Sunnudagur, 29. júlí 2012
Vegsemd Sjálfstæðisflokksins og vandi.
Vegsemd Sjálfstæðisflokksins felst í því, að enginn annar flokkur á Íslandi hefur haft eins mikið traust og hann og lengst af hefur flokkurinn staðið undir því trausti.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir öllum meiriháttar framförum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun þannig að afrekaskráin er glæst bæði og stór.
En flokkurinn gerði stór mistök og brást þjóðinni. Þegar flokkur með jafnglæsta sögu og Sjálfstæðisflokkurinn hefur bregst meginhugsjónum sínum, þá tekur tíma að byggja traustið upp aftur.
Mistökin fólust í því, að flokkurinn jók ríkisútgjöld um 380. ma. frá 1991-2008 og hann fjölgaði störfum ótæpilega í opinbera geiranum. Einnig voru það stór mistök að grípa ekki strax til varna efir hrun og svara ásökunum vinstri flokkanna fullum hálsi.
Sjálfstæðisflokkurinn olli ekki bankahruninu og óvíst er hvort hann hafi getað komið í veg fyrir það.
Þegar ég tala um Sjálfstæðisflokkinn, þá er ekki eingöngu átt við forystu og kjörna fulltrúa hans, við öll sem gegnum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn berum ábyrgð, ég viðurkenni fúslega mína sök.
Það er hlutverk okkar sem í flokknum störfum að veita aðhald, þar brugðumst við, því miður.
Fortíðina getur enginn flúið, það hefur átt sér stað alvarlegur trúnaðarbrestur á milli Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar og það er okkar hlutverk að bregðast við því
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að eiga einlægt og hreinskiptið samtal við þjóðina, annars eigum við litla von.
Og með Sjálfstæðisflokkinn utan ríkisstjórnar, þá á þjóðin einnig litla von.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.