Er sparsemi þeirra traustvekjandi?

Vinstri menn hafa löngum þótt sniðugir í að blekkja fólk. Nú hefur þeim tekist að telja mörgum grandvörum manninum trú um að þeir standi fyrir aðhaldssemi í ríkisrekstri.

Ekki er hægt að neita því að stjórnvöld hafa sparað og skorið niður, en það var til þess að þóknast AGS, annars var vonlaust fyrir þau að fá lán.

Vinstri menn eru tilbúnir til að gera næstum hvað sem er ef þeir eiga von á lánum á þokkalegum kjörum.

Núna er að rofa til, þau gera sér vonir um að geta selt bankanna á skikkanlegu verði og vænta þess að geta þvingað peninga út úr sjávarútvegnum.

Hvað gerist þegar vinstri menn sjá peninga? 

Jú, þau eru búin að ákveða að setja tugi milljarða í atvinnuskapandi verkefni, eflaust er það bara byrjunin hjá þeim.

Vinstri flokkarnir sanna dæmisöguna frægu um spordrekann og froskinn, um leið og tækifæri gefst, þá er byrjað að eyða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Mikið er þetta fyndin færsla!

Björn Birgisson, 16.7.2012 kl. 15:28

2 identicon

Heill og sæll Jón æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !

Já; Björn Birgisson, einna kúnstugast er, þegar fornvinur minn, hinn mæti Ölfusingur, Jón Ríkharðsson leyfir sér, að básúna Sjálfsgræðgisflokkinn, hinn  kunna glæpa- og miðjumoðs flokk, sem Hægri flokk, vitandi það, að Hægri menn, kappkosta, að tortíma gerfi- lýðræði hvers konar, og koma á fámennis stjórnum sterkra manna, sá ágæti drengur.

Hins vegar; eru úrhrökin á vinstri partinum, lítið geðfelldari heldur, Björn Golfmeistari snjalli, svo sem.

Höfum það í huga; ekki síður, Ísfirðingur knái !

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason 16.7.2012 kl. 17:21

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

" málefnaleg " ath.semd hjá Birni - hann a.m.k sleppti skítkasti

Að skera niður og hækka skatta hefur verið aðalmarkimið þessarar vinstri " velfeðarstjórnar " en ekki að byggja upp öflugt atvinnulíf heldurhafa þeir eins og dæmin sannað lagt talsvert á sig til að koma í veg fyrir að framkvæmdir sem myndu stuðla að bættum lífskjörum yrðu að veruleika.

OG nú vælir SJS að hans " góðu " verk - hver sem þau þá eru.

Það er ekki að undra að 70 % þjóðarinnar styðja ekki vinstri flokkana.

Óðinn Þórisson, 16.7.2012 kl. 17:48

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Skynsamlegt hjá þér Bjössi minn að þjálfa kímnigáfuna og sjá helst húmor í sem flestu.

Ekki veitir nú af, þegar þjóðin fer að sjá í gegn um vinstri stefnuna, þá verða daprir tímar hjá ykkur vinstri mönnum en lífskjör ykkar fara að batna, þannig að lífið verður ekki alslæmt eftir sem áður.

Jón Ríkharðsson, 17.7.2012 kl. 13:27

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Daginn fornvinur góður og takk fyrir kommentið.

Með bestu kveðjum úr Grafarvogi.

Jón Ríkharðsson, 17.7.2012 kl. 13:28

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Málefnaleg segir þú Óðinn, eflaust má segja að þetta sé málefnalegt hjá vinstri manni, enda kunna þeir ekkert annað en skítkast, Björn er í kurteisa hópnum og telst þess vegna nokkuð málefnalegur, þótt rökin séu ekki mörg hjá honum frekar en hjá öðrum vinstri mönnum. Þeir vita undir niðri að stefnan þeirra gengur ekki upp, en þráhyggjan er sterk.

Það er rétt sem þú bendir á, varðandi tregðu þeirra við að byggja upp atvinnulífið, þeir geta það ekki vegna þess að þeir óttast fátt meira en að landar þeirra geti orðið ríkir, ég held að þetta sé bara öfund hjá þeim.

Steingrímur grobbar sig af hagvexti og háu atvinnustigi.

Það má líka minna á, að á áttunda áratugnum, þegar vinstri flokkarnir fengu tækifæri til að sanna sig ansi mörg kjörtímabil, þá var að jafnaði 6% hagvöxtur og næg atvinna.

Þjóðin þurfti svo að blæða fyrir hagvöxtinn, því hann var eins og núverandi hagvöxtur, byggður á vitlausum forsendum.

Jón Ríkharðsson, 17.7.2012 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband