Færeyingar hafa kjarkinn sem Steingrím vantar.

Nokkrum færeyingum hef ég kynnst og þeir eiga það sameiginlegt að vera ljúfir í viðmóti, góðir húmoristar og hörkuduglegir til vinnu. En þeir eru ekki mikið fyrir að grobba sig, samt geta þeir sýnt vígtennurnar ef að þeim er vegið.

Kjarkleysingjar eins og Steingrímur eru stöðugt að grobba sig og segja öðrum hvað þeir séu öflugir í þeirri von að einhver trúi því. Með því að gelta hátt þá nær svona fólk oft að sýnast kjarkað þannig að fáir leggja í að svara. Steingrímur er ekki einn um þetta, mörgum hef ég kynnst á sjónum, sem koma um borð og byrja að segja frægðarsögur af sínum afrekum, tala hátt og nota sterk orð um alla hluti.

Þegar til kastanna kemur þá eru þetta ónothæfir ræflar sem skammast yfir lélegri vinnuaðstöðu og allt of miklum veltingi. Um leið og einhver hóstar létt framan í andlit þeirra, þá fara þeir í flækju og segjast vera að grínast, það er svona svipað eins og að frábær niðurstaða Svavars og félaga var "sögð í hita og þunga leiksins". 

Því miður er hætt við að erfitt sé að ná hagstæðri niðurstöðu þegar við höfum hræddan sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn sem gerir allt til að þóknast ESB. 

Kannski er von til þess að vinir okkar frá Færeyjum nái góðum samning og við fáum þá vonandi að njóta góðs af því. Við höfum þrátt fyrir allt verið heppin til þessa, þjóðin tapaði ekki á hræðslu Steingríms í Icesave, kannski töpum við engu á hræðslu hans í makríldeilunni. 


mbl.is Færeyingar gagnrýna hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jón minn, þarftu ekki að fá hjálp við þessari Steingríms-þráhyggju þinni? Það er ekki gott að hafa einhvern á heilanum, nema kannski konuna og börnin, en allra síst myndi ég vilja að Steingrímur J. væri með lögheimili í heilanum á mér.

Theódór Norðkvist, 20.7.2012 kl. 09:46

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er beisiklí alveg það sama og SJS sagði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.7.2012 kl. 10:34

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú eru fréttir um að Gunnarstaðamóri hafi bannað grænlenzku skipi að landa afla símum í íslenzkri höfn.

Getur Steingrímur Júdas ekki gert nokkurn skapaðan hlut rétt?

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 20.7.2012 kl. 12:14

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er ekki haldinn neinni þráhyggju varðandi Steingrím Theódór minn, en ég þakka þér fyrir umhyggjusemina.

Oft hef ég tekið það fram, að mér er hvorki illa við Jóhönnu né Steingrím og reiði í þeirra garð er ekki til í mínum huga.

Hinsvegar líkar mér ekki ríkisstjórnin sem þau sitja í og mér finnst allt of margir trúa stjórnarliðum þegar þeir grobba af góðum árangri, sem ég á erfitt með að sjá.

Með mínum skrifum er ég að leggja áherslu á vanhæfni Steingríms, ég held að fáir hafi trú á Jóhönu, þess vegna er ég lítið að skrifa um hana.

Jón Ríkharðsson, 20.7.2012 kl. 12:41

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Noh, bara mættur Ómar Bjarki?

Jón Ríkharðsson, 20.7.2012 kl. 12:44

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Rétt Jóhann, en það er þó eitt sem hann getur gert nokkuð þokkalega.

Það er að lýsa hagvaxtarprósentum, minnkandi atvinnuleysi og góðum hagnaði af makrílveiðum.

Hann fer raunar ekki djúpt í þessi mál, enda vill hann ekki að þjóðin viti rétar forsendur, það er svolítið óþægilegt fyrir kallinn.

En það verður hver að eiga það sem hann á, hann er vonlaus í ríkisstjórn, en þokkalegur í stjórnarandstöðu og getur skrifað ágætan texta.

Kveðja til Las Vegas, frá Reykjavík.

Jón Ríkharðsson, 20.7.2012 kl. 12:48

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Þetta fer að verða "alvöru blogg"! fyrst ÓB er mættur

Eggert Sigurbergsson, 20.7.2012 kl. 12:49

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held að sá árangur sem náðst hefur eftir hrunið sem var hannað af hugmyndafræðingum Sjálfstæðisflokksins, sé að mörgu leyti mjög góður. Hvort hann er ríkisstjórninni að þakka er annað mál. Sitjandi ríkisstjórnir þakka alltaf sjálfri sér allt það góða sem gerist í þjóðfélaginu. Það gerði hrunstjórn Geirs Haarde líka þegar vel gekk, en vildi ekki kannast við að hafa átt nokkurn hlut að máli, er rætt var um ábyrgð þeirra þegar efnahagslífið hrundi á þeirra vakt.

Það veistu Jón minn og eflaust munt þú sverja af þér ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á hruninu í næstu athugasemd, eins og þú hefur gert (eflaust) síðustu hundrað, þegar þau mál hafa verið rædd.

Theódór Norðkvist, 20.7.2012 kl. 15:54

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ekki veit ég hvort Ómar Bjarki sé endilega gæðastimpill sem slíkur, en hann ásamt fleirum er ákveðinn spegill fyrir mig.

Mér finnst betra að fara með rétt mál og vonandi tekst mér það sem oftast. Á meðan að Ómar Bjarki og félagar halda áfram að rakka allt niður sem ég skrifa, þá veit ég að eitthvað er til í því sem ég segi og ef þeir eru mjög orðljótir þá er nær öruggt að ég fer með rétt mál.

Um leið og þeir fara að hrósa mér, þá þarf ég að hugsa minn gang.

Mig langar að segja þér eitt dæmi sem sannar þetta Eggert. Ég var úti á sjó og heyrði í útvarpinu umfjöllun um bréfin hans Jóns Baldvins. Ég lét tilfinningarnar hlaupa með mig í gönur og skrifaði blogg til varnar Jóni Baldvin.

Það var ekki að sökum að spyrja, þeir sem að hafa rakkað mig mest niður hrósuðu mér í fjölda athugasemda og það fékk mig til að hugsa. Svo þegar ég kom í land og kynnti mér málið, þá skipti ég um skoðun, það er bitanlega óásættanlegt að nokkur maður skuli skrifa unglingsstúlku kynlífslýsingar.

Ég held sem betur fer að þetta sé eina bloggið sem ég hef skrifað án þess að hafa kynnt mér málið nokkuð vel áður en ég birti færsluna.

Jón Ríkharðsson, 20.7.2012 kl. 16:31

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við höfum rætt þetta mál Theódór minn, en það er alltaf spurning á hvaða forsendum men vilja ræða hlutina. Þú vilt meina að frjálshyggjustenfan hafi valdið hruninu, ég hef bent þér á að það er ekki rétt.

Ef við viljum taka næsta skref, því það er leiðinlegt að festast í sömu hjólförunum, þá verður þú að sýna mér eitthvað í frjálshyggjustefnunni sem hvatti til aukinna ríkisútgjalda og ábyrgð ríkisins á bönkum. Þú verður að sýna með rökum, að hvaða leiti frjálshyggjan boðar þessi mistök sem sjálfstæðismenn gerðu fyrir hrun, að auka ríkisútgjöld um fleiri hundruð milljarða og fjölga opinberum störfum óþarflega mikið.

Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins segir þú alltaf, en fyrir það fyrsta þá var hann aldrei ein í ríkisstjórn og ekkert bendir til þess að hann hafi verið ákafari í vitleysunni en framsóknar og smafylkingarmenn. Ef þú kynnir þér söguna og vilt kenna einhverjum flokki um, en ég geri það ekki, þá ber Samfylkingin mesta ábyrgð. Farðu á vef Samfylkingar og finndu ræðu formannsins á landsfundinum árið 2007.

Þar þakkar hún jafnaðarmönnum það, að útrásin og vöxtur fjármálamarkaða hafi orðið að veruleika.

Svo ertu eflaust að vísa mest í Davíð, þegar þú talar um hugmyndafræðinga flokksins, en þá verður þú að skoða heildarmyndina. Davíð vildi dreifa eignarhaldi á bönkunum, aðrir sjálfstæðsimenn voru á sömu nótum og SF, vildu hafa einn stóran kjölfestufjárfesti.

Svo væri gott ef þú tækir rannsóknarskýrsluna, fyrsta bindi og flettir á bls. 58. Þar er útskýrt ástandið á fjármálamörkuðum heimsins, ofngótt lánsfjár, ofurtraust á bönkum og flóknar afleiður og ýmsir fjármálagjörningar sem höfðu mikið að segja.

Þú getur líka lesið um það í sama bindi, að undirstöður hagkerfisins voru styrktar mjög í tíð sjálfstæðismanna.

Það er ekki hægt að rökræða af viti á huglægum nótum, lestu þér til og komdu með rök sem byggjast á heimildum en ekki huglægu mati og kjaftasögum. Þá get ég skoðað rökin þín, lesið me´r til og svarað. Kannski tekst þér þá að leiðrétta eitthvað hjá mér, ég hef aldreri sagst vera með sannleikann, en rökræður byggðar á huglægu mati og tilfinningum, það skilar engu öðru en leiðinda rifrildi. Mér leiðist það því það er svo tilgangslaust.

Jón Ríkharðsson, 20.7.2012 kl. 16:45

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég sagði reyndar ekki að frjálshyggjustefnan hafi valdið hruninu, þó ég telji að hún hafi haft mikið að segja. Frelsið er aldrei orsakavaldur að hörmungum, einungis þeir sem (mis)nota frelsið. Í því efni er ég t.d. ósammála ýmsum hægrimönnum (veit ekki hvort þú telst þar á meðal) sem segja að EES-samningurinn hafi valdið hruni bankanna. Rökstuðningurinn er þá að krafan ESB var að banka yrði að einkavæða. Það merkilega er að þetta er einmitt það sem þeir börðust fyrir, þeir sömu og sögðu að allt þyrfti að einkavæða, ríki gerði ekkert annað en að þvælast fyrir framtaki einstaklinganna, með leiðinda eftirliti.

Þessir menn gagnrýndu alla sem lefyðu sér að vilja ekki sama taumlausa frelsið og þeir sjálfir vildu, frelsið væri aldrei slæmt sögðu þeir, einungis þeir sem notuðu frelsið sem skálkaskjól til illverka. Síðan þegar allt fer í kaldakol þá kenna þeir frelsinu um! Sennilega af því frelsið kom í gegnum EES-samninginn. Tek fram að ég er enginn aðdáandi EES eða ESB.

En það er ágætt að við erum sammála um a.m.k. þetta, að EES-samningurinn kom ekki labbandi inn í landið og rústaði öllu, án þess að Íslendingar sjálfir (og einstaka erlendir athafnamenn) kæmu þar við sögu. Þar erum við á öndverðum meiði við ýmsa lykilmenn í hægrinu.

Theódór Norðkvist, 20.7.2012 kl. 18:29

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ef þú myndir lesa rannsóknarskýrsluna og íhuga þær upplýsingar sem þar koma fram, þá kæmist þú að því, að hvorki frjálshyggjan né forysta Samfylkingarinnar olli því, heldur ekki EES samningurinn né ESB.

Stemmingin í heiminum á árunum fyrir hrun var svo geggjuð að líklegt er að ekkert hafi getað komið í veg fyrir það, því hugarfar allt of margra stjórnast því miður af græðgi. Íslenskir fjármálamenn sóttu margir menntun sína erlendis og voru í góðum tengslum við útlendinga. Þeir hefðu haft spurnir af hræbillegu fjármagni sem leitaði ávöxtunnar í meira mæli en áður hafði þekkst.

Þó bankarnir hefðu verið seldir til annarra en voru valdir til að kaupa þá, þá var áhættusæknin svo mikil og græðgin, að það hefði engu máli skipt.

Það var ekkert bara þrýstingur frá ESB, ég man reyndar ekki hversu ágengur hann var, heldur ráðlegði OECD okkur eindregið að einkavæða bankanna, öll ríki hins vestræna heims höfðu einkavætt banka því þau komust að því að ríkinu gekk ekki nógu vel að reka þá. Þannig að þótt við hefðum ekki fengið nein tilmæli frá ESB, þá hefði hrunið orðið samt sem áður.

Frjálshyggjan er hvorki góð né slæm, hún speglar okkur eins og við erum og í stað þess að kenna stefnu, sem aldrei var notuð af neinu viti, um hrunið, þá ættu menn að skoða sjálfa sig með ítarlegum hætti og berjast gegn græðginni, því hún er rótin að þessu öllu.

Pólitík hefur ekkert með hrunið að gera, stjórnmálamenn máttu sín einskis gagnvart fjármálaöflunum sem mótuðu almenningsálitið eftir sínu eigin höfði.

Jón Ríkharðsson, 20.7.2012 kl. 19:56

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Frjálshyggjan var svo sem ekki notuð í hreinni mynd (sem betur fer) á Íslandi, eins og Friedmann, Hólmsteinninn og fleiri boðuðu hana. Samt sem áður voru forystumenn Sjálfstæðisflokksins alveg frá því að Davíð Oddsson tók við, mikið undir áhrifum hennar og þeir héldu utan um lykilráðuneytin, með Framsókn fyrst og síðan Samfylkingu sem hækju. Vitanlega bera síðarnefndu flokkarnir líka ábyrgð, en hún er samt minni, þeir voru í aukahlutverkum.

Ef þú vilt meina að Sjálfstæðisflokkurinn (með 35-40% fylgi og 60-70% valdanna) hafi verið svo linur og lélegur að fylgja fram yfirlýstri stefnu sinni að Alþýðuflokkurinn og Framsókn með sín 10-20% fylgi og kannski 30% valdataumanna og síðar Samfylkingin með svipað fylgi á bak við sig, kannski aðeins meir, hafi bara ráðið öllu og getað vaðið yfir Sjálfstæðismenn, er það mjög athygliverð kenning. Þá er nú spurning hvort nokkur tilgangur sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera að bjóða fram með ákveðna stefnu, fyrst hann lætur hvort eð er undan öllu sem samstarfsflokkinn vill í samsteypustjórnum.

Við getum annars endalaust verið með vangaveltum um hve stóran þátt frjálshyggjan eigi í hruninu, mér sýnist þú vera að segja eins og svo margir að hún hafi bara að hálfu leyti verið framkvæmd, alltaf í bland við aðrar stefnur og strauma og þess vegna hafi tekist svona illa til. Við getum endalaust velt vöngum yfir því, með sama hætti má kannski segja að nasisminn sé ekki svo slæmur, við hefðum verið í fínum málum ef þessir bannsettu andspyrnuhópar og Bretar og Bandaríkjamenn hefðu ekki verið að þvælast fyrir og leyft Hitler að drepa nokkrar milljónir gyðinga og sígauna í viðbót. En við erum nú væntanlega hvorugur þeirrar skoðunar.

Að lokum, það er enginn að halda því fram að stjórn Geirs Haarde og fyrri stjórnir Davíðs hefðu getað komið í veg fyrir allt það slæma sem gerðist, hvað þá þróun í alþjóða viðskiptum sem við getum lítil sem engin áhrif haft á, eins og fall Lehmann bræðra. Það er bara útúrsnúningur að segja að einhver sé að halda því fram. Hinsvegar hefði verið hægt að grípa til margra ráðstafana til að koma í veg fyrir að bankarnir yrðu svona stórir og milda áhrifin af því þegar öldur heimskreppunnar skullu á þjóðarskútunni. Það ættir þú að þekkja sem sjómaður að það skiptir máli að sigla rétt upp í ölduna, ekki láta hana skella á versta stað (kann því miður ekki að nefna hvað það heitir þar sem ég er ekki alinn upp á sjónum, þó ég sé kominn af vestfirskum sjómönnum langt aftur í ættir.)

Tek fram að ég held að frjálshyggjan boði EKKI að skattgreiðendur séu ábekingar fyrir gerspillta banka og aðrar fjárglæfrastofnanir, þegar illa fer. Það er eitthvað sem við verðum að berjast gegn, í Icesave sem öðrum málum. En þannig hefur kapítalisminn því miður verið framkvæmdur hér á landi, pilsfaldakapítalismi þar sem gróðinn er einkavæddur og tapið ríkisvætt.

Theódór Norðkvist, 20.7.2012 kl. 21:50

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það þýðir ekkert að rökræða frjálshyggjuna við þig Theódór minn nema að þú komir með einhver dæmi og sýnir mér hvað þu´ert svona ósáttur við. Þú nefnir Friedman og Hannes Hólmstein. Þú getur vitanlega með því sagt að þér líki ekki þessir menn og ég get sagt að me´r líki ágætlega við þá, bara nokkuð vel og er sammála þeira kenningum.

Það er huglægt mat hjá okkur báðum og með það að leiðarljósi, þá er þetta útrætt mál. Þess vegna væri gott, ef þú vilt rökræða þetta frekar, að lesa það sem Hannes og Friedman hafa skrifað, skoðað hvort það hafi verið framkvæmt og segja hvaða atriði þú sér ósáttur við.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem betur fer náð mörgu fram, en því miður hefur hann þurft að taka tillit til vinstri flokka í samstarfi og það er slæmt. Það gengur aldrei í samstarfi tveggja flokka að annar ráði öllu, það segir sig sjálft. Þau atriði sem vinstri flokkarnir hafa náð fram eru ekki til góðs, öll þessi eyðsla er vitanlega ekki að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins þótt hann geti ekki afneitað einhverjum hluta hennar.

Það þarf ekkert miklar vangaveltur um hvort frjálshyggjan hafi valdið hruninu, þú verður þá að benda á hvað í frjálshyggjustefnunni olli hruninu, öðruvísi er ekki hægt að ræða þetta mál, vangaveltur fram og til baka gera ekkert gagn, þras er hundleiðinlegt og engum til góðs, en málenalegar samræður þar sem tekist er á um rök með og á móti geta aftur orðið gefandi.

Pislfaldakapítalismi er eins langt frá frjálshyggju og frekast getur verið, þú sérð það fljótt ef þú lest um stefnuna.

Þú getur alveg lagt það á þig að lesa um frjálshyggjustefnuna, þá hefur þú betri yfirsýn yfir það sem þú ert að tala um.

Ég þrælaði mér, með óbragð í munni, í gegn um Kommúnistaávarpið eftir Karl Marx, einnig las ég bók um jafnaðarstefnuna, sem var nokkuð vel skrifuð eftir Gylfa Þ. Gíslason. Öðruvísi var ég viss um að ég gæti ekki tekið þátt í umræðum á netinu, það er svo óþægilegt að rökræða hluti sem maður þekkir ekki.

Jón Ríkharðsson, 20.7.2012 kl. 22:11

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hér kemur stutta útgáfan af því sem ég vildi segja. Frjálshyggjan boðaði að eftirlit með markaðnum og önnur ríkisafskipti væri af hinu illa. Davíð Odds lagði niður Þjóðhagsstofnun þegar hún spáði ekki eins og hann vildi gera. Ég man ekki betur en það komi fram í rannsóknarskýrslunni sem þú vitnar mikið til, að skipulega var unnið að því að veikja allt eftirlit með bönkunum og hinum frjálsa markaði og því hafi flóðbylgjur hrunsins átt greiðari leið til að leggja efnahagskerfið í rúst.

Frjálshyggjan stóð gegn eftirliti, hefði hún ekki komið til hefði verið meira eftirlit. Af því leiðir að frjálshyggjan á stóran þátt í því hve illa fór. Þeir sem þræta fyrir þetta afneita staðreyndum, ekki hinir.

Theódór Norðkvist, 20.7.2012 kl. 22:20

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, afneita staðreyndum eða þekkja þær ekki. Þannig að það má deila um hver er haldinn meira þekkingarleysi, ég eða þú. Og ég hélt því aldrei fram að pilsfaldakapítalismi og frjálshyggja væri sami hluturinn. Ég sagði einfaldlega að hin íslenska útgáfa kapítalismans væri pilsfaldakapítalismi á flestum sviðum.

Þá kanntu að segja sem svo að þá geti hrunið ekki verið frjálshyggjunni að kenna, fyrst hér ríkti andstæða hennar, pilsfaldakapítalisminn. En áhrif frjálshyggju voru einmitt þau að lama eftirlitið eins og ég hef lýst, án þess að ábyrgð fjársýslumanna væri látin vera í samræmi við frelsi þeirra. Þannig að hvað skyldur varðaði réði pilsfaldakapítalisminn, en frjálshyggjan varðandi réttindin. Þetta er það sem kallað er að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið.

Ég mun sennilega ekki svara aftur í bili, þarf að snúa mér að öðru en mun eflaust kíkja hér inn og svara síðar.

Theódór Norðkvist, 20.7.2012 kl. 22:26

17 Smámynd: Jens Guð

  Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna að öðru leyti en því að kvitta undir lýsinguna á Færeyingum.  Þeir eru eins og þú lýsir þeim:  Einstaklega ljúfir í viðmóti,  glaðværir húmoristar, vinnuþjarkar og blessunarlega lausri við grobb.  Ég hef skilað af mér handriti að bók um færeysku söngkonuna Eivöru.  Bókin kemur út í október.  Ég hef verið með annan fótinn í Færeyjum í 15 ár eða svo.  Fyrst við að kenna þar skrautskrift og síðan að aðstoða færeyska tónlistarmenn við að hasla sér völl utan Færeyja.  Þetta er yndislegasta fólk sem til er.  Og einmitt þetta:  Það er ómögulegt að draga upp úr þeim grobb. 

Jens Guð, 20.7.2012 kl. 23:02

18 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég var lengi á sjó með Færeying, hann var óborganlega fyndinn og gat séð eitthvað spaugilegt í öllu.

Þar sem að þú skilur tungumálið þeirra Jens, þá áttar þú þig á hvers vegna hann gerði stólpagrín að kokknum eitt sinn.

Þá sagði kokkurinn við okkur; "strákar, ég ætla að fleygja mér í koju, verð svo með afganga í matinn þannig að það er nóg að ræsa mig um hálfellefu."

Færeyski vinur minn fékk magakrampa af hlátri og ég fattaði húmorinn þegar hann sagði mér hvað orð kokksins hefðu þýtt á færeyskri tungu.

Jón Ríkharðsson, 20.7.2012 kl. 23:09

19 Smámynd: Jens Guð

  Þessi saga er næstum eitruð.  Hehehe!  Og bönnuð innan 16! 

Jens Guð, 20.7.2012 kl. 23:46

20 identicon

Djö... er ég sammála þér með lýsinguna af kjaftstórum nýliðum á sjó !!

Nánast án undantekninga....ónothæfir ræflar !!!

Hitti einn í síðasta túr....

Einnig flott nálgun hjá þér að heimfæra verkleysi þessa ónothæfa rusls til sjós yfir á getuleysi steingríms yfirlandráðamanns !

runar 21.7.2012 kl. 23:22

21 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Theódór, þú nefnir Þjóðhagsstofnun og vitnar í algengar kjaftasögur um að Davíð hafi lagt hana niður, því spár hennar hafi ekki hentað honum.

Það höfðu farið fram umræður um að leggja hana niður, löngu áður en Davíð settist við völd. Mönnum þótti hún að lokum óþörf stofnun, mig minnir að Sighvatur Björgvinsson hafi talað talsvert fyrir að leggja Þjóðhagsstfnun niður, en ég skal skoða það betur þegar ég kem heim, ég safnaði talsverðum upplýsingum um þetta mál, en mér er illa við að segja mikið eftir minni, því það getur eitthvað skolast til.

Ég er ekki að metast við þig um þekkingu eða Þekkingaleysi, heldur var ég að nefna að það væri betra ef þú vísaðir í heimildir, t.d. hvar í rannsóknarskýrslunni segir að markvisst hafi verið unnið að minnkun eftirlits. Ég kannast ekki við að markvisst hafi verið unnið í að minnka eftirlit með bönkum, en hafir þú heimildir sem staðfesta það, þá væri gaman að heyra af þeim. Ég hef ekki lesið rannsóknarskýrsluna alla og eitthvað kann að hafa farið framhjá mér.

Eitt sinn vitnaði ég í Jónas Haralz, þegar við vorum að þræta um frjálshyggjuna og benti á, að hann sagði í skrifum sínum um hana, að sterkt ríkisvald væri nauðsynlegt til að frjálshyggja gengi upp. Þar var Jónas að lýsa frjálshyggjunni.

Jón Ríkharðsson, 23.7.2012 kl. 17:47

22 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Rúnar, þú kannast við svona skratta, því miður eru þetta ekki allt nýliðar heldur menn sem hafa verið lengi á sjó, alveg eins og Steingrímur og Jóhanna, þau hafa verið lengi í pólitík.

Jón Ríkharðsson, 23.7.2012 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband