæpaverk : Geirmundar - Jónmundar og Steinþórs, í Sparisjóði Keflavíkur og nágrennis, þá skulu þeir njóta verndar FLOKKSINS; út í eitt.

Hversu mikið; er þanþol siðferðisins, áður en brestur - nema; aldrei hafi verið til staðar ?

Og enn; gengur STÓRSVINDALRINN Árni Sigfússon (Johnsen) laus, þar syðra, Í boði FLOKKSINS !

En; 200 - 300 Króna (í klinki; vel að merkja) sjoppuþjófar, skulu helzt dæmdir samdægurs að loknum verknuðum sínum, og í grjótið.

Ertu ekki stoltur; af íslenzka stjórnar- og dómskerfinu, Jón minn ?

Sömu kveðjur - sem seinustu; samt, sem áður /       

Óskar Helgi Helgason 26.6.2012 kl. 19:16

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er hasar í Óskari Helga það bara gott og gaman oftast en það væri gaman að vita hreint hvað hann kís eða er það ekki kannski kemur svar????

Haraldur Haraldsson, 26.6.2012 kl. 21:33

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Jú Óskar minn helgi, ég er nokkuð ánægður með íslenska stjórn og dómskerfið, en það er ekki fullkomið frekar en í öðrum löndum.

Þeir einstaklingar sem þú nefnir eru að þínu mati glæpamenn, en lögum samkvæmt eru þeir þá enþá grunaðir um glæpi. Ekki treysti ég mér til að dæma um sekt eða sakleysi fólks, í málum sem ég þekki ekki til hlítar, en þú værir þá vís með að fara með þín gögn til yfirvalda.

Að sjálfsögðu sendi ég alltaf góðar kveðjur austur fyrir fjall.

Jón Ríkharðsson, 26.6.2012 kl. 21:45

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Halli minn Óskar Helgi er skynsamur maður og meinstríðinn. Að sjálfsögðu kýs hann Sjálfstæðisflokkinn, annað kemur ekki til greina, en hann viðurkennir það aldrei fyrir nokkrum manni.

Jón Ríkharðsson, 26.6.2012 kl. 21:46

13 identicon

Sælir; sem oftar !

Halli gamli /// !

Já; rétt er það, ég gef ekki ferþumlung eftir, í mínum viðhorfum - með skírskotun til Íslandssögu fyrri tíma, sem þeirra seinni, ágæti drengur.

Jón Sæfari og Síðuhafi; vísi !

Ég þyrfti; að fara til yfirvalda, suður í Afríku - eða austur í Asíu, til þess að fá þessa Andskotans Hundingja réttaða.

Yfirvöld dómsmála hérlend; eru INNGRÓIN, í spillingar viðbjóðinn, hafir þú ekki eftir tekið, Jón minn !

Ekki síðri kveðjur; - öllum, þeim fyrri /  

Óskar Helgi Helgason 26.6.2012 kl. 22:52

14 identicon

Og; kerskni þín, um að ég kjósi þennan - eða hinn, missir algjörlega marks Jón minn, þar sem þeir Guðjón Arnar, og Sjóhunda- og þungavigtarsveit hans, voru þeir síðustu, í Apríl 2009 / sem reyndar fyrstu, nokkru áður, sem hlutu atkvæði mitt; þér, að segja.

Tek ekki framar; þátt í neinum kosningum hér eftir, enda vil ég steypa núverandi stjórnarfari, til Helvítis, héðan af, Jón minn !!!

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason 26.6.2012 kl. 23:04

15 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Enda máttu alls ekki gefa þumlung eftir Óskar minn Helgi, þú yrðir hundleiðinlegur og andlaus ef þú myndir fara að breyta um skoðun.

En það hlýtur að vera í lagi að stríða þér létt, svona annað slagið, ég þykist vita að þú sért ekki gjörsneyddur af kímni.

Með bestu kveðjum, ef ekki betri en þeim fyrri því ég er í asskoti góðu skapi núna.

Jón Ríkharðsson, 27.6.2012 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband