Þriðjudagur, 10. júlí 2012
Hefur ríkisstjórni gert eitthvað gott?
Eitt sinn var ég með manni til sjós sem var með afbrigðum latur og hann hlífði sér við öllum erfiðum verkum. Hann var lélegur verkmaður og eiginlega gagnslaus, en hann var fljótur að finna allar stangir ef það þurfti að hífa eitthvað og hann var bísna glúrinn við að stjórna spilum á dekkinu og krananum.
Það myndi enginn telja hann duglegan eða sækjast eftir honum í vinnu, hann var aldrei marga túra á sömu vaktinni, því fyrsti stýrimaður var tillitssamur og vildi ekki leggja of mikið á okkur.
Það kann vel að vera að Jóhanna og Steingrímur hafi gert eitthvað gott, en það litla sem þau gera gagnlegt, hverfur í skuggann af þeim mörgu mistökum sem þau hafa framkvæmt í sinni stjórnartíð.
Icesave, allur ófriðurinn, klúðrið í sjávarútvegsmálum, ESB umsókn í andstöðu við stóran hluta þjóðarinnar, gríðarlegar upphæðir sem töpuðust þegar dælt var peningum í ónýtar fjármálastofnanir og tryggingafélag osfrv.
Það er vitanlega hægt að segja að þau hafi staðið sig þokkalega í samskiptum við AGS og hlýtt þeirra fyrirmælum, reyndar hlýddu þau ekki fyrirmælum AGS, varðandi uppbyggingu á stóriðju en það hefði varið það viturlegasta í stöðunni, þannig að deila má um hversu vel þau stóðu sig.
Þó að eitthvað hafi heppnast þokkalega hjá þessari ríkisstjórn, þá þarf sérstætt hugarfar til að segja að hún hafi staðið sig vel.
Athugasemdir
Vel má vera, Jón, að eitthvað gott hafi komið frá hendi þeirra skötuhjúa síðastliðin þrjú ár. Hvað það er kem ég ekki auga á og gaman væri ef einhverjir köstuðu inn á síðu þína punktum um góða frammistöðu þeirra við stjórn landsins. Það á hver vissulega rétt á sanngjörnum dóm.
Því miður er það þó þannig að það fáa sem Jóhanna og Steingrímur hafa viljað hæla sér af, er til komið vegna gerða fyrri ríkisstjórnar og vegna gerða forsetans og þjóðarinnar. Það eru atriði sem þau skötuhjúum hefur ekki tekist að eyðileggja þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Glaður myndi ég hæla þeim skötuhjúum, ef ég gæti. En það er bara gjörsamlega útilokað að finna eitt einasta verk sem hægt er að hæla þeim fyrir. Hins vegar skortir ekki á þau atriði sem hægt er að gagnrýna. Í raun er hægt að gagnrýna hvert einasta verk þeirra, mismikið þó.
Það er til skammar að ríkisstjórn sem stjórnað er af ofstópafólki sem lætur reiði sína ráða gerðum og hundsar vilja þjóðarinnar, hundsar niðurstöður Hæstaréttar og hundsar gildandi stjórnarskrá, skuli geta setið rúmt kjörtímabil að völdum.
Hvar er stjórnarandstaðan?!
Hvar er þjóðin?!
Gunnar Heiðarsson, 10.7.2012 kl. 20:41
Það hafa staðið sig frekar illa...Þau skötuhjú eiga samt enn langt í að ná fokkinu sem sjálfstæðisflokkur gerði; En, lesser fuck up is still fuck up;
Ef gengi yrði til kosninga nú.. ég yrði að kast upp tening; 4flokkurinn er það slæmur. Hver er munurinn á kúk og skít; Ef þú þvært skít af skít þá er ekkert eftir.
Hver sá sem sér ekki fokkið í sínum 4flokk.. er í besta falli hræsnari.
DoctorE 10.7.2012 kl. 20:50
Iceland's Success in Battling Joblessness
The issue here is that high unemployment is an exceptionally perverse consequence of financial crisis. If you find yourself suddenly more deeply indebted than you'd anticipated, what you need to do is work more. Try to freelance more or pick up more shifts or work a second job or hustle harder for commissions. Anything to increase your income. But at the same time, you're going to want to reduce your spending. And the problem is that if lots of people are trying to reduce their spending, there's the risk that people won't be able to work more even though they really need more income. Instead what happens is that Irish (and Spanish and so forth) people, in the aggregate, are doing less work than they were pre-crisis even though they need the income more. It's a mess.
Currency depreciation by no means eliminates the pain of an economic crisis. On the contrary, it makes everyone poorer. But by spreading the shock across all citizens and assets, it does a much smoother job of mitigating the secondary trauma of idleness and unemployment.
In the piece, Jon Danielsson remarks that Iceland has "not yet found a way to build a prosperous country for the future." That's an overstatement. Iceland is one of the richest countries on earth and had that status even at the nadir of the recession. What is true is that nothing Iceland has done since the crisis has managed to restore the prosperity Iceland enjoyed at the peak. At the peak Icelandic people benefitted from massive international overestimation of the merits of Iceland's banks, and there's no conjuring trick to do away with the losses that occur when that unfolds. In the broad scheme of things both Iceland and Ireland are prosperous well-educated countries that enjoy stable democratic governments and low levels of corruption. Most likely they'll both be fine. But unemployed people rarely feel fine, and a government that succeeds in avoiding prolonged spells of mass unemployment is accomplishing something very useful.
Iceland seems to be getting the job done.
Skeggi Skaftason, 10.7.2012 kl. 20:51
A Bruised Iceland Heals Amid Europe’s Malaise
“Everything has turned around,” said Adalheidur Hedinsdottir, who owns and runs the coffee chain Kaffitar, the Starbucks of Iceland, and has plans to open a new cafe and start a bakery business.
Skeggi Skaftason, 10.7.2012 kl. 20:55
Það er rétt Gunnar, það er eiginlega ekki hægt að hrósa ríkisstjórninni.
Jón Ríkharðsson, 10.7.2012 kl. 21:33
Hvað hefur komið yfir þig DoctorE? Ég minntist hvorki á Sjálfstæðisflokkinn né Guð, kannski ég hafi hugsað um annaðhvort, þú ert svo asskoti næmur.
Jón Ríkharðsson, 10.7.2012 kl. 21:35
Deila má um Skeggi, hvort ríkisstjórnin geti þakkað sér hagvöxtinn og óvíst er hvort hann sé raunverulega til góðs, til lengri tíma litið.
Hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi var ca. 4%, of lítill hluti hans kom til vegna utanríkisviðskipta og fjárfestinga, hann virðist að mestu leiti vera drifinn af einkaneyslu, en slíkt hefur ekki jákvæð áhrif á efnahagslífið, lækkar meðal annars gengið.
Ríkisstjórnin getur ekki þakkað sér gott gengi í makríl og loðnuveiðum, ferðamannaiðnaðurinn hefur blómstrað m.a. vegna lágs gengis krónunnar.
Sjávarútvegurinn hefur gengið vel til þessa, vegna þess að ríkisstjórnin náði ekki að knésetja hann með ofursköttum.
Það er ekki nóg að skoða hagvaxtartölur, þær segja ósköp lítið heldur er það stjórn landsins í heild sinni, ófriðurinn og ósættið sem ríkisstjórnin hefur skapað er til skaða, sem betur fer tókst þeim ekki að keyra Svavars-samninginn í gegn, en það var ekki þeim að þakka að betur fór en áhorfðist.
Ríkisstjórnin hefur verið heppin.
Jón Ríkharðsson, 10.7.2012 kl. 21:41
Komdu sæll Jón, Allir góðir stjórnendur eru starfandi einhversstaðar hjá fyrirtækjum úti í atvinnulífinu fæstir þeirra myndu líta við því að setjast á alþingi þessir góðu stjórnendur stjórna af skynsemi og heiðarleika en það er eitthvað sem vantar verulega uppá hjá mörgum þeirra sem sitja á alþingi, það dæmir þau úr leik sem góðir stjórnendur.
Kristján B Kristinsson 10.7.2012 kl. 22:40
Fyrsta verk Jóhönnu var að henda í hausinn á okkur Evrópusambands umsókn, sem var látinn heita að kíkja í pakkann.
Þessi fáránlega umsókn sundraði þjóðinni á örlaga tíma, tíma þegar allt lá við að hún stæði samann. Þjóðin sundraðist í tvo megin flokka og var annar þeirra settur saman af fólki sem vissi að pakkinn var opinn og í honum ekkert leyndarmál, bara reglur Evrópusambandsins á gríðarlega mörgum blaðsíðum.
Svo mörgum blaðsíðum að Jóhanna nennir ekki að lesa þær og ég ekki heldur, enda vanur að sniðganga flóknar lausnir finni ég einfaldar, enda er allt einfalt sem maður skilur en hitt er flókið.
Jóhanna aðhyllist allt sem hún skilur ekki og svo kom Icesave sem landinn hafnaði en Jóhanna skildi það ekki og svo kom stjórnlaga þyngið sem landinn hafnaði en Jóhanna skildi það ekki og svo og svo og svo.
En hún byrjaði á að brjóta stjórnarskránna með Norskum Seðlabankastjóra og lítur þar með útfyrir að hún telji sig til guða og þar með gildi ekki um hanna þau lög sem við einföld þurfum að hlíta.
Um hinn hópinn þarf ekki að segja svo margt annað en að hann trúir á hjáleigu guðina Jóhönnu, Steingrím og Össur sem svo aftur trúa á Sovét Evrópu.
Hrólfur Þ Hraundal, 10.7.2012 kl. 22:55
Sæll Kristján, mikið til í því sem þú bendir á.
Jón Ríkharðsson, 11.7.2012 kl. 03:31
Þú hittir naglann á höfuðið Hrólfur eins og svo oft áður, hef engu við þetta að bæta hjá þér, tek undir það allt.
Jón Ríkharðsson, 11.7.2012 kl. 03:32
Eftir u.þ.b. eitt ár er ljóst að hægt er að segja að ríkisstjórnin hafi gert eitt góðverk - látið af völdum. Ekki það að ég óski eftir hrunflokkunum aftur til valda, ef það gerist, þá er hægt að fullyrða að ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt gott.
Theódór Norðkvist, 11.7.2012 kl. 19:51
Sæll Jón og hinir. Þessi ríkisstjórn hefur bæði gert góða og vonda hluti (eins og svon sem allar ríkisstjórnir gera) en ég held að hún sé að mestu dæmd út frá stöðu hennar á pólitíska skalanum (vinstriflokkar, þ.a.l. ekki vel séð hjá hægrimönnum) og þeim málum sem mest hefur borið á, t.d. Icesave, ESB, stjórnarskránni o.fl. Einnig hafa mikil átök og vandræðagangur í kringum þjóðaratkvæðagreiðslur haft mikið að segja auk ó-/vinsælda einstaka ráðherra. Hér er hægt að skoða nokkur mál sem hafa frá henni komið því þú spyrð hvort hún hafi gert eitthvað gott og tekið afstöðu út frá þeim: http://hvadhefurthessifokkingrikisstjorngert.is/
Annars ætla ég ekki að taka neina einstaka afstöðu, það er annarra að gera það. Sjálfur er ég ekki hrifinn af henni en finnst enginn einn kostur í stöðunni góður.
Skúli 12.7.2012 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.