Er ríkisstjórnin búinn að redda okkur út úr vandanum?

Fylgjendur ríkisstjórnarinnar keppast nú við að sannfæra sjálfa sig og helst aðra, um hinn stórkostlega árangur sem vinstri stjórnin á að hafa náð. Bent er á jákvæða umfjöllun í erlendum miðlum um íslenskt efnahagslíf og bísnast yfir neikvæðni stjórnarandstöðunnar.

En hvað eru útlendingar að hrósa okkur fyrir?

Neyðarlögin, að hafa látið bankanna falla og að þiggja ráðleggingar AGS.

Ef þessi ríkisstjórn hefði setið við völd í aðdraganda hrunsins, þá liti dæmið öðruvísi út. Líklegt er að Már Guðmundsson hefði verið seðlabankastjóri þá og hann vildi dæla peningum í bankanna áður en þeir hrundu, hann og Þorvaldur Gylfason voru báðir sannfærðir um að lausafjárvandi væri að hrjá bankanna.

Ekki er sjálfgefið að AGS hefði komið að málum, vitað er að Steingrímur var því andsnúinn mjög.

Svo hefðu ríkisútgjöld verið aukin langt umfram það sem sjálfstæðismenn gerðu og ólíklegt er að skuldir hefðu verið greiddar niður.

Erlendir miðlar eru fyrst og fremst að hrósa aðgerðum fyrri ríkisstjórnar, einnig eru þeir glaðir yfir hagvextinum, en er hagvöxturinn mikið gleðiefni?

Hagvöxtur sem er neysludrifinn að mestu leiti er ekki fagnaðarefni,einungis 0.8% er tilkominn vegna utanríkisviðskipta og 1.2% vegna fjárfestinga. Hætt er við að hagvöxtur byggður á einkaneyslu hækki verðlag, lækki gengi og auki verðbólgu.

Ríkisstjórn sem berst gegn einkaframtakinu með því að styðja samkeppnisfyrirtæki eins og gert var þegar þeim var forðað frá gjaldþroti, hatast við undirstöðuatvinnugreinarnar ásamt því að viðhafa pólitískan óstöðugleika, getur ekki talist starfi sínu vaxin.

Tekjur hafa skapast vegna makríl og loðnuveiða, það er ekki ríkisstjórninni að þakka.

Ríkisstjórnin er komin á gamalkunnar slóðir vinstri manna, að lofa fjárframlögum í rekstur sem er þeim þóknanlegur, slíkt er ekki til farsældar fallið.

Þegar fjármagn til einkaneyslu verður að þrotum komið, þá er hætt við að hagvaxtartölur lækki, því þessi ríkisstjórn skapar ekki jarðveg fyrir blómleg fyrirtæki, hún hatar gróðann eins og pestina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón.

Það er vissulega sé rétt hjá þér að mestu má þakka aðgerðum fyrri ríkisstjórna að ástandið nú sé ekki verra en það er, bæði hvernig staðið var að málum þá örlagaríku daga er bankarnir voru að hrynja og ekki síður þá staðreynd að áratugurinn þar á undan hafði verið notaður til greiða niður skuldir ríkisins. Ríkissjóður stóð því vel þegar ógæfan byrjaði, um áramótin 07/08, þó kannski megi gagnrýna skuldasöfnun til að halda bönkunum gangandi eftir það og fram á haust.

En það er fleira sem má þakka því að ástandið er þó ekki verra en það er. Sú staðreynd að tekist hefur að halda aftur af ríkisstjórninni í einhverri mestu svívirðu sem hún ætlaði að leggja á landsmenn, icesave, vegur þungt þar. Ef stjórnvöldum hefði tekist það ætlunarverk sitt væri ástandið hjá okkur virkilega slæmt. Þá væru Íslendingar enn að flýja land í stórum stíl, jafnvel til Grikklands, því þar væri mun betra að vera.

Þá hefur okkar íslenska króna bjargað miklu, sú króna sem stjórnvöld þreytast seint á að hallmæla og vilja kasta fyrir róða sem fyrst. Það er gjörsamlega útilokað að gera sér í hugarlund hvernig ástandið væri hjá okkur ef við hefðum haft evru sem gjaldmiðil haustið 2008. Sennilega þarf að leita aftur til 1784 og áranna þar á eftir, þegar móðuharðindin í kjölfar Skaftárelda lagðist yfir landið, til að geta ímyndað sér hvernig ástandið væri hér nú ef við hefðum verið föst við evruna þegar bankarnir hrundu.

Náttúran hefur verið okkur hliðholl. Makrílgengd hefur stór aukist og vöxtur er kominn í þorskstofninn. Auðvitað vill alsherjarráðherrann þakka sér þetta, eins og allt sem vel fer. Allir vitibornir menn sjá þó að hann á engann þátt í þessu, enda bara mennskur eins og við hin. Þetta hefur hins vegar fært okkur dýrmætann gjaldeyri.

Árásir ríkisstjónarinnar á atvinnugreinar landsins hefur verið með eindæmum. Þar hefur hún einkum beint spjótum sínum að þeim þrem geirum sem standa undir mestu af gjaldeyristekjum okkar, sjávarútveg, stóriðju og ferðaþjónustu. Þessar greinar eru skattlagðar sem aldrei fyrr og með ólíkindum hversu fundvís stjórnvöld eru á stofna til að skattleggja hjá þessum aðilum. Þá hefur markvisst verið haldið aftur af þeim sem sýna eitthvert frumkvæði. Þeir sem eru svo kjarkaðir að reyna fyrir sér á einhvern hátt og sýna tekjur, eru samstundis skattlagðir til dauða. Aðrir verða fyrir þvílíku skrifræði möppudýranna í Reykjavík, að þeir draga sig strax til baka. Má þar t.d. nefna hvernig búið er að rústa margra ára þróun í kræklingaeldi.

Ýmislegt fleira má telja til, s.s. þeir tugir milljarða sem alshejarráðherrann hefur ausið í dauðvona sparisjóði, hvernig hann færði erlendum vogunarsjóðum tvo af þrem stæðstu bönkum landsins. Fleira mætti telja.

Þá er þáttur Jóhönnu ekki betri. Hennar fyrsta verk var að kljúfa þjóðina og gera ríkisstjórnina óstarfhæfa með fádæma frekju, þegar hún krafðist að samstarfsflokkurinn sviki sína kjósendur og stæði að umsókn að ESB. Ekki eru fáir milljarðarnir sem hefur verið sóað í hin ýmsu glæuverkefni hennar.

Þá er algert einsdæmi hversu marga dóma frá réttarkerfinu þessi ríksstjórn hefur fengið á sig. Ég er búinn að missa töluna á þeim, voru síðast þegar ég taldi 5 hæstaréttardómar, en hefur eitthvað fjölgað síðan. Það hefði verið gaman að heyra málflutning Steingríms á Alþingi, ef hann hefði verið í stjórnarandstöðu við slíka meðferð dómskerfisins á ríkisstjórninni, eða kannski réttara að segja virðingarleysi ríkisstjórnarinnar fyrir lögum landsins!!

Það er því deginum ljósara að sú staða sem hér ríkir er ekki ríkisstjórninni að þakka, heldur þrátt fyrir hana.

Gunnar Heiðarsson, 14.7.2012 kl. 01:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því uppbyggingin á Íslandi er ekki ríkisstjórninni að þakka heldur þrátt fyrir hana. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.7.2012 kl. 10:25

3 identicon

Atvinnuleysi er núna það minnsta síðan 2008.
Við Íslendingar megum þakka Guði fyrir að hafa haft svona dugmikið fólk í ríkisstjórn til að koma okkur út úr þeim mikla vanda sem forverar þeirra, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, komu okkur í. Það var fyrst og fremst óstjórn, spilling, og andvaraleysi þessara tveggja flokka sem kafsigldu Ísland.

Það er sorglegt að sjá og heyra hvað margir vilja fá þessa spilltu flokka aftur til valda. Þeir verða þá eins og alltaf áður eingöngu við stjórn fyrir sig og sína (LÍÚ mafíuna) en ekki fyrir fólkið í landinu.
Og við getum hafið hrundansinn upp á nýtt.

Hvernig væri að opna augun, gott fólk ?

Láki 14.7.2012 kl. 10:46

4 Smámynd: Svavar Bjarnason

Ekkert ergir "sumt" fólk meira, hér í bloggheimum, en jákvæður fréttir um efnahagsástandið.

Svavar Bjarnason, 14.7.2012 kl. 11:38

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Gunnar, þú kemur með góða punkta og lítið við þá að bæta, ég er sammála því sem þú segir.

Jón Ríkharðsson, 14.7.2012 kl. 14:46

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Rétt Ásthildur mín, enda eru íselndingar dugmiklir og láta ekki vinstri stjórn stöðva sig.

Jón Ríkharðsson, 14.7.2012 kl. 14:47

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Láki og Svavar, ef þið eruð sáttir við hagvöxt sem er að mestu leiti neysludrifinn, þá er lítið við því að segja.

Sem betur fer er skoðun ykkar ekki útbreidd enda hafa íslendingar aldrei verið hrifnir af vinstri stefnunni.

Jón Ríkharðsson, 14.7.2012 kl. 14:49

8 identicon

Heill og sæll Jón æfinlega; og aðrir gestir, þínir !

Láki !

Þú ferð; með lygar einar, hér að ofan.

Margsinnis; hefi ég - sem margur annarra, bent á aðkomu III. valkosts, sem væri utanþingsstjórn vinanndi stétta - Gírolíu og Glussa lyktandi, í stað þess packs, sem ornað hefir sér við sjálftökuna, suður við Austurvöll í Reykjavík, fram til þessa.

Jú; jú. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson; eru jafn VIBJÓÐSLEGIR í allan máta, sem þau Jóhanna og Steingrímur, svo; ekkert fari á milli mála, Láki minn.

Hættu svo; að fullyrða, hér á síðu, sem annarrs staðar, að fólk vilji ekki fleirri valkosti, dreng tetur !

Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi, sem jafnan / 

Óskar Helgi Helgason 14.7.2012 kl. 14:59

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll fornvinur kær, þar sem að orð þín beinast að Láka en ekki mér, þá læt ég nægja að taka undir kveðjuna.

Með bestu kveðjum af SV. miðum.

Jón Ríkharðsson, 14.7.2012 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband