Hvernig vinna sjálfstæðismenn?

Ríkisstjórnin hrósar sér fyrir innihaldslítinn hagvöxt og minna atvinnuleysi en þekkist víða í Evrópu á sama tíma og þau hamla vexti burðarstoða útflutningsins, álframleiðslu og útgerð. Einnig hafa þau gert fyrirtækjum erfitt fyrir í samkeppni með því að styrkja rekstur gjaldþrota fyrirtækja.

Ríkisstjórnin gerir flest rangt, en hrósar sér samt.

Þegar sjálfstæðismenn settust í ríkisstjórn árið 1991 hafði ríkt langvinn efnahagskreppa, ein af fjórum mestu efnahagskreppum tuttugustu aldar. Hún stafaði af mikilli verðlækkun á fiskmörkuðum, hruni síldveiða fyrir Austurlandi og miklum aflabresti á Suðurlandi.

En sjálfstæðismenn grétu ekki í fjölmiðlum vegna erfiðra verkefna, heldur gengu í verkið með bjartsýni, von og trú að leiðarljósi.

Það var ekki mikill hagvöxtur fyrstu ár ríkisstjórnarinnar, atvinnuleysi var líka talsvert. En sjálfstæðismenn létu það ekki buga sig, þeir vissu hvernig átti að koma þjóðinni út úr erfiðleikunum og áunnu sér traust kjósenda, enda voru þeir orðnir langþreyttir á vinstri flokkunum sem höfðu ríkt ansi lengi á þessum tíma.

Vinstri menn eru ansi flinkir að færa peninga úr einum vasa til annars og þeir bjóðast til að sýna snilldartakta í þeim efnum takist að mjólka fé út úr útgerðinni ásamt því að selja hlut ríkisins í bönkunum. Þá á að setja tugi milljarða í atvinnuskapandi verkefni.

Sjálfstæðismenn taka ekki þátt í svoleiðis dellu, enda var tekið til í millifærslukerfinu eftir að sjálfstæðismenn tóku við valdataumum ´91 illa rekin fyrirtæki fóru á hausinn, stefnt var að lækkun skatta og afámi aðstöðugjalda á fyrirtæki, allt var gert til að auðvelda mönum reksturinn.

Svo má heldur ekki gleyma sáttavilja sjálfstæðismanna. Á þessum tíma stóð til að hæka laun æðstu embættismanna. Sjálfstæðismenn hvöttu kjaradóm til að draga ákvörðunina til baka og við því var orðið. Allir vita að hækkun launa æðstu ráðamanna hefur óveruleg áhrif á stöðu ríkissjóðs, en í erfiðu efnahagsumhverfi veldur það reiði hjá kjósendum.-*

Sjálfstæðismenn hafa aldrei skammað neinn fyrir að græða heldur fagnað því. Enda fóru fyrirtækin að rétta úr kútnum smátt og smátt, eftir að hafa verið skattpínd af vinstri flokkunum lengi og bjartsýni jókst í þjóðfélaginu. 

Sjálfstæðismenn eru ekkert að skipta sér af því hvernig rekstur fólk vill stunda, álver eru fín og öll fyrirtæki sem skila hagnaði.

Nú líður brátt að kosningum og það er hættulegt fyrir efnahagslífið að láta lýðskrum vinstri flokkanna hafa áhrif á sig.

Sálfstæðismenn geta ekki lofað hagvexti, atvinnulífið skapar hann. Útflutningsdrifinn hagvöxtur er eini raunhæfi hagvöxturinn, það er æskilegt að hann sé líka drifinn áfram af fjárfestingum í atvinnulífinu, minnstur hluti hans á að vera vegna einkaneyslu, en stærstur hluti hagvaxtarins í dag er drifinn áfram af einkaneyslu að stærstum hluta.

Valið í kjörklefanum er einfalt. Vinstri flokkarnir munu ekki efla sjávarútveg og áliðnað, kannski ekki setja þessar greinar á hausinn, í besta falli verður þar stöðnun en við þurfum framfarir á þessum sviðum. Vinstri flokkarnir munu eyða stórfé í atvinnuskapandi verkefni, búið er að lofa því. Við höfum slæma reynslu af því, en vinstri flokkarnir læra seint. Þeir munu hvorki lækka skatta né einfalda skattkerfið.

Sjálfstæðisflokkurinn mun hinsvegar vinna að því að mynda góðan rekstrargrundvöll fyrir undirstöðugreinar þjóðarinnar, það er staðreynd sem kjósendur geta treyst. Það er innbyggt í hug og hjarta allra sjálfstæðismanna andstyggð á háum sköttum, kjósendur geta lika treyst því að skattar verða lækkaðir.

Sjálfstæðismenn gerðu mistök sem þeir iðrast sárlega, juku ríkisútgjöld um hundruðir milljarða og þöndu út ríkisbáknið. Þau mistök verða ekki gerð aftur, sjálfstæðisstefnan segir að ríkisrekstur eigi að vera í lágmarki og menn gera ekki sömu mistökin tvisvar, ekki svona alvarleg mistök.

Sá sem að setur krossinn við vinstri flokkanna óskar eftir háum sköttum, stöðnun í sjávarútvegi og áliðnaði og viðkomandi vill helst ekki að neinn græði of mikið. Þetta er ekki hagkvæmt sjónarmið en sjónarmið samt.

Sá sem að setur krossinn við D óskar eftir lágum sköttum, ábyrgri meðferð á almannafé og uppbyggingu grunnstoða gjaldeyrisöflunar. Ekki má svo gleyma því að meiri friður mun ríkja ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda, en friðurinn er líka ómetanleg auðlind. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband