Er hagvöxtur alltaf til góðs?

Um þessar mundir hrósar vesælasta ríkisstjórn lýðveldistímans sér mjög af miklum hagvexti.

Benda má á að hagvöxtur var líka mikill á áttunda áratug síðustu aldar, þegar vinstri flokkarnir ofsóttu þjóðina með langvarandi stjórnarsetum.

Hagvöxtur á áttunda áratugnum var 6.3% og hann var drifinn áfram af aðhaldsleysi í ríkisfjármálum, of háum kauphækkunum sem olli síðan stigvaxandi verðbólgu. Síðan hófst langt stöðnunarskeið, því forsendur hagvaxtarins voru slæmar.

Núverandi hagvöxtur er drifinn áfram aðallega á einkaneyslu, margir hafa talsverða peninga handa á milli vegna útgreiðslu séreignasparnaðar, sumir hafa gefist upp á að greiða stökkbreytt lán og eyða stærstum hluta peninganna í ýmsa neyslu. Það veldur ójafnægi í vöruskiptajöfnuði, lítil endurnýjun á krónum orsakar verðbólgu og hætt er við langvinnu stöðnunarskeiði ef ekki samdrætti ef ekkert verður að gert.

Hagvöxtur sem byggður er á engu veldur samdrætti í efnahagsmálum þegar fram líða stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband