Góður árangur hjá Árvakri.

Augljóslega er Steingrímur J. Sigfússon svekktur yfir góðum árangri Davíðs Oddsonar í ritstjórastól Morgunblaðsins, því Björn Valur fer hamförum á blogsíðu sinni.

Hann segir í nýlegri færslu, að merkasti stjórnmálamaður þjóðarinnar sé pólitískur vitfirringur og endar á að spyrja um ástæðu þess að Íslandsbanki sé tilbúinn til að styðja við bakið á Árvakri.

Svarið við spurningu þingmannsins er einfalt, bankar eru tilbúnir til að hjálpa lífvænlegum fyrirtækjum, því það er þeirra hagur.

Tekjur jukust um 13.6% frá síðasta ári sem bendir til þess að fyrirtækið sé ágætlega rekið, einnig gleður það bankann mjög að hlutafé Árvakurs er aukið um 540. milljónir króna.

Margir skammast yfir því að útgerðarmenn reki moggann, til þess að tala sínu máli. Það er ekkert óeðlilegt við það.

Enginn er neyddur til að kaupa Morgunblaðið og það er vitaskuld heiðarlegt af eigendum þess að gangast við aðkomu sinni að rekstrinum.

Ekki hafa komið fram margra ábendingar varðandi rangfærslur í fréttum og umfjöllun blaðsins, en margir tala í hálfkveðnum vísum og gátum. Slíkt er engum til sóma.

Hafandi lesið Morgunblaðið nokkuð reglulega í fjörtíu ár og verandi íhaldssamur á flesta hluti, þá fagna ég því innilega að til sé fólk sem er tilbúið til að reka blað, sem selt er í áskrift, á tímum sem lestur dagblaða fer þverrandi.

Vonandi halda sömu eigendur áfram að gera gott blað enn betra og megi Davíð Oddsson halda sem lengst áfram að skrifa sína skemmtilegu og beittu leiðara. 


mbl.is Umskipti í rekstri Árvakurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband