Eru óánægjuframboðin til góðs?

Ungur maður kynnist ungri konu, þau finna það fljótt að þau þrá það sama og þeim liður vel í návist hvers annars. Svo þróast vináttan og dýpkar, síðan ákveða þau að giftast og eyða lífinu saman. Síðan koma börn í spilið og þau hafa sömu skoðanir á barnauppeldi og allt gengur vel.

Þótt hjónabandið sé trausts, þá er um að ræða tvo einstaklinga og ákveðin valdabarátta getur átt sér stað, léttvægur áherslumunur getur orðið að djúpstæðum ágreiningi sem veldur margra daga rifrildi, jafnvel margra vikna.

Allir sem eru í hjónabandi þekkja átökin, jafnvel læðist sú hugsun að fólki að skilnaður sé besta leiðin, en tengingin er sterk, sama lífsýnin tengir þau saman. Þau ákveða að gera málamiðlanir og sigrast að okum á erfiðleikunum.

Stjórnmálaflokkar eru stofnaðir af fólki, með sömu lífssýn og það velur sömu leiðir að sama markinu. Svo kemur valdabarátta, sumum finnst flokkarnir yfirgefa sig og þeir stofna þá nýjan flokk. Ekki líður á löngu þar til annar ágreiningur kemur upp í nýja flokknum og viðkomandi finnst sá flokkur einnig hafa svikið sig.

Sama gerist í hjónaböndum, fólk skilur og ákveður að finna nýjan maka sem hentar betur. Svo kemur upp ágreiningur, þá er aftur skilið og nýr maki fundinn osfrv.

Öll mannleg samskipti byggjast á málamiðlunum, það fær enginn allt sitt fram, hvorki í stjórnmálaflokkum né hjónaböndum.

Með því að takast á, rífast og hreinsa andrúmsloftið, þá færist málamiðlunin stöðugt nær. Smátt og smátt slípast fólk vel saman og úr verður sterk liðsheild.

Það kostar vinnu að vera í  samskiptum við fólk, því fylgja einnig vonbrigði sem þarf að takast á við.

Mikilvægt er að fólk sem er sammála um leiðir vinni saman, það er stefnan sem skiptir máli.

Margir litlir flokkar sem túlka sömu stefnuna eyðileggja möguleikanna á því að hún nái fram að ganga. 

Þess vegna hafa óánægjuframboð aldrei gengið upp, því ef fólk lætur sundurlyndið ráða för, þá er erfitt að finna samstöðu á ný. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Jón ég get ekki skilið þig núna, þetta minnir mig að þú sért kominn í trúarsöfnuð sem ekki nokkur tekur mark á.

Jóhann Páll Símonarson, 29.7.2012 kl. 17:39

2 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Mjög góð samlíking hjá þér Jón Ragnar enda er þetta næst veruleikanum, óánægjuframboðin hafa mörg verið fljót að splundrast. Þú ert Sjálfstæðismaður Jón Ragnar og SJÁLFSTÆÐIS- OG FRELSISFLOKKURINN eins og ég kalla hann er mjög breiður flokkur.

Þar rúmst allir sem skilja að frelsi er aðalhugsjónin sem við þurfum að framfylgja svo að íslenskt þjóðfélag risi á ný. Frelsið skapar ótrúlega möguleika og eflir bæði einstaklinginn og atvinnulífið. Sem betur fer er það ekki íslensk uppfinning.

Guðmundur Pálsson, 29.7.2012 kl. 17:49

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég skal með ánægju útskýra hvað ég meina Jói minn, þetta á ekki skylt við neinn trúsöfnuð heldur vill ég lifandi flokk þar sem fólk tekst á og hefur þolinmæði til að hreinsa andrúmsloftið, þannig að viðunandi málamiðlun næst.

Í stórum hópi verður alltaf einhver undir með sínar skoðanir, það er erfitt að kyngja því, en því miður hluti af prógramminu.

Samstaða og gagnkvæm virðing er nauðsynleg, það er að mínu viti mikilvægast að sjálfstæðisstefnan fái að njóta sín og þeir sem eru sammála henni eiga að halda sig í Sjálfstæðisflokknum.

Raunar finnst mér þú á góðum stað, ég hef ekkert á móti Framsóknarflokknum og óska honum alls hins besta, hann hefur göfugar hugsjónir og vonandi tekst að ná farsælu samstarfi á milli flokkanna okkar eftir næstu kosningar, það er ekki margt sem aðskilur þá í sjálfu sér.

Jón Ríkharðsson, 29.7.2012 kl. 21:17

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála þér Guðmundur minn, hlakka til að hitta þig á morgun.

Jón Ríkharðsson, 29.7.2012 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband