Þriðjudagur, 17. júlí 2012
Á Dagur B. engan felustað?
Komið hefur fram að erfitt virðist vera að ná tali af borgarstjóranum okkar um þessar mundir þnnig að Dagur B. Eggertsson þarf þá að svara fyrir hann og alla vitleysuna sem á sér stað í borginni.
Varaformaður Samfylkingarinnar er frekar klaufskur í viðtölum, en hann prufar ýmsar gamalkunnar aðferðir vinstri manna með misjöfnum árangri, í DV reynir hann að gera lítið úr Davíð Oddssyni í stað þess að leitast við að laga málin í borginni.
Dagur veit ekki hvort hann er að koma eða fara, í októbermánuði árið 2007 sagði hann að samruni REI og Geysis Green væri mjög sniðugur, fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar sagði hann í kosningapésa SF að hann hafi komið í veg fyrir samruna REI og Geysis Green. Í þætti fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar sat hann við hlið Jóns Gnarr og Jón virtist fara í taugarnar á honum. Skömmu síðar fór Dagur að sýna merki um kímnigáfu og brosa meira en oft áður, en þá var hann að undirbúa vináttu við Jón Gnarr, því hann sá möguleika á að komast í borgarstjórn, framhaldið þekkja svo allir.
Þar sem að Samfylkingunni gengur frekar illa um þessar mundir, þá væri rétt af þeim að athuga hvort ekki væri hægt að semja við borgarstjórann um að deila felustað sínum með varaformanni flokksins.
Athugasemdir
Jón Gnarr er eins og svo margir, of réttsýnn og heiðarlegur til að eiga skilið að lenda í svika-hakkavél stjórnmálaelítunnar mafíukeyptu. Honum var ætlað að vera blóraböggull, en vonandi getur hann með einhverjum ráðum snúið ætlunarverkum svikullar stjórnmála-stéttarinnar til betri vegar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.7.2012 kl. 15:36
Anna mín Sigríður, aldrei hef ég mótmælt því að Jón Gnarr sé réttsýnn og heiðarlegur maður, ég hef reyndar oft sagt slíkt hið sama um flesta þá sem eru í pólitík.
Jóhanna og Steingrímur, ég efast ekki um að þau vilji vel og séu réttsýn og heiðarleg. Það fara allir í pólitík með það markmið að bæta samfélagið og láta minnast sín fyrir góð og göfug verk.
Reyndar hef ég þá trú að mjög mikill meirihluti mannkyns sé réttsýnn og heiðarlegur, en þessi fáu skemmdu epli gera stóra og ljóta hluti, þótt þeir séu ekki stór hluti af heildinni.
En varðandi stjórn borgarinnar, þá hefur Jón Gnarr ekki staðið sig vel og heldur ekki Dagur B. Eggertsson. Það er eki nóg að vera réttsýnn, heiðarlegur og góður, fólk þarf li´ka að kunna til verka og það gerir Jón Gnarr alls ekki.
Jón Ríkharðsson, 17.7.2012 kl. 15:58
Þú ert svo ómarktækur þegar þú sérð skítinn í öllum flokkum nema sjálfstæðisflokknum.. þar er jú mesti skíturinn.
Þetta kallast hræsni karlinn minn
DoctorE 17.7.2012 kl. 16:32
Þú ert ein af mínum mikilvægustu lesendum DoctorE og ég vil nota tækifærið og þakka þér innilega fyrir, þú ert eiginlega ómetanlegur.
Sjáðu nú til, ég á marga skynsama vini og kunningja sem segja mér til syndanna og það fær mig til að hugsa minn gang.
En stundum held ég að menn séu of kurteisir og segi ekki allan sannleikann, því þeir vilja ekki móðga mig. Þú mátt eiga það, að þú ert alltaf sjálfum þér samkvæmur og á meðan þú fordæmir mig og mínar skoðanir, þá er ég á réttri leið.
En ef þú ferð að hrósa mér og tekur undir það sem ég skrifa, þá þarf ég sannarlega að að endurskoða hug minn ansi vel. Þú ert öruggasti mælikvarðinn á mitt andlega ástand hverju sinni.
Jón Ríkharðsson, 17.7.2012 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.