Hættum að sekta fyrir dugnað.

Vinstri menn hafa þá hvimleiðu árátta að sekta fólk fyrir dugnað og það dregur smátt og smátt þrótt úr framtakssömu fólki, því fáir nenna að streða og borga megnið af innkomunni til ríkissins.

Stundum koma þeir með þau rök, að fólk þurfi að greiða fyrir það að hafa hagnast svona mikið, en vinstri flokkarnir hafa aldrei verið þekktir fyrir að hjálpa fólki að auðgast, þvert á móti reyna þeir að koma í veg fyrir það með öllum ráðum.

Sá sem að getur hagnast vel í tíð vinstri stjórnar er sannkallaður afreksmaður og slíkir einstaklingar eru vitanlega dýrmætustu þegnar allra landa.

Það á að vera ein lág skattprósenta fyrir alla, þeir sem þéna mikið borga alltaf hærri upphæðir í skatta.

Eitt helsta baráttumál næstu ríkisstjórnar á að vera, að hætta að sekta fólk fyrir dugnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þarna erum við algjörlega sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2012 kl. 13:16

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Gæti ekki verið meira sammála þér.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.7.2012 kl. 13:21

3 identicon

Já þetta góð samantekt á pólitíkinni í hnotskurn!

Björn 7.7.2012 kl. 13:31

4 identicon

Ef einstaklingurinn fær ekki að njóta afrakstur erfiðis síns mun hann hætta að erfiða og ekkert mun þrífast í þannig umhverfi.

Skjöldur 7.7.2012 kl. 13:43

5 identicon

Elsku karlinn minn; að sekta fólk fyrir dugnað hefur alltaf verið stefna Alþýðuflokksins (nú SF) og Allaballa (nú VG) þannig að það sem hefur gerst í skattamálum á Íslandi síðustu þrjú árin, ætti ekki að koma eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir þig.

Eins og sagt var um USSR; "everybody is equal, just some are more equal than others." Þannig vilja þessar Dömur og þessir Herrar í SF og VG hafa það. Því miður þá er þetta bara svona, og þau koma aldrei til með að breita sinni stefnu.

Kveðja frá Las Vegas.

Johann Kristinsson 7.7.2012 kl. 14:52

6 identicon

Flestir vinstri menn virðast standa í þeirri meiningu að efnahagskerfið sé "zero sum game" svo að ég leyfi mér að sletta. Af því leiðir í þeirra augum að ekki er hægt að skapa verðmæti, heldur einungis er verið ap flytja þau frá einum aðila til annars og í þeirra augum er hagnaður einfaldlega stuldur frá einhverjum öðrum. Þegar hlutirnir eru settir svona upp, er augljóst hvert stefnir.

Churchill sagði " The inherent vice of capitalism is the unequal sharing of blessings; the inherent virtue of socialism is the equal sharing of miseries"

og þetta hefur reynst rétt hvar sem menn hafa reynt að hafa fræði Marx að leiðarljósi.

Erlendur 7.7.2012 kl. 14:54

7 identicon

Vel skrifað Erlendur.

Oft er hægt að kvóta gamla Churchill til að koma hugsun manns vel í hðfn, so to speak.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson 7.7.2012 kl. 15:36

8 identicon

Takk Jóhann,

ég er búsettur á vinstri strönd Bandaríkjanna og því miður eru innfæddir að reyna að apa eftir Evrópumönnum þessa fásinnu.

Erlendur 7.7.2012 kl. 15:44

9 identicon

Skyl þig vel Erlendur.

Ættlaði að búa í San Diego, en hætti við útaf vitleisuni í Kaliforníu, og bý í Las Vegas.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson 7.7.2012 kl. 18:40

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er gaman að við skulum þá einu sinni vera algerlega sammála Ásthildur mín, en það er ekki langt á milli okkar pólitísku skoðanna, örlítill áherslumunur held ég.

Jón Ríkharðsson, 7.7.2012 kl. 20:51

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Takk fyrir það Halldór.

Jón Ríkharðsson, 7.7.2012 kl. 20:52

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Rétt Björn og þeirri pólitík þarf sannarlega að breyta.

Jón Ríkharðsson, 7.7.2012 kl. 20:52

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála því Skjöldur, það er enginn hvati, ef fólki er refsað fyrir dugnaðinn.

Jón Ríkharðsson, 7.7.2012 kl. 20:53

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mikið er ég sammála þér Erlendur, ég er líka mikill aðdáandi Churchill, hann var merkur stjórnmálamaður og með afbrigðum djúpvitur.

Jón Ríkharðsson, 7.7.2012 kl. 20:54

15 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er sorglegar en tárum taki að bíða til vors um breytingar/Kannski fyrr???/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 7.7.2012 kl. 22:28

16 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sammála Jón okur skattar og einokun í atvinnulifinu á ekki rétt á sér í nútíma lýðræðisríki

Ólafur Örn Jónsson, 7.7.2012 kl. 23:49

17 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt Óli, það þarf að lækka skatta umtalsvert.

Jón Ríkharðsson, 8.7.2012 kl. 00:44

18 Smámynd: Steinþór Kristjánsson

Einmitt, hvað ætli það kosti ríkissjóð, þessar matargjafir, öryrkja og annara sem ekki eiga til hnífs og skeiðar, hækka bætur, láta fólk kaupa sjált í matinn og hjólin fara að rúlla.

Steinþór Kristjánsson, 8.7.2012 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband