Karl Marx hafði rétt fyrir sér.

Karl Marx sagði að trúin væri ópíum fólksins og það sannaðist best á fylgismönnum hans.

Marxistar trúðu því að Marxisiminn væri lykill framfara, en raunveruleikinn hefur fyrir löngu afsannað það.

Enn þann dag í dag er til hópur fólks, sem er dáleitt af trúarsetningum leiðtogans og það er ekki vinnandi vegur að lækna þetta góða fólk af sinni villu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón. Sama hvað hver segir, þá er útilokað að réttlæta hagfræði-stríðs-trúar-brögð, með bull-boðskap hertekinna fjölmiðla, til að skapa hlutlausan réttlátan heim.

Það gildir um öll innistæðulaus öfga-trúarbrögð og þeirra herteknu fjölmiðla heimsins.

En það þýðir víst lítið fyrir mig að segja þetta, því ég er ekki í neinum trúarbragða-stjórnmála-flokki, og ekki er ég talin hámenntuð og réttlætanleg í mínum málflutningi, og þess vegna er rödd mín ekki virt. Það er í góðu lagi fyrir mig sjálfa, en það er sárt að fólk fái ekki að hlusta á raddir óháðs réttlætisins í ríkisfjölmiðlum landsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.7.2012 kl. 20:10

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú skapar aldrei hlutlausan og réttlátan heim Anna mín Sigríður, því sýn okkar á réttlætið er svo mismunandi, oftast fer hún eftir því hvað hentar okkar hagsmunum best.

Ég er ómenntaður eins og þú, í þeim skilningi að ég hef aldrei í háskóla komið, en ég hugsa að við séum bæði ágætlega sjálfmenntuð og það er ekkert verra en háskólamenntun.

En það er gaman að sjá athugasemd frá þér eftir langt hlé, ég er ekki að segja að þú hafir rangt fyrir þér, vissulega eigum við að leita réttlætis og læra að skilja hvert annað.

Ætli réttlætið sé ekki fólgið í tillitssemi að stóru leiti?

Jón Ríkharðsson, 4.7.2012 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband